Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 6
6 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Sendum öllum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. ^Pediomyndh^ Skipagötu 16 • Sími 23520 Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Sparisjóöur Glæsibæjarhrepps Brekkugötu 9 • Sími 21590 Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin. HOTEL NORÐURLAND Geislagötu 7 • Akureyri ■ Sími 22600 /«««»•> Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Þökkum viðskiptin. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR HF. Dalsbraut 1 • Sími 23510 Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnu ári. WWi DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA SÍMI (96)22360 JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Bnskt jólahald frá sjónarhóll íslendings: ,4tti erfitt með að sætta mig \ið gqotharðan jólabúðmgmnu Jólaundirbúningur og jólahald kristinna manna fer fram með ýmsum hætti, jafnvel innan sömu kirkjudeildar. Hver kannast ekki við þann þjóð- lega vestfirska sið að borða vel kæsta skötu á Þorláksmessu, helst í fjölskylduhópi, eða bakstur og útskurð á laufa- brauði sem upphaflega mun vera kominn úr Þingeyjarsýsl- um og hefur upphafið verið rakið til mjölskorts. Fyrir okk- ur íslendinga, sem flestir ját- um Lúterstrú, eru t.d. jólasiðir kaþólskra eða áhangenda ensku biskupakirkjunnar oft æði framandi. Um jólin dvel- ur fjöldi íslendinga erlendis; sumir eru við nám fjarri heimalandinu, aðrir kjósa að dvelja t.d. á sólarströnd um jólahátíðina. Otaldir eru þeir sem sest hafa að erlendis, ýmist til skemmri eða lengri tíma, eiga jafnvel erlendan maka og hafa orðið að laga sig að þeim jólasiðum sem þar þykja sjálfsagðir og eðlilegir. En hvernig skyldi það vera fyr- ir íslenska konu að eyða jólun- um með enskum eiginmanni og tengdafjölskyldunni sem er skosk, kaþólsk, og býr á Norður-Englandi? Árið 1982 giftist íslensk stúlka skoskum manni, kaþólskrar trúar, og skömmu síðar héldu þau til London til námsdvalar. Þegar jólin nálguðust þótti bæði sjálfsagt og eðlilegt að ungu hjónin eyddu jólunum á heimili tengdaforeldranna sem búa í| Middlesborough. Jólaundirbún- ingur þar er í mjög föstum skorð- um og ekki ýkja frábrugðinn því| sem stúlkan átti að venjast hér á íslandi. Þó var þar einn siður í heiðri hafður sem hún átti erfitt með að sætta sig við og það var gerð jólabúðings eða „Christmas pudding" sem er nánast órjúfan- legur þáttur í jólaundirbúningi flestra enskra fjölskyldna, eins konar þjóðarréttur. Löngu fyrir jól er farið að undirbúa gerð þessa „Christmas pudding“ sem erfitt er að finna íslenskt orð yfir því ekki er þetta búðingur heldur eins konar ávaxtakaka með mjög litlu deigi en mikið af ávöxtum sem látnir eru liggja í deigi í mjög langan tíma. En hvernig fannst íslendingnum þessi jólaávaxta- kaka? „Jólabúðingurinn þeirra er óskaplega þungur í maga, ekki síst vegna þess að oft er hellt yfir hann víni, t.d. koníaki, og látið sjatna, jafnvel kveikt í því. Ég gat aldrei sætt mig við þennan rétt, fannst hann í raun ekki vera annað en grjótharður, hryllilegur búðingur sem ég mun ekki sjálf- viljug leggja mér til munns í framtíðinni." En hvernig var jólaundirbún- ingi að öðru leyti háttað? „Aðfangadagur er ekki eins hátíðlegur og hér heima, heldur aðfangadagur í þess orðs fyllstu merkingu, m.a. nýttur til inn- kaupa þ.e. aðfanga. Tengda- mamma fór til kirkju þá um morguninn sem og nánast alla aðra daga aðventunnar. Ró karlanna raskaðist hins vegar ekkert, þeir flykktust á næstu bjórkrá. Meðan þeir höfðu það huggulegt yfir bjórkrús svitnuðu konurnar yfir pottunum. Þetta hrópandi ranglæti í jafnréttismál- um fannst mér erfitt að sætta mig við en Englendingum fannst þetta sjálfsagt og jafnvel eðlilegt. Þyrnirós * I vöggu hvílir lítil mær í vœrð og ró og hefir ekki grun um það, hvað henni bjó hinn kuldalegi heimur, sem hún hefir gist, né höjðu dísir örlaganna henni kysst. Og upp hún rann sem fjólanfríð úr frjórri jörð, þar duldist engum Verðandinnar drottning gjörð, en sakleysið þá einfeldnina í sig drakk, með snúningshraða illgirninnar snœldan stakk. Sú náttúra er álaga sem nornin kvað: Hún sofa skal í hundrað ár, og hafi hún það, og jafnvel allt til eilífðar, efenginnfœr af töfrasvefni völvunnar vakið mœr. Og svefninn lagðist afarþungt á alla og allt, og þyrnigerðið óx og þéttist þúsundfalt, svo ekkert mannlegt auga lengur eygðipar þœr launungar í þykkninu, sem leyndust þar. Og svona líða hundrað ár. Hvað hefir breytzt? Jú, gleymskan spurði tómlœtið: „Er gátan leyst?“ En enginn hreyfði hönd né fót né hafði dug að kvista niður myrkviðinn með karlmannshug. Svo áfram tíminn togaðist í tœpa öld, þá reyndarfór að rofa til hjá rekka fjöld. Hvað liggur nú í loftinu svo létt og hýrt? Það vakir, en þó varla skilst né verður skýrt. En þó var einn, sem þetta skildi þögla mál. Hann kom og sá og brandi brá, sú bálasál, svo fyrir honum fékk ei staðizt fast né laust. Hann hiklaus var og hlýddi sinni hjartans raust. Með valdi hann afvoðasvefni vakti mœr, er kyssti kinn og rósarvarir kossinn tœr. Hann drauma sinna drottningu til dýrðar bar og blómknapp þann sér blíður gjörði að brúði þar. Hvefögur þessi fyrirmynd er frelsarans. Guð birti í Kristi kœrleik sinn við komu hans. s A svefni dauðans son Guðs vann við sigurhrós. Hann þráir sína þreyðu aðfrelsa Þyrnirós. Jón Hilmar Magnússon (Höf. býr á Akureyri)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.