Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 40

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 40
Lítiljólasaga: Friður og eindrægni jólanna franiar öllu öðru Það var aðfangadagur. Lítill tötralega klæddur drengur gekk um strætin. Allir voru að flýta sér nema hann, hann hafði nógan tíma. Enginn gaf þessu tötrum klædda barni auga þarna í hverfinu þar sem það ráfaði um, en sýnilegt var að þar bjó fólk sem var ríkt og bjó við allsnægtir. Er drengurinn hafði ráfað um milli nokkurra uppljóm- aðra húsa um hríð tók hann á sig rögg, gekk að einu þeirra og skyggndist inn um glugga. Á miðju gólfi stóð fagurlega skreytt jólatré og undir því lá fjöldi jólagjafa, en í borðstof- unni hafði ríkulegur jóla- maturinn verið lagður á borð. f>að hvarflaði að drengnum að þarna mundi einhver vilja lið- sinna honum og barði því að dyrum. Til dyranna kom kona og er hún sá drenginn sagði hún: „Hypjaðu þig í burtu, hér hefurðu ekkert að gera.“ Drengurinn hrökklaðist frá húsinu og ráfaði nú stefnu- laust um borgina, en er líða tók á daginn og dimma, fór því fólki að fækka sem leið átti um stræti borgarinnar. Drengurinn var nú staddur í þeim hluta borgarinnar þar sem einnig bjó allvel stætt fólk og ákvað að banka upp á í húsi þaðan sem hávær gleði- hlátur barna barst út í nótt- ina. Strax og hann hafði knúið dyra komu nokkur börn til dyra og með þeim kona sem sagði: „Heyrðu vinur, við megum ekki vera að því að sinna þér nú, komdu seinna.“ Drengurinn ráfaði burt og næst er hann áttaði sig var hann staddur í hverfi þeirra sem minna mega sín. Hann áræddi að nálgast eitt húsið og kom þar auga á konu sem sat þar með lítið barn í fanginu og við hlið hennar drengur og stúlka og var konan að segja börnunum sögu. Á miðju gólfinu stóð fátæklega skreytt jólatré. Drengurinn, sem var berhentur, berfættur, lítt klæddur og því orðinn kaldur í næturkulinu, áræddi að banka og þegar var hurðinni lokið upp fyrir honum og hon- um boðið til lítillar stofu þar sem ofn var að finna. „Komdu inn barnið mitt og yljaðu þér,“ sagði konan, setti hann við ofninn og spurði hvarf upp í himininn. Þá hrópaði stúlkan: „Mamma, þetta er Jesú sem kom til okkar,“ og móðirin svaraði: „Já, hann var hér.“ Margir gleyma smælingjunum í allsnægtum sínum á jólunum og er þá hinn sanni fagnaðar- boðskapur jólanna oft fjarri. Þeim hinum sömu væri hollt að minnast orða Jesú er hann sagði: „Það sem þérgerið ein- um af mínum minnstu með- bræðrum það hafið þér mér gjört. “ Jólasaga þessi er rituð eftir frásögn Ragnheiðar Finns- dóttur. GG hvort hann væri ekki orðinn svangur og játti hann því. Konan brá sér fram til barn- anna og sagði við þau: „Við skulum gefa honum brauðið og mjólkina sem við ætluðum að borða í kvöld og leyfa hon- um að vera hjá okkur þessa heilögu nótt ef hann á hvergi annars staðar heima.“ Eftir andartak kom hún aft- ur en sá drenginn hvergi en á gólfinu lágu tötrarnir hans. Himnesk birta fyllti allt her- bergið og konan starði á það ásamt börnunum. Birtan hvarf út um gluggann og steig hærra og hærra þar til hún 'KIElA i' ð r 11> s * t> a * a r ó<> Norðlenska hangikjötið G ull v e r ð l aun ah a f i t fagkeppni Meistcirafélags k j ö tiðnaðar m a n n a 199 2 Norðlenska hangikjötið er bragðgott og bregst ekki. Urvals hráefni og þrautreynd aðferð við reykingu í reykhúsi KEA 'ryggir þér hangikjötið eins og það á að vera. <EA - hangikjötið. tí 11 ú r ii (i / ii r (1 ú r E i/ j a f i r <3 i n u , Þrjú uppskiftakort fylgja hverri pakkningu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.