Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Side 34
42
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
Sviðljós
Dolly Parton:
Á barmi örvæntingar
vegna bamleysis
f nýútkominni sjálfsævisögu kántrí-
söngkonunnar Dolly Parton kemur
fram aö hún fer í fleiri og fleiri lýta-
aðgerðir til þess að hressa sig and-
lega. Dolly greinir einnig frá sam-
bandi sínu við æskuvinkonu sína
sem sumir fullyrða að sé lesbískt.
Mesta áfallið í lífi Dolly, sem er að
verða fimmtug, er að hafa ekki eign-
ast böm. Dolly segist reyndar eiga
margar Utlar frænkur og frænda en
það sé ekki það sama og að eiga eigin
börn. Hún hafi verið svo langt leidd
að hún hafi íhugað sjálfsmorð. „Að
lokum leitaði ég til guðs og bað um
svör og rödd sagði mér að ég skyldi
losa mig við spikið og lifa lífinu
áfram.“
Barmurinn þjón-
ustaöur með reglu-
legu millibili
Dolly hefur verið gift Carl Dean í
27 ár og hann er einn af fáum sem
hafa séö hana ófarðaða því henni
dettur ekki einu sinni í hug að fara
út í næsta stórmarkað nema með
stríðsmálningu og í öllum herklæð-
um. Vinir söngkonunnar hafa reynd-
ar áhyggjur af því hversu gífurlega
áherslu Dolly leggur á útlitið. Hún
er búin að fara í margar aðgerðir til
aö láta laga á sér ýmsa hluta andlits-
ins fyrir utan fitusog á mjöðmum.
Hún er ekkert allt of fús til að tjá sig
um þessi mál en viðurkennir með
semingi að stoltið hennar, barmur-
inn, fái þjónustu með ákveðnu milli-
bili.
Hún segir stór brjóst í ættinni. Hún
neitar að hafa látið stækka á sér
brjóstin en segir að nauðsynlegt hafi
verið að lyfta þeim eftir að hún fór
í megrun því þau hafi verið farin að
hanga. Dolly segir það ekki koma til
greina að láta minnka bijóstin þó
þung séu. í staðinn fer hún vikulega
til kírópraktors vegna verks í öxlum,
baki og hálsi. Bijóstin eru vörumerki
Dollyar og háu pinnahælamir líka.
Og þó að læknir hafi tjáð henni að
hún geti átt von á að verða illa hald-
in síðar á ævinni vegna stóru bijóst-
anna og háu hælanna þá kemur ekki
til greina að breyta ímyndinni.
Hér er Dolly enn bústin og pattara-
leg áður en hún ákvað að breyta
um útlit.
Með 300 manns
í vinnu hjá sér
Ef Dolly drægi sig í hlé hefði það í
för með sér að 300 manns misstu
vinnuna. Kostnaður hennar vegna
launagreiðslna nemur allt að 1,7
milljónum á viku. Fyrir utan alla þá
sem starfa við sýningar hennar hefur
hún í þjónustu sinni ræstingafólk á
heimilinu, garðyrkjumenn, hár-
greiðslumeistara, kjólameistara,
snyrtifræðinga, þjálfara og mat-
reiðslumann.
Vinir Dollyar segja að fátækt henn-
ar í bemsku hafi leitt til framagimi
hennar og ákveðni í að komast vel
af. Hún var ein af tólf systkinum og
sjálf segir Dolly að hún hafi alltaf
þráð athygh. Foreldrarnir hafi elsk-
að hana og systkini hennar en þeir
hafi ekki haft tíma til að sinna börn-
unum nægilega.
Sefur hjá
vinkonunni
Vinkona Dollyar frá bernskuáran-
um er Judy Ogle. Ýmsum hefur þótt
samband þeirra undarlega náið.
Dolly viðurkennir að þær sofi oft
saman en hún vísar því á bug að hún
sé lesbía. „Það eru sjálfsagt margar
herbergisþernur á hótelum sem
furða sig á því að þær þurfi bara að
búa um eitt rúm þegar viö höfum
gist hjá þeim. En við höfum sofið
saman frá því að við voram krakkar
og það hefur alltaf verið saklaust."
Dolly kynntist eiginmanni sínum
1964 þegar hún kom til Nashville til
að syngja. Þegar þau gengu í hjóna-
band fjórum áram seinna flutti Judy
inn til þeirra og hún hefur verið með
Dolly síðan þá. Þær búa í Los Ange-
les en Carl heldur til í Tennessee.
Orðrómur hefur verið á kreiki um
að Carl, sem er byggingaverktaki, og
Dolly hafi einungis verið saman sex
mánuði í allt.
Dolly vísar þessu á bug og kveðst
elska eiginmanninn. Hún neitar því þó
ekki að þau búi í sitt hvora lagi og við-
urkennir að hafa verið í ýmsum sam-
böndum. Það hafi hins vegar eiginmað-
urinn ekki verið. „Hann skilur hvemig
ég er. Hann veit að ég kem aftur. Við
Carl munum aldrei skilja."
Dolly Patton ásamt eiginmanninum
Carl Dean.
.. .að Cindy Landon, ekkja Mic-
haels Landon, sem frægastur er
fyrir að vera yfirburðapabbinn í
Húsínu á sléttunni, væri komin á
séns. Sá lukkulegi er líkams-
ræktarkennarinn hennar, Nick
Soderblom, 27 ára, en parið mun
víst búa í Frakklandi ásamt börn-
um Cindyar og Michaels, Jenni-
fer og Sean.
.. .að svo liti út sem Stefanía af
Mónakó væri í brúðkaupshug-
leiðingum og er talað um 27.
nóvember en þá verður kærast-
inn, Daniel Ducruet, þrítugur.
.. .að spænsku prinsessurnar
tvær, Elena og Cristina, þættu
visl ekki þær fiottustu i heimi og
hefðu víst aldrei komist á blað
yfir vel klæddar konur. Það urðu
því allir fremur hissa þegar
prinsessurnar mættu í brúðkaup
prinsins af Lúxemborg í nýjum
ogfinum drögtum og með hatta.
.. .að tískudrósin Twiggy, sem í
eina tíð var fyrirmynd milljóna
stúlkna um allan heim og þá
sérstaklega fyrir það hversu mjó
hún var, væri ekki lengur neitt
sérstaklega grönn. Mönnum
finnst hún bara vera frekar þybb-
in og mjög hallærisleg í klæða-
burði.
.. .að kærastan hans Hughs
Grants væri víst alveg rosalega
afbrýðisöm vegna velgengni
hans og þá sérstaklega eftir kvik-
myndina Fjögur brúðkaup og
jarðarför. Sjálf er hún leikkona
en hefur ekki ennþá náð neinni
frægð að ráði. Hún hefur nýlokið
við að leika i kvikmynd sem heit-
ir Mad Dogs og vonast hún tii
að ná einhverri frægð i hlutverk-
inu. Á myndinni er leikkonan,
Elizabeth Hurley, ásamt mótieik-
ara í kvikmyndinni The Outsider.