Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 27

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 27
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 27 Pétur Atlason vaknaði. Hann teygði úr sér og nuddaði stír- urnar úr augunum. Honum fannst hann ennþá vera þreyttur. Best að ég hvíli mig aðeins lengur, hugsaði hann. Það birtir svo seint á þessum árstíma. Dagurinn ætlar aldrei að koma. Og Pétur Atlason lá um stund á hliðinni. Fljótlega varð honum kalt þótt hann hnipraði sig saman. Eg ætla að líta aðeins fram, sagði hann við sjálfan sig. Hann reis á fætur og læddist út á ganginn. Best að fara hljóðlega til að vekja ekki mömmu og pabba. Þau eru stundum dálítið morgunsvæf og Pétri Atlasyni leiddist að bíða eftir að þau vöknuðu á morgnana. Þess vegna ákvað hann hann að fara inn á baðið. Hann gerði það oft þegar enginn var kominn á fætur. Hann horfði í kringum sig og leit því næst yfir bað- karsbrúnina og niður í bað- karið. Hann sá að það var froða í baðkarinu. Þegar hann þefaði út í loftið fannst honum hann finna lykt af sápu eða sjampói. Þessa einkennilegu lykt, sem alltaf kom þegar einhver fór í bað. Og það var froða í baðkarinu, sem orðið hafði eftir þegar vatnið rann úr því. Þetta er skrýtið, sagði Pétur Atlason við sjálfan sig. Venjulega fer enginn í bað á nóttunni. Ætli hafi verið gestir? spurði hann sjálfan sig og fór inn í stofuna. En þar var allt á sínum stað. Þar voru engin ummerki eftir gesti. Engin aska í öskubökkunum. Þeir voru alveg eins vel hreinsaðir og þeir höfðu verið kvöldið áður, þegar hann var að horfa á sjónvarpið með mömmu og pabba. Enginn hefur verið hér, sagði Pétur Atlason við sjálf- an sig. Þau hafa líklega farið í bað áður en þau fóru að sofa og froðan ekki runnið niður úr baðkarinu. Og það er nótt ennþá. Það birtir hvort sem er svo seint og erfitt að vita hvort er kominn dagur. Best að ég leggi mig og bíði eftir að þau vakni. Og Pétur Atlason skreið í bólið sitt og steinsofn- aði. Pétur Atlason var úti. Það var afskaplega heitt og hann var rennandi sveittur. Sólin skein líka beint í augun á honum. Þegar hann fór fram með húshornunum fannst honum að hann sæi ekki neitt. Sólin var svo björt. Hann hljóp áfram upp götuna. Við og við leit hann upp í glugga til að gæta að hvort það væru gluggarnir heima. Hann hafði aldrei hugsað um að svo langt gæti verið heim. Hann hljóp og hljóp, framhjá hverju hús- horninu á eftir öðru. Loksins þekkti hann gluggana. Bláu gluggatjöldin hennar mömmu voru vandlega dregin fyrir. Og þegar hann læddist inn fannst honum eins og matar- lykt kæmi á móti sér. Þó þekkti hann ekki þessa lykt. Hann hafði aldrei fundið hana áður. Samt var hún eins og matarlykt. Og hún var góð. Þetta hlaut að vera góður matur. Og hann flýtti sér inn í eldhúsið. En þá leit hann upp. Honum var kalt. Glugginn hlaut að vera opinn. Og hann var orðinn verulega svangur. Ég hlýt að hafa sofið lengi, hugsaði Pétur Atlason. Best að ég fari og athugi hvort mamma og pabbi eru vöknuð. Hann læddist inn í svefnher- bergið. Fyrst rak hann haus- inn inn um dyragættina. Svo fór hann alveg inn og hoppaði upp í rúmið. Hann var vanur að hoppa upp í rúmið og leggjast niður á milli þeirra. Sérstaklega þegar honum var kalt á nóttunni. Honum var fljótt að hlýna þegar hann hreiðraði um sig í hlýrri og mjúkri sænginni. En hvað var nú þetta? Eng- inn var í rúminu. Pétur Atla- son þreifaði á sængurfötun- um. Þau voru köld. Það hefur enginn sofið hér nýlega. Hvar geta þau verið? Þau eru vön að vera heima hjá sér á nótt- unni. Nema þegar þau fara í frí. Eða til útlanda. Þá er ég alltaf hjá frænda mínum, hugsaði Pétur Atlason. Þau láta mig ekki vera einan heima í marga daga. Hvað ætti ég þá að borða? Pétur Atlason ráfaði um stund um íbúðina. Hann sá engan. Hvorki í stofunni né í eldhúsinu. Ekki heldur í svefnherberginu eða á bað- inu. Þetta var skrýtið. Og hann var svo svangur. Enginn matur í eldhúsinu. Tvær tóm- ar kaffikrúsir stóðu á eldhús- borðinu. Pétur Atlason gægð- ist inn í ísskápinn. Hálftóm mjólkurferna og biti af agúrku blöstu við honum. Ekkert annað og hann varð svengri og svengri með hverju augnabliki. Eg verð víst að fara út og kaupa eitthvað í matinn, sagði Pétur Atlason við sjálf- an sig. Ætli sé búið að opna búðirnar? Og hann smeygði sér út. Hann stóð á götunni og leit í kringum sig. Það var orðið bjart og kaldur stormur þaut fram með húshornunum. Tvær stelpur gengu framhjá. Kuldalegar og með langa trefla vafða marga hringi um hálsinn. Önnur leit til hans þar sem hann stóð ráðvilltur og dálítið aumingjalegur á götunni. Greyið kallinn, sagði hún um leið og hnykkti höfð- inu til og vafði treflinum betur um hálsinn. Þetta er undarlegur morg- unn, hugsaði Pétur Atlason. Venjulega var dimmt þegar hann fór á fætur og mamma og pabbi fóru í vinnuna. En nú var bjart. Eins og um miðj- an dag. Pétur Atlason lagði af stað niður götuna. Hann varð að kaupa eitthvað í matinn. Hann gekk framhjá sjoppu. Það fæst ekkert gott hér, hugsaði hann. Mamma kaupir bara sígarettur í þessari búð. Ég reyki ekki og ekki get ég borðað sígarettur. Hann gekk áfram og fylgdist vel með hverjum glugga. Eftir dálitla stund fann hann matarlykt og vatnið streymdi fram í munninn á honum. Lyktin kemur héðan, hugsaði hann þar sem hann stóð við stóra bláa, hurð. Hann beið um stund og þegar hurðin opnaðist skaust hann inn. Fyrir innan voru margar hillur. Alls kyns dósir og pakkar voru í hillunum. Þetta er ekki matur, hugsaði Pétur Atlason þegar hann gekk framhjá hillum með hreinsi- efni og snyrtivörum. Matar- lyktin var næstum horfin og nú fann Pétur Atlason sömu lyktina og var á baðinu um morguninn. Hann flýtti sér til baka. Framhjá hillum með margs konar vörum. Matar- lyktin nálgaðist aftur og munnvatnið fór að renna fram í munninn á honum á nýjan leik. En Pétur Atlason fann eng- an mat. Hann fann bara lykt. Hann fann alls konar lykt. Hvert sem hann fór í búðinni fann hann lykt og alls staðar voru kassar og dósir. Og lykt- in var mismunandi eftir því hvers konar myndir voru á kössunum og dósunum. Það hlýtur að vera matur í einhverju af þessum dósum, hugsaði hann og nú var munn- vatnið farið að renna út um munnvikin á honum. Mamma kemur stundum heim með mat í dósum. Ég ætla að prófa eitthvað af þessu, hugsaði hann um leið og hann rak andlitið upp að nokkrum hillum. Hann athugaði dósirnar mjög vel. Allt í einu sá hann dósir með mynd sem hann þekkti. Mynd sem hann þekkti mjög vel. Hann þekkti hana svo vel að hann varð hræddur. Hver borðar þetta? Pétur Atlason hafði aldrei vit- að að neinn borðaði þannig mat. Hann gat ekki betur séð en mynd af honum sjálfum væri á dósunum. Nei, þetta gat ekki verið. Hvar ætli mað- urinn í búðinni fái þennan mat? Kannski þegar við kom- um inn og ætlum að kaupa í matinn? hugsaði Pétur Atla- son. Ég verð að forða mér. Ég vil ekki verða settur ofan í dós til þess að einhver kaupi mig. Ég vil ekki verða matur sem einhver á að borða. Pétur Atlason flýtti sér að finna úti- dyrnar. Þegar þær opnuðust hentist hann út og hljóp upp götuna. Hann hljóp sem fætur tog- uðu. Heim, heim - ég verð að komast heim, var það eina sem hann gat hugsað. Hann gleymdi að líta upp í gluggana meðan hann þaut framhjá hverju húshorninu eftir öðru og vetrarvindurinn blés á móti honum. Þegar hann stansaði undir glugganum með bláu glugga- tjöldunum hennar mömmu stóð einhver við útidyrnar. Það var mamma. Hún var að koma heim og hafði lagt tvo poka frá sér til að opna. Það var komið langt fram á dag. Nú skyldi Pétur Atlason hvernig í öllu lá. Nú skildi hann af hverju var orðið bjart. Nú skildi hann af hverju enginn var í rúminu í svefnherberginu. Hann hafði „Hvert sem hann fór í búðinni fann hann lykt og alls staðar voru kassar og dósir. Og lyktin var mismunandi eftir því hvers konar myndir voru á kössunum og dósunum...“ Þeúar Pétur Atlason fór kanpa jólamaönn - jólasaga fyrir yngri lesendnma vaknað snemma í morgun. En hann hafði sofnað aftur og sofið yfir sig. Ekki vaknað fyrr en um miðjan dag. Ef hann hefði ekki sofnað aftur þá hefði hann ekki dreymt svo illa. Ekki dreymt allan þenn- an hita og sól, sem stakkst í augun á honum þegar hann fór framhjá húshornunum. Þá hefði hann heldur ekki orðið svona svangur. Mamma var farin að taka upp úr innkaupapokunum. Hún tók nokkra kaffipakka, mjólkurfernur, kjöt og græn- meti upp úr pokunum. Hún tók líka nokkrar dósir upp úr þeim. Með baunum og spag- hetti og einnig öðruvísi dósir. Pétur Atlason horfði á dósirn- ar. Hann hrökk aftur á bak. Þarna var dós með mynd af honum - eða einhverjum sem var alveg eins. Hvað ætlar mamma að gera með hana? Var hún farin að borða...? Nei, það gat ekki verið. Mamma, sem var alltaf svo góð við hann. Nei, það gat ekki verið. Og hjartað í Pétri Atlasyni var farið að berjast um. Pétur minn, sagði manna. Ertu ekki orðinn svangur? Þú varst sofandi þegar við fórum í morgun og hefur því ekki fengið neitt í allan dag. Hann hætti sér aðeins nær. Hægum skrefum og steig svo létt niður að enginn hefði getað heyrt fótatakið. Hann gat treyst mömmu. Hún myndi ekki setja hann niður í dós og borða hann. En hvað ætlaði hún þá að borða? Hvað var í þessari dós? Hún náði í dósahnífinn og opnaði dósina með myndinni, sem var eins og af Pétri Atla- syni. Og allt í einu fann hann lykt. Hann fann lykt þegar dósin opnaðist. Hann hafði áður fundið þessa lykt. Hann þekkti þessa lykt. Hann þekkti hana úr draumnum í morgun. Þetta var sama lyktin. Mamma hellti úr dósinni á diskinn hans. Hann færði sig nær. Skref fyrir skref. Lyktin var svo góð og nú streymdi munnvatnið fyrir alvöru út um munnvikin á honum. Hann lét fyrsta bitann upp í sig. Þetta var gott. Þetta var besti matur sem hann hafði nokkru sinni fengið. Hann leit á mömmu og lét annan bita upp í sig. Hann gleymdi sér við að borða. Þegar hann var búinn af disknum mundi hann fyrst eftir myndinni á dósinni. Pétur Atlason hrökk við. Myndin af mér, hugsaði hann. Svo rann ljós upp fyrir honum. Myndin þýðir auðvit- að að þetta er matur fyrir mig en ekki matur búinn til úr mér. Mamma kom til hans og strauk honum. Ég keypti þetta handa þér því jólin eru að koma. Á jólunum eiga allir að fá betra að borða. Pétur Atlason fór inn í svefnher- bergið og stökk upp í rúmið. Hann lagðist niður í sængina. Honum leið vel. Hann hugs- aði um dósirnar sem voru með mynd eins og af honum. Hann hugsaði um þennan góða mat. Ég vildi að jólin væru alltaf að koma sagði Pét- ur Atlason við sjálfan sig. Og hann malaði um stund í sæng- inni og hvarf svo inn í draumalandið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.