Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Tíska Sumartískan litaglöð: Konurnar verða sumarlegar og sætar - og bleikur litur verður vinsælastur Konur eiga aö vera kvenlegar í sumar. Þær eiga að hafa brjóst og mjaðmir, ganga í hnésíðum litaglöð- um pilsum og jökkum. Undirfötin eiga að hjálpa konunni að fá ítur- vöxt og líkjast þau nú meira lif- stykkjum þeim sem mömmur okkar og ömmur gengu í. Reyndar er öll tíska svolítið í anda sjötta áratugar- ins jafnt hvað varðar snið og liti. Þó er ein nýjung mjög í tísku sem ekki var til á þeim tíma en það er Wond- erbra brjóstahöld en þau hjálpa kon- um til að sýnast brjóstameiri en þær eru í raun. Það vekur mikla at- hygli í undirfatatísku kvenþjóðar- innar hversu nærbuxur eru orðnar fyrirferðarmiklar og ná alveg upp í mitti. Dragtir eru enn mjög í tísku og nú í svokallaðri A-línu. Jakkarnir eru aðskornir í mittið og gjarnan með belti. Hnésíddin er nær allsráð- andi en einstaka hönnuður heldur sig þó líka við stuttu pilsin. Þá leggja nokkrir tískuhönnuðir áherslu á að líkami konunnar eigi að sjást, að minnsta kosti mallakút- urinn, því oft eru jakkar og peysur svo stuttar að bert er milli laga. Hvítir stuttir sokkar Þá verða pastellitir allsráðandi, bleikir, fjólubláir, ferskjulitir, ljós- rauðir. Bleiki liturinn er þó sá lang- vinsælasti og nefndur litur sumars- ins. Skór í litum Háhælaðir skór í öllum regnbog- anslitum þykja nú flottastir og því miður fyrir parketgólfm þá eru hæl- arnir að mjókka og sumir jafnvel skreyttir með stáli. En hvað sem öðru líður verður ekki annað sagt en kvenþjóðin verði sumarleg og sæt þegar vorar í lofti. Myndirnar hér á síðunni eru teknar úr nýjum erlendum tískublöðum og ættu að skýra sig að mestu sjálfar. Á nýjustu myndum um tísku sumarsins má sjá að hvítir sport- sokkar eru áberandi við hnésíðu sumarkjólana. í kvöldklæðnaði er það hins vegar glamúrinn sem ræð- ur ríkjum. Tískan virðist sótt til margra tímabila, 1930, 1940, 1950 og 1970. Satín virðist vinsælt og stutt- buxur breytast í kvöldklæðnað. Sparikjólar eru hnésíðir en einfald- ir í sniði, gjarnan með rúnnuðu hálsmáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.