Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 30
30 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992
11
Gleðileg jól
og farsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
•ISII
Óskum Húsvfkingum
svo og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsœls nýs ars
Þökkum samstarfið á árinu.
Bæjarstjórn Húsavíkur
Óskum öllum viðskvtavinum okkar
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
ISPAN HF
Furuvöllum 15 • Símar 22333 & 22688
Gleðileg jól,
farsœlt komandi ár
Mjólkursamlag K.P.
Húsavík • Sími 41444
Halldór Hallgrímsson, skipstjóri
, Jvífsbókin er dagbók Svalbaks44
Halldór Hallgrímsson: „Já, það má með sanni segja að mín lífsbók sé dag-
„Ég er undan Jökli. Já, þaðan
sem þeir eru allir þessir grimm-
ustu. Uppeldið, fékk ég á Dag-
verðará og á öldum Faxaflóa.
Frá Dagverðará er einnig sá
nafntogaði Þórður Halldórs-
son. Þórður er móðurbróðir
minn, og engar færðu sögurnar
frá mér sem þeim gamla,“ seg-
ir Halldór Hallgrímsson, skip-
stjóri á frystitogaranum Sólbak
EA, þegar hann býður mér til
stofu. „Viltu ekki einn öl. Það
er gott að væta ögn kverkarn-
ar.“ - Við kneifum ölið, sem
sjómanna er siður, og Halldór
lætur hugann reika til þess
tíma er hann stóð sem strákur í
flæðarmálinu fyrir vestan þar
sem útgeislun Snæfellsjökuls
hefur afgerandi áhrif á allt líf,
jafnt á láði sem legi.
„Ég fór barnungur í róðra með
afa gamla. Afi var bóndi að Dag-
verðará og formaður á þeirra
tíma vísu. Halldór Jónsson hét
hann og hann var glúrinn karl. í
fyrsta róðrinum varð ég svo sjó-
veikur að afi hélt því stíft fram
við ömmu, að ég yrði aldrei sjó-
maður. Hann varð þó ekki
sannspár þar.“
Allt nám í menntaskóla
fauk út í veður og vind
„Faðir minn var Hallgrímur Óla-
son og móðir Helga Halldórs-
dóttir. Pabbi var fæddur fyrir
austan fjall í Árnessýslunni.
Hann þvældist víða áður en hann
kom á Snæfellsnesið og hitti
mömmu fyrir á Dagverðará. Við
vorum sjö alsystkinin. Pabbi var
tvíkvæntur og frá fyrra hjóna-
bandi átti hann þrjú börn. Elsti
bróðir minn drukknaði þegar ég
var fjögurra ára. Bátnum hvolfdi
undir honum og pabba. Sá ósyndi
komst af, en hinn syndi ekki.
Barnaskólagangan var stutt,
einn vetur í farskóla. Síðar varð
ég snúningastrákur hjá föðursyst-
ur minni, en hún var eiginkona
sr. Kjartans Kjartanssonar.
Prestur lét mig læra og sá lær-
dómur dugði vel. Þá var ég í þrjá
vetur hjá Porsteini Sigurðssyni
kennara að Staðarstað. Þorsteinn
var mikill uppalandi og góður
kennari. Ég las þriðja og fjórða
bekk utanskóla í Menntaskólan-
um í Reykjavík og fór suður í
próf um vorið. Frænka mín, dótt-
ir Kjartans prests, var mér sam-
skipa í þessu námi.
I góðviðrinu að prófum lokn-
um átti ég leið niður að Reykja-
víkurhöf. Sjórinn togaði ögn. Ég
frétti að flatningsmann vantaði á
einn togarann. Eg sótti um pláss-
ið og fékk, enda þrælvanur flatn-
ingsmaður. Nú fór ég að sjá pen-
inga sem ég hafði aldrei séð fyrr.
Við vorum á sannkölluðum ráð-
herralaunum og allt nám í
Menntaskólanum í Reykjavík
fauk út í veður og vind. Sjórinn
varð minn starfsvettvangur.
Frumraun mína í togaramennsku
fékk ég á Hallveigu Fróðadóttur
hjá Sigurði Guðjónssyni, skip-
stjóra, frá Eyrarbakka. Þetta var
árið 1950.
Til Akureyrar kom ég fyrst á
Hallveigu Fróðadóttur. Á Ákur-
eyri tókum við olíu og salt og
héldum síðan á miðin við Bjarn-
areyjar. Túrinn varð ekki langur
því fiskur var um allan sjó. Þrjár
vikur vorum við að veiðum og
veiðin var um 800 tonn upp úr
sjó. Allt var flakað og saltað.
Fleiri túra gerðum við svipaða og
vinnan var mikil. Sannast sagna
þá vorum við karlarnir gjörsam-
lega búnir eftir allt streðið við
Bjarnareyjar.
bók Svalbaks.“
Um haustið að verkfalli loknu
var ég kominn á Neptúnus frá
Hafnarfirði. Tryggvi Ófeigsson
gerði út togarann. Neptúnus var
mesta aflaskip landsins og skip-
stjóri var Bjarni Ingimarsson.
Árin á Neptúnusi voru krassandi.
Þar voru litríkir og duglegir
menn.“
Stúlkurnar á Akureyri
voru fallegar
„Er sjóvolkinu með Bjarna lauk
þá þvældist ég víða, var á vertíð
og reyndi allar útgáfur í veiði-
skap. Þar endaði flakkið að ég
fór norður til Akureyrar, munstr-
aði mig á Jörund sem þá var nýr.
Stúlkurnar á Akureyri voru fal-
legar og þar steinlá ég fyrir einni.
Hjónaband varð ekki umflúið og
eiginkonan er Gígja Möller.
Ég fór í Stýrimannaskólann og
lauk honum á einum vetri, vorið
1956. Leiðin lá aftur norður og
þá til Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. Fyrsta túrinn á Harðbak
var ég háseti. Sæmundur Auð-
unsson var skipstjóri og þessi
veiðiferð var hans síðasta hjá
Útgerðarfélaginu. Vilhelm Þor-
steinsson tók við togaranum og
ég gerðist bátsmaður. Leibin lá
síðan yfir á Kaldbak þar sem ég
tók við stöðu annars stýrimanns
hjá Gunnari Auðunssyni. Jónas
Þorsteinsson tók nú við Kaldbak
og í tvö ár er ég með honum sem
annar stýrimaður.
Nú fór ég í þriggja mánaða frí.
Til Þýskalands var haldið til að
ná í skipið Margréti. Helgi
Jakobsson var með mér á Kald-
bak þetta haust og hann var feng-
inn til að taka skipið. Helgi fékk
mig lausan til að vera með sér
fyrsta kastið. Þannig atvikaðist
það, að ég sat að kampavíns-
drykkju í Þýskalandi á sama tíma
sem félagarnir börðust fyrir til-
veru sinni í Halaveðrinu mikla. -
Okkur Helga gekk vel. Við mok-
fiskuðum þegar heim var komið.
Vilhelm Þorsteinsson, skip-
stjóri Harðbaks, bauð mér stöðu
fyrsta stýrimanns. Með Vilhelm
var ég frá 1959 til 1963. Þá tók ég
við Svalbak og var á því nafni í 27
ár. Tíu ár var ég á þeim gamla og
tók við skuttogaranum þegar
hann var keyptur frá Færeyjum.
Svalbakur og Sléttbakur, sem
Útgerðarfélag Akureyringa gerir
út, eru bestu og fallegustu togarar
sem gerðir eru út frá íslandi."
Sólbakur er prammi
„Já, það má með sanni segja að
mín lífsbók sé dagbók Svalbaks.
Líf mitt hefur verið farsælt, ég
hef ekki orðið fyrir skakkaföllum
sem orð er á gerandi. Alla tíð hef
ég haft góðan mannskap, sem
gerir gæfumuninn.
Stjórnendur Útgerðarfélags
Akureyringa til margra ára, Vil-
helm Þorsteinsson og Gísli Kon-
ráðsson, eru hættir störfum illu
heilli. Nýir og yngri menn eru
teknir við. Nú er lausnarorðið
algild gæðastjórnun. Algild
gæðastjórnun er ekkert nýtt fyrir
okkur togaramönnum. Þeir
stjórnendur sem nú sitja og vita
lítið í sinn haus ættu að fara í
einn túr. Þeir yrðu margs vísari
og „stóra sannleikann“ þarf ekki
að sækja til þeirra skáeygðu í
Japan.
Nú er ég skipstjóri á Sólbak,
sem er frystitogari. Mig langaði
til að kynnast slíku skipi áður en
ég færi í land. Nú heí ég heildar-
myndina allt frá árabáti í frysti-
togara. Sólbakur er prammi og
við eigum í stöðugu basli vegna
bilana. Ég hefði kosið betri
starfslok. Sólbakur þreytir mig,
sem þeir menn er málum ráða hjá
félaginu. Fiskurinn í sjónum er
uppurinn. Ofveiði ræður þar
mestu. Stofnarnir eru orðnir það
veikir að við verðum að draga úr
sókninni. Fiskveiðistjórnun
íslendinga er í ólestri. Nú er
kominn tími til að ég dragi mig í
hlé. Ég tek pokann minn í lok
desember eftir 30 ár sem skip-
stjóri.
Hvað tekur við? Lengi hef ég
tekið þátt í stéttarbaráttu sjó-
manna. í dag er ég formaður
Skipstjórafélags Norðlendinga. í
starfi þess félags hef ég tekið þátt
af hugsjón. Nú klippi ég þar á
þráðinn einnig. Ég á eftir að
finna mér áhugasvið þegar í land
er komið. Fyrsta kastið læt ég
mér nægja að vera í faðmi fjöl-
skyldunnar. Við Gígja eigum
tvær uppkomnar dætur og ég tel
rétt að ég sinni barnabörnunum
betur en ég hef gert. Trúlega fer
ég í sund með rollingunum þrátt
fyrir að ég sé antisportisti," segir
Halldór Hallgrímsson og glottir
sem honum er einum lagið. ój