Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Skemmtilegt félagslíf eldri bæjarbúa í Kópavogi: Aldraðir kunna að njóta lífsins - og taka virkan þátt í margs konar námskeidum sem í boði eru Félagsstarf þeirra sem náð hafa 67 ára aldri er alltaf að aukast og varla þarf nokkur að láta sér leiðast þó aldraður sé. Hins vegar er ekki víst að allir hafi kynnt sér hversu mikið og skemmtUegt starf fer fram í fé- lagsmiðstöðvum aldraðra. Á flestum stöðum á landinu er nú rekin öflug þjónusta fyrir þá sem hafa lokið ævistarfinu og yfirleitt notfærir fólkið sér hana. Á þessu sviði hefur orðið gjörbylting með tilkomu íbúð- arbygginga fyrir aldraða en oftast er þessi þjónusta rekin i þeim húsum. í Kópavogi er félagsmiðstöð aldr- aðra í Fannborg og nefnist hún Gjá- bakki. Sigurbjörg Björgvinsdóttir er forstöðumaður þar og hefur hún af miklum krafti reynt að auka tjöl- breytnina fyrir eldri borgara í Kópa- vogi. Ekki aðeins hefur hún sett upp hin margvíslegustu námskeið held- ur einnig skapað fólkinu aðstöðu tU að starfa sjálfstætt. Þannig er nú sjö manna hópur sem mætir einu sinni í viku og sker út gler og málar án nokkurrar tilsagnar. Unnið sjálfstætt „Við vorum á námskeiði en þegar því lauk langaði okkur að halda áfram og fengum þá þessa aðstöðu,“ sagði einn glerlistamaðurinn í hópn- um þegar helgarblaðið leit inn til þessa hressa hóps í vikunni. Sigur- björg segir að þegar hópurinn hafi verið búinn að læra og verið orðinn fær um að vinna sjálfstætt hafi hon- um veriö útveguð aðstaða og geti nýtt sér þau tæki sem til eru og með þarf. „Þau vinna bara hér sjálf við að skapa þessi listaverk og við köll- um þessa stofu gjarnan listgallerí eldri borgarbúa,“ segir hún. „Við vorum öll saman á nám- skeiði í fyrra og langaði að halda áfram og nú mætum við á hverjum einasta miðvikudagseftirmiðdegi klukkan eitt og erum við vinnu til hálffimm. Það er voðalega gaman hjá okkur yfirleitt,“ segir Stella Guðmundsdóttir sem var að búa til fallegt gluggaskraut. „Við gætum auðvitað gert þetta heima hjá okkur en það er félagsskapurinn fyrst og fremst sem maður sækir í því við lærum mjög mikið hvert af öðru,“ segir Stella enn fremur. Ekkert þeirra sem er í þessum hópi býr í húsinu enda er þessi þjónusta öllum opin. „Það er alltaf hægt að mynda nýja hópa ef áhugi er fyrir hendi, t.d. í glerlistinni, og þá setjum við upp námskeið," segir Sigurbjörg. Gallerí eldri borgara „Aðalatriðið er að hafa eitthvað að gera og hafa ánægju af því. Ég hef mikla ánægju af að búa til úr gleri," segir Stella sem sagðist eiga stóra fjölskyldu og hafa búið til tækifærisgjafir handa henni. Það er draumur þeirra sem starfa við glerlistina að setja upp sölusýn- ingu á öllum þeim munum sem bún- ir hafa verið til en hingað til hefur þetta fólk einungis verið að búa til handa sjálfu sér og þá til persónu- legra gjafa. En það er ekki bara glerlistin sem gamla fólkið hefur áhuga á. Nú er nýlokið myndlistarnámskeiði sem þótti takast með eindæmum vel og falleg listaverk, sem unnin voru á því, hanga nú til sýnis 1 Gjábakka. „Sá hópur hefur áhuga á að halda Gamla fólkið lætur sér fátt um finnast með kennaraverkfall og aðra kjara- þrætu í þjóðfélaginu og spriklar af miklum krafti undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur íþróttakennara. Konurnar voru niðursokknar í hannyrðirnar enda hafa þær skapað sér skemmtilegt andrúmsloft sem jafnast á við besta saumaklúbb. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, for- stöðumaður Gjábakka. DV-myndir Brynjar Gauti áfram ef leiðbeinandinn hefur tíma, svo vinsæl var myndlistin,“ útskýr- ir Sigurbjörg. Biðlisti á enskunámskeið Eitt vinsælasta námskeiðið sem verið hefur er kennsla í ensku. Á mánudögum fer enskukennsla fram og komust færri að en vildu á fyrsta námskeiðið svo væntanlega verður framhald á því. „Það eru tólf núna í ensku og við erum með biðlista." Þeir sem vilja læra að skraut- skrifa á afmæliskort eða jólapakka þurfa ekki að vera í vændræðum því í Gjábakka er líka kennd skraut- skrift. Sigurbjörg segir að þar sé líka biðlisti eins og er þannig að varla verður kvartað yfir áhuga- leysi eldri bæjarbúa í Kópavogi. „Það þarf ekkert að hafa ofan af fyr- ir öldruðum - þeir sjá alveg um það sjálfir. Ég líki alltaf starfslokum við stúdentsprófið, mér Finnst opnast svo margir möguleikar til að taka þátt hinu daglega lífi og gera það sem mann langaði alltaf til að gera en hafði ekki tíma til,“ segir Sigur- björg. Sjálf fór hún í menntaskóla 45 ára gömul og síðan í félagsfræði í Háskóla íslands. Skemmtilegur saumaklúbbur í næsta herbergi við glerlista- mennina voru konur í hóp með handavinnu. Nokkurs konar sauma- klúbbur en þó með leiösögn. „Hing- að getur fólk komið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga frá níu til fimm og hér er fólk að gera allavega nluti,“ segir Sigur- björg. Leiðbeinandi er Þórhildur Gísladóttir og var hún að kenna perlusaum og myndarammagerð þegar okkur bar að garði. Á veggj- Stella Guðmundsdóttir „glerlistakona" við störf sín en hún starfar án leið- sagnar. Jósafat Líndal, fyrrum sparisjóðsstjóri, og Sveinn Sæmundsson, sem átti blikksmiðjuna Vog, voru niðursokknir í spilamennskuna. um mátti sjá hinar margvíslegustu hannyrðir jafnt heilu kirkjurnar sem brúður, jólabjöllur og körfur sem ætlaðar eru sem borðskraut eða til að skreyta fermingar- eða brúð- artertur. „Það er mjög skemmtilegt að vera með konunum, þær eru íjörugar og koma með margar góðar hugmyndir. Ég hugsa að það séu hátt í hundrað manns sem koma hingað og læra hannyrðir,“ segir Þórhildur. „Sumar konurnar koma á hverjum degi en aðrar láta sér nægja að koma einu sinni til tvisvar í viku.“ Tuttugu námskeið í Gjábakka eru yfir tuttugu nám- skeið í gangi og góð þátttaka er í þeim öllum. Þar er til dæmis sér- stakur leiklistarhópur sem er um þessar mundir að æfa nýtt íslenskt leikrit sem sérstaklega var samið fyrir eldri borgara i Kópavogi. „Það verður frumsýnt í mars í félags- heimili Kópavogs. Áður en hópur- inn byrjaöi að æfa leikritið fór hann á námskeið í framsögn en það var Þórir Steingrímsson sem leiðbeindi. í hádeginu er alltaf heitur matur í hádeginu í Gjábakka fyrir þá sem vilja notfæra sér þá þjónustu. „Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og eldri borgarar eru allir velkomn- ir og þeim er líka velkomið að bjóða gestum í kafli,“ segir Sigurbjörg. Spriklað tvisvar í viku Leikfimi er líka í boði fyrir eldra fólkið en það er Margrét Bjarnadótt- ir .iþróttakennari sem tekur fólkið með sér í líkamsrækt tvisvar í viku. „Þetta er allt saman ákveðin endur- hæfing. Hver einasta hreyfing er auðvitað endurhæfing. Það er alveg ótrúlega hress hópur sem mætir i leikfimina og Margrét hefur verið frábær í starfi sínu,“ útskýrir Sigur- björg enn fremur. Til gamans má geta þess að gönguhópur er líka starfandi þannig að þeir sem ekki vilja sprikla hjá Margréti geta farið í göngutúra en þeir miðast að sjálf- sögðu við veður og færð. í matsalnum ríkti mikill spenn- ingur enda sátu menn og konur þar og spiluðu, sumir upp á smáaura. Þar var líka spiluð vist og bridge. Það er greinilegt að margt er hægt að finna sér til dundurs í Gjá- bakka, eins og flestum öðrum félags- heimilum aldraðra um land allt, og er þá eftir að telja dansinn sem Her- mann Ragnar Stefánsson sér um. Að sögn Sigurbjargar er þétt skipað dansgólfið þegar dansæfingar standa yfir og mikið fjör í húsinu. Fimmtíu manna kór er einnig starf- andi. Og er svo einhver að kvíða ell- inni. . . ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.