Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 16
16 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Elfa Gylfadóttir kennari aðstoðar þau Ragnar Davíðsson, Jón Mar Jónsson og Hafdísi Ingvarsdóttur. Pemavika í Glerárskóla tilemkuð jóltmum: Jólahald fyrr og nú kmííð til meigjar sveinarnir, jólatréð fyrr og nú, klippimyndagerð, gerð jólakorta og laufabrauðsgerð, en að vísu eru kökurnar skornar út í pappa. Einnig eru teknir fyrir allar dagarnir á aðventunni eins og t.d. dagur heilags Nikulásar 6. desember, Lúsíudagurinn 13. desember, Þorláksmessa 23. des- ember og reynt að kryfja til mergjar þýðingu þessara daga. Jóladagarnir voru teknir fyrir með svipuðum hætti og ekki má gleyma bakstrinum, en þar naut bakstur piparkaka yfirgnæfandi hylli Þemaviku 1. til 4. bekkjar lauk 7. desember og hafði þá staðið í fjóra daga, en hjá 5. til 7. bekk lauk vikunni föstudaginn 27. nóvember. Hjá þeim lauk vik- unni með því að allir fóru á sal og sungu jölasöngva. Síðan var afrakstur vikunnar úr eldhúsinu borðaður, en uppistaða þess afrakstrar voru gómsætar pipar- kökur og ýmsar smákökur. Þessu góðgæti var rennt niður með djús. Það er ekki nokkur vafi að þessi óvenjulegi háttur á undir- búningi jólanna í Glerárskóla á sinn þátt í því að örva áhuga nemendanna fyrir því að kynnast gömlum jólasiðum og bera virð- ingu fyrir þeim. GG Helga Halldórsdóttir, kennari, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið reynt fyrir nokkrum árum þegar íslenska var verkefni þemaviku og því hafi verið ákveðið að reyna þetta aftur þótt um ólíkt verkefni sé nú að ræða. Verkefnunum er skipt upp í nokkra flokka og eru þar helst til að taka gömlu jólin, gömlu jóla- hana þeir Sigurður Örn Kristjánsson og Eyjólfur Hallgrímsson. Þemavika hefur verið í gangi í Glerárkóla síðustu vikurnar og er nokkuð óvenjuleg að því leyti að börn úr mismunandi bekkjum starfa saman, þ.e. að undanförnu hafa börn á aldrin- um 7 til 10 ára starfað saman að ýmsum verkefnum sem tengjast jólunum. Þóranna Þórðardóttir kennari, sem skrýddist forkunnarfögrum hatti í tilefni hattardags ■ skólanum, leiðbeinir í piparkökugerð. Aðrir á myndinni eru Vala Ösp Mánadóttir, María Björk Björgvinsdóttir, Gunnar Örn Sigfússon og Anna Sigríður Björnsdóttir. Þessir krakkar gáfu sér tíma til að líta upp úr fjölbreytilegri málningarvinnu. í fremrí röð eru Haraldur Haraldsson, Ægir Garðarsson, Auður Reynisdótt- ir, María Gunnlaugsdóttir og Fannar Ragnarsson. í aftari röðinni eru Signý Arnarsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Iris Egilsdóttir, Auðunn Níelsson og Sig- urgeir Valsson ásamt kennaranum, Vilborgu Aðalsteinsdóttur. Mydnir: Robyn Grænlcnzk jólasaga Þorkell Leifsson hins heppna, Eiríks- sonar rauða, býr í Brattahlíð í Grœn- landi og er goðorðsmaður þar í Ei- ríksfirði. Er á vist með honum Þor- móður Kolbrúnarskáld, hirðmaður Ólafs helga Noregskonungs, og vinn- ur honum kona sú, er Sigríður heitir, lagskona Loðins þræls þar á staðn- um. Þykir Loðni lagskona sín dveljast löngum í skemmunni Þormóðs á kveldum, en Þorkell gerir lítið úr og heitir að gæta alls sóma um þarvistir hennar. Þá er að jólum dregur, lætur Þorkell mungát hita; því að hann vill jóladrykkju hafa og gera sér það til ágætis - því að sjaldan voru drykkjur á Grænlandi. Þor- kell bauð þangað vinum sínum að jólum og var þar fjölmennt. Skúfur af Stokkanesi og Bjarni voru þar um jólin. Þaðan var hafður húsbúnaður og ker og klæði um jólin. Nú drukku menn um jólin með mikilli gleði og skemmtan. Affaradag jólanna bjuggust menn á brott. Loðinn greiddi mönnum klæði, sverð og handa- gervi, er hann hafði varðveitt. Hann setti og fram skip þeirra Skúfs og Bjarna. Húskarlar báru ofan ker og klæði. Loðinn var í selskinnsstakki og selskinnsbrók- um. Þá kemur Loðinn í stofu við hinn fjóra mann. Þar voru áður eigi fleiri menn en þeir Þormóður og Bjarni. Þormóður lá í bekkn- um á framanverðum stokki. Nú er þeir koma í stofuna, þá greip Loðinn í fætur Þormóði og kippti honum fram á gólfið og dró hann utar eftir gólfinu. Þá hleypur Bjarni upp og grípur um Loðin miðjan, tekur hann upp og rekur niður við gólfinu hart og bölvar þeim, er Þormóð drógu, og bað þá láta hann lausan, - og þeir gera svo. Nú stendur Þormóður upp og mælti til Bjarna: „Engin tilkoma þykir oss íslendingum um slík brögð, því að vér erum oft slíku vanir í skinnleikum." Þeir ganga út og láta sem ekki hafi í orðið. Nú er þeir Skúfur voru albúnir til ferðar, þá gengur Þorkell til skips með þeim og heimamenn hans. Þeir höfðu eina ferju og lá ein bryggja á land upp af ferj- unni. Bjarni stóð hjá ferjunni og beið Skúfs, er hann hjalaði við Þorkel. Loðinn var uppi skammt frá skipinu og hafði af hendi greitt klæði manna. Þormóður var þaðan skammt. Og er minnsta vonir voru, bregður Þormóður höggöxi undan skikkju sinni og heggur í höfuð Loðni, svo að hann féll þegar dauður til jarðar. Þorkell heyrir brestinn og lítur til; sér hvar Loðinn var fallinn. Hann mælir þá við sína menn, að þeir gangi og drepi Þormóð; en þeim varð bilt. Bjarni mælti, að Þormóður skyldi ganga út á skip. Hann gerði svo. Bjarni gekk eftir honum og svo Skúfur. Og er þeir komu á skipið, þá heimta þeir bryggjuna út. Þorkell eggjar þá atgöngu og vildi berjast við þá Skúf og Bjarna, ef þeir vildi eigi Þormóð fram selja. Skúfur mælti þá: „Bráðlitið gerir þú á þetta, Þorkell bóndi, ef þú vilt drepa Þormóð, heima- mann þinn, en hirðmann og skáld Ólafs konungs. Mun yður maður- inn dýrkeyptur verða, ef Ólafur konungur spyr, að þér látið drepa hann, allra helzt er hann hafði sent hann þér til trausts, ef hann þyrfti nokkurs við. Sýnist það í þessu máli sem oft, að reiðni lít- ur eigi hið sanna. Nú viljum vér bjóða yður fébætur fyrir Þormóð um víg þetta og vansa þann, er yður hefur ger verið í víginu.“ Nú af þessum orðum Skúfs - þá sefaðist Þorkell. Áttu þá margir hlut í um sættir þeirra. Fór það og fram, að Skúfur hand- salaði Þorkatli sjálfdæmi fyrir víg Loðins. Fór Þormóður þá til vist- ar á Stokkanes. Fóstbræðra saga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.