Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 15
I Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 15 um gegnum árin. Foreldrar hans eru nú bæði látin og jólahaldið breytist eftir því sem fólkið hverfur og börnin vaxa úr grasi. „Eftir matinn er farið í kortin og bögglana og síðan horfum við á messu í sjónvarpinu og förum í miðnæturmessu sem er oft hérna. Á jóladag er síðan farið í heim- sóknir til kunningjanna eða þeir koma til manns. Það er allur gangur á því. Á annan í jólum byrjar spilamennskan. Sem betur fer lenda jólin og áramótin á helgum í ár þannig að maður þarf ekki að spila alveg stanslaust. Jólin eru alltaf mjög mikil hátíð þó þau taki breytingum með aldrinum og maður er trúaður, það er ekkert leyndarmál. Þetta helgargöltur verður þó kannski til þess að ég fer allt of lítið í messu,“ sagði Geirmundur. HA Helga Valborg Pétursdóttir: Áhersla lögð á gamla og góða íslenska siði Þeir eru margir sem notið hafa góðrar þjónustu í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Þar ræður ríkjum Helga Valborg Pétursdóttir sem, ásamt manni sínum Arnþóri Björnssyni, ber hitann og þungann af rekstri hótelsins. En hvernig skyldi jólahaldið ganga fyrir sig í Mývatnssveit. „Maður reynir að njóta jól- anna í rólegheitum, fer til messu og slíkt,“ sagði Helga Valborg er hún var beðin að lýsa jólahaldinu í stórum dráttum. „Við reynum að hafa jólin svipuð og þau hafa alltaf verið. Venjulega höfum við rjúpur á aðfangadagskvöld og síðan hangikjötið á jóladag. Síð- an er farið í þessi hefðbundnu jólaboð og þá kannski farið í ein- hverja gamla og góða leiki. Einn- ig er einn fastur siður, en um miðjan dag á aðfangadag safnast fjölskyldan saman í kirkjugarðin- um og þar eigum við notalega stund. Á aðfangadag er einnig möndlugrautur í hádeginu og ávallt mikill spenningur hver fær möndlugjöfina. Þá förum við konurnar yfirleitt í íslenskan búning á aðfangadagskvöld." í raun sagði Helga Valborg að hlutirnir væru í það föstum skorðum að hún hugsaði yfirleitt lítið um þá þess á milli. Þetta kæmi mest af sjálfu sér. „Á margan máta finnst mér tilstand- ið í kringum jólin kannski of mikið, en þó finnst mér jafnvel vera að aukast að fólk hafi áhuga fyrir að virða gamla siði. Ég er ekki hrifin af ýmsum nýjum siðum, eins og t.d. jólaglöggi. Ég er meira fyrir þessa gömlu íslensku siði og umfram allt að jólin séu fjölskylduhátíð." HA Magnús Gauti Gautason: Jólin eru fjölskyldu- og bamahátíð Magnús Gauti Gautason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga og stjórnar sem slíkur einu stærsta fyrirtæki landsins. Hann sagði jólahald hjá hans fjölskyldu vera mjög hefðbundið og lítið hafa breyst í gegnum árin. „Á aðfangadagskvöld borðum við hjá tengdaforeldrum mínum. Þar er alltaf kalkúnn til matar. Þessi siður að borða kalkún á aðfangadag, hefur fylgt þeim síð- an þau bjuggu í Kanada, að ég held. Á jóladag er síðan alltaf borðað hjá foreldrum mínum. Þá eru það hangikjötið og rúpurnar sem eru á borðurn." Það hefði varla þurft að spyrja kaupfélags- stjórann hvaðan hangikjötið kæmi, enda svaraði hann því til að það væri að sjálfsögðu frá KEÁ. „Ég held að þessi skipan mála hafi verið svona síðan við hjónin tókum saman. Allavega síðan við fluttum heim frá námi. Síðan þá hefur þetta verið í föst- um skorðum.“ Eins og flestir aðrir sagðist Magnús alltaf fá einhverjar bæk- ur í jólagjöf. „Þetta er nú sá tími sem maður les einna helst.“ Hjá | flestum fyrirtækjum er síðari hluti desember mikill annamán- uður, enda sagði Magnús það vera svo hjá sér. Sérstaklega væru áramótin annasöm. „Mér finnst jólin fyrst og fremst vera fjölskyldu- og barnahátíð en til- standið er vissulega undir hverj- um og einum komið,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri. HA Ingibjörg Hreinsdótir: Laufabrauðsgerðin ómissandi við undirbúmnginn Ingibjörg Hreinsdóttir á Grenivík sagði að á hennar heimili væri reynt að hafa Þorláksmessudag dálítið sér- stakan og með því lögð loka- hönd á sjálfan jólaundirbún- inginn. „Oftast vinnum við til kl 5 og þá er farið í að klára það sem eft- ir er að versla. Síðan sjóðum við hangikjötið til að fá lyktina í hús- ið meðan hlustað er á jólakveðj- urnar. Oft stelumst við nú til að fá okkur bita af hangikjötinu með laufabrauði, en laufabrauðs- gerð er einn af ómissandi þáttum jólaundirbúningsins." Ingibjörg sagði að vanalega væri unnið fram að hádegi á aðfangadag og eftir það farið í heimsókn til tengdamóður hennar þar sem skipst væri á pökkum. Éinnig er farið í kirkjugarðinn fyrir kl. 6 en þá er borðað. „Við höfum alltaf svínakjöt á aðfangadag en mis- munandi hvernig það er mat- reitt. Kl. 10 förum við til messu og það er alltaf mjög hátíðleg stund. Á jóladag sagði Ingibjörg að fjölskyldan færi til foreldra henn- ar á Svalbarðsströnd. „Við erum þar allan daginn og bókstaflega veltum út um dyrnar þegar við förum. Um áramótin gengur þetta svipað fyrir sig. Rétt fyrir miðnættið á gamlársdag safnast allir íbúar götunnar saman og skjóta upp flugeldunum í samein- ingu. Þannig verður meira úr þéssu. Við erum mjög spennt fyr- ir þessi jól því sonur okkar kem- ur frá Þýskalandi með þýskan vin sinn sem aldrei hefur komið til íslands. Af þeim sökum reynum við kannski að hafa jólin enn þjóð- legri en oft áður,“ segir Ingibjörg. HA Aðalsteiún Baldursson: Tilhleypingar og fleira tilstand „Eins og fleiri þá notar maður jólin helst til að slappa aðeins af,“ sagði Aðalsteinn Baldurs- son hjá Verkalýsfélagi Húsa- víkur. Aðalsteinn er auk þess kunnur fyrir starf sitt að íþróttamálum með íþrótta- félaginu Völsungi. „Þess má reyndar geta til gamans, að hluti af jólunum fer í tilhleypingar því við erum nokkr- ir félagarnir með rollur og því fylgir að sjálfsögðu að fara út með hrúta. Það er góður hópur sem er í kringum þetta og veitir manni mikla ánægju.“ Hann sagði jólahaldið vanalega hefjast með því að farið væri í kirkju á aðfangadag. Síðan er borðaður góður matur og reynt að hafa það sem notalegast og jafnvel að gera sér eitthvað til gamans. „Það verður reyndar dálítil mikil vinna hjá mér um jólin. Það er mikil breyting frá því sem áður var, því þar sem ég starfaði áður, hjá Fiskiðjusamlaginu, fékk maður alltaf gott jólafrí. Þar gat þetta verið allt upp í mánuður. Nú er það búið og maður er bara í fríi rétt yfir aðal helgidagana. Ætli þetta verði meira en 4 dagar. Yfir áramótin er síðan sér- staklega mikið að gera,“ sagði Aðalsteinn Baldursson og var þar með horfinn aftur til vinnu sinnar. HA Þóra Hjaltadóttir: Tilstandið er undir hvequm og eintun komið Þóra Hjaltadóttir er lands- mönnum að góðu kunn. Hún var forseti Alþýðusambands Norðurlands og hefur starfað margt fleira á þeim vettvangi. Það er forvitnilegt að vita hvernig jólahaldið gengur til á hennar heimili. „í rauninni gengur þetta alltaf svipað fyrir sig. Það er venjan að borða kl. 6. Síðan eru pakkarnir opnaðir og kvöldinu eytt í róleg- heitunum. Þetta verður kannski svolítið öðruvísi núna þar sem aðeins eitt af börnunum sem búa fyrir sunnan kemur heim.“ Þóra sagði að sjálft jólahaldið hefði litlum breytingum tekið í gegnum | árin og ávallt væri reynt að hafa þessa stund sem ánægjulegasta. Aðspurð un hvort tilstandið í kringum jólin væri orðið of mikið, taldi Þóra að svo væri ekki og það væri mjög undir hverjum og einum komið. „Ég held að það hljóti að vera mjög einstakl- ingsbundið hvað fólk kýs að leggja í þessa hluti. Það sem mér finnst skemmtilegast í sambandi við jólin er þessi hátíðleiki sem þeim fylgir. Þetta er mikil til- breyting í skammdeginu og lífgar svo sannarlega upp á tilveruna,“ sagði Þóra Hjaltadóttir. Með það var hún kvödd, enda að mörgu að hyggja þegar jólaundirbúning- urinn stendur sem hæst. HA Guðni Oddgeirsson: Fer efitir tíðar- farinu hversu fríin ern mikil Þeir eru margir sem eru á ferð- inni í kringum jól og áramót. Fólk vill skiljanlega vera í faðmi fjölskyldunnar og fagna með henni hátíð Ijóss og friðar. Til þess að svo megi vera þurfa vegir landsins að vera færir og þar kemur Vegagerð ríkisins til sögunnar. Guðni Oddgeirsson er rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar í Norður- Þingeyjarsýslu. Umdæmi hans nær frá Áuðbjargarstöðum og austur í Gunnólfsvík og upp í Grímsstaði á Fjöílum. „Jólin eru nú alltaf með hefðbundnu sniði og þó ekki því við erum nú orðin fá í kotinu og því miður fáum við ekkert af okkar fólki heim um þessi jól. Ég býst því við að jóla- haldið verði heldur minna um sig núna en oft áður.“ Hann sagði að þar sem börnin væru uppkomin þá væri hann að mestu dottinn út úr jólatrésskemmtunum og þess- háttar og væri auk þess óduglegur við að sækja aðrar skemmtanir hin síðari ár. „Starfsins vegna hef ég bæði stopul og stutt frí um jólin. Það þarf að sjá um að vegirnir séu færir og að mokað sé þegar þess þarf. Eins eru orðnar miklar kröfur um upplýsingar. Að sjálf- sögðu fer þetta mikið eftir tíðar- farinu. Sé það gott þá hef ég það sæmilega gott. Ef það er slæmt þá gengur síminn afskaplega mikið, hvort sem ég er á skrifstofunni eða heima hjá mér,“ sagði Guðni Oddgeirsson. HA Hundahótelið á Nolli og Hundaskóli Súsönnu óska öllum hundaeigendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.