Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Fréttir_______________________________________________________ Sigrun Ása Markúsdóttir fréttamaður 1 lifshættu í ísrael: Sjokkerandi að sjá bvssu beint að sér - hvorki slösuðumst né særðumst og landneminn keyrði bara burt, segir hún „Ég var meö myndatökumanni á leið í viðtal á Vesturbakkanum. Fyrir aftan okkur var bíll með aröbum og fyrir framan okkur var bíll með gyð- ingi. Þegar við ókum fram úr gyö- ingnum stakk hann skammbyssu út um gluggann og skaut yfir okkur út í loftið. Við hvorki slösuðumst né særðumst og skotið fór ekki einu sinni í bUinn. Þetta var bara geðveik- ur maður sem skaut út í loftið. Við voru bara í lífshættu nokkrar sek- úndur en auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér,“ segir Sigrún Ása Markúsdóttir, fréttamaður Sjónvarps. Sigrún Ása Markúsdóttir sjónvarps- fréttamaður. Sigrún Ása er um þessar mundir í ísrael að safna efni í sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá Sjónvarps éftir tvær vikur. Á miðvikudag var hún á ferð frá borginni Hebron á leið í við- tal í landnemabyggðinni Kiryat Arba þegar skotið var á hana og mynda- tökumann frá Reuter. Skotmaðurinn fylgdi þeim eftir inn í landnema- byggðina. Um leið og bílarnir stööv- uðust fór myndatökumaðurinn frá Reuter út og hellti sér yfir skotmann- inn. „Skotmaðurinn brást við með því að aka burt. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hver við vorum því að þetta er yflr- lýst hættusvæði. Þarna eru flestir með vopn í höndunum og það gerist nánast daglega að menn skjóti. Óbreyttum borgurum er ráðlagt að halda sig frá þessum stöðum og þeir fara ekki um svæðið nema þeir eigi sérstakt erindi,“ segir hún og bætir við að þvi miður hafi hún ekki náð atburðinum á band þar sem mynda- tökumaðurinn hafi setið undir stýri. Sigrún Ása kemur tU landsins aftur á þriðjudag en hún er búin að vera nokkra mánuði við efnisöflun í ísra- el. Réttarhöld hófiist í gær: Sagðist olrlri CAkur Vlmltl wvHHI urninn* skattssvik Maðurinn, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið 38 miUjónir króna út úr skattayfír- völdum í 111 skipti á síðastliðnum tæpum tveimur ánim, sagði í réttarhaldi í gær að hann teldi sig ekki hafa gerst sekan um inn- skattssvik. Hann gerði grein fyrir afstöðu sinni gagnvart ákærunni viö þingfestingu málsins. Maður- inn var ekki beinlinis yfírheyrð- ur um málið en hann hélt þvi fram að ákæran ætti ekki við rök að styðjast varðandi sakarefnið. Sjáifar dómsyfirheyrslumar hefjast ekki fyrr en að einhverj- um vikum Uðnum því nú þarf aö skipa sérfróöa meðdómendur i máhð, væntanlega tvo endur- skoöendur. Þegar þeir hafa kynnt sér málsgögn mun fjöldi vitna verða yfirheyröur í aðalmeðferð- inni en samkvæmt upplýsingum DV mun þaö taka a.m.k. tvo daga vegna þess hve málið er um- fangsmikið. Eins og fram kom í DV í vik- unni er sakborningnum gefíð að sök að hafa lagt fram innskatts- skýrslur sem ekki áttu við rök að styðjast. Hann hafði fengið aö meðaltali 340 þúsund krónur greiddar í hverri viku í 111 skipti þegar skattayfirvöld fóru að kanna hvort eitthvaö misjaínt lægi að baki innskattsskýrslun- um. Hluta tímabilsins sem mað- urinn fékk greiðslumar sat hann í fangelsi vegna fjársvikamáls. Börnin í Vestmannaeyjum notuðu fyrsta dag kennaraverktalls í gær og slógu upp hlutaveltu. Veðrið I Eyjum var ^ eins gott og hægt er að hugsa sér í þorralok, bjart og nánast logn. DV-mynd Ómar Tveir 18 ára piltar hafa viður- kennt við yfirheyrslur hjá RLR aö hafa framið vopnað rán í sölut- urni í Breiðholti á miðvikudags- kvöld. Þar með hafa tvö sjoppur- án, sem framin voru i þessarri viku, verið upplýst. Annar mannanna var handtek- inn í fyrrakvöld en hinn var handtekinn í gær og viöurkenndu þeir verknaðinn við yfirheyrslur í gær. Öðrum piltanna hefur ver- ið sleppt en hinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Piltamir hafa báðír komið við sögu lögreglu í auögunarbrotum áður. -pp Góð loðnuveiði: 64þúsund tonn komin Góð veiði hefur var í gær hjá loðnubátunum fyrir austan iand í dag og náðu sumir að fylla sig á örfáum tímum. Nú hafa veiðst urn 64 þúsund tonn af loðnu það sem af er vetrarvertíð. Um 360 þúsund tonn eru nú eftir af upp- hafskvótanum. Loönan er að verða tilbúín til frystingar. -rt Stuttar fréttir Hagstæðviðskipti Viðskiptajöfnuður Íslands við útlönd á síðasta ári var jákvæður um 10 milljarða. Vöruskiptæöfn- uðurinn var hagstæður um 20 milljarða en þjónustujöfnuöur- inn var óhagstæður um 10 millj- arða. RÚV greindi frá þessu. Tengivegi mótmælt Bændur og eigendur jarða við Akrafjall hafa mótmælt áform- aðri vegalagningu umlönd þeirra í tengslum við göng undir Hval- íjörð. Þeir benda á að eignarnám sé útilokað þar sem vegalagning- in er í þágu einkafyrirtækis. Máiþing borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur í dag málþing um menningarmál í Reykjavík. Yfirskrift þingsins er list- og menningarmiðlun i borginni. lands hafa lýst yfir stuðningi við verkfall kennara. i yfirlýsingu nemanna segir að verkfall sé óyndisleg aðgerð sem enginn gripi til ótilneyddur. -kaa Flkniefnin, sem talin eru „toppefni“, komu frá Evrópu: Söluverðmæti á sautjándu milljón Ætla má að söluverðmæti fíkni- efnanna sem leitarhundur rann- sóknardeildar Tollgæslu íslands fann í vörusendingu síöasthðinn þriðjudag sé á 17. milljón króna. Um er að ræða rúm 4 kfió af hassi, rúmlega hálft kfió af amfetamíni og rúmlega 50 grömm af kókaíni. Við verðmætaútreikxúngana er gengið út frá því að amfetamínið og kókaínið sé ríkt að „gæðum" en heimfidarmaður blaðsins sagði hér um „toppefni að ræða.“. Ef svo er er hæglega hægt að þrefalda magn þeirra með því að blanda þau auka- efnum. Fíkniefnin komu nýverið sjóleið- is til landsins frá Evrópu. Voru þau fahn í vörusendingu sem var tfi afgreiðslu í Hafnarfirði. Maður á sendibfi matvælafyrirtækis náði í vörusendinguna í Hafnarfirði á miðvikudag og stuttu síðar brutust fikniefnalögreglumenn inn á heim- Ui hans í nágrenni Reykjavíkur. í kjölfarið voru tveir jafnaldrar mannsins, sem er 22 ára, handtekn- ir. Ahir voru þeir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í fyrradag. Fleiri aðfia, sem taldir eru tengjast málinu, er nú leitaö en samkvæmt upplýsingum DV höfðu engar frekari handtökur ver- ið framkvæmdar í gærkvöld. Fíkniefnadeild varðist frekari fréttaþar sem máhð er á viðkvæmu stigi en ljóst er að einhverjir þeirra sem eru í haldi hafa komið áður við sögu fíkniefnalögreglu. Þetta er í annað skiptiö á skömm- um tíma sem rannsóknardefid Tohgæslu íslands upplýsir fíkni- efnainnflutning í stærri kantinum. Fyrr á árinu var lagt hald á 2 kíló af hassi sem fundust á karli og konu sem komu til landsins með leiguflugvél. -pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.