Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Loksins heiðra Bretar Wilde Oscar Wilde í New York árið 1882. Skáldsögur: 1. Frederick Forsyth: The Fist of God. 2. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 3. Anne Rice: Interview with the Vampire. 4. Peter Haeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 5. Anne Rice: The Wampire Lestat. 6. Sebastian Faulks: Birdsong. 7. Dick Francis: Decider. 8. Nicholson Baker: The Fermata. 9. Robert James Waller: Slow Waltz in Cedar Bend. 10. Colin Forbes: Power. Rit almenns eðlis: 1. Quentin Tarantino: Pulp Fictíon. 2. Andy McNab: Bravo Two Zero. 3. Jung Chang: Wild Swans. 4. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 6. R. Bauval 8t A. Gilbert: The Orion Mystery. 6. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survive It. 7. Alan Clark: Diaries. 8. Bill Bryson: The Lost Continent. 9. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 10. Jean P. Sasson: Daughters of Arabía. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jostein Gaarder: Sofies verden. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Jorn Riel: En arktisk safari og andre skroner. 4. Michael Crichton: Afsloringen. 5. Suzanne Brogger: Transparence. 6. Peter Hoeg: Freken Smillas fornemmelse for sne. 7. Herbjprg Wassmo: Lykkens son. (Byggt é Politiken Sondag) írska leikskáldið Oscar Wilde fékk nú í vikunni loksins þann heiðurs- sess í Westminster Abbey í London sem honum bar fyrir löngu. Við sér- staka athöfn á þriðjudaginn var af- hjúpaöur steindur gluggi honum til heiðurs í skáldakróknum fræga, Po- ets’ Corner, en þar er að finna nöfn helstu skálda Bretlands fyrr og síöar. Líkja má þessari athöfn viö opin- bera endurreisn en Wilde var sem kunnugt er dæmdur til fangelsisvist- ar fyrir kynmök við aðra karlmenn árið 1895. Eftir fangavistina fór hann í útlegö til Frakklands þar sem hann andaðist í fátækt aöeins 46 ára að aldri. Athöfnin nú var haldin á 100 ára afmæh mesta sigurs hans sem leik- skálds: þann dag fyrir einni öld var „The Importance of Being Earnest" frumsýnt við gífurleg fagnaöarlæti í London. Síðar það sama ár var hann hins vegar dæmdur og útskúfaður - reyndar bannfærður svo rækilega úr bresku samfélagi að nafn hans var tekið af auglýsingaspjöldum leikhús- anna sem sýndu verk hans án þess að geta höfundarins. Snilligáfa írska ljóöskáldið Seamus Heaney, sem flutti aöalræöu dagsins í West- minster Abbey, sagöi aö Oscar Wilde hefði komið inn í bókmenntirnar með jafnafgerandi hætti og hann kom til Ameríku - meö ekkert í far- angrinum nema snilligáfu sína. Judi Dench og Michael Denison fluttu brot úr „The Importance of Being Earnest" viö mikinn fógnuð um 500 gesta. Og mannfjöldinn hlustaði þögull á leikarann aldna, John Gielgud, lesa upphaf „De Profundis" - bréfsins sem WUde skrifaöi í Reading-fangels- inu til fyrrum elskhuga síns, Alfreds Douglas lávarðar. Þaö var einmitt í framhaldi af hörðum deilum við föð- ur Alfreds, markgreifann af Queens- berry, sem Wilde var niðurlægður og dæmdur til fangelsisvistar. Sættir hafa reyndar fyrir löngu tekist á miUi afkomenda þessara Umsjón Elías Snæland Jónsson gömlu íjandmanna. „Áttundi mark- greifmn, sem ofsótti Wilde, var ban- eitruð persóna," segir núverandi markgreifl af Queensberry. Áhrif á afkomendur Dómurinn yfir Oscar Wilde haföi mjög dapurleg áhrif á afkomendur hans. Hann átti tvo syni, Cyril og Vyvyan sem var átta ára þegar skáld- ið fór í fangelsi. Hvorugur þeirra sá föður sinn upp frá því. Fjölskyldan lét breyta nafni sínu úr Wilde í Holland. Nafnamerkin voru rifin úr fötum pUtanna og „okk- ur fyrirskipað að gleyma því algjör- lega að við heföum nokkru sinni bor- ið nafnið Wilde og nefna það ekki við nokkurn mann“, sagði sá yngri í sjálfsævisögu sinni. Þegar móðir drengjanna dó þremur árum síöar voru þeir sendir til frænku sinnar í Skotlandi. Þar fengu þeir aö finna fyrir því að vera böm „glæpamannsins” Wilde. Þegar Cyril hafði aldur til gekk hann í herinn og féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var fööur sínum afar reiður alla tíð. Vyvyan komst hins vegar í samband við fólk sem dáði ritverk Wildes og gerðist sjálfur rithöfundur. Samdar hafa verið margar bækur um Oscar Wilde. Ein sú allra besta er eftir Richard Ellman. Hún kom út áriö 1987. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancy 8t S. Pieczenik: Tcm Clancy's Op-Center. 2. Dean Koontz: tcebound. 3. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 4. Julie Garwood: Prince Charming. 5. Robin Cook: Fatal Cure. 6. Míohael Crichton: Disclosure. 7. Judith Krantz: Lovers. 8. E. Anníe Proulx: The Shípping News. 9. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 10. Louisa May Alcott: Little Women. 11. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 12. LaVyrie Spencer: Family Blessings. 13. Virginia Henley: Disired. 14. Anne Rice: The Queen of the Damned. 15. Arthur C. Clarke 8t G. Lee: Rama Reveated. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8t C. Taylor: Embraced by tbe Light. 2. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 3, Newt Gíngrich, D. Armeyo.fi; Contract with America. 4. Delany, Delany 8t Hearth: Having Our Say. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 9. Karen Armstrang: A History of God. 10. M. Hammer og J. Champy: Reengineering the Corporation. 11. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 12. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 13. Maya Anagelou: I Know why the Caged Bird Sings. 14. Sherwin B. Nuland: How We Die. 15. Kathleen Norris: Dakota. (Byggt é New York Times Book Review) Vísindi Hafstraumamir kann- aðir með plastöndum Leikfönq leqqia hafrannsóknum lið 29.000 plastendur og önnur baðleikföng, sem fóru í sjó- 10. jan. 1992 inn íóveðri íNorður-Kyrrahafifyrirþremurárum, hafa ^a^SKúrfeem lagt visindamonnum lið við rannsokmr á hatstraumum Var á leið frá Hong Kong til Tacoma Nóv. 1992 Leikföngin sjást í fyrsta sinn í Sitka í Alaska Um 400 leikföng fundust á 850 km löngum kafla á strandlengju Alaskaflóa Bandarískir visindamenn lelja að hluti leiklanganna muni lara um Beringssund, gegnum isinn i Norður-ishali og enda lerð sina i Norður-Atlantshafi Mammútar lifðu lengur Vísindamenn í Rússlandi telja að mammútar hafi dáið út mun síöar en hingað til hefur veriö talið. Þeir hafa fundið leifar af ullamammút á Wrangel-eyju undan ströndum Síberíu og sam- kvæmt kolefnismælingu eru þær um 3700 ára gamlar. Niöurstöður rannsóknar þess- arar voru kynntar finnskum jarðvísindamönnum fyrir skömmu. Það var hins vegar við- tekin skoðun vísindamanna að mammútar heföu orðiö aldauöa fyrir um tíu þúsund árum. Myndir úr hvunndegi Um þrjú þúsund manns missa málið á ári hverju í Danmörku af völdum heilablæðinga eða blóðtappa í heila. Nú hefur verið gefin út sérstök bók með mynd- um af 100 algengum hlutum úr daglegu lifi. Með bókinni koma kort með sömu myndum. Bókin er talin vera gott tæki í endurhæfingu sjúklinganna. Þeir sjá myndir af algengum hlutum, eins og brauði eða iampa, og sjá um leið orðiö sem við á. Þannig geta þeir smám saman lært upp á nýtt hvað hlutirnir heita. Sams konar bók hefur verið notuö meö góðum árangri í Noregi í eitt ár. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn sem rannsaka haf- strauma urðu fyrir óvæntu happi fyrir rúmum þremur árum, þann 10. janúar 1992, þegar 29 þúsund plast- öndum og öðrum leikföngum sem börn skemmta sér við í baökerinu skolaði út af skipi nærri alþjóölegu dagalínunni í Norður-Kyrrahafinu. Skipið var á leið frá Hong Kong til borgarinnar Tacoma í Washington- fylki í Bandaríkjunum. Um tiu mánuðum síðar skolaði fyrstu gulu öndunum, bláu skjald- bökunum, rauðu bjórunum og grænu froskunum á land við Sitka í suðvesturhluta Alaska. „Þessar endur eru ómetanlegar fyrir vísindin," segir Curtis Ebbes- meyer haffræðingur sem rannsakar ferð leikfanganna. Næstu tíu mánuði á eftir fundust rúmlega fjögur hundruð leikföng til viðbótar á 850 kílómetra löngum kafla strandlengju Alaskaflóa, að því er segir í grein í tímariti félags bandarískra jarðeðlisfræðinga. James Ingraham, sem skrifaöi greinina með Curtis Ebbesmeyer, segir að leikföngin séu mesta happ fyrir vísindamenn sem rannsaka hafstrauma í Norður-Kyrrahafi frá því 61 þúsund pör af íþróttaskóm fóru í hafiö á svipuðum slóöum tveimur árum áður. „Við höfum aldrei fengið neitt líkt öndunum," segir Ingraham og bendir á að bæði vindar og hafstraumar hafi mikil áhrif á ferð þeirra um haf- flötinn. Vísindamenn hafa áður rannsakað ferðir hluta sem þeir hafa ýmist vís- vitandi kastað í sjóinn eða hafa lent þar af slysni, svo sem flaskna og skó- taus, en vindurinn hefur ekki sömu áhrif á þá og á plastleikföngin sem skoppa ofan á öldunum. „Þótt skilningur okkar á hreyfi- fræði leikfanganna sé ófullkominn teljum við að þau skýri að einhverju leyti hegðun fljótandi hluta sem verða fyrir áhrifum vinda og strauma fjóra sentímetra fyrir ofan yfirborð sjávar," segir í grein þeirra Ingrahams og Ebbesmeyers. Talið er að leikföngin muni að end- ingu fara um Beringssundið, ferðast með ísnum yfir Norður-íshafið og ljúka ferðalagi sínu í Norður-At- lantshafinu. Ebbesmeyer segir að búast megi við aö árið 2000 hafi nokkur leikfang- anna borist inn á mörg hafsvæði á norðurhveli jarðar. Háhýsin hættuleg vanfærum Konur, sem húa á efstu hæðum háhýsa, missa fóstur tvisvar sinnum oftar en konur sem búa á neðstu hæöunum. Þetta kemur fram í niðurstöðum japanskrar rannsóknar á 461 konu sem bjó í háum íbúðablokkum. Fumio Osaka prófessor, sem stjórnaði rannsókninni, telur að ástæðurnar fyrir fósturlátinu séu þær að konur, sem búi á efstu hæöunum, fari ekki jafnmikið út og hinar sem búa neðar. Af því leiði hreyfingarleysi og innilok- unartilfínning sem hafi í för með sér streitu. Þar með er hættan á fósturiáti orðin meiri. Varað við lakkrísáti Norrænir vísindamenn hafa varað við of miklu lakkrísáti þar sem það getur haft skaöleg áhrif á heilsuna. Fylgikvillar lakk- rísátsins geta veriö allt frá háum blóöþrýstingi til almenns slapp- leika. Skýrt er frá niðurstöðu rann- sóknar vísindamannanna í sænsku timariti um matvæli. Þar segir að þeir sem fyrir séu raeð of háan blóðþrýsting eða hjarta- sjúkdóma séu í meiri hættu en aörir, sérstaklega þó ef þeir borða mikið salt. Eftiið, sem gefúr lakkrís hið rétta bragð, myndar einnig salt þegar það kemst í sam- band við ýmis efni í líkamanum, svo sera kalk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.