Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 39

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 39
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 39 Pólskur matseðill á aðfangadagskvöld: „Aðalréttur kvöldsins er rauðrófiisúpa með smjörbaunum og vatnakarfi66 - segja Dóróthea og Vaclav Þau eru kaþólskir Pólverjar, frá borginni Katowice í suðurhluta landsins, en borgin er miðstöð samgangna og iðn- aðar í kolanámuhéraði. Kaþ- ólska trú játa nærri 90% Pól- verja. Þau komu til íslands árið 1986 vegna hins ótrygga ástands sem ríkti þá í þeirra heimalandi og höfðu frétt að möguleikar væru á atvinnu á Vesturlöndum, þ.e. á Islandi. Það var hins vegar mjög tilvilj- anakennt hvernig það átti sér stað því fyrrum nemandi hans sem var við tónlistarnám í Amsterdam hafði hitt þar ís- lending sem einnig var í tón- listarnámi og hann hafði sagt frá því að skortur væri á tón- listarkennurum á Islandi, a.m.k. á landsbyggðinni. Hér er verið að ræða um þau Waclaw Lazarz og Dorota Manc- zyk sem fengu síðan nöfnin Ingvi Vaclav Alfreðsson og Dóróthea Tómasdóttir þegar þau fengu íslenskan ríkisborgararétt. Dóttir þeirra, fædd hérlendis, heitir Eva María, nöfn sem bæði eru algeng í Póllandi og á íslandi. Fyrra nafnið er reyndar skrifað Ewa á pólsku. Pað var Tónlistarskólinn á Dalvík sem fyrstur naut þeirra starfskrafta, en eftir tvö ár fluttu þau sig um set til Akureyrar og hófu kennslu við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Síðan lá leiðin í Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem þau kenna bæði nú auk þess sem Vaclav kennir lítillega við Tónlistaskóla Akureyrar. Hann kenndi fyrst á þverflautu en nú á ýmiss blásturshljóðfæri auk harmoniku en Dóróthea á píanó. Vaclav hefur auk þess haft verk- efni við undirleik hjá Leikfélagi Akureyrar eins og t.d. Kabarett, Emil í Kattholti og á þessum tíma var Kammerhljómsveit Akureyrar stofnuð. En áhuginn stóð aðallega til að fræðast um hvernig jólaundir- búningi í Póllandi er háttað. Segja má að hann hefjist 28. nóvember, á degi heilags Andrés- ar, sem er síðasti dagurinn fyrir aðventu. Pá fer margt af unga fólkinu út að skemmta sér og er mjög almenn þátttaka í þeim gleðihöldum, því kaþólikkar taka helgi aðventunnar mun alvarlegar en við eigum að venjast hér. Eitt af því sem algengt er að gera sér til skemmtunar þennan dag er að allir fara úr skónum og þeim rað- að upp í einfalda röð frá einum vegg til annars þannig að hæll nemur við tá. Þeir sem eiga þann skó sem nemur við vegg hinum megin munu næstir í hópnum ganga í hjónaband. Stundum er gert sér til skemmtunar að bræða vax og hella út í vatn og reynt að laga andlitsmynd í vatninu. Sú mynd sem þar blasir við þeim ógifta- á að vera andiitsmynd væntanlegs eiginmanns eða eigin- konu. Á aðventunni eru börnum gefnar gjafir líkt og hér, en þar er gjöfin yfirleitt sett undir koddann í stað skósins í glugganum. Pað er í fyrsta skipti gert 6. desem- ber, á degi heilags Nikulásar, sem er ímynd jólasveinsins þar. Heilagur Nikulás var talinn vera mjög góður við börn og því er þessi dagur, sem kenndur er við hann, notaður til að gefa börnun- um svolitla gjöf. Margir Pólverj- Vaclav og Dóróthea ásamt dótturinni Evu Maríu sem er í hrókasamræðum við móður sína viðstöddum með óskum um vel- gengni á næsta ári.“ Það er ekki farið snemma á fætur á jóladag enda seint gengið til náða á jólanótt vegna kirkju- ferðar. En á jóladag er hver mað- ur heima hjá sér og skipst er á jólagjöfum og borðaður góður matur. En annar dagur jóla er mikill ferðadagur, þá eru vinir og ættingjar heimsóttir og fólk því mikið á ferðinni þann dag. En er eitthvað sem þau Dórót- hea og Vaclav sakna sérstaklega frá Póllandi er nær dregur jólum? „Nei, nú eigum við heima á ís- landi og reynum að semja okkur að siðum hér. Þó söknum við þess að fá ekki allar pylsurnar sem borðaðar eru fyrir jólin. Þær eru ekki ósvipaðar þessum frægu, þýsku pylsum og sumir Pólverjar segja reyndar í gríni að Þjóðverj- ar hafi hermt eftir þeim í pylsu- gerðinni, “ segja pólsku íslend- ingarnir Dóróthea og Vaclav. GG ar fara á hverju kvöldi til kirkju á aðventunni, eru þar með kerti sem þeir kveikja á og fara síðan með stutta bæn. Þessi stund í kirkjunni tekur því ekki nema 10 til 15 mínútur og finnst börnun- um þetta mjög hátíðlegt, en eng- in ljós eru í kirkjunni utan birtan frá kertunum. Eftir miðnætti á aðfangadag fara flestir Pólverjar til kirkju og þá eru í fyrsta skipti sungnir jólasálmar. Engir jólasálmar á aðventu „Aðventan er að því leyti frá- brugðin því sem við eigum að venjast hér, að í Póllandi er ekki byrjað að syngja jólasálma fyrr en á jólanótt, en sungnir þess í stað sérstakir aðventusálmar. Hér heyrum við jólasálma í byrj- un aðventunnar og það fannst okkur fyrst í stað svolítið ein- kennilegt," segir Dóróthea. „Eini jólasálmurinn sem við þekkjum hér er „Heims um ból“, því aðrir sálmar sem sungnir eru á íslandi eru aðallega danskir, enskir, þýskir og auðvitað íslenskir en okkar sálmar flestir pólskir. Einnig höfum við oft mikið að gera fyrir jól vegna ýmissa jólatónleika og aðventu- kvölda, en í Póllandi er það mjög fátítt, helst að þar séu orgeltón- leikar eða kórsöngur. Það er kannski ekkert óvenjulegt, því aðventukvöld er lúterskur siður. Okkur fannst mjög einkennilegt að sjá öll þessu aðventuljós í gluggum fyrir fyrstu jólin okkar hérna, og vorum jafnvel að velta því fyrir okkur að hér byggju mjög margir sem játuðu Gyð- ingatrú. En okkur var sagt að þetta væri ekki gamall siður hér á Islandi en mjög algengur nú orðið. Ekkert kjöt á aöfangadag Aðfangadagur jóla er mjög frá- brugðinn því sem hér tíðkast en þó mjög hátíðlegur því þá koma fjölskyldurnar oft saman og borða kvöldmat sem saman- stendur af ýmsum réttum öðrum en kjöti því þennan dag er fastað. Samkvæmt gömlum sið hefst kvöldmáltíðin ekki fyrr en fyrsta stjarnan sést á himni og eru börn- in því oft úti í gluggum til að skoða himininn og leita að jóla- stjörnunni. Við það tækifæri er börnunum oft gefin fyrsta jóla- gjöfin, eins konar stjörnugjöf. Aðalréttur kvöldsins er rauð- rófusúpa með smjörbaunum og fiskur sem heitir „karp“, eins konar vatnakarfi, og er aðeins borðaður við þetta tækifæri. Hreistur þessa fisks er mjög stórgert, líkt og krónupeningur, og er hreinsað af fiskinum áður en hann er matreiddur. Um kvöldið afhendir húsmóðirin gest- unum síðan hreistur sem þeir geyma í peningaveskjum sínum. Það á að forða viðkomandi frá fátækt allt næsta ár. Einnig skipar grænmeti vegleg- an sess á matborðinu, eins og soðið hvítkál, súrkál, rauðkál, baunir og kartöflur. Sérstök kaka er borin á borð þetta kvöld en hún er bökuð úr birkifræum og er ómissandi þáttur í matar- gerðinni á aðfangadag, en birki- fræ höfum við getað fengið á Akureyri og erum mjög glöð yfir því. í kökuna, sem verður nánast svört á litinn, eru einnig notaðar rúsínur, möndlur og hunang og þetta er síðan bakað í ofni. Ekki má gleyma því að alltaf er lagt á borð fyrir fleiri en teljast í fjöl- skyldunni, og er það til þess að sýna að gestir eru velkomnir. Hey er einnig lagt undir dúkinn sem er táknræn athöfn til að minnast þess að Jesús var fæddur í fjárhúsi og lagður í jötu.“ Pólskar pylsur lostæti Hittast Pólverjar sem hér búa fyrir jólin? „Já, og ekki bara fyrir jól,“ segir Vaclav, „því við hittum bæði fjölskyldu sem býr hér á Akureyri og aðra sem býr í Ólafsfirði. A sumrin hittum við Pólverja sem búa bæði í Reykja- vík og í Borgarnesi. Mig langar líka að minnast á jólakort og kveðjur. Með jólabréfunum er sent þunnt, hvítt brauð, svipað því brauði sem úthlutað er við altarisgöngur. Sá sem fær slíkt brauð brýtur það niður á að- fangadagskvöld og gefur öllum Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Sendum öllum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hjólbarðaþjónustan Undirhlíö 2 • Akureyri • Sími 22840 Sendum öllum Polariseigendum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin. Polarísumboðið á íslandi Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 • Akureyri • Sími 22840

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.