Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 23

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 23
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 23 Tuttugu og sjö ára sögukennari frá Nígeríu að upplifa snjókomu og írost í fyrsta skipti á ævinni: ,,IIcr er alveg glícpsamlcga kalt“ - segir Segun Okomayin Segun klæðist einum af þjóðbúningum sínum heima í stofunni á Finnastöð- um. Hann á búninga frá öllum landshlutum Nígeríu og segist gjarnan klæð- ast þeim enda líti hann á þá sem hluta af menningu alls landsins, ekki bara viðkomandi landshluta. Mynd: jóh „Ef allt í einu færi að snjóa heima í Nígeríu þá tæki fólkið til fótanna. Það héldi hreinlega að kominn væri heimsendir,“ segir Segun Okomayin, 27 ára gamall Nígeríumaður, sem síð- ustu mánuðina hefur unnið við landbúnað á bænum Finna- stöðum í Eyjafjarðarsveit. Segun er hér á landi á vegum skiptinemasamtakanna ICYE- AUS og hann sló til þegar hon- um gafst kostur á að koma hingað þó í rauninni hafi Bandaríkin verið óskaland hans. Vinum hans í Nígeríu blöskraði mörgum hverjum þegar þeir heyrðu um fyrirætl- anir hans og sumir sögðu við hann í fúlustu alvöru að hann hreinlega færist á þessu kalda landi ísa. Segun kom hingað til lands 12. ágúst sl. sumar og dvaldi fyrst á býli í nágrenni Flúða en síðan lá leiðin norður í Finnastaði í Eyjafjarðarsveit. Þar segist hann hafa kunnað mjög vel við sig og heimilisfólk verið sem hans eigið heima í Nígeríu. Hann segir störfin ný fyrir sér og ekki er laust við að hann skelli upp úr þegar hann lýsir fyrstu kynnum sínum af kúnum enda fá fjósa- menn jú annað slagið spark þó sjaldnast séu þau alvarleg. En áður en við spyrjum hann hvað honum finnist um dvölina í þessu framandi landi forvitnumst við lítilsháttar um hann sjálfan og hans eigið land. Nígería ógnarstórt land „Fjölskylda mín býr í Lagos í Nígeríu en faðir minn er þaðan. Fjölskylda mín er stór, alls erum við sjö alsystkini og til viðbótar á ég tvo hálfbræður. Heimilisfólkið er því margt en þetta er hjálpsöm, og góð fjölskylda,“ segir Segun. Nígería er gífurlega stórt land og sem dæmi um það nefnir Seg- un að frá einni borg til annarrar geti verið allt upp í 900 kílómetr- ar. Nígeríu er skipt í 31 ríki eða sýslur og töluð eru 355 mál í landinu þó þrjú þeirra séu meg- inmál. Mikill munur getur verið á málum, svo mikill að í bæjum sem aðeins eru 10 kílómetrar í milli geta verið töluð svo ólík mál að fólkið skilur ekki hvert annað. Þjóðin er fjölmenn því sam- kvæmt nýjum tölum búa 88,5 milljónir íbúa í Nígeríu og þar af eru 2,6 milljónir í Lagos. „Ef þú kæmir til Lagos þá yrðir þú hræddur við allan þennan mann- fjölda og stærðina á landinu. Enda er það svo að sumir kalla Nígeríu „Bandaríki Nígeríu" vegna þessarar stærðar,“ segir Segun. - Hvað um skóla. Geta allir gengið í skóla, bæði ríkir og fátækir? „Já, barnaskólinn er ókeypis en eftir fimmtán ára aldur þarf að borga og háskólarnir eru dýrir nú til dags. Áður fyrr voru þeir ekki dýrir en það hefur breyst. Samt eru þeir fjölmennir og í rauninni eins og litlar borgir.“ Segun Okomayin heima í Lagos í Nígeríu. Hann upplifði snjó í fyrsta skipti þegar hann kom tU íslands. Pólitísku stríðin eru skaðvaldur Segun lauk háskólanámi í Lagos og raunar var það þannig að hann sleppti úr grunnnámi sínu vegna hæfni sinnar. Hann hefur háskólapróf í sögu og að náminu loknu fyrir þremur árum fór hann að kenna sögu. Því næst sneri hann sér að viðskiptum í fyrirtæki foreldra sinna og nú víkur hann máli sínu að tilraun stjórnvalda í Nígeríu til að ýta undir einkarekstur fólksins. „Ríkisstjórnin vill koma þeim hugsunarhætti inn hjá íbúum landsins að þeir geri eitthvað fyr- ir sjálfa sig, standi á eigin fótum með eigin hugmyndum. í þessum tilgangi var opnaður banki fyrir skömmu þar sem fólkinu eru veitt vaxtalaus lán til að fram- kvæma eigin hugmyndir. Ríkis- stjórnin segist ekki vera eins og jólasveinn sem útbýti störfum eins og gjöfum heldur verði fólk- ið sjálft að skapa sér störf á eigin vegum. Þetta nýja lánafyrir- komulag er leið til þess og ég held að þetta hafi tekist vel, sér- staklega fyrir þá efnaminni.“ - Ertu bjartsýnn fyrir landið þitt? „Já, ég er bjartsýnn maður og Nígería er gott land. Það er fátækt í mörgum Afríkulöndum, sérstaklega í þeim löndum þar sem er ófriður vegna stjórnmála. Þessi stríð eru ástæðan fyrir hungursneyðinni, t.d. í Líberíu og Sómalíu. Afríka er gott land til ræktunar og við ættum að geta séð fólki fyrir matvælum en í staðinn eru innbyrðis stríð og fólk líður hungur vegna þeirra. I Nígeríu er friður, þar getur fólk framleitt matvæli og þess vegna er landið sterkt. Nígería er oft kölluð faðir Afríku enda leita mörg Afríkulönd til Nígeríu eftir hjálp. Og til þessara landa send- um við matvæli og friðargæslu- sveitir." „Læknirinn sagði mér að klæða mig betur“ Segun segir að Norður-Evrópa sé framandi fyrir Afríkubúa og sjálfur hafi hannvalið að koma til íslands til að svala forvitni sinni um landið og þennan heimshluta. Hann hlær dátt þegar hann er spurður hver viðbrögð fólks hafi verið við þessari ákvörðun. „Einn vinur minn sagði grafalvar- legur við mig að ég væri dauðans matur og kæmi örugglega ekki aftur nema sem liðið lík. Hann spurði hvort ég hefði ekki lesið um þetta land og kuldann þar. Þegar ég kom svo til íslands í haust þá klæddi ég mig eins og ég væri heima í Nígeríu og strax eft- ir að ég kom á bæinn við Flúðir fór ég til læknis vegna þess að mér leið illa. Mig verkjaði alls staðar og hélt hreinlega að vinur minn hefði haft rétt fyrir sér. En læknirinn sagði mér einfaldlega að ég yrði að klæða mig betur og það geri ég. Hér er nefnilega kalt, alveg glæpsamlega kalt. Þetta er svo frábrugðið frá veðr- inu heima,“ segir Segun og brosir út í annað. - Hvernig gengur þér að venj- ast kuldanum hér? „Sem betur fer þá þarf ég ekki að fara langar leiðir utan húss en ég klæði mig vel. Þetta er bara spurning um líf eða dauða og ég ætla að lifa af,“ svarar hann um hæl og er greinilega skemmt yfir umræðuefninu. „Snjórinn er skrýtinn, bæði skrýtið að snerta hann og ganga á honum. En þetta er skemmtileg lífsreynsla fyrir mig.“ Sakna margs um jólin Nú um áramótin á dvöl Segun að ljúka á Finnastöðum og segisi hann nú leita að vinnu á Akur- eyri til að ljúka þessari árslöngu kynningu sinni af landi og þjóð. Hann segist koma til með að sakna margs heiman frá sér um jólin því þar í landi haldi kristnir upp á jólin með ýmsu móti. Sjálf- ur segist hann hafa skipulagt mat- ar- og drykkjarveislur fyrir vini sina á aðfangadagskvöld en þetta árið upplifi hann eitthvað nýtt. Áður en við skiljum við þenn- an nígeríska íslandsvin spyrjum við hann hvernig honum komi íslendingar og þjóðfélagið fyrir sjónir. Segun hugsar sig lítillega um og svarar. „Mér finnst íslending- ar mikið út af fyrir sig, halda sig inni á heimilunum og hafa lítil samskipti við náungann. Heima hjá mér er þetta öðruvísi, fólk blandar meira geði og hugsar meira um líðan nágrannans. Hér finnst mér fólk ekki vilja sýna náunganum of mikið, ekki hafa of náin samskipti við hann - kannski til að forðast umtal og kjaftasögur. Ég veit ekki hvort þetta er rétt en mér finnst eins og það séu alltaf einhverjir veggir milli fólks. Fyrir útlending eins og mig tekur það tíma að fá athygli fslendinga og komast nálægt þeim. Það er að vísu mun- ur á þessu hvort í hlut eiga íslenskir karlmenn eða konur. Vinátta við útlendinga er ekki langvinn og þegar ég fór að velta þessu fyrir mér þá komst ég að þeirri niðurstöðu að samskipti fólks séu ekki eins náin og heima hjá mér. En mér líður vel hér og fjölskyldan hér er eins og mín eigin heima. Þessi íslandsdvöl á eftir að verða mér eftirminnileg." Óskum öllum viðskiptamönnum okkar svo og öðrumEyfirðingum gleðilegra jóla og árs og jriðar á komandi ári Þökkum ánœgjuleg viðskipti á því sem er að líða ISLANDSBANKI Skipagötu 14 og v/Hrísalund

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.