Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 13 U- í>aö er sagt að biblían sé sú bókin, sem mest sé lesin um heimsbyggðina. Ekki skal ég draga það í efa, en önnur er sú bók, sem ég álít að fylgi henni fast á eftir, en það er sálmabókin, sem við köllum svo. Trúarsálmar og vers eru prentuð nokkuð reglulega hjá kristnum þjóðum og dreift út af kirkjum og kristi- legum samtökum í milljónum eintaka og þá ekki síður meðal ungmenna til lærdóms og eldra fólks til lestrar. Ég er ekki viss um til dæmis, að Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar um pínu og dauða Jesú Krists, hefðu lýst íhugun og anda séra Hallgríms, eins dásamlega og raun ber vitni, ef hann hefði ekki sagt okkur píningarsögu frelsarans í bundnu máli. Svo er einnig um ýmsa sálma og trúar- ljóð, sem snerta hjarta okkar og tilfinningar, við lestur þeirra, söng og íhugun. Sálmar, sem aldrei gleymast og ávallt verða sungnir, svo lengi, sem jörð snýst og mannkyn lifir í kristnum heimi. Þetta getum við sann- reynt, ef við lítum í sálmabókina með opnum huga, oftar en í kirkjunni okkar, og við athafnir henni tengdar. Höfundurinn reyndist íri Við þekkjum öll jólasálminn „Heims um ból“ og vitum efa- laust flest, að bak við það ljóð og lag er nokkuð löng saga, sem ég ætla ekki að rifja upp núna - kannski geri ég það síðar ef Guð lofar. Annan sálm, eða lofgerðarvers er einnig að finna í sálmabókinni okkar, sem er mikið sunginn við ýmis tækifæri kristinna manna. Pennan sálm lærði ég á barna- skólaárum mínum nokkru fyrir fermingu og er hann þrjú vers og ekki nema 24 línur. Þetta er sálmurinn „Ó, þá náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut.“ Ég hafði alltaf haldið að Matthías Jochumsson, hið mikla trúarskáld hefði ort hann, og þurfti það ekki að vera ósenni- legt, því í þeirri sálmabók, sem ég á eru 46 sálmar við hann kenndir, þar af 22 frumsamdir og 24 þýddir úr erlendri tungu. Éftir nokkra leit og eftir- grennslan kom það á daginn, að höfundur sálmsins var íri, Scriven, Joseph Medlicott. Sennilega hefir séra Matthías rekist á sálminn í erlendri bók eða blaði og hrifist af honum, því þýðingin útaf fyrir sig er ná- kvæmt snilldarverk. Scriven var fæddur 10. sept- ember 1819 í Seapatrick, Bam- bridge - hjarta Ulster-héraðs á írlandi. Foreldrar hans Capt. James Scriven og Jane Medlicott settu hann til mennta og lauk hann B.A.-prófi 1842 með láði, og við honum blasti stórkostlegur framaferill og hamingjusamt hjónaband. En þá reið ógæfan yfir. - Honum skrikaði fótur á hinum breiða vegi lífsins. Sorgarbyrðar og sálarkvalir Pað vita ekki nema Guð einn og höfundur þessa sálms hvaða sorgarbyrðar og sálarkvalir voru lagðar á herðar höfundinum. Eitt vitum við - að þessi þrjú sálma- vers - þessar 24 ljóðlínur hefðu aldrei komið fyrir manna augu ef höfundur þeirra hefði ekki orðið fyrir þungri og dapurri lífsreynslu. Eftir námslok sín frá Trinity College í Dyflinni, blasti frama- ferill við honum og hamingjusamt hjónaband. - En þá reið ógæfan yfir, fyrsta sorgarreynslan. - Unnusta hans drukknaði á sjálfu brúðkaupskvöldinu, að honum ásjáandi. Við getum gert okkur hugmynd um hve Joseph Scriven, hefir gengið í gegnum mikla reynslu við þetta hörmulega áfall. En einmitt í gegnum þessa erfiðleika komst hann til per- sónulegrar þekkingar á bæninni og Jesú Kristi. Árið 1844 tók hann sig upp og sigldi til Kanada í þeirri von að sorgin lægi að baki, en framund- an væri nýtt líf. Pví var þó ekki fyrir að fara, því Scriven átti við heilsufarslega örðugleika að Ó, þá náð... með sínu lagi Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu i' Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helst er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. Scriven - M. Joch. þýddi. stríða og eftir aðeins tvo mánuði þurfti hann að snúa aftur til heimahaganna. Tveim árum síðar sigldi hann aftur til Kanada og tók þá að sér kennslu, sem leiddi til þess að hann varð síðar einkakennari hjá fjölskyldu herforingja nokkurs - Pengelley að nafni, er rak stórbú nálægt Bewdley við Rice-vötnin. Skömmu eftir komu sína vest- ur í síðara skiptið gerðist hann meðlimur í Kristilegu bræðrafé- lagi í Plymouth, og helgaði því miklu af kröftum sínum og gáfum, auk þess, sem hann var þá farinn að snúa sér að yrking- um, aðallega trúarlegs eðlis. - Nú loks virtist honum lífið þess virði, að lifa því. Hann varð ástfanginn af ungri og glæsilegri konu - þau trúlofuðust og hugðu á giftingu. En - enn á ný áttu bitur von- brigði, mótlæti og andlegar þrautir eftir að verða hlutskipti Scrivens, því unga konan veiktist skyndilega og dó eftir stutta legu. í annað sinn á tiltölulega skammri ævi var hann sviptur af óbilgjarnri hendi dauðans ham- ingju og framtíðardraumum. - Hann brotnaði niður í mikið þunglyndi og heilsu hans hrakaði stöðugt, - en þrátt fyrir allar þessar reynslur og þrengingar, missti hann aldrei trúna á frelsar- ann. Orti kvæðið til að hugga sjúka móður sína Vinir hans og trúbræður ráð- lögðu honum að breyta um dval- arstað, og það varð úr að hann settist að í Port Hope í Ontarío og gekk þar undir nafninu „Misk- unnsami Samverjinn", því hann aðstoðaði þá, sem lítið áttu eða höfðu orðið undir í lífsbaráttunni - hann deildi með þeim fæði og klæðum. Þessi góðverk hans og bróður- hugsjónir hefðu þó fallið í gleymskunnar dá, ef Joseph Scriven hefði ekki ort 24ra línu kvæði til að hugga móður sína, sem þjáðist af alvarlegum sjúk- dómi heima á írlandi. í gegnum þrautir og þrenging- ar, hafði Scriven komist til þekk- ingar á Drottni Jesú á persónu- legan hátt, ekki aðeins sem Frels- ara, heldur og ekki síður sem vini. Hann gat því ort af einlægni hjartans.: Ó, þá náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut. sálm Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. Eins og fyrr segir, þá skrifaði Scriven þessi huggunarorð til aldraðrar og helsjúkrar móður sinnar. Þau höfðu ekki sést í tíu ár, eða allt frá því, að þau kvödd- ust á hafnarbakkanum á heima- landinu. Scriven gat sökum heilsubrests ekki lagt á sig langt ferðalag heim á æskustöðvarnar til að vera hjá henni þar til yfir lyki. Því skrifaði hann henni þessar línur svo að hún mætti minnast einkavinar í hverri þraut, Jesú Krists. - Það kom aldrei Josep Scriven í hug að þessar línur til móður sinnar yrðu gefnar út á prenti, en náinn vinur hans, sem heimsótti hann er hann lá á banabeði uppgötvaði bréfið óvart og spurði vin sinn, hver hefði samið þessi fallegu orð. Scriven svaraði með þeirri auð- mýkt, sem var honum svo eðlileg „Drottinn minn og ég“. Vinur hans fékk hjá honum leyfi til að mega birta það í dag- blaði staðarins. Svo einkennilega hagaði til, að eintak þessa blaðs var notað til að vefja utanum böggul, sem senda átti á ákveðið heimilisfang í New York. Þegar viðtakandinn fékk böggulinn í hendur kom hann auga á ljóð Scrivens og fékk það prentað í víðlesnu heimilis- blaði borgarinnar, slíka hrifningu hafði það vakið hjá honum. Skömmu síðar samdi hið kunna þýsk-ameríska tónskáld Charles Converse við það einfalt og hugljúft lag, sem virkaði eins og vængir við talandi texta Scrivens. Þessi óvænta samvinna, átti eftir að færa milljónum manna um víða veröld, blessun, uppörv- un og líkn. Safn af skáldskap hans var gef- inn út af forlaginu Petersbor- ough, Ontaríó 1869 undir nafn- inu „Sálmar og andleg ljóð“. Scriven andaðist í Bewdley, Ontaríó 10. ágúst 1866, og jarð- sunginn í Pengelley kirkjugarðin- um þar. Björn Dúason. Ilvcr verdur lyrslxir að ná í jólatré? Þetta er einfalt spil sem tveir, þrír eða fjórir geta spilað. Allt sem til þarf er teningur og litlir spilapeningar sem segja til um hvar hver leikmaður er staddur. (Ef þið kjósið að gera spilið erfiðara má auðvitað bæta við það alls konar reglum. Til dæmis er hægt að lita nokkra reiti á hverri braut og gera spjöld með spurningum eða þrautum sem leikmenn verða að leysa.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.