Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
5
Fréttir
Rlki og sveitarfélög tryggja afkomu lífeyrissjóða:
Lífeyrissjóð Akraness vantar
milljarð upp í skuldbindingar
„Þetta er kerfi sem tekið var upp
fyrir tuttugu árum. Þaö er augljóst
mál að menn hafa ekki hugsað það
dæmi til enda að veita aðilum svona
sterkan rétt gagnvart sveitarsjóðum
og ríkissjóði," segir Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, vegna lífeyr-
issjóða opinberra starfsmanna sem
ríki og sveitarfélög bera ábyrgð
á.
í úttekt Guðjóns Hansens trygg-
ingafræðings á stöðu Lífeyrissjóðs
Akraneskaupstaðar kemur fram aö
það vantar rúman milljarö í höfuð-
stól sjóðsins svo hann eigi möguleika
á að standa við skuldbindingar sínar
gagnvart styrkþegum. í úttektinni
segir að miðað við núverandi bótaá-
kvæði eigi 10 prósenta iðgjald að
tryggja að sjóðurinn geti sjálfur stað-
ið undir helmingi lífeyrisútgjalda. Þá
segir aö miðað við þá forsendu verði
staða sjóðsins aö teljast í járnum,
miðaö við að gengið sé út frá 3 pró-
sent ársávöxtun. Sé miðaö við lægri
vexti teljist staðan vart viðunandi.
„Ávöxtun hjá okkur hefur sem bet-
ur fer verið yfir þessum mörkum
undanfarið. Það er hins vegar ekkert
hægt að segja til um það hvernig til
tekst um ávöxtun í framtíðinni. Tak-
ist ekki ávöxtun er ljóst að ríki og
sveitarfélög eru að taka á sig veruleg-
ar skuldbindingar," segir Gísli.
Nú þarf Akranesbær að greiða sem
nemur 3,7 milljónum árlega til að
halda sjóð sínum gangandi. Gísli seg-
ir að þessi upphæði nemi einu pró-
senti af launakostnaði. Þetta vanda-
mál er almennt hvað varðar lífeyris-
sjóði ríkis og sveitarfélaga. Sam-
kvæmt kjarasamningum ber opin-
berum aðilum að tryggja rekstur líf-
Misjöfn
skilyrði til
skíðaiðkunar
„Það verður ekki óskaveður til
skíöaiðkunar í dag um sunnan-
vert landið. Við gerum
ráö fyrir of miklum austanvindi.
Það horfir öðruvísi við um norð-
anvert landið. Þar reiknum við
meö skaplegu veðri í dag,“ segir
Bragi Jónsson veðurfræöingur.
Hann segir að á morgun snúist
veður til norðaustanáttar um allt
land. Margir vilja komast á skíði
þessa dagana og á það ekki síst
við um nemendur sem eru i óskil-
greindu fríi á meðan lærifeður
þeirra gera út um kaup sín og
kjör. Þá þarf aö finna eitthvað
skemmtilegt til að drepa timann.
-rt
Skinnasýn-
ingáHótel
Örkídag
Skinnasýníng verður haldin á
Hótel Örk í Hveragerði í dag,
laugardag, frá klukkan 14-17.
Aögangur er ókeypís en þarna
verður sýning á bestu minka- og
refaskinnum á landinu, loðfeld-
um frá Eggert feldskera og vörum
frá Þingborgarhópnum. Tísku-
sýning verður, lagt verður mat á
skinn og verðlaun afhent. Sam-
band íslenskra lofdýraræktenda
og Loðdýraræktarfélag Suður-
lands standa að sýningunni.
bærinn greiðir tæpar fjórar milljónir árlega með sjóðnum
eyrissjóða sem launþegar innan að þar er launþegunum sjálfum ætl- um skerðingar annaðhvort þegar að snúa ofan af þessu kerfi og það
BSRB eru aðilar aö. Þegar litiö er til að að bera ábyrgð á sínum lífeyris- orðnar eða í sjónmáh. verður ekki gert nema með laga-
einkageirans blasir aftur á móti við sjóðum. Þar eru í langflestum tilvik- „Það er ljóst að það verður erfitt boði,“ segir Gísh. -rt
Xloney Nut hringimir eru
alltaf jafn freistandi. í hverjum
einasta Honey Nut hring eru
hollir og góðir hafrar, brakandi
hnetur og ljúffengt hunang.
Það er því engin fúrða að fólk á
öllum aldri skuli alltaf falla fyrir
Honey Nut hringjunum.
Þeir eru einfaldlega
þannig gerðir!