Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 59 Grétar Símonarson Grétar Símonarson, fyrrv. mjólkur- bússtjóri Mjólkurbús Flóamanna, Miðengi 22, Selfossi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Grétar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá VI1937, var við verklegt nám í mjólkurfræði hjá Mjólkurbúi Ölfusinga 1937-38, hjá MBF1938, í Danmörku 1938-40, hjá MBF1941—45 og 1946-51, og lauk próíi frá Dalum Mælkeriskole í Od- ense 1946. Grétar var mjólkurbússtjóri á Akranesi 1951-52, ogmjólkurbús- stjóri viö Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi 1953-87. Grétar sat í stjórn Mjólkurfræð- ingafélags íslands, í stjórn Mjólkur- tæknifélagsins, í Mjólkurdagsnefnd, í stjórn Lífeyrissjóðs Mjólkursam- sölunnar, í stjórn Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Suðurlandi, í stjórn Osta- og smjörsölunnar 1961-87, í stjóm Samtaka afurða- stöðva mjólkuriðnaðarins og í stjóm Prentsmiðju Suðurlands. Hann var sæmdur fálkaorðunni 1988 fyrir störf í þágu mjólkuriðnaðar. Fjölskylda Grétar kvæntist 6.9.1947 Guð- björgu Sigurðardóttur, f. 23.5.1929, húsmóður. Hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, húsasmiðs í Tryggva- skála á Akranesi, og k.h., Þóru Guð- jónsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Grétars og Guðbjargar eru Þóra, f. 9.12.1947, þjónustufulltrúi viö Landsbankann á Selfossi, en sonur hennar er Sigurður Fannar, f. 17.6.1971; Símon Ásgeir, f. 15.1. 1950, fangavöröur, búsettur á Eyrar- bakka og eru synir hans Grétar, f. 29.10.1969, en hann á tvo syni, Pétur Geir og nýfæddan son, Ásgeir Hrafn, £2.5.1975, Andri Dagur, f. 19.8.1987 og Sigurður Haukur, f. 30.12.1990; Örn, f. 22.10.1951, fram- kvæmdastjóri Prentsmiðju Suður- lands á Selfossi, kvæntur Sesselju Sigurðardóttur snyrtifræðingi, og em dætur þeirra Guðbjörg, f. 23.7. 1976 og Elfa, f. 13.12.1979, en auk þess á Örn synina Birgi Örn, f. 11.3. 1973, og Kristin Jón, f. 15.11.1973; Sigurbjörg, f. 29.9.1954, sjúkraliði á Selfossi, en dóttir hennar er Ása Ninna Pétursdóttir, f. 16.8.1980; Sig- urður, f. 17.6.1958, rafvirki við MBF á Selfossi, kvæntur Sólveigu Ragn- arsdóttur skrifstofumanni og eru börn þeirra Guðbjörg Þóra, f. 21.10. 1981, og Ragnar, f. 7.8.1988. Systur Grétars eru Herdís, f. 24.6. 1921, búsett í Reykjavík; Jóhanna, f. 6.10.1923, húsmóðir í Garðabæ; Sigríður, f. 29.7.1925, húsmóðir í Reykjavík; Jóna, f. 10.11.1932, bú- sett í Flórída í Bandaríkjunum. Systurdóttir Símonar, Kristín, f. 6.3. 1937, búsett á Selfossi, ólst upp hjá foreldrum Grétars. Foreldrar Grétars voru Símon Jónsson, f. 25.8.1893, d. 22.2.1942, kaupmaður á Laugavegi 33 í Reykja- vík, og k.h., Ása Jóhannsdóttir hús- móðir, f. 26.5.1900, d. 9.5.1949. Ætt Símon var sonur Jóns, b. á Læk í Ölfusi og síðar verslunarmanns í Reykjavík, Símonarsonar, b. í Hraunshjáleigu í Ölfusi, Einarsson- ar. Móðir Símonar í Hraunshjáleigu varÞorbjörgSímonardóttir. Móðir Jóns var Hólmfríður, systir Magn- úsar, langafa Ellerts B. Schram, rit- stjóra DV, og Magnúsar Magnús- sonar, fyrrv. ráðherra, fóður Páls, ritstjóra Morgunpóstsins. Hólmfríð- ur var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölfusi, Magnússonar, af Bergsætt, og Herdísar Þorgeirsdóttur frá Litlalandi. Móðir Símonar Jónssonar var Sig- ríður Guðmundsdóttir, b. á Gríms- læk, Eyjólfssonar, b. á Grímslæk, Afmæli Grétar Símonarson. Guðmundssonar. Móðir Sigríðar var Helga Pálsdóhir, b. á Brúnastöð- um í Flóa, Jónssonar. Ása, móðir Grétars, var dóttir Jó- hanns, formanns og verslunar- manns á Eyrarbakka og síðar fiski- matsmanns í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrarbakka, Gísla- sonar, b. í Bóluhjáleigu í Holtum, Gíslasonar. Móðir Ásu var Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, b. í Ásum í Eystri- hreppi, Gíslasonar. Grétar og Guðbjörg eru nú stödd á Kanaríeyjum. Sólveig Vigdís Þórðardóttir Sólveig Vigdís Þórðardóttir hús- móðir, Bankavegi 5, Selfossi, er sex- tugídag. Starfsferill Sólveig fæddist í Reykjavík en flutti þriggja ára með foreldrum sín- um að Sölvholti í Flóa er þau hófu búskapþar. Sólveig stundaði nám við barna- skóla og framhaldsskóla á Selfossi, lauk prófi þar 1951 og stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1954-55. Hún flutti til Selfoss 1959 og hefur búið það síðan. Fjölskylda Sólveig giftist 24.10.1959 Sigfúsi Kristinssyni, f. 27.5.1932, bygginga- meistara. Hann er sonur Kristins Hafliða Vigfússonar í Frambæ á Eyrarbakka, og Aldísar Guðmunds- dótturhúsmóður. Börn Sólveigar og Sigfúsar eru Aldís, f. 18.3.1960, verkfræðingur í Bandaríkjunum; Guðjón Þórir, f. 2.1.1962, verkfræðingur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Guðbjartsdóttur efnafræðingi og er dóttir þeirra Þór- hildur Helga, f. 15.5.1992; Kristinn Hafliði, f. 21.9.1963, stúdent og húsa- smíðameistari; Þórður, f. 2.8.1972, nemi í verkfræöi; Sigríður, f. 31.3. 1974, nemi í Fjölbrautaskóla Suöur- lands. Systkini Sólveigar eru Vilborg Þórðardóttir, f. 3.2.1937, hjúkrunar- fræðingur á Ytra-Laugalandi í Eyja- firði, gift Hjörleifi Tryggvasyni, b. þar, og eiga þau sex böm; Jón Þórð- arson, f. 1.10.1940, b. í Sölvhóli. Uppeldisbróðir Sólveigar er Bergur Ketilsson, f. 27.10.1951, vélvirki, kvæntur Gunni Sigdísi Gunnars- dóttur og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Sólveigar: Þórður Jóns- son, f. 22.4.1901, frá Vorsabæ í Ölf- usi, og k.h., Þórhildur Vigfúsdóttir, f. 19.3.1903, d. 4.4.1989, frá Þorleifs- kotiíFlóa. Ætt Þórður er sonur Jóns, oddvita 1 Vorsabæ, bróður Ögmundar, föður Sigrúnar, fyrstu þulu Ríkisútvarps- ins. Jón var sonur Ögmundar, b. á Öxnalæk, Ögmundssonar, b. á Bíldsfelli, Jónssonar, hreppstjóra og silfursmiðs á Bíldsfelli, Sigurðsson- ar. Móðir Þórðar var Sólveig Nikulás- dóttir, b. á Krossi og Vorsalæk, Gíslasonar, b. á Kröggólfsstöðum, Eyjólfssonar. Móðir Sólveigar var Ragnheiður Diðriksdóttir, b. á Skeggjastöðum, bróður Sveins, föö- ur Benedikts, yfirdómara og alþing- isforseta, föður Einars skálds. Dið- rik var sonur Benedikts, prests í Hraungerði, Sveinssonar, prófasts þar, Halldórssonar. Móðir Bene- dikts var Anna Eiríksdóttir, systir Jóns konferensráðs. Þórhildur var dóttir Vigfúsar, b. á Iðu, Jónssonar, b. þar, Vigfússonar, b. þar, Jónssonar, b. þar, Þorsteins- sonar. Móðir Þórhildar var Sólveig, syst- ir Jórunnar, langömmu Hannesar Hólmsteins lektors. Sólveig var Sólveig Vigdís bórðardóttir. dóttir Snorra, b. á Þórustöðum, Gíslasonar, b. á Kröggólfsstöðum, Eyjólfssonar, ættföður Kröggólfs- staðaættarinnar, Gíslasonar. Móðir Snorra var Sólveig, systir Ólafar, langömmu Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Sólveig var dóttir Snorra ríka í Engey Sigurðssonar. Móðir Sól- veigar yngri var Kristín, systir Björns, langafa Önnu, móður Geirs Haarde þingílokksformanns. Móðir Kristínar var Jórunn, systir Magn- úsar á Hrauni, langafa Símonar, föður Grétars, fyrrv. mjólkurbús- stjóra, sem er sjötíu og fimm ára í dag. Jórunn var dóttir Magnúsar, b. í Þorlákshöfn af Bergsætt, Bein- teinssonar og Hólmfríðar Árnadótt- ur, systur Valgerðar, ættmóður Briemættarinnar. Merming Tvíleikur Síðari tónleikarnir á Myrkum músíkdögum sl. mið- vikudagskvöld voru tvíleikstónleikar þeirra Guðrúnar Birgisdóttur og Martials Nardeaus. Þrjú verk voru á efnisskránni, eftir tónskáldin Arne Mellnas, Karólínu Eiríksdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Arne Mellnás er eitt af þekktustu núlifandi tónskáld- um Svía. Hann hefur samið nokkur verk fyrir blásturs- hljóðfæri og segulband og er verkið Fragments for Family Flute frá árinu 1973, sem þau Guörún og Mart- ial fluttu á tónleikunum, eitt þeirra. í efnisskrá segir að tónskáldið bjóði upp á ýmsa möguleika við flutning verksins en þessu sinni var það allavega flutt þannig að einkar sannfærandi var. Gilti það jafnt um hljóm og framvindu tónsmíðarinnar sjálfrar og tæknilegan samleik, bæði flautanna tveggja svo og flautanna og segulbandsins. Spil fyrir tvo flautuleikara eftir Karólinu Eiríksdótt- ur hljómaði næst. Karólína samdi verkið fyrir þau Guðrúnu og Martial á síðasta ári og hefur þaö verið áður flutt, m.a. í Gerðarsafni fyrir stuttu. Verkið er sérlega skýrt mótað frá hendi Karólínu og skiptist í þrjá kafla sem hverjir fyrir sig hafa sterk einkenni. Þessi, á yfirborðinu, einfalda tónsmíð leynir á sér því Tónlist Áskell Másson hér er um margvíslegar finlegar hugleiðingar að ræða. Verkið var og leikið þannig að erfitt er yfirleitt að ímynda sér betri flutning þess, svo meistaralega skií- uöu þau Martial og Guðrún því. Verkið Handanheimar eftir Atla Heimi Sveinsson var síðasta verk tónleikanna. Þetta er langt verk fyrir tvær flautur og segulband í fjórum þáttum. Af þeim er fyrsti þátturinn sérlega „effektífur", en hann er skrifaður fyrir tvær flautur eingöngu og kemur segul- bandið til sögunnar síðar í verkinu. Var flutningur þess óaðfinnanlegur í höndum listamannanna tveggja. Davia J.J. Guðmundsson, Flúðabakka I, Blönduósi. Gyða Þórðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Ólafía Katrín Hjartadóttir hús- freyja, Hrafnabjörg- um, Höröudal. Dalabyggð. Maður hennar erMagnúsS. Jósefsson. Þaueruað heiman. Þórey Ólafsdóttir, Rauöagerði 58, Reykjavík. Sigurfinnur Karlsson, HIíðargötu23, Neskaupstað. Þingborg, Hraungeröishreppi. Sigurjón Ingólfsson, Skálholtsvík 2 A, Bæjarhreppi. Magnús Sigurðsson, Fannafold 89, Reykjavík. 60ára____________________ Þuríður Ólafsdóttir, Hæðarbyggð 28, Garðabæ. Jón H. Guðmundsson, Suðurbraut 2, Hofshreppi. Kjartan Gíslason, Vatnsendabletti 111, Reykjavík. Karl Kristján Júlíusson, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Ragnar Einarsson, Sogavegi 104, Reykjavík. Sigriður Kristjánsdóttir, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Þorsteinn Jóakimsson, Uröarvegi 4, ísafirði. GarðarP. Jónsson, Lyngntóum 6, Garðabæ. 70ára Þjóðbjörg Þórðardóttir, Stapaseli 5, Reykjavík. Magnea Ástmundsdóttir, Andrésfiósi, Skeiðahreppi. Sigríður G. Alfonsdóttir, Kambahrauni34, Ilveragerði. SvanurBragason, Háaleítisbraut 113, Reykjavík. Ingibjörg Stefénsdóttir, Hörgsholti 5, Hafharfirði. Jókannes Jónsson, Hvannalundi 1, Garðabæ. Guðrún Linda Örlaugsdóttir, Jörundarholti 158, Akranesi. Laufey Jóhannsdóttir, Mávahlíö 31, Reykjavik. Skúli Garðarsson, Brekkubyggð 18,Blönduósi. María Lovísa Eðvarðsdóttir, Fréttir Hjúkrunarheimili í Mjódd Borgarstjóri hefur undirritað samning við Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, RRKÍ, um byggingu 80 rúma hjúkrunarheim- ihs í Suður-Mjódd fyrir 480 milljón- ir króna. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í haust og taka heim- ilið 1 notkun síðla árs 1996 eða í byrjun árs 1997. Byggingin er háð því að séreignarfélag hjúkrunar- heimilisins Eirar gefi eftir bygging- arréttinn á lóðinni. Kostnaður skiptist þannig að 144 milljónir króna koma úr borgar- sjóði, 90 milljónir frá RRKÍ, 192 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra og 54 milljónir króna frá öðrum. Aðeins er gert ráð fyrir 20 milljónum úr borgarsjóði á þessu ári þannig að borgin kemrn- ekki á fullu inn í framkvæmdirnar fyrr en á næsta ári og greiðir RRKÍ kostnaðinn í byrjun. Þá hefur verið rætt við ýmis stéttarfélög um að koma inn í framkvæmdimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.