Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 14
14
LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð- í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Harmleikur
Afsögn félagsráðherra á blaðamannafundi í gær var
harmleikur í beinni útsendingu. Ráðherranum var svo
brugðið, að spyrja má, hvort ekki hefði verið miklu betra
fyrir hann eins og svo marga aðra, sem líða fyrir mál
hans, að hann hefði sagt af sér nokkrum vikum fyrr.
Ljóst er af svanasöngi ráðherrans, að hann telur sig
miklu órétti beittan. Embættisfærsla hans sem ráðherra
hafi í flestu verið í samræmi við lög og hefðir og að hin
sárafáu „mistök“ hans hafi ekki verið meiri eða merki-
legri en annarra núverandi og fyrrverandi ráðherra.
Svo virðist sem fráfarandi ráðherra trúi því sjálfur í
einlægni, að skýrslá Ríkisendurskoðunar staðfesti nokk-
um veginn alveg sjónarmið hans sjálfs í hinum umdeildu
málum. Samkvæmt því hefur hann ekki lært neitt af
hremmingunum og telur sig vera fómardýr ofsókna.
Þetta þýðir, að hann heldur áfram að vera varaformað-
ur flokks síns og líklega einn helzti frambjóðandi hans
í komandi kosningum. Vandamál hans halda því áfram
að vera vandamál Alþýðuflokksins, þótt ríkisstjóminni
hafi tekizt að koma myllusteininum af hálsi sér.
Ýmis efnisatriði í vöm hins fyrrverandi ráðherra em
að nokkru leyti réttmæt. Aðrir ráðherrar í þessari ríkis-
stjóm og öðrum fyrri hafa gert hluti, sem stríða gegn
almennum siðferðissjónarmiðum. Þeir hafa gert mistök
eins og það heitir á máh hins ofsótta ráðherra.
Munurinn á honum og hinum er fyrst og fremst tvenns
konar. í fyrsta lagi hafa hremmingar hans hlaðizt upp á
skömmum tíma. Hann skellti sér út á gráa svæðið um
leið og hann varð ráðherra og var þar löngum stundum,
meðan aðrir ráðherrar hættu sér þangað endrum og eins.
í öðm lagi er líklegt, að almenn siðferðissjónarmið í
þjóðfélaginu hafi orðið harðari með ámnum. Hugsanlegt
er, að formaður Alþýðubandalagsins yrði að segja af sér
sem ráðherra, ef hann væri núna að gefa Þormóð ramma
og kaupa ímyndaðar vörur af Svörtu og hvítu.
Raunar ættu fjölmiðlar að verða við áskomn hins frá-
farandi ráðherra og bera saman athugasemdir Ríkisend-
urskoðunar við embættisfærslu hans og annarra ráð-
herra í þessari ríkisstjóm og öðrum fyrri. Væntanlega
stuðla aðrir ráðherrar að opinberun athugasemdanna.
Að loknu fárviðrinu, sem leitt hefur til afsagnar ráð-
herrans, er einnig eðlilegt, að spurt sé, hvort eitthvert
gagn hafi orðið af öllu saman, annað en það, að ráðherra
fái nú tækifæri til að ná réttum htum og taka gleði sína
á ný eftir hvíld frá linnulausri orrahríð stjómmála.
Sennilega munu ráðherrar fara varlegar en áður. Þeir
munu ekki hætta sér eins mikið og áður út á gráa svæð-
ið. Þeir eru þegar famir að birta skrár yfir ráðstöfun
skúffupeninga sinna og væntanlega fara þeir senn að
birta athugasemdir Ríkisendurskoðunar um sjálfa sig.
Hitt er svo líka rétt, að séu ráðherrar eins harðskeytt-
ir og sannfærðir um mátt sinn og dýrð og sá, sem nú fór
frá, munu þeir einnig fresta í lengstu lög að draga rétta
ályktun af hremmingum, sem þeir munu lenda í af völd-
um of tíðra ferða sinna út á gráa svæðið.
Öllum nýjum valdamönnum er brýnt að geta í tæka
tíð skipt um skoðun, ef siðferðishugmyndir þeirra reyn-
ast ekki falla alveg að almennum siðferðishugmyndum
eins og þær eru á hverjum tíma. Annars geta afleiðingar
orðið eins og í þeim harmleik, sem við höfum nú séð.
Að leiðarlokum var ræðupúltinu komið táknrænt fyr-
ir úti í homi, þar sem ráðherrann stóð innikróaður og
særður og lýsti sig blásaklaust fómardýr ofsókna.
Jónas Kristjánsson
• l-'ú LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
• x
sem vio tek
ur í Washington
Þátttakendum jafnt og áhorfendum
ber saman um að baráttan milli
frambjóðenda fyrir nýafstaðnar
þingkosningar í Bandaríkjunum
hafl verið sú viðurstyggilegasta í
manna minnum. Neikvæður mál-
flutningur með brigslum og sakar-
giftum frambjóðenda hvers í ann-
ars garð yfirgnæfði málefnaum-
ræðu.
Dæmigerð þótti sjónvarpsauglýs-
ing Jebs Bush, sonar fyrrum
Bandaríkjaforseta, í baráttunni um
fylkisstjórastöðuna í Flórída. Þar
kom fram grátandi móðir, Wendy
Nelson, og kenndi Lawton Chiles
fylkisstjóra um að maðurinn sem
sakfelldur var fyrir að myröa dótt-
ur hennar 1980 heföi ekki enn verið
tekinn af lífi. Látið var ógetið að
málið hefur velkst milli dómstóla í
áfrýjunum allan tímann, er þar enn
og hefur aldrei komið á borð fylkis-
stjóra. Demókratinn Chiies sigraði
forsetasoninn.
Fréttaskýrendur í Bandaríkjun-
um haliast margir að því að æ
ömurlegri kosningabaráttu, og lög-
gjafarstarf sem dekur við sérhags-
muni setur mark sitt á, megi öðru
fremur rekja til einbeitingar að
málflutningi í fjölmiðlum og fjár-
þarfar sem af hlýst. Frambjóðend-
ur verða að kaupa aðgang að fjöl-
miðlum dýrum dómum, áherslan
verður því ekki á rökfærslu heldur
skrumkenndar, örstuttar auglýs-
ingar.
Fjár til að standa straum af áróð-
urskostnaðinum er mestmegnis
aflað með framlögum frá áróðurs-
aðilum fyrirtækja, hagsmunahópa,
starfsgreina og áhugasamtaka. I
staðinn þykjast þeir svo eiga hönk
upp í bakið á þingmönnum og öðr-
um sem þegið hafa af þeim fé þegar
til afgreiðslu koma mál sem greiö-
andinn lætur sig varða.
Til að mynda fer ekki milli mála
að frumvarp Ciintons forseta um
uppstokkun á heilsugæslukerfinu,
svo það næði til þeirra tugmilljóna
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Bandaríkjamanna sem þar eiga nú
hvergi aðgang, var stöðvað í þing-
inu í haust að undirlagi málsvara
tryggingafélaga, atvinnurekenda-
samtaka og fjölmargra annarra
aðila sem ýmist sáu fram á skerta
gróðamöguleika eða aukin útgjöld.
Sama þing gafst svo upp fyrir mál-
þófi repúblikana og lét niður falla
tilraun til að setja reglur um fjár-
framlög til stjórnmálamanna og
birtingarskyldu á nöfnum greið-
enda.
Ógeð kjósenda á þessu ástandi
birtist annars vegar í að þeir sem
fyrir eru í þingsætum eiga undir
högg að sækja, og þá fyrst og fremst
demókratar sem réðu báðum þing-
deildum. Hins vegar sjá aðeins um
36% fólks á kosningaaldri ástæðu
til að sækja kjörstað.
Clinton er fyrsti demókratinn frá
dögum Harry Trumans sem þarf
að kljást við þing þar sem and-
stöðuflokkurinn ræður síðari hluta
kjörtímabils. Þar getur hann farið
í skóla til fyrirrennara sinna, Reag-
ans og Bush, sem áttu við sama
vanda að etja. í sumum málum
verður látið skerast í oddá af beggja
hálfu til að skapa sér stöðu fyrir
kosningarnar 1996 þegar forseta-
embættið verður einnig í húfi.
Önnur mál eru þess eðlis að báðir
aðilar telja sér hollast að leita
málamiðlunar.
Eftir stendur að nú er það
Repúblikanaflokkurinn sem ber
ábyrgð á þingstörfum, með meiri-
hluta í báðum deildum í fyrsta
skipti í hálfa öld. Við kosningaúr-
slitin hefur eflst í flokknum sá arm-
ur sem aðhyllist mjög hægrisinn-
aða hugmyndafræði undir yfir-
skini kristins strangtrúnaðar og
féll þó eftirlætisgoð þess hóps, Oli-
ver North ofursti úr Íran-Contra
hneykslinu, í Virginíu.
Hins vegar er enn eftir hópur
repúblikana af gamla skólanum
sem kýs að takast á við demókrata
um miðjuna í bandarískum stjóm-
málum. Þeim hrýs hugur við að
ganga til forsetakosninga undir
merkjum hugmyndafræðinganna
til hægri.
Ljóst varð þegar í baráttunni fyr-
ir þingkosningarnar að einhverjir
sem sækjast eftir útnefningu til for-
setaframboðs fyrir repúblikana
ætla að hefjast handa hið fyrsta.
Svo er til dæmis um Phil Gramm,
öldungadeildarmann frá Texas,
sem skipulagði baráttuna um þá
þingdeild. Robert Dole frá Kansas,
formaður þingflokks repúbhkana í
öldungadeildinni, gerir sig einnig
líklegan til að reyna aftur við for-
setaframboð.
Fyrmm ráðherrar í stjórnum
Reagans og Bush hafa einnig til-
burði til að blanda sér í baráttuna.
Það á við um James Baker, Jack
Kemp, Lamar Alexander og Rich-
ard Cheney. Loks hyggst Dan
Quayle, varaforseti Bush, gefa kost
á sér. Einhverjir fylkisstjórar
munu vera volgir. Barátta innan
Repúblikanaflokksins er því næsti
kaflinn í framvindu bandarískra
stjórnmála.
Dianne Feinstein, öldungadeildarmaður demókrata í Kaliforníu og landsfræg frá því hún var borgarstjóri í
San Francisco, vann nauman sigur á Michael Huffington, lítt þekktum repúblikana, en svo fjáðum að talið er
að hann hafi varið hátt í þrem tugum milljóna dollara úr eigin vasa i kosningabaráttuna. Símamynd Reuter
Skoðanir armarra
Noregur nýtur sérstöðunnar
„Með Torvald Stoltenberg sem æðstráðanda í fisk-
veiðimálum innan Evrópusambandsins mun fisk-
veiðistefna Norðmanna setja mark sitt á stefnu sam-
bandsins. ESB-ríkin hafa gefið sterklega í skyn að
reynsla og hæfni Norðmanna á þessu sviði verði lát-
in ráða við mótun framtíðarstefnunnar. Fyrir Norð-
menn hefur það úrslitaþýðingu að fara með fiskveiði-
málin innan ESB.“
Jan Henry T. Olsen í Aftenposten 9. nóv.
Dýrt að standa utan ESB
„Hvað gerist ef niðurstðan verður nei í komandi
þjóðaratkvæði og Svíar standa nær einir iðnríkja
Evrópu utan ESB? Um þetta snýst máliö. Útilokað
er að fallast á að allt verði óbreytt eins og sakleys-
ingjamir í nei-liðnu segja. Fyrir þaö fyrsta verður
að reikna meö að vextir hækki og það ekki um stund-
arsakir heldur um langa framtíð. Annað vandamál
eru erlendar skuldir. Þær hafa aukist verulega á síð-
ustu árum en það væri ekki vandamál nema vegna
þess að fyrirtækin munu nota arðinn af erlenda láns-
fénu til að fjárfesta í útlöndum ef aðild að ESB verð-
ur felld. Við sitjum þá eftir heima með skuldirnar."
Úr forystugrein Dagens Nyheter 2. nóv.
Aftaníossar hjá Svíum
„Á sunnudag kjósa Svíar um aðild að Evrópusam-
bandinu og á mánudag ætla ESB-sinnar í Noregi að
hengja sig aftan í Svíana og njóta ávinningsins af
sænska já-inu - ef það verður þá já. Þar með þarf
Gro Harlem Brundtland ekki að bíöa lengur með að
hefia lokasóknina."
Úr forystugrein Nationen 11. nóv.