Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 15 Niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi stjómmálaflokkanna og ríkisstjómarinnar fyrr í þessari viku eru um margt forvitnilegar. Athygli vekur hve ríkisstjórnin hefur styrkt stöðu sína nú í lok kjörtímabilsins. Fylgið við hana nálgast vinsældir hennar á hveiti- brauðsdögunum fyrir fjórum árum. Verður það að teljast vel af sér vikið þegar haft er í huga að hér á landi hefur verið kreppa í atvinnu- og efnahagslífi allt kjör- tímabilið. Stjórnarílokkarnir hvor um sig geta líka eftir atvikum vel viö nið- urstöðurnar unað. Samkvæmt kosningaspá DV héldi Sjálfstæðis- flokkurinn fylgi sínu frá kosning- unum 1991 og ber höfuö og herðar yfir aðra stjómmálaflokka. Al- þýðuflokkur hefur veikst taisvert en sækir á. Staða hans skýrist áreiðanlega fremur af klofningi og innanflokksdeilum annars vegar og SRillingarstimpli hins vegar en vantrú á störf hans að landsmálum í ríkisstjórninni. Framsóknarflokkur sterkur Af stjórnarandstöðuflokkunum er Framsóknarflokkurinn sterk- astur. Hann hefur aukið fylgi sitt vemlega frá síðustu kosningum og er spáð þremur nýjum þingmönn- um. Þetta er athyglisvert í ljósi þess hve varfærinn flokkurinn hef- ur verið í stjórnarandstöðu. Vel má vera að nýlegur boðskapur flokksins um stórfellda skuldbreyt- ingu fyrir heimihn sé að skila sér, en að öðru leyti er ekki hægt að greina málefnalega sókn. Fylgi Þjóðvaka hefur dalaö jafnt og þétt undanfarnar vikur. Við þessu mátti svo sem búast, en heimiliserjurnar þar á bæ kunna aö valda því að fylgið dvíni enn frekar á næstu vikum og blaðran verði að mestu sprungin fyrir kosningar. Að minnsta kosti er ólíklegt að Þjóðvaki nái uppsveiflu á ný. Fylgishrun Kvennalistans kemur ekki á óvart. Sérstaðan sem laöaði kjósendur aö flokknum er horfin eftir framboðsraunirnar í Reykja- neskjördæmi og þátttökuna í R- listanum í Reykjavík. Nú er al- mennt Utið á KvennaUstann sem einn af hinum hefðbundnu flokk- um. Glöggur maður, sem vel þekk- ir til KvennaUstans, kaUaði hann „kerfiskarlaflokk" hér í blaðinu í vikunni. Heföi slík nafngift á flokknum einhvem tíma þótt tíð- indum sæta, en nú kippir sér eng- inn upp við það. Alþýðubandalagiö virðist ekki ætla að ná neinni fótfestu í stjórn- arandstöðu. Fylgi flokksins dregst saman í stað þess að aukast. Svo er að sjá sem flokkurinn sé búinn að glata því aðdráttarafh sem hann áður hafði meðal ýmissa hópa. Stuðningur „óháðra" undir forystu Ögmundar Jónassonar við flokk- inn virðist ekki ætla að skila nein- um árangri. Ef eitthvað er má frek- ar segja að gert sé gys að þessum feluleik með nöfn og númer. Stuttbarátta en snörp Aðeins sjö vikur eru þar til kosið verður til Alþingis. Eiginleg kosn- ingabarátta er ekki hafln heldur eru flokkamir nú að undirbúa hana með margvíslegum hættí, skipulagningu funda, útgáfu og kynningarstarfs. „Hrinan" skellur Uklega á með fuUum þunga í mars- mánuði þegar Alþrngi hefur lokið störfum og þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er lokið. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokks- ins hafa fulltrúar flokkanna rætt Fylgi flokkanna - frá kosningum 1991 til febúar 1995 - um að takmarka auglýsingar í út- varpi og sjónvarpi. Samstaða virð- ist vera um það meðal allra flokka nema Alþýðuflokks sem dregur lappirnir og hefur fahð Jóni Bald- vini að kveða upp úr í máUnu. SUk- ar takmarkanir kunna að vera skynsamlegar frá fjárhagssjón- armiði flokkanna, en rökin fyrir því að þær séu einhver sérstakur greiði við okkur kjósendur eru langsóttari. Óhlutdræg umfjöllun Að venju mun DV bjóða lesend- um upp á óhlutdrægar upplýsingar um frambjóðendur og framboðs- lista. Blaðamenn okkar munu fylgjast með framboðsfundum í öU- um kjördæmum og greina frá því sem efst er á baugi í kosninghabar- áttunni hverju sinni. Þá mun les- endum gefast kostur á að leggja Laugardags- pistillinn Guðmundur Magnússon fréttastjóri spurningar fyrir forystumenn stjórnmálaflokkanna. Og skoðana- kannanir verðá gerðar öðru hverju fram að kjördag. í orrahríð kosninga þegar stjórn- málaflokkarnir beijast um völdin í landinu er hætt við að upplýs- ingar þeirra og málflutningur verði heldur einhliða. Hlutverk frjálsra og óháðra fjölmiðla er Uklega aldr- ei mikilvægara en við slíkar að- stæður. Trúnaður DV er við les- endur sína enda er það forsenda fyrir lífi blaðsins og góðri heilsu. Auðvitað verður aldrei svo gert að öUum líki og vafalaust munu flokk- amir aUir hafa yfir einhverju að kvarta við blaðið þegar leikurinu stendur sem hæst. í augum okkar sem hér störfum skiptir mestu að hinn almenni lesandi, sem ekki lif- ir og hrærist í stjómmálabarátt- unni, finni það að blaðið leggur sjálfstætt og sanngjarnt fréttamat á hlutina en lætur málgögn og málpípur flokkanna um hið flokks- póUtíska mat. ÁframViöreisn? Stóm tíðindin í síðustu könnun DV voru að gengju niðurstöður kosningaspárinnar, sem á henni er byggð, eftir í væri unnt að mynda þriggja flokka vinstri stjóm. Tíð- indin í nýju könnuninni eru aö þetta er ekki lengur hægt. Mögu- leikar Sjálfstæðisflokksins til aö mynda tveggja flokka stjórn hafa á hinn bóginn aukist. Nú gæti hann - tæknilega að minnsta kosti - myndað stjórn hvort sem er með Alþýðubandalaginu eða Fram- sóknarflokknum. Vinstri stjórn yrði hins vegar ekki mynduð nema með þátttöku fjögurra flokka. Og fylgi Kvenna- listans mælist svo lítið að ástæðu- laust er að sinni að taka hann með í reikninginn í vangaveltum um næstu ríkisstjórn. Samkvæmt kosningaspá DV hafa núverandi stjórnarflokkar ekki nægan meirihluta til að mynda rík- isstjóm saman á ný einir. Svo virð- ist hins vegar sem báðir flokkarnir séu jafnt og þétt að auka fylgi sitt og ekki er hægt að útiloka að þegar upp er staðið fái þeir tilskilinn meirihluta. Verði það niðurstaðan verður áreiðanlega mjög þrýst á áframhaldandi samstarf þeirra. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í stjórn- arsamstarfinu á tímabih hafa flokkamir náð raunverulegum ár- angri og gætu orðiö samstíga í hin- um stærri málum, svo sem afstöðu til Evrópusambandsins. í því efni mega menn ekki láta ákafa Jóns Baldvins annars vegar og tregðu Davíðs Oddssonar hins vegar villa sér sýn. Þótt vikurnar sjö sem eru til kosninga séu ekki langur tími get- ur ýmislegt gerst sem breytir þeim forsendum sem hér er gengið út frá. Það eru gömul sannindi að vika er langur timi í póhtík. Og sjö vikur em enn þá lengri tími! >; ; ,íV>, Að sjálfsögðu hafa háttvirtir kjósendur síðasta orðið. sH ■ ?• v. Æ: . ■H W ÍFI (i s m 1 ® ÆKr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.