Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 28

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 28
28 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Sauðárkrókur: Kirlíja í eina öld - í smiðju Kristmundar á Sjávarborg ◄ Gömul mynd frá Sauðárkróki. Kirkjan stendur í miðbæjarkjarnanum. Þann 18. desember 1892 var kirkjan á Sauðárkróki vígð. Það gekk ekki þrautalaust að fá byggða þar kirkju, en með samstilltu átaki sóknarbarna og annarra ágætra manna tókst það. Nýlega var haldið upp á 100 ára afmæli kirkjunnar. Og í tilefni af því er að koma út bók um sögu Sauðárkróks- kirkju. Útgefandi bókarinnar er Sókn- arnefnd Sauðárkrókskirkju. Höfundur er enginn annar en Kristmundur Bjarnason á Sjávar- borg, sem er manna fróðastur um sögu Sauðárkróks og þó víðar væri leitað. Titill bókarinnar er Sauðárkrókskirkja og formæður hennar. Saga kirkjumála og kennidóms í Fagranesprestakalli forna. Hún er 270 bls. að lengd og prýða hana 105 myndir, ,bæði svarthvítar og í lit. Bókin skiptist í tuttugu efniskafla, auk heim- ildaskrár o.fl. og er komið víða við. Eins og titillinn gefur til kynna er sagt frá „formæðrum“ Sauðárkrókskirkju, sérstaklega kirkjunum í Fagranesi og Sjávar- borg. Það er vel viðeigandi að skrásetjarinn búi á Sjávarborg. Þó Kristmundur segist ekki vera mikill kirkjunnar maður hefur hann mikið dálæti á „sinni“ kirkju, gömlu fallegu kirkjunni á Sjávarborg. stað. Ári síðar auglýsti lands- höfðingi að þetta yrði gert. Áður en kirkjan reis var messað í ýms- um húsum á Sauðárkróki, en íbúarnir sóttu dræmt kirkju á Sjávarborg, bæði vegna pláss- leysis í kirkjunni og þess að yfir mýri var að fara. Með hjálp góðra manna í byggingarnefnd kirkjunnar var m.a. Ludvig Popp kaupmaður á láni tvö orgel og spiluðu tveir organistar. Annar þeirra, Kristján Gíslason, var fyrsti organisti kirkjunnar. Margir söngmenn komu við sögu fyrstu árin, það virðast þó eingöngu hafa verið karlar til að byrja með. Þar á meðal var Söngsveitin Svalan, stofnuð 1894. Kirkjugarðurinn var vígður ári síðar en kirkjan, 1893. Aukið hefur verið við hann margoft, fyrst árið 1910. Fyrsti prestur við Sauðárkrókskirkju var sr. Árni Björnsson og starfaði hann til ársins 1913. Hálfdán Guðjónsson tók við embættinu árið 1914 og var til dánardægurs árið 1937. Þá tók sr. Helgi Konráðsson við, en hann dó árið 1959. Ákveðið var að gera kirkjuna upp árið 1989, en þá hafði komið til tals að byggja nýja kirkju. Eft- ir endurbæturnar og stækkun, rúmar kirkjan 300 manns í stað 200 áður. Ekki verða upp taldar hér allar þær breytingar sem voru gerðar þá. ▲ Sauðárkrókskirkja sem er 100 ára um þessar mundir. Brot úr sögu kirkjunnar Um miðja 19. öld var ákveðið að fækka brauðum. Pá kom fram til- laga um að sameina Fagranes- og Reynistaðaprestakall með Sauðá að prestssetri. Árið 1880 voru Fagranes- og Sjávarborgarsóknir sameinaðar Reynistaðaklaust- ursprestakalli. Sama ár voru íbúar á Sauðárkróki orðnir 60 talsins. Á héraðsfundi í prófasts- dæminu árið 1881 lagði sr. Tómas Þorsteinsson til að kirkjan á Sjáv- arbakka yrði aflögð og kirkja byggð á Sauðárkróki. Var málið rætt öðru hvoru og árið 1888 var kosin 7 manna nefnd á Sauðár- króki til að fjalla um kirkjuna. Ári síðar fékkst leyfi fyrir kirkjugarði á Sauðárkróki - með þeim skilyrðum að þar risi kirkja. Kirkjugarðsmál voru í ólestri, menn voru jarðaðir hver ofan á annan vegna plássleysis. Árið 1890 var lagt til formlega að kirkjurnar á Sjávarborg og Fagranesi yrðu lagðar niður og kirkja reist á Sauðárkróki í þeirra Viðtal: Sigríður Þorgrímsdóttir A Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg tók að sér að rita sögu kirkjunnar. Króknum. Hann og kona hans sýndu kirkjubyggingunni mikinn áhuga, gáfu m.a. fé til byggingar hennar. Kostnaður við bygging- una var á tíunda þúsund krónur og lögðu margir fram fé eða söfnuðu fé, t.d. Kvenfélagið og Leikfélag- ið. Árið 1895 hafði kirkjan fengið 7000 kr. að gjöf, þar af 2500 kr. frá söfnuðinum. Kirkjan var vígð 18. des. 1892, eins og áður segir. Frágangi var þó ekki að fullu lok- ið fyrr en 1895. Af munum kirkj- unnar var altaristaflan dýrust, en hún var gefin af Emilie Popp, ekkju kaupmannsins. Hún var máluð af Niels Anker Lund sem málaði fjölda annarra altaristafla hér á landi. Þorsteinn Sigurðs- son, sem var þekktur smiður, var yfirsmiður við kirkjubygginguna. Vegna staðhátta var ákveðið að kirkjudyr sneru í austur í stað vestur. Við vígsluna voru fengin að Kirkjusagan áhugaverð Hér hefur verið stiklað á stóru um 100 ára sögu Sauðárkróks- kirkju og stuðst við hina nýju bók Kristmundar á Sjávarborg. Ég heimsótti Kristmund til að for- vitnast nánar um tilurð bókarinn- ar. Það var árið 1983 að ákveðið var að láta rita sögu kirkjunnar og tók Kristmundur verkið að sér. Þá var hugmyndin sú að að skrifa 80 ára sögu kirkjunnar, en það breyttist síðan. Verkið var unnið með hléum frá árinu 1983, að sögn Kristmundar. - Var þetta ekki mikil heim- ildavinna? „Jú, en kannski aðallega vegna þess að ég fór að leika mér. Ég hef aldrei skrifað neitt um kirkju- mál svo ég fór að lesa mér til um allt sem ég komst yfir varðandi íslensku fornkirkjuna og fram um 1800. Ég hafði afskaplega gaman af að kynna mér íslenska kirkjusögu, það verð ég að játa. Þetta var mér alveg nýr heimur. En ég notaði eiginlega ekkert af þessu, það var svona eins og bak- grunnur." - Hverjar eru helstu heimild- irnar? „Það eru allar vísitasíubækur sem til eru, fornbréfasafnið og bréfasöfn prófasta og biskupa. Svo auðvitað fleiri rit, eins og Manntöl og Ævi lærðra manna eftir Hannes Þorsteinsson, sem er í handriti á Landsbókasafni. Og aragrúi annarra handrita." - Varstu ekki búinn að vinna eitthvað í þessu áður, þegar þú skrifaðir Sögu Sauðárkróks? „Jú, en ég skrifaði svo lítið um kirkjuna þar. En það skilar sér allt hér, bara betur útfært. Það eru sömu heimildir, en það var ekki nema örlítið brot. Svo hafa fundist nýjar heimildir, bara fyrir tveimur eða þremur árum, sem fylla myndina miklu betur. Það var sjálf kirkjulýsingin, óársett, en líklega frá 1893, skrifuð með hendi prófasts, Zophaníasar Halldórssonar og undirrituð af honum. Þetta var afskaplega mikill fengur að fá þetta. Það var svo skrýtið að ég fann þetta hvergi. Sennilega hefur prófastur gleymt að færa þetta inn í vísi- tasíubók.“ „Maður fyllist örvæntingu“ - Hvað ertu með í smíðum núna? „Ég veit það ekki. En ég er ákveðinn í einu og það er að skrifa aldrei framar neitt í félags- sögu eða hagsögu, eins og ég er búinn að gera alla mína tíð. Má segja að ég hafi haft það að atvinnu í 30-40 ár. Ég á geysimik- inn efnivið, sem tengist atvikum eða persónusögu.“ - Þú hefur skrifað margar bækur? „Jú, þetta eru svo miklir doð- rantar. Svo hef ég búið rit undir prentun og skrifað skýringar o.þ.h. Ég hef yfirleitt séð um svona útgáfur með öðrum, venju- lega með Hannesi mínum Péturs- syni. Ég hef afar garnan af að vinna, einkum að safna efnivið. En svo er allt til þegar maður fer að skrifa. Maður fyllist örvænt- ingu og einstaka sinnum líður manni vel,“ sagði Kristmundur að lokum. Við skröfuðum margt fleira en fært verður í letur hér, enda hef- ur Kristmundur frá mörgu áhuga- verðu að segja. Tíminn flaug áfram og þegar ég kvaddi var orðið of dimmt til að skoða kirkj- una hans Kristmundar á Sjávar- borg. Það bíður betri tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.