Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 f ÝMSIR MÖGULEIKAR V Til sölu er rúmgóð sérhæð ásamt bílskúr á Reyðar- firði. Parket, flísalagt bað og mjög glæsilegt útsýni. Fasteignagjöld og hitakostnaður er ódýrari í sérbýli. Útborgun getur verið 0 kr. Skipti á íbúð í Reykjavík er möguleg. Reyðarfjörður er miðpunktur Austur- lands. Stutt í allar áttir og ýmsir atvinnumöguleikar. Uppl. gefur Þorgrímur í síma 568-1107. i—i—i—rzr ~l f rT: .h»i.? CARPUR 860 \ Erum með króka- leyf isbát í smíð- um af gerðinni Garpur 860. Bátasmiðjan sf. Stórhöfða 35 112 Reykjavík Sími 91-5878233. Anatoly Karpov hefur náð sér aftur á strik. UPPBOÐ Eftírtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Melabraut 18, Hafnarfirði, lauqar- daginn 25. febrúar 1995 kl. 13.30: BH-775 BP-688 BX-012 DT-127 EP-776 FÖ-355 FÖ-472 FL-611 FM-290 FM-621 FO-169 FP-550 FX-412 FÞ-222 FÞ-322 GD-316 GH-483 GH-887 GI-977 GÖ-321 GJ-067 GJ-159 GJ-287 GK-477 GL-338 GN-169 GN-471 GP-396 GP-849 GS-254 GS-808 GT-529 GU-138 GV-530 GY-226 GZ-277 HA-563 HD-869 HF-339 HF-668 HG-175 HJ-774 HJ-818 HJ-959 HK-345 HK-888 HL-477 HL-496 HL-812 HL-823 HM-888 HN-758 HO-132 HO-509 HO-626 HR-520 HS-790 HT-978 HU-560 HU-717 HV-933 HX-403 HZ-692 HZ-894 HZ-944 IA-038 IA-234 IA-328 IA-498 IA-538 IA-881 IB-366 IB-847 IC-309 ID-326 IE-093 IE-435 IF-782 IF-797 IG-260 II-683 II-773 IÖ-254 10-416 IK-023 IK-186 IK-410 IM-608 IM-643 IM-877 IM-907 IO-454 10-830 IP-369 IP-923 IR-746 IT-322 IT-722 IU-603 IV-593 IV-729 IV-980 IX-495 IX-834 IY-317 IY-418 IÞ-271 IÞ-533 IÞ-637 JB-802 JB-832 JC-784 JD-422 JI-729 JI-973 JÖ-253 JÖ-378 JJ-356 JJ-937 JM-236 JO-714 JP-290 JP-324 JR-535 KE-497 KF-105 KF-921 KM-640 KS-259 KS-833 KV-080 LA-656 LB-265 LD-687 LF-727 LG-515 LI-454 LM-396 LP-393 LR-971 LT-313 MA-265 MB-484 MB-747 MB-879 ME-922 MF-602 MH-265 MM-583 MM-947 MS-158 MS-608 NB-320 NX-438 OA-270 OR-449 OS-581 PI-290 PO-630 RB-974 RU-914 RX-888 SD-544 SE-369 SS-661 TA-085 TF-843 TJ-232 UD-618 UH-197 UL-175 UL-507 UP-969 US-616 UT-084 VJ-384 XN-242 XO-409 ZJ-021 ZU-683 ÞA-033 ÞA-034 Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI í Sparidagar á Hótel Örk Holl hreyfing og útivera, skemmtun, glens og gaman alla daga. Ókeypis aukanótt Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu og hcfjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu- dagskvöld svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax á mánudagsmorgun. Innifalið: Gisting, morg- unverður af hlaðborði, þrí- réttaður kvöld- verður og eld- íjörugt félagslíf undir stjóm Sigurðar Guð- mundssonar alla daga og kvöld. Sparidagar verða: 5., 12., 19. og 26. mars, 2. apríl Verð kr. 15.800 fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli. Aukagjald fyrireinbýli kr. 1.500 á nótt. Átthagafélög i Reykjavík athugið! Nú er vinsœll að hilta gamia vini og kmningja ú sparidög- um á Hótel Örk. Kynnið ykkur hvenœr sveitungarykkar verða á sparidögum og bókið sömu daga. \ & >H HÓTEL ÖÐK^ HVERAGERÐI, sími 98-34700. Fax 98-34775 Áskorendaeinvígi FIDE á Indlandi: Karpov stefnir á sigur - og Kamsky burstar Salov Anatoly Karpov hefur náð sér aftur á strik í áskorendaeinvíginu við Bor- is Gelfand í Sanghi Nagar á Indlandi eftir óvænt tap í þriðju skákinni. Karpov jafnaði strax í fjórðu skák- inni og náði síðan forystunni með sigri í þeirri sjöttu. Enn getur þó allt gerst í einviginu sem er tíu skákir. Einvígi Gata Kamsky og Valery Salov er á hinn bóginn lítt spenn- andi. Salov hefur aðeins náð tveimur jafnteflum í sex skákum - staðan var 5-1 Kamsky í vil er þetta er ritað og nægði honum þá aðeins eitt jafntefli til viðþótar til þess að komast áfram. Meira líf er utan skákborðsins eins og jafnan þar sem Kamsky-feðgar koma. Rustam, faðir Gata, er örgeðja og vílar ekki fyrir sér að láta hendur skipta ef honum mislíkar eitthvað. Ekki þykir sérlega heppilegt að fá hann upp á móti sér, ekki síst vegna þess að hann er fyrrverandi hnefa- leikakappi. Bandaríski stórmeistar- inn Shabalov, aðstoðarmaður Gata á Indlandi, gerði sig sekan um þau „mistök" að eiga sem snöggvast orða- stað við Boris Gelfand í byrjun keppninnar. Ekki var Rustam ánægður með það - trúlega vegna möguleikans á því að þeir Gata mæt- ist í úrslitaeinvígi. Þegar Shabalov frétti af reiði föðurins taldi hann vissara að segja starfi sínu lausu og hverfa af landi brott. Sigurvegarar einvígjanna munu tefla innbyrðis um „heimsmeistara- titil FIDE“ en ef áætlun Kasparovs og Campomanesar gengur eftir mun sigurvegarinn mæta PCA-meistaran- um á næsta ári í sameinuöu einvígi um heimsmeistaratitilinn. Hugmynd þeirra er sú að einvígið 1996 verði beint framhald heimsmeistara- keppninnar áður en PCA kom til sögunnar og þar muni Kasparov tefla sem þrettándi heimsmeistarinn. Þetta merkir væntaniega einnig aö hann muni halda titlinum á jöfnu. Skákmeistararnir í Sanghi Nagar eru ekki sáttir við þessa túlkun og hafa þrír þeirra - Karpov, Kamsky og Salov, undirritað skjal þess efnis að þeir líti svo á aó sigurvegarinn í áskorendaeinvígjum FIDE hljóti að teljast heimsmeistari í skák. Hins vegar vekur athygli að Gelfand skrif- ar ekki undir þessa yfirlýsingu. Umsjón Jón L. Árnason Rennum yfir sjöttu skákina í ein- vígi Karpovs við Gelfand. Handbragð Karpovs leynir sér ekki. Um miðbik skákarinnar er langur kafli þar sem ekkert viröist vera að gerast en samt tekst Karpov að bæta tafl sitt jafnt og þétt. Lokaatlagan kemur ekki fyrr en allt er haganlega undirbúiö. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Valery Salov Benkö-bragð. 1. d4 RfB 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 Mótbragð stórmeistarans Paul Benkö er kjörið vopn gegn léttvæg- um mótherjum en tilfmningin er sú að nú sé 'Gelfand að leggja spilin í hendur Karpovs sem þekktur er fyr- ir óaðfmnanlega tækni sína. Hins vegar er auðvelt að vera vitur eftir á. 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. e4 Bxfl 8. Kxfl d6 9. g3 Þótt hvítur hafi misst hrókunar- réttinn kemur það ekki að sök því aö hann getur hrókað „með höndun- um“ og komiö lagi á liðsskipan sína. 9. - Bg710. Kg2 Rbd711. RÍ3 0-012. h3 Mikilvæg varúðarráðstöfun því að annars losaði svartur um taflið meö tilfærslunni Rf6-g4-e5 o.s.frv. 12. - Ha6 13. Bg5 h6 14. Bd2 Da8 15. Hel Hb816. b3 Re817. He2 Rc718. Hcl Ha7 19. Dc2 Ra6 20. Ra4 Rb4 21. Bxb4 Hxb4 22. Dd3 Nú tekur við kafli þar sem ekkert virðist vera að gerast en samt tekst Karpov að bæta stöðu sína agnarögn. Svartur getur a.m.k. lítið aðhafst. 22. - Ha5 23. Hec2 h5? Þessi litli peðsleikur gerir hvítum auðveldara fyrir að bijóta sér leiö að svarta kónginum. 24. Hc4 Hb8 25. Dd2 Hab5 26. Hlc2 H5b7 27. De2 Ha7 28. Hd2 Ha5 29. Hdl Da6 30. Hd2 Bh6 31. Hdc2 Bg7 32. De3 Da8 33. Hd2 Ha7 34. Hdl Hb5 35. De2 Hb8 36. Rd2 Rb6 37. Rxb6 Hxb6 38. a4 Bh6 39. f4 h4 w I A k X X XÍL X A A S A & 1 A & & A B &W & C D E F G H 40. Dg4 hxg3 41. h4! Eins og hendi sé veifað opnar hvít- ur taílið kóngsmegin og svartur fær ekki rönd við reist. Þungu mennirnir eru fjarri vígvellinum. 41. - Kh7 42. h5 Dg8 43. Hc3 f5 44. hxg6+ Dxg6 45. Dh4! Df6 46. Hhl fxe4 47. Hxg3 Hb4 48. Dg4! Lakara er 48. - Dxf6 49. exf6 50. Hgh3 Hg7+ 51. Kfl Hg6 52. f5 Kg7 53. fxg6 Bxd2 o.s.frv. 48. - Ha8 49. Hgh3 Og Gelfand gafst upp. ArnarNorður- landameistari Arnar E. Gunnarsson hélt uppi merki íslendinga á Norðurlandamót- inu í skólaskák, einstaklingskeppni, sem fram fór á Laugarvatni um síö- ustu helgi. Arnar fékk jafnmarga vinninga og Finninn Salmesuii og Norðmaðurinn Bae en varð hærri á stigum. íslendingar hafa löngum verið sig- ursælir í þessari keppni, einkum í yngri flokkunum en aö þessu sinni var heppnin ekki með. Magnús Örn Úlfarsson varð í 5. sæti og Páll Agnar Þórarinsson í 7. sæti í flokki 18- 20 ára; Bragi Þorfmnsson og Jón Viktor Gunnarsson deildu 4. sæti í flokki 14-15 ára; Davíð Kjartanson varð í 2. sæti og Sigurður Páll Steindórsson í 6. sæti í flokki 12-13 ára og í flokki 11 ára og yngri urðu Guðjón Val- garðsson í 5. sæti og Hlynur Haf- liðason í 10. sæti. Þegar samanlagður árangur kepp- enda einstakra þjóða var lagður sam- an höfnuðu íslendingar í 3. sæti en Svíar uröu hlutskarpastir og Finnar í 2. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.