Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
21
Sviðsljós
Grátandi dúkka á
að hindra bam-
eignir táninga
Bandarískar unglingsstúlkur geta
nú prófaö hvernig það er að vera
móðir án þess að þær hafi sjálfar
fætt barn. Þær fá í hendumar dúkku
sem grætur bæði nætur og daga jafn
oft og lifandi barn gerir. Margir sér-
fræðingar á sviði fjölskyldumála eru
þeirrar skoöunar að þetta sé mikil-
vægur liður í tilraunum til að koma
í veg fyrir þunganir unglingsstúlkna.
Það var verkfræðingur í Banda-
ríkjunum, Richard Jurmain, sem
fékk hugmyndina eftir að hafa séð
þátt í sjónvarpi um vandamál sem
skapast hafa í sambandi við þungan-
ir táninga. Hann bjó til dúkku sem
grætur og grátinn er einungis hægt
að stoppa með lykli sem festur er um
úlnhð þess sem heldur á „barninu".
Lykillinn er á vissan hátt notaður til
að „mata“ barnið.
Dúkkurnar, sem eru hafðar 5 kíló
til að líkjast enn meir ungabarni,
hafa verið prófaðar af nemendum í
skóla í San Diego í Kalifomíu. Nem-
endur þurftu einnig að burðast með
tösku með bleium og barnavagn til
þess að reynslutíminn yrði enn raun-
vemlegri. Margir táninganna hlökk-
uðu til að taka dúkkurnar með sér
heim en eftir að hafa þurft að vakna
nokkrum sinnum á nóttu til að „mata
börnin" vildu þeir skila þeim hið
fyrsta.
Dúkkan getur vakið „móðurina"
allt að þrisvar sinnum á nóttu en það
er ekki hægt að láta hana eiga sig. í
dúkkunni er skynjari sem nemur
Kendra Lemkey, sem er 17 ára,
varð að taka „barniö" sitt með sér
hvert sem hún fór. Hun varð fljótt
útslitin.
hversu langur tími líður áður en
dúkkunni er sinnt. Einnig kemur
fram hvort dúkkan er beitt ofbeldi.
Framleiddar eru hvítar, svartar,
„asískar" og „suður-amerískar"
dúkkur. Bæði skólar og sjúkrahús
hafa keypt dúkkurnar. Það er von
Richards að hver framhaldsskóh í
Bandaríkjunum kaupi aö minnsta
kosti tvær dúkkur.
„Það er stundum sagt að það þurfi
heilt þorp til að ala upp eitt barn en
nú á dögum em margar tánings-
stúlkur einstæðar þegar þær fæða
börn. í mörgum tilfehum stendur
engin fjölskylda að baki þeim og fjár-
hagur þeirra er bágborinn. Það er
einmitt við svona aðstæður sem
hætta er á að böm séu beitt of-
beldi,“ segir Richard Jurmain.
„Margar unglingsstúlkur í fá-
tækrahverfum stórborganna leita
eftir ást. Þær vilja halda í kærastana
sína og njóta öryggis. Þær halda að
það að eignast barn sé svarið en í
mörgum tilfellum er það það sem
síst ætti að eiga sér stað. Það ætti að
vera skyldunámsgrein í skólunum
að sjá um dúkku-bam. Táningar hafa
ekki hugmynd um hversu mikill tími
fer í að hugsa um bam og hversu
mikið það kostar," segir hagfræðing-
urinn Jane Stein.
Kendra Lemkey, sem er 17 ára, tók
þátt í tilraun með umönnun dúkku
í sínum skóla. Hún vildi upplifa
hvernig það væri að taka ábyrgð á
htlu barni. „Dúkkan var ægilega
sæt. En ég brotnaði nafstum niður.
Hún vakti mig mörgum sinnum á
næturnar. Á daginn varð ég að taka
hana með mér hvert sem ég fór og
vinkonur mínar urðu leiðar á mér.
Eftir tvo daga var ég orðin útshtin.
Þessi reynsla var mjög lærdómsrík
og ég er búin að heita því að eignast
ekki barn fyrr en eftir tíu ár þegar
ég orðin nógu þroskuð og búin að
gifta mig,“ segir Kendra.
Verkfræðingurinn Richard og kona
hans Mary segja aö ekki sé hægt að
tala um fyrir táningum. Þeir verði
að draga sínar eigin ályktanir. Þeir
verði sjálfir að uppgötva að það er
mikil vinna að sinna barni.
Richard og Mary Jurmain með dúkk-
urnar sem eiga að koma í veg fyrir
þunganir hjá táningum.
Dúkkan er útbúin þannig að hún grætur jafn oft og lifandi barn.
Hausttilboð á hreinlætístæfcjttm
Heitir sturtuklefar, 80x80,
Sturtuhorn, acryl, 80x80,
Sturtuhorn, gler, 75x90,
Sturtuhorn, gler, 80x80,
Sturtuhorn, gler, 90x90,
Salerni m. setu
Eldhúsblöndunartæki
Oras hitast. baðtæki,
Oras hitast. sturtut.,
frá kr. 29.990 stgr.
frá kr. 9.700 stgr.
frá kr. 15.700 stgr.
frá kr. 18.750 stgr.
frá kr. 19.500 stgr.
frá kr. 9.960 stgr.
frá kr. 2.624 stgr.
kr. 11.900 stgr.
kr. 9.700 stgr.
Gerum verðtílboð
Normann
Armúla 22 - s. 813833
Eldhúsvaskar,
tvöfaldir,
frá kr. 3.990 stgr.
kr. 8.200
kr. 8.214
KÍNV-lRSKi'. RldS
nCLLiSKAHÍBP
Heimsfrægir
listamenn!
!
T'K'O
í S L A N D
OG PHILLIP
GANDEY
KYNNA:
22
NÚVEMBER
1994
KL 20.30
23
NÖVEMBER
1994
I SAMVINNU VIÐ THE CHINA PERFORMING
ARTS AGENCY
5CJ KÍNVIR
TIL STYRKTAR:
UMSJÓNARFÉLAGI
TEINHVERFRA
KL 20.30
21
NÓVEMBER
1994
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN
VESTMANNAEYJUM
Miðasala á staðnum og
íTurninum. Sími 98-12400
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ
SELFOSSI
Miðasala í Vöruhúsi K.Á.
Sími 98-21000
ÍÞRÓTTAHÖLLIN
AKUREYRI
Miðasala í Leikhúsinu Akureyri
Sími 96-24073
KL 20.30 24 NÓVEMBER 1994 HÁSKÓLABÍÓ Miðasala í Háskólabíó og í Kringlunni. Sími 91-12140
KL 20.30 25 NÓVEMBER 1994 HÁSKÓLABÍÓ Miðasala í Háskólabíó og í Kringlunni. Sími 91-12140
KL 20.30 26 NÓVEMBER 1994 HÁSKÓLABÍÓ
Miðasala í Háskólabíó og í Kringlunni. Sími 91-12140
FJÖLSKYLDU-
AFSLÁTTUR
FYRIR VISA-
KORTHAFA:
EF KEYPTIR ERU
ÞRÍR AÐQÖNGU-
MIÐAR, FÁ
KORTHAFAR VISA
FJÓRÐA MIÐANN Á
HÁLFVIRÐI
- GftEIDID MEÐ
Kaupið miða núna! - Miðaverð kr. 2.500 - Sala með kreditkortum í síma 99 66 33