Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Page 8
8 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Vísrtaþáttur________ Jón Magnússon frá Fosskoti Jón Magnússon fæddist í Fos- skoti í Andakíl áriö 1896. Um fimm ára aldur missti hann fööur sinn og fór þá um tíma til vandalausra. Eftir þaö ólst hann upp hjá móöur sinni á Svartagili í Þingvallasveit. Um tvítugsaldur nam Jón beykis- iön sem hann stundaði í Reykjavík til margra ára og einnig á sumrum á Akureyri og Siglufiröi. Síðar vann hann við húsgagnaverslun í Reykjavík sem hann átti hlut í. Frá hendi Jóns komu fimm ljóðabæk- ur. Fyrst Bláskógar árið 1925 og því næst Hjarðir árið 1929, en þar á eftir kom kvæðasafnið Flúðir 1935, og næsta bók þar á eftir var ljóða- flokkurinn um Bjöm á Reyðarfelh sem út kom árið 1938, þar lýsir Jón kjörum og lífsbaráttu íslenska ein- yrkjabóndans. Nú haustar og Vetur konungur bærir á sér með éljafjúki og frosti. Um haustkvöldið kveður Jón: Hljóö á kvöldi vetrarvöld vefa tjöld úr snævi. Reisa öldur faldafjöld fram á köldum sævi. Eitthvaö viröist Jón hafa verið mæddur yfir haustkomunni er hann kveður vísu þessa. Sumar kveður. Svell og mjöll sveipar beðinn rósa. Hljóðnar gleði hjartans öll, harmar í geði frjósa. „Allt er í heiminum hverfult" kvað listaskáldið góða og víst er að ekkert á það síður við í dag en á fyrri öld í heimi. Næsta vísa Jóns Bláskógaskálds flytur líkan boð- skap: Lindin tára tíðum þvær tregasárin hörðu. Margur frár, sem flaug í gær, falhnn er nár að jörðu. Er skáldið hugsar til æskustöðva sinna og þeirra sem hann þekkti þar kveður hann: Allt er reikult allsstaðar, ýmsir hverfa sýnum Farið er að fækka þar fornum vinum mínum. Meðan dægrin líða hjá skiptast jafnan á skin og skúrir en jafnan styttir upp um síðir. Jón kveður: Vorum heimi oft er í illur veðrabragur. En á bak við skuggaský skín á himni dagur. Um örlög þeirra systra er nefndar eru örbirgð og auðlegð kveður Jón: Örbirgö svelgur súra veig, sár af aldarhlekkjum. Auðlegð, sem var frækn og fleyg, ferst á silkibekkjum. Fátt var feðrum vorum eins kært og þegar sumarið opnaði faðm sinn eftir vetur og veður hans. Búpen- ingur undi á heiðum og engjar voru slegnar og heyjaforða safnað til vetrar. Jón fagnar sumri og kveö- ur: Hrekur kvíða sumarsól, sveipar fiöllin ljóma, vekur blíða von sem fól vetrarmjöll í dróma. Seint urðu feðurnir forðum þreyttir á það vegsama vorið með- an híbýli þeirra héldu síður veðr- um en steinsteypa og einangrun vorra daga. Þessari mynd af vor- morgni bregður Jón upp: Sindra gullin sólarfiöll, sundur rennur klakinn. Foldin döggvuð angar öll, árdagshljómum vakin. Á siglingu vorri slær jafnan úr og í og er það ekki meira en lög gera ráð fyrir. Svo kveður Jón: Þó að ógni aldan há, aftur knörrinn réttist. Borðiö gefur annað á út af hinu skvettist. Til stéttarbróður síns eins úr beykisiðn kveður Jón: Þó aö skefli og skyggi í ál, skarki brim á grjóti, berðu heila hönd og sál hverjum stormi á móti. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Að einhverju hefur Jón haft að hverfa í draum löndum sínum sem honum hefur ekki þótt minna virði en „dansins tryhta æði“ er hann kveður: Þegar aðrir yndisgnótt út í glaumnum finna, signir mig, þótt sortni nótt, sólskin drauma minna. Frá Jóni Bláskógaskáldi skulum við hverfa til nútímans. Þættinum barst bréf frá Óhnu Þorvarðardótt- ur fréttamanni og kom það til vegna vangaveltna um stöðu okkar alþýðuflokksmanna. Sýnist mér óður þessi vera lofgjörð til forystu- manns þar í ílokki. Vísa þessi er sléttubandavísa og er að auki víxl- hend og hljóðar svo: Gætir friðar, aldrei er ölkær vihtur bófi. Bætir siði, fráleitt fer fram úr stilltu hófi. Þakka ég Óhnu fyrir innleggið í þáttinn og vonast til að heyra frá fleirum sem hafa fróðleik aö geyma eða fást við bragarsmíð. Starfsmenntasjóður Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með opinn fund starfs- menntaráðs sem haldinn verður þann 14. nóvember nk. kl. 17.00 í Borgartúni 6. Á fundinum verður fjallað um úthlutun styrkja úr starfs- menntasjóði vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lögum nr. 19/1992. Félagsmálaráðuneytið, 10. nóvember 1994 Matgæðingur vikunnar Svinakjöts- pottréttur Sigurveig Björnsdóttir ritari býö- ur upp á svínakjötspottrétt og sítr- ónupæ. Hún kveðst hafa meira gaman af að búa til eftirrétti og kökur heldur en mat en kjötréttur- inn sem hún gefur lesendum upp- skrift aö hefur þó unnið til verð- launa í uppskriftasamkeppni. „Þá notaði ég pylsur í réttinn. Hann hefur hins vegar þróast hjá mér eins og naglasúpa. Það er einn- ig hægt að hafa bæði pylsur og kjöt í sömu uppskriftinni," bendir Sig- urveig á. Svínakjötspottréttur 1 kg svínalundir 30 g smjör salt og pipar 1 tsk.marioram 2 msk. hveiti 2 'h kjötkraftsteningur 1 krukka sultaður smálaukur 200 g svartar olífur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 dl brytjaöar asíur 3 dl ijómi Svínakjötið er skorið í um það bil 3 cm þykkar sneiðar og bankað létt ofan á skurðinn. Kjötið brúnað létt og kryddað með salti og pipar eftir smekk ásamt marioram. Hveitinu er stráð yfir og hrært létt í. Kjötkraftinum blandað út í. Papr- ikan skorin í strimla og blandað saman við ásamt lauknum (heil- - og sítrónupæ Sigurveig Björnsdóttir. um), olífum og asíum. Hrært í og suðan látin koma upp. Rjómanum blandað saman við og lok sett á pottinn. Soðið í 20 mínútur við lág- an hita og með lokið þétt á. Þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum og góðu fersku salati eftir smekk. Sítrónupæ 2 dl hveiti 100 g smjörlíki 2 msk. vatn Þetta er aht hnoðað saman og sett í ísskáp í 15 mínútur til 1 klst. eftir því hve langur tími er fyrir hendi. Síðan er deiginu þrýst út í eldfast form, sem er 24 cm í þver- mál, og þrýst aðeins upp að börm- unum. Skelin pikkuð með gafli. Bakað í ofni í 10 mínútur við 150 gráður. Á meðan skehn er að bak- ast er ágætt að búa til fyllinguna. 2 dl vatn 2 dl sykur 1 '/% msk. kartöflumjöl 3 eggjarauður Safi og rifinn börkur af 1 sítrónu Þetta er aht sett í pott og hrært vel saman og suðan rétt látin koma upp til að þykkja fyhinguna. Síðan er fyllingunni hellt í skelina. Ofan á fylhnguna er síðan settur mar- engs. 3 eggjahvítur 3 msk. sykur 'A tsk. lyftiduft Vi msk. sítrónusafi Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og sykri hrært saman við. Síðan er lyftidufti og sítrónusafa blandað saman við. Þetta er síðan breitt yfir fylhnguna og bakað í ofni í 20 mínútur viö 150 gráður. Borið fram með ísköldum þeyttum ijóma. Sigurveig skorar á föðursystur sína og nöfnu, Sigurveigu Gunn- arsdóttur, að vera næsti matgæð- ingur. „Hún er fyrrverandi hótel- stýra, þjónn og kokkur og kokkar ahs kyns sælkeramat eftir hend- inni.“ Hmhliðin Dagsljós hefur stolið mérfrá 19:19 - segir Guðríður Haraldsdóttir útvarpskona Drög að degi nefnist morgunþátt- ur Aðalstöðvarinnar sem hefur notið mikhla vinsælda. Það eru þau Guðríöur Haraldsdóttir og Hjörtur Howser sem sjá um þáttinn og hafa þau bryddað upp á ýmsum nýjung- um eins og því að spá fyrir fólki í tarrot-spil en Guðríður hefur tiu ára reynslu á því sviði. Einnig eru þau meö óskalag sjúkhngs í anda þess sem áður tíðkaðist á Ríkisút- varpinu, kaffihúsarölt og spurn- ingu dagsins. Guðríður (Gurrý) og Hjörtur leggja áherslu á að spila þæghega tónlist í þáttum sínum. Það er Gurrý sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Guðríður Haraldsdóttir. Fæðingardagur og ár: 12. ágúst 1958. Maki: Enginn. Börn: Einar sem er fiórtán ára. Bifreið: Engin. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Laun: Mættu vera betri. Áhugamál: Lestur góðra bóka og tónlist. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói nýlega? Ég hef fengiö fiórar tölur í lottóinu og fæ árlega lægsta vinning í happdrætti Háskólans og DAS. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst ofboðslega skemmthegt aö fara með syni mín- um í bfó og svo finnst mér bara æðislega gaman aö lifa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera í letikasti á sunnu- Guðríður Haraldsdóttir, dagskrár- gerðarkona á Aðalstöðinni, spáir i spil fyrir hlustendur. dögum. Uppáhaldsmatur: Ég held að það sé hangikjöt. Uppáhaldsdrykkur: Gott, dýrt gæðakaffi. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég er mjög hreykin af Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur. Uppáhaldstimarit: Kaupi oftast Nýtt líf og finnst það ágætisblað. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Mér finnast íslenskir karl- menn upp th hópa mjög fahegir. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Höfund Njálu. Uppáhaldsleikari: Guðmundur Haraldsson bróðir minn. Hann leikur pabba Benjamíns dúfu í samnefndri kvikmynd. Uppáhaldsleikkona: Ég get ekki gert ujpp á mhli Helgu Brögu og Elvu Oskar. Uppáhaldssöngvari: Siggi Bjóla og Kristján frændi Jóhannsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Simpson-fiölskyldan. Uppáhadssjónvarpsefni: Taggart. Uppáhaldsmatsölustaður: Argent- ína. Hvaða bók langar þig mest að lesa um þessar mundir? Eg var að klára bókina Vhltir svanir og fannst hún æöisleg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Náttúrlega Aöalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég verð aö nefna samstarfsmann minn Hjört Howser. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Nú orðið hafa þau í Dagsljósi alveg stohö mér frá 19:19. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Áslaug Dóra. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer bara aldrei neitt út að skemmta mér þannig aö ég verð þá að nefna heimhið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA í fót- boltanum. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Ég lifi í núinu en stefni þó auðvitað að því að koma syni mínum th manns. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Æth ég hafi fariö lengra en th vinkonu minnar út á Álftanes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.