Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Afmæli Sveinn Bjömsson Sveinn Björnsson, listmálari og yf- irrannsóknarlögreglumaöur, Köldukinn 12, Hafnarfirði, verður sjötugurámorgun. Starfsferill Sveinn fæddist á Skálum á Langa- nesi og ólst þar upp til 1932 en eftir það í Vestmannaeyjum. Hann lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1947, stundaöi nám við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn veturinn 1956-57 og fór námsferðir vegna myndlistar til ítahu 1957, Frakk- lands 1966 og til Þýskalands 1985. Sveinn hóf sjómennsku fjórtán ára á vertíð í Vestmannaeyjum og stundaði sjómennsku til 1953, fyrst sem háseti og síðar stýrimaður. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Hafnarfirði 1954, varð rannsóknar- lögreglumaður þar er sú deild tók til starfa 1966 og yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfiröi frá 1967. Sveinn hefur málað myndir frá 1949. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga víða um landið og í Danmörku og tekið þátt í samsýn- ingum hér heima, í Bandaríkjunum og í fiölda Evrópulanda. Árið 1989 kom út bókin Veröld þín með handskrifuðum ljóðum Matthí- asar Johannessens og myndum Sveins við ljóðin sem sýndar voru 1985. Sveinn flutti tíl Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum 1947 og til Hafnar- fiarðar 1948 þar sem hann hefur átt heima síðan. Þá hefur hann jafn- framt haft vinnustofu og annað heimili í Krýsuvík frá 1974. Sveinn er einn af stofnendum Myndlistarfélagsins og sat í stjórn þess og sýningarnefnd. Hann hefur verið félagi í Félagi íslenskra mynd- hstarmanna, FÍM, og er nú í Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Hann hefur skrifað greina í Morgunblaðið um ýmis málefndi undanfarin ár. Fjölskylda Sveinn kvæntist 24.7.1948 Sól- veigu Erlendsdóttur, f. 9.3.1930, d. 3.1.1982, húsmóður. Hún var dóttir Erlends Halldórssonar, brunaeftir- litsmanns ríkisins, og Guðríðar Sveinsdóttur húsmóður. Vinkona og fórunautur Sveins er Birgitta Engilberts snyrtifræðingur. Börn Sveins og Sólveigar eru Er- lendur Sveinsson, f. 18.12.1948, kvikmyndagerðarmaður í Hafnar- firði, kvæntur Ásdísi Egilsdóttur, lektor við HÍ, og eru börn þeirra Hlín, f. 7.8.1971, og Hallur, f. 19.7. 1974; Sveinn M. Sveinsson, f. 26.4. 1950, læknir í Svíþjóð, kvæntur Guðrúnu Ágústu Kristjánsdóttur og eru dætur þeirra Hildur, f. 5.4.1978, Júlíana, f. 15.2.1990 og Sólveig, f. 13.2.1992 en sonur Sveins með Sig- ríði A. Gunnlaugsdóttur er Ólafur Árni, f. 2.11.1973; Þórður Heimir Sveinsson, f. 20.5.1963, lögfræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Lilju Einars- dóttur, nema við HÍ, og er þeirra sonur Sveinn Andri Brimar, f. 5.2. 1989. Alsystkini Sveins eru Kristín Bryndís Björnsdóttir, f. 10.3.1924, sjúkraliði í Reykjavík; Elín Björns- dóttir, f. 25.7.1929, vefkona í Reykja- vík; Sæmundur Björnsson, f. 30.10. 1927, flugumsjónarmaður í Hafnar- firði; Knútur Björnsson, f. 1.5.1930, læknir í Hafnarfirði. Hálfsystkini Sveins, sammæðra: Baldur Johnsen, f. 22.10.1910, fyrrv. yfirlæknir í Reykjavík; Klara Ise- barn, f. 26.2.1914, d. 29.10.1987; Ing- ólfur Isebarn, f. 14.10.1915, verslun- armaður í Reykjavík; Júlíana Ise- barn, f. 20.1.1917, búsett í Reykjavík. Hálfbróðir Sveins, sammæðra: Völundur Björnsson. Foreldrar Sveins voru Björn Sæ- mundsson, f. 6.11.1898, d. 24.1.1979, Sveinn Björnsson. veiðivörður og innheimtumaður í Reykjavík, og Sigurveig Sveinsdótt- ir, f. 10.1.1887, d. 21.3.1972, hús- freyja að Skálum á Langanesi og í Vestmannaeyjum. Björn og Sigurveig slitu samvist- um 1930. Björn bjó síðustu árin á Vatnsenda en Sigurveig lengst af í Lukku í Vestmannaeyjum en hin síðari ár í Reykjavík. Sveinn tekur á móti gestum á morgun, sunnudaginn 19.2. kl. 17.00-19.00 í veitingahúsinu Skút- unni, Hólsbraut 3 í Hafnarfirði. Menning Strengleikur Tónleikar á Myrkum músíkdögum voru haldnir á Kjarvalsstöðum sl. miðvikudag. Stillti þar saman strengi sína Bryndís Halla Gylfadóttir á sehóinu sínu. Fyrsta verk tónleika hennar var Dans eftir Snorra Sigfús Birgisson. Höfundurinn segir verkið vera í sex köflum þar sem sá fyrsti sé lengstur og ryðji brautina fyrir hina fimm sem ahir séu örstuttir. Undirrituðum fannst raunar erfitt að heyra öll þessi kaflaskipti og fremur að um kompóneraðar þagnir væri að ræða milli „þáttanna". Hvað um það, verkið myndar sterka heUd og er hér um íhugult verk að ræða, eins og svo oft frá hendi Snorra. Áberandi er hægfara tónaröð upp á við, með smábreytingum og náði Bryndís að skila íhygh verksins strax frá fyrsta tóni. Hélt hún áheyr- endum fóngnum í greip sinni, í þessum upphiminslega dansi Snorra, allt til loka verksins. Mild und (meistens) leise, eða „Milt og (mestmegnis) hljótt" eftir Þorkel Sigurbjömsson var næst á efnis- skránni. ÞorkeU samdi verkið árið 1973 og segir m.a. frá því í efnisskrá að titill þess sé æði langsóttur en vissulega er hér um söng að ræða, oftast mUdan og hljóðan söng, en með stöku upphlaupum með tilheyr- andi fótstampi. Bryndís lék verkið geysivel, með falleg- um syngjanda og ákveðni. Talandi um syngjanda átti það orð kannski sérstaklega við um næsta verk tón- leikanna, svo og túlkun þess, en það var verkið Sellósó- lofyrirsóíóselló eftir John Speight. Höfundurinn segir Tónlist Askell Másson það vera örlitla kveðjugjöf til Bergljótar Jónsdóttur þegar hún yfirgaf starf framkvæmdastjóra íslenskrar tónverkamiðstöðvar á síðasta ári. Gæti hver sem er veriö upp með sér að hafa fengið slíka kveðjugjöf. Síöasta verk tónleikanna var Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson. Verkið var upphaflega samið árið 1970 en síðan smábreytt allt tU ársins 1991 að það var end- ursamið og tileinkað Gunnari Kvaran. Solitaire er stór tónsmíð fyrir einleiksselló og er í fimm þáttum, Orati- on, Serenade, Nocturne, Dirge og Jig. Þótt hér sé vissu- lega um mjög vel skrifað verk fyrir tækni sellósins að ræða virðist skáldgyðjan ekki alltaf hafa verið jafn nærri höfundinum við sköpun þess. Þó má finna þar bæði fallega og sannfærandi hluti og víst er að Brynd- ís Halla bætti þar við enda lék hún verkið allt frábær- lega. Sviðsljós Svanhvit Kristjánsdóttir, aðstoðarverkstjóri hjá Borgey, og Kristján Jónsson verkstjóri. DV-mynd Júlía Imsland, Höfn Skemmtilegra í loðnunni Þau voru á fuUu sð ganga frá síð- asta síldarfarminum hjá Borgey á Höfn þegar fréttamann DV bar að og síðan snerist allt um loðnuna. Svanhvít sagði miklu skemmti- legra að vinna í loðunni en sUdinni - lyktin væri mun betri og svo er spennan sem þessu fylgir meiri. Það þarf að vinna sem mest þann stutta tíma sem loðnuvertíðin stendur. Guðbjörg Bj örnsdóttir, Laxagötu 4, Akureyri. HörðurBjamasonbóndi, Stóru-Más- tungull, Gnúp- verjahreppi. Konahanser AðalheiöurÖl- afsdóttirhús- móðir. Þaueruað heimanáaf- mælisdaginn. Björn Sigurðsson, Höfabraut 1, Hvammstanga. Ámi Kristinsson, Kaplaskjólsvegi52, Reykjavik. UUa Helene J. Berge, Laugavegi67A, Reykjavík. 50ára Gunnar Thorsteinsson, Grundarlandi 3, Reykjavík. Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, Hafharfirði. Þjóðbjöm Hannesson kennari. Konahanser Kristín Líndal Gísladóttir skrifstofumað- ur. Þórður Þorkelsson endurskoð- andí, Hörgshlíð 6, Reykjavík, verðursjötug- ur á mánudag- inn. Eiginkona hans er Svan- hildur Guðna- dóttir. í ttiefni dagsins taka þau hjónin á móti gestum í íþróttamiöstöð íþróttasambands íslands í Laug- ardal sunnudaginn 19.2. kl. 17.00, Þóra Þorvaldsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Þjóöbjörn tek- urámótigest- um á heimili sinuídagfrá kl. 15.00. Þyri Dóra Sveinsdóttir, Engjaseli 83, Reykjavík. 40 ára 60 ára Skúli Kristjónsson, Svignaskarði, Borgarhreppi. Skúlíer aðheiman. Kristinn Karlsson, Hamrabergi 12, Reykjavík. Gunnar Jónsson, Njálsgötu 84, Reykjavík. Gerður Jónsdóttir, Reykási24, Reykjavík. SvanhvítM. Sveinsdóttir, Víkurbraut 2, Vík í Mýrdal. Helgi Bjarni Óskarsson, Freyvangi 17, Hellu. Gunnhildur Ingólfsdóttir, Logafold 192, Reykjavík. Stefán Egilsson, Mýrum 16, Patreksfirði. Bryndís Hákonardóttir, FreyjuvöUum 4, Keflavík. Björn Jóhann Brandsson, Öldutúni 16, Hafnarfirði. Birna Hilmarsdóttir, Fífumýrí 1, Garðabæ. Ingvar Geirsson, Blómvangi 17, Hafnarfiröi. Kristín Vermundsdóttir, Nesbala 44, Seltjarnamesi. 563 2700 - skila árangrí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.