Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 27 Frábærir HANKOOK vefrarhjólbarðar á einstöku verði! STOR- yf SALA Gylfi Kristjánison, DV, Akureyri: „Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði á dögunum í „alvar- legu viðtali“ um ákveðið mál að ákvörðun í því máli hefði ekki verið tekin, hann ætti eftir að ráðfæra sig við Bjössa bólstrara áður en það yrði gert. Viömælandinn mun hafa orðið kyndugur á svipinn sem von var því umræddur Bjössi hefur til þessa a.m.k. ekki verið orðaður við bæjar- pólitíkina á Akureyri eða yfirstjóm bæjarins, hvað sem síðar verður. „Bjössi bólstrari" á Akureyri, eða Björn Sveinsson eins og bólstrarinn heitir fuUu nafni, er með vinnustofu sína við Geislagötu, gegnt ráðhúsi bæjarins, og eru aðeins örfáir metrar á milli vinnustofu hans og inngangs- ins í bæjarskrifstofurnar. Að undan- förnu hefur oft sést til þeirra Jakobs Björnssonar bæjarstjóra og Gísla Braga Hjartarsonar, bæjarfulltrúa krata í meirihluta bæjarstjórnarinn- ar, hverfa inn um dyrnar hjá Bjössa bólstrara og Akureyringar munu hafa verið farnir að velta því fyrir sér hvort bæjarstjórinn og kratinn væru komnir í nám í bólstrun. Reykt í ró og næði Það er hægt að upplýsa það hér að svo er ekki. Það sem hins vegar veld- ur tíðum ferðum þeirra Jakobs og Gísla Braga til bólstrarans er að þar hafa þeir fundið sér stað þar sem hægt er að svala nikótínþörfmm í ró og næði, á þessum síðustu og verstu tímum þegar reykingamenn eru nán- ast ofsóttir og á hröðu undanhaldi með fiknina sína. Þeir Jakob og Gísli Bragi eru báðir miklir reykingamenn og hafa heldur betur orðið fyrir barðinu á þeim hertu reglum um reykingar í opin- berum byggingum sem nú eru í gildi. Þegar Jakob tók við bæjarstjóra- starfinu mun honum að vísu hafa verið heimilt að reykja inni á skrif- stofu sinni í ráðhúsinu og þar gátu þeir félagar því setið og notið lífsins. Þekkir gatnakerfió En sú sæla stóð ekki lengi. Að því Þremenningarnir i vinnustofu Björns. Björn, sem er í miðið, er að glugga i eitthvert merkilegt plagg og bæjarstjór- inn og kratinn bíða spenntir eftir ráðleggingum hans. DV-mynd gk kom að þeir þurftu að færa sig fram á gang með reykingarnar. Þar sem vinnustaður Jakobs er alfarið í ráð- húsinu bitnaði þetta verr á honum en Gísla Braga, en þó harkalega á þeim báöum þegar þeir þurfa að halda fundi. Um tíma stóðu þeir því frammi á gangi og reyktu, Jakob þó oftar. Er haft á orði aö hann kunni orðið utan aö gatnakerfið í Gimli í Kanada sem er vinabær Akureyrar. Á ganginum í ráðhúsinu hangir nefnilega uppi loftmynd af Gimli og Jakob neitar því ekki að hann sé orðin nokkuð kunnugur gatnakerf- inu þar. En svo féll þaö vígi, reykingar voru bannaðar á ganginum og þá fundu þeir Jakob og Gísli Bragi athvarf fyr- ir reykingarnar út á svölum. Það gekk um tíma, eða þar til frost herti. Og þá var það að þeim datt í hug að heimsækja Bjössa bólstrara í vinnu- stofu hans handan götunnar. Þangaö skjótast þeir svo oft á tíðum og að sjálfsögðu spjalla þeir við bólstrar- ann um heima og geima. Ráðgjafi númer eitt „Já, það er haft á orði að ég sé ráð- gjafi bæjarstjórnar númer eitt og auðvitað reyni ég að ráðleggja þeim félögum. Annars er þetta alít í lagi og menn hafa gaman af þessu," segir Björn. En reykir hann sjálfur? „Nei, ég hef ekki reykt árum sam- an, ekki nema óbeint. Það er reykt heima hjá mér svo ég er vanur tób- aksreyknum og lyktinni sem honum fylgir." Og það er væntanlega ekkert til í því sem hvíslað hefur verið, að þú hafir í hyggju að taka þá Jakob og Gísla Braga í nám í bólstruninni? „Nei, það hefur ekki komið til al- varlegrar umræðu enn sem komið er, en það gæti alveg komið til greina ef það batnar eitthvað ástandið í þessari iðngrein sem innflutningur- inn er að drepa.“ KIRBmN HF SKÚTUVOGI2 ■, SÍMI 68 30 80 145R12 4^90 2.990 stgr 185/60R14 •Triteo- 4.490 stgr 155R12 ~5^3Q- 3.130 stgr 195/60R14 -6t20Q' 4.880 stgr 135R13 -4rfS0" 2.860 stgr 175/70R14 3.990 stgr 145R13 2.980 stgr 185/70R14 -&Æ4Q- 4.160 stgr 155R13 -erseo- 3.215 stgr 195/70R14 -7r83Q 4.690 stgr 165R13 3.340 stgr 205/75R14 5.460 stgr 175/70R13 Sr850 3.480 stgr 165R15 -Q^OÖ' 3.780 stgr 185/70R13 '6r4ðö- 3.850 stgr 185/65R15 4.470 stgr 175R14 3.850 stgr 195/65R15 •&r84Q 5.300 stgr 185R14 -7ráOQ 4.280 stgr 205/60R15 ðr82Q 5.770 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235 / 75 R 15 kr.40á65 kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.HL550 kr.7.912 stgr 31-10,50 R 15 kr.Vh950 kr.8.960stgr 33-12.50 R 15 krDM40- kr.10.830 stgr Vörubíladekk 25% afsl. 12 R 22,5 /16PR kr.33r70O kr.25.275 stgr 315/80 R22,5 kr3R.980 kr.29.235 stgr Bndge kvenna Mánudaginn 13. febrúar stóð til að hefja parakeppni félagsins en henni var frestað vegna dræmrar þátttöku. Þess 1 stað var spilaður eins kvölds tvímenningur og uröu úrslit hans þannig: 1. Sigi'ún Pétursdóttir-Sveinn Sigur- geirsson 219 2. Gunnþórunn Erlingsdóttír-Jón Stefánsson 189 3. BjÖrg Pétursdóttir-Esther Valdi- raarsdóttir 171 i. Guörún Jörgensen-Þorsteínn Kristjánsson 169 Mánudaginn 20. febrúar er para- keppnin á dagskrá og verður hún með barómetersniði ef næg þátt- taka fæst. Pörgeta skráð sig í símum 32968 (Ólína), 10730 (Sig- rún) og 879360 (BSÍ). Bridgedeild Sjálfsbjargar Bridgedeild Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni heldur minningarmót um Þorbjörn Magnússon frá Másseli í Jökuls- árhlíö í N-Múiasýslu. Hann bjó í Hátúni 12 (Sjálfsbjargarliúsinu) síðustu æviár sín og andaðist 12. desember 1992. Þorbjöm spilaði með Bridgedeild Sjálfsbjargar frá upphati hennar, eða 15 ár. Mótið verður haldið í sal Sjálfsbjargar Rvk og nágrenni, Hátúni 12, mánudaginn 20. febrúar klukkan 19.00. Upplýsingar um mótið eru veittar í sima 13599, Páll Sigur- jónsson, eða á skrifstofu félagsins í síma 17868. Laugardaginn 4. mars verður opinn tvímenningur í húsnæði BSÍ í Þönglabakka. Spilaður er Mitcheli, tvær 28 spila lotur, en byrjað verður klukkan 11.00. Spilað verður um silfurstig. Frítt kaffi og meðlæti á meðan á mót- inu stendur. Vegleg eignarverð- laun og farandgripir auk óvæntra verðlauna, Þátttökugjald er 1.500 krónur á mann. Skráning er haf- in hjá BSÍ og hjá Ólafi Lárussyni í s. 16538. Þriðjudaginn 14. febrúar var spilaður eins kvölds fránenning- ur hjá féiaginu og eftirtalin pör náöu hæsta skorinu: 1. Óskar Kristinsson-Krístinn Ósk- arsson 130 2. Nicolai Þorsteínsson-Gestur Páls- son 129 3. Jón Egilsson-Halldór Þorvaldsson 120 Laugardaginn 25. febrúar verður haldinn silfurstigabarómeter hjá félaginu. Spilamennska hefst ki. 10.00 stundvíslega í féiagsheimili SÁÁ. Lokað veröur á 32 pör svo nú er um að gera að skrá sig sem allra fyrst. Skráning er hafin hjá Sveini Eiríkssyni í vs. 14785 og hs. 14487 Og hjá BSÍ í 879360. Staða efstu para er þannig eftir tvö kvöld af þremur í barómeter- keppni félagsins: 1. Margrét Margeirsdóttir Dóra Frift- leifsdóttir 75 2. Rato Kristjánsson-Þorsteinn Kristjánsson 56 3. Loftur Pétursson Indriöi Guð- mundsson 41 Hæsta skori á síðasta spilakvöldi náðu eftirtalin pör: 1. Margrét Margeirsd.-Dóra: Frið- leifsd. 44 2. : Rafn Kristjánsson t>ox-sfeinn Kristiánsson 37 3. Jón Andrésson-Sæmundur Björnsson 26 . 3. Heimir Tryggvason-Árni M. Bjömsson 26 Reykingamenn á hröðu undanhaldi á Akureyri: Bæjarstjórinn og kratinn flúðu til „Bjössa bólstrara"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.