Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 33
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 41 % % % Þar s'em framhlaupsbylgjan nær jaðri jökulsins verða til ævintýralegar klakahallir. Hver ísturn er á stærð við hús og þeir brotna og velta þunglega eins og stórhýsi að hrynja í jarðskjálfta. Bíllinn á brúninni framan við jökulinn sýnir vel stærðarhlutföllin en þar er fullvaxinn Hilux af sverustu gerð. Klakahöllin - Tungnaárjökull tekur á rás íslenskir jöklar mjakast úr stað allan ársins hring, flestir langt innan við einn metra á dag. Sumir skriðjöklar ná jafnframt ekki að bera fram ákomuna (sem breytist í ís) nógu hratt og hækka þess vegna ofan til en þynnast og hopa neðst. Smám saman verða þessir jöklar æ brattari og hlaupa loks fram en ísskaflar færast þá eftir yfirborðinu eins og úfnar bylgjur. Skriðhraðinn fer upp í marga metra á dag, jafnvel tugi metra. Framhlaupsjöklar krossspringa og ferlegir ístumar og hyldjúpar gjár gera þá ófæra með öllu. Talið er að vatnsvegir innan í jöklunum leggist saman og mestallt bræðslu- vatn sem er þar á hægri ferð um þá þrýstist undir neðra borð íssins og leggst til þess vatns sem þar er fyrir. Þama er komin trúleg skýring á miklum skriðhraða þessara klaka- bunka og á vatnsaga sem er áber- andi fram undan þeim. Snemma á þessu ári vakti Síðujökull í Vatnajökli verðskuld- aða athygli fyrir glæsilegt og magnað framskrið yfir 100 milljarða tonna af ís. Hann lengdist um 1-2 kílómetra. Áður hafði Köldukvíslar- jökull, öllu norðar, bært á sér. Jöklarannsóknamenn tóku eftir að- draganda Síðujökulsframhlaupsins og hafa nú alllengi séð sömu merki á Tungnaárjökli. Og nú er hann farinn af stað eftir stöðugt hop frá síðasta framhlaupi, 1946-1947. TTmgnaárjökull er löng og allmjó jökultunga norðan við Síðujökul, beint inn af Jökulheimum. Sam- kvæmt mælingum Raunvísinda- stofnunar er flatarmálið um 120 fer- kílómetrar og meðalþykkt um 300 metrar en rúmmálið þá 35 rúmkíló- metrar; vel yfir 30 milljarðar tonna af ís. Við Ragnar Th. Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og nokkrir sprækir fjallabílamenn litum á framhlaupið 6. nóvember. Enn vantar mikið á að jökultungan sé komin á fullt skrið en sjónarspilið var samt makalaust og ekki laust við að hrikalegir kraft- ar íssins kæmu þétt við áhorfand- ann. Brak og þungir dynkir rufu kyrrðina en sólin lék við umheim- inn í litbrigðum snævar og íss. Klakahallir rísa þar sem hreyfi- bylgjan hefur náð fram i jaðarinn og einnig á ójöfnum innar í jöklinum. Texti: Ari Trausti Guömundsson Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson Tungnafells- jökull Dyngjujökull S ■ * V:? S ./ Siv;S;- - Bruar- Köldukvíslar- jökull VATNAJOKULL Tungnaár- jökull Síöujökull Skeiöarár- jökull Oræfa- ðL- Jk , jökull Fagur jokull Svona leit Tungnaárjökull út 6. nóvember sl. Jökulsporðurinn, sem lengst af var sléttur, skýtur upp kolsprungnum kryppum hér og hvar og skriðhraðinn eykst hægt og bítandi. Eftir nokkrar vikur eða mánuði verður allur jaðarinn orðinn hár og bólginn og framhlaupið í hámarki. Tungnaárjökull hljóp síðast 1946-1947. Tungnaárjökull steypist yfir lítið fell í jökuljaðrinum nú við upphaf fram- hlaupsins. Þar er hraði íssins orð- inn metrar á sólarhring. Takið eftir mönnunum í hlíðum fellsins. Rétt er að taka fram að víða er mikil hætta á hruni við jaðrana og eins er vara- samt að brjótast yfir Tungnaá ein- bíla eða fyrir ókunnuga. Þvf eru þeir sem hyggja á ferð inn að jöklinum áminntir um að fara að öllu með gát. Útsýn ofan úr jaðri Tungnaárjökuls í átt til Jökulheima en þar eru bæki- stöðvar Jöklarannsóknaféiagsins. Stærðarhlutföll sjást vel af smæð mann- anna. Svartir ísturnarnir eru þar sem ísinn hefur rutt og grafið jökulsetið undir jöklinum og framan við hann eins og risajarðýta. Svartir vatnstaumar spýtast undan ísnum sem flýtur líklega að einhverju leyti á vatnslagi undir jöklinum sem kemur fram við framhlaupið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.