Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 55 Jeppar Til sölu Nissan Patrol '87, dísil, upphækkaður, 33” dekk. Uppl. i síma 98-33495 eða 985-25741. Til sölu Ford Econoline 250, ClubWagon, 7,3 dísil, árg. ‘88, ekinn 48 þús. km, Dana 60 aftan og framan, 38” dekk, 6 tonna spil, skráður fyrir 11 far- þega. Verð 2,6. Skipti á dýrari jeppa ath. Uppl. í síma 581 4826 og 985- 25068. Willys CJ5 ‘79, Dana 44 aö framan og aft- an, nospin að aftan, diskabremsur, ný- upptekin AMC 360 cc vél, 4 gíra Borg Warner gírkassi, Dana 18 millikassi, 39” dekk o.fl. Athuga skipti. Uppl. í síma 94-6282 eóa 94-6161. Willys CJ5, árgerö ‘74,350 vél, flækjur, 4 gíra, 38” dekk, auka tankur, veltibúr, nýskoóaður, körfustólar, ný blæja, lítur mjög vel út. Verð 450 þúsund. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 91- 877701. Merming Tríó Bjöms Thorodd- sens og Egill Ólafsson Á Háskólatónleikum 1 hádeginu síðastliðinn miðvikudag lék Tríó Björns Thoroddsens gítarieikara sem auk hans sjálfs er skipað þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni kontrabassaleikara. Með þeim söng Egill Ólafsson. Ekki veit ég hvort þessir hádegistónleikar eru almennt mjög vinsælir en svo má ætla af aösókninni í þetta skiptiö. Nema aö Egill sé svona vinsæll. Alla vega voru áheyrendur fleiri en venju- lega má búast við aö komi til að hlýða á djass. Flutt voru funm lög eftir þá Egii og Björn og eitt aukalag eftir D. Eliington. Fyrst var flutt lag Egils, Bara að nóttin kæmi, við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, inspírerað af setningu úr munni Steinars Sigurjónssonar: „Þetta brimandi (fremur en „brennandi" heyrðist mér) ho!d“. Lag meö ekki alvenjulegustu hljóma- samsetningu, maður fagnaði venjulegum dim-hljómi, annars með sterkum höfundareinkennum höfundarins. Reyndar virðist margt sem Egill syng- ur vera meö höfundareinkennum hans, þótt eftir aðra sé. Hann er svo máttugur söngvari og setur svo sterkan svip á þau verk sem hann flyt- ur. Lagið Híf opp er líka eftir Egil og vitnar titill þess til 23. pistils Fred- mans Bellmanssonar. í þvi beitti Egill röddinni eins og um íjórða hljóð- færiö í hljómsveitinni væri að ræða. Auðvítað er rödd líka hljóðfæri, eins og söngvarar keppast ávallt við að segja. En hér var hún meira eins og eitthvert blástursinstrúment sem kallaðist ó við hin hljóðfærin, þau voru öll eins og vel aðgreind í fyrstu en runnu svo saman í þægilegri heild. Fínt lag. Völuspá eftir Björn er blúslag, í svolítið Bleikum Pardus stíl, sem um nokkra hrið hefur veriö á efnisskrá Thoroddsens og stendur vel f>TÍr sínu. Meira spennandi var þó að heyra eftir hann Hlut af stærra verki, en svo nefndist íjórða lagið. Ekki var það langt, enda bara pars pro toto, Djass Ingvi Þór Kormáksson en skemmtilegt. Gott bassasóló hjá Gunnari. Öll hans sóló eru lítil lög. Af hverju er þessí maður ekki lagasmiður? Orðlaus söngur Egils í þessu lagi var ekki með eins miklu norðurhjarayíirbragði og áður i laginu Hif opp, heldur heitari og eins og meira suðrænni líkt og hjá söngmanninum hjá Pat Metheny hljómsveitinni, og mikið í falsettu hreinni og tærri. Mikil og góð dýnamik hér og vert að minnast á þátt Ásgeirs Óskarssonar svo smekklegur sem hann var. Gegnum holt og hæðir heitir lag úr söng- leiknum Gretti sem rak næstum því lestina. Höfundur Egill Ólafsson og Björn búinn að hita vel upp og kom með glimrandi sóló. Svo var klappað upp og „Mood Indigo" flutt. Sætt. Ég á eiginlega ekki annað orð yflr það en sætt. Bassasólóið gaf sannarlega til kynna hversu andlega skyldur Gunnar hlýtur að vera honum Cleveland Eaton sem einu sinni lék með Ramsey Lewis tríóinu en er núna i Count Basie bandinu. Ekki meira um það. Aldrei. En það er ekki leiðum að líkjast. j Sjávar- föll Sinfóníuhljómsveit íslands hélt fjórðu áskriftartónleika sína í rauðu tónleikaröðinni sl. fimmtudagskvöld í Háskólabíói. Tónleikarnir hófust á Fjórum sjávarmyndum úr óperunni Peter Grimes eftir Benjamin Britten. Myndirnar eru fjórar: Dögun, Sunnudagsmorg- unn, Mánaskin og Stormur. Það var hinn ágæti stjórnandi Petri Sakari sem stýrði hljómsveitinni að þessu sinni en eins og kunnugt er hefur samstarf hans og hljómsveitar- innar vakið heimsathygli fyrir vönduð vinnubrögð. í ljósi þessa ágæta árangurs fer ekki hjá því að maður spyrji: Hvað oíli þeirri deyfö sem hvíldi á leik hljómsveitarinnar þetta kvöld? í fyrstu tveim þáttunum, Dögun og Sunnudagsmorgni, bar einnig á því að nokkrir hljómsveitarmeö- limir svöruðu seint slagi hljómsveitarstjórans sem er að sjálfsögðu óafsak- anlegt. Það vill svo til að undirrituðum er kunnugt um að færri æfingar voru fyrir þessa tónleika en endranær en það breytir engu. Rannveig Fríöa Bragadóttir söng með hljómsveitinni verkið' Sjávar- myndir eftir Edward Elgar. Af hverju þessi frábæra söngkona kaus að flytja þetta verk er undirrituðum hulin ráðgáta. Verkið er skrifað fyrir Tórúist Áskell Másson kontralto en rödd Rannveigar er messó-sópran sem gerir að tessitúra verksins er svo lág að fögur rödd söngkonunnar náði aldrei að blómstra. Þar við bætist að hinir fimm þættir verksins eru hver öörum líkir, bæði að innihaldi, svo og hljómi. Meðhöndlun tónskáldsins á hljómsveitmni (orkestrasjónin) er keimlík allt verkið í gegn og karakterlítil og á stund- um, eins og t.d. í öðrum þættinum, jaðrar tónlistin við aö vera væmin. Rannveig söng vel en rödd hennar barst illa vegna framansagðra ástæðna og vonandi fáum við fljótlega aö heyra söngkonuna takast á við verðugra verkefni með hljómsveitinni. Tónleikunum lauk með Sinfóníu nr. 6 op. 74 í h-moll, „Pathetique“- sinfóníunni eftir Pjotr Tsjajkovskí. Þetta magnaöa verk naut sín ekki sem skyldi að þessu sinni - hvar var nákvæmnin sem maöur á að venjast frá hljómsveitinni? Það rofaði þó til því eftir kraftmikið skersóið var eins og sveitin vaknaði af Þyrnirósarsvefni og lék hún síðasta þátt verksins af þeirri þrungnu tilfmningu sem sú tónlist krefst. Þetta er greinilega allt þarna en lá í dróma þar til undir lokin. Ford Econoline 350 dísil, 7,3 I, ‘92, loftlæsing, loftdæla, Dana 60 hásingar, 44” nagladekk, aukaolíutankur, 6 stól- ar o.m.fl. Verö 3,8 milljónir. í slma 91-811930. Daihatsu Feroza EL-i ‘90, ek. 91 þ. km, silfurlitur, 5 gíra, 31” dekk, krómfelg- ur, gott eintak, ath. ýmis skipti. Bílakringlan, Keflavík, 92-14690, 92- 14242. Gullmoli. Rauóur Cherokee Laredo, árg. ‘88, 41,4ra dyra, sjálfskiptur, með öllu, inn- fluttur ‘92, einn eigandi síóan. Til sýnis aö Jökulhæð 1,210, Garðabæ, sími 565 8586. Joep Hanco, árg. ‘84, til sölu,er á 44” dekkjum, einn nánast með öllu, tilbúinn í fjallaferóir. Upplýsingar um búnaó bílsins í síma 91-654092 eóa 91- 676631. Nissan Patrol GR, árgerö 1991, tfl sölu, dísil turbo, ekinn 93.000. Bíll í topp- standi. Upplýsingar í síma 91-812275 milli kl. 10 og 14 í dag, 91-668032 og 989-64446 eftirkl. 14. Range Rover ‘82, vél Dodge 318, NP gír- kassi, NP 203 miflikassi, 4,71 drifhlut- fóll, 38” dekk. Verð 530.000. Símar 611666 og 29000. iér Ýmislegt Þessl glæsilegi 5 manna Hilux, árg. ‘81, er til sölu, allur yfirfarinn, ný 36” negld dekk, V6 Buick. Tilboð óskast. Upplýs- ingar í síma 91-44218. Toyota double cab D ‘91 til sölu, ekinn 73 þús., upphækkaður, 33”. Toppein- tak, engin skipti. Cherokee Chief ‘86, upphækkaður, ný kúpling o.fl., auka- dekk og felgur. Skipti á ódýrari. S. 93-50042 og 985-37065. Sendibílar 9 9*1 7*00 Verö aðeins 39,90 mín. Utsala. Chevy Van 30, árg. ‘81, nýupptekin 8 cyl„ sjálfsk., ekinn 46 þús. mílur frá upphafi, nýsprautaður, splittað drif, fljótandi öxlar. Selst á að- eins 220.000 staðgreitt. Uppl. í síma 557 4929 eða 985-37095. Deildarstjóri ökunámsdeildar Laus er til umsóknar staða deildarstjóra ökunáms- deildar. Umferðarráð mótar námskröfur fyrir allt ökunám í landinu, sinnir eftirliti með ökunámi og sér um öku- próf. Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á skipulagningu þessa starfs auk áætlanagerðar fyrir deildina og mótun rannsókna á sviði ökunáms. Ætlast er til þess að deildarstjóri hafi háskólapróf í kennslu- eða sálarfræðum auk stjórnunarreynslu eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Uppl. veitir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, deildar- stjóri ökunámsdeildar, sími 562 2000. Umsóknir berist Umferðarráði, merktar Óla H. Þórð- arsyni framkvæmdastjóra, eigi síðar en 20. mars nk. aUMFERÐAR RÁÐ MAN 26.422 6x6, árgerö. ‘92. Selst á grind, snjómokstursbúnaður getur fylgt. Ekinnum 115.000 km. Bíla- & búvélasalan hfi, Egilsstöóum, sími 97-12011, 97-11610, 97-11611, fax 97-12010. Vinnuvélar Breski miöillinn og reikimeistarinn Derek Coker er staddur hér á landi um þesar mundir. Kemur í heimahús ef óskaó er. Góður túlkur á staðnum. Upplýsingar í síma 588 3527. Tarot, áruteikning, dáleiðsla og reiki. W Hópferðabílar M. Benz OM 711 ‘86, 20 m., ekinn 240 þús., bíll í góðu standi. Einnig tfl sölu M. Benz 1319 ‘76,23 m. (hálfkassabíll), og 16 nr’ flutningarými m/stórum hurðum, og VW Caravelle ‘93, 9 manna, ekinn 155 þús. Sími 96-42200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.