Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Vísnaþátturirui Guðfinna Þorsteinsdóttir Guöfinna Þorsteinsdóttir fæddist þann 26. júní á Skjögrastöðum í Skógum í Suöur-Múlaþingi. Frá átta ára aldri ólst Guðfmna upp í Krossavík í Vopnafirði. Guðfinna nam í unglingaskóla á Vopnafirði 1911-12. Húsmóðir var hún að Brunahvammi, Hróaldsstöðum, Felh og Teigi í Vopnafirði á árun- um 1917-1954 en var búsett á Sel- fossi til dauðadags. Guðfmna tók saman frásagnasöfnin Völuskjóðu og Vogrek og þýddi skáldsöguna Slag vindhörpunnar eftir William Heinesen. Undir skáldanafninu Erla gaf hún út ljóðabækumar Hélublóm 1937, Fífuloga 1945 og barnaljóðin Æfmtýri dagsins 1958. Myrkur skammdegisins leggst á geð margra en brátt hefur tekist að þreyja þorrann og ætti því að vera bjartara fram undan. Eitthvað hefur skáldkonunni verið niðri fyr- ir er hún kvað svo: Gæfxst vndi andlegt mér, enga fyndi ég pínu. Dagsins kyndill daufur er, drungi í lyndi mínu. Mörg hefur spekin verið greypt í stuðlafall og rím og þykir við hæfi á hátíðarstundum að vitna í skáld- menni vor fyrr og síðar. Fjallar Erla hér í næstu vísu um vegsemd og vanda kveðskaparlistarinnar: Vönd er suða stuðlastáls; stillt skal hersh og kynding báls, efni rím og meðferð máls. Mörg á staka speki Njáls. Ekki er það einungis karhnn í tunglinu sem er annarlegur þá hann er fullur en ekki er hann víst betri en aðrir. Svo kveður Erla: Gyllir ána geislaskin; glitrar Ránar vegur. Fullur máni glennir gin, glottir bjánalegur. Sannast hið fornkveðna að ekki er það umgerðin sem skiptir máh heldur innihald. En svo féllu skáld- konunni orð: Þó að skalli þinn sé ber, það mun ekki saka, bara, ef heihnn ekki er eins og flatbrauðskaka. Þessar vísur lýsa fógnuöi skáld- konunnar er daga tekur aö lengja og hversu hún tignar móður nátt- úru: Daga lengir. Styttist strið. Stendur engi í blóma. Grösin tengja grund og hlíð. Glaðir strengir óma. Brekkur anga. Allt er hljótt. Aðrir ganga að dýnu. Sárt mig langar sumarnótt! sofna í fangi þínu. Hohast er að gæta sín á nautnum og hvers konar veigum. Mætti gá- laus, svahsöm og ístöðulaus æskan gæta að heilræðum þessum: Sötrum bikar sælunnar seint. Ef gálaust teygum, oft fást dreggjar óhollar undir nautnaveigum. Gömul saga er það en ekki ný að hinir ghdustu skáldjöfrar hafa í lif- anda lífi goldið sult og kröm og jafnvel skömm og skens samtíðar. Kannski færi ekki síður ávarpið flónska þjóð eins og frónska þjóð í eftirfarandi vísu Erlu: Frónska þjóð, sem færð í arf flest er skáldin vinna! Illa er goldið afreksstarf óðsnilhnga þinna. Þó að ekki sé séö fyrir endann á byggingu tónlistarhúss og umræð- an vart hafm í þann tíð er Erla kvaö þetta hefur húsnæðisskortur- inn lítt firrt skáldkonuna og má af þessum vísum ráða að tónleikar þessir hafi vel lukkast. Svo kveður Erla: Álftir syngja allt um kring, er á þingi kliður. Ríf ég lyng í lágan bing, leggst í dyngju niður. Heiðin víö með fjöllin fríð, faðminn víði gróna, gesti býður hvíld í hlíð, himinblíða tóna. í almanaki Erlu yrkir skáldkonan eina vísu hverjum degi th dýrðar. Var almanak þetta seinni hluti í Vísnaþáttur Valdimar Tómasson ljóðabók hennar Fífulogar og er þessi vísa við 11. apríl. Hefur vorið verið kærkomið í Teigi sem á öör- um bæjum: Auð er hlíðin upp að sjá, útsjón fríð í Teigi. Andar þíðu inni frá undurblíðum degi. Önnur vísa hljóðar svo: Fughnn syngur. Fræ í mold fer að springa úr hýði. Vorið yngir freðna fold fegrar lyngi og víði. Gróa kerling á Leiti lætur ekki sitt eftir liggja ef hún mögulega má: Sumra manna sögum á svikult er að byggja. Sannleikurinn margoft má mönnum dulinn liggja. Illt er það að hugsa mikið því oft veldur það hinu mesta hugarvhi og víst er það að eftir því sem það er meira iökað verða oröin færri er út úr mönnum fljóta. Það er næsta víst og viðbúið að íhugunin geri þau ómerk og einskis nýt. Svo kveður Erla: Efhr varla ihur sátt. Einatt þræta vinir. Margur sá er mælir fátt meira veit en hinir. 9 9*1 7*00 Verð aöelns 39,90 mín. :i| Læknavaktin @ Apótek 0 Gengi Matgæðingur vikummar_dv Marinerað tofu „Ég kynntist grænmetismatar- gerð í Svíþjóð árið 1976 og síðan í Bandaríkjunum. Grænmeti var einmitt að ryðja sér mjög til rúms í Svíþjóð á þeim tíma og félagar mínir sem spiluðu með mér í hljómsveit voru alhr grænmetisæt- ur. Það hafði vissulega áhrif,“ segir Steingrímur Guðmundsson, trommuleikari í Milljónamæring- unum og matgæðingur vikunnar. Steingrímur var eingöngu á græn- metisfæði um tíma en hann borðar nú einnig kjöt og fisk. Steingrímur ætlar að bjóða lesendum upp á uppskrift þar sem tofu er notað en grænmetisætur nota tofu í staðinn fyrir kjöt. Tofu er unnið úr baunum og er sagt að Hægt sé að breyta því í kjúkling eða lamb eftir því hversu hinkt fólk er í matreiðslunni. Steingrímur segist fá besta tofuið í Hagkaupi, þar sé það mátulega þétt. „Úrvalið fyrir grænmetisætur hefur mjög breyst hér á landi á undanfórnum árum og nú er hægt að fá allt th að elda góðan grænmet- isrétt. Ég æhaði að elda indverskan rétt hér heima í kringum 1983 en þá var það ekki hægt þar sem hvorki var hægt að fá rétta kryddið né grænmetið. Nú er þetta allt sam- an th. Mér finnst krydd ekki svo dýrt á íslandi en grænmetið mætti vera ódýrara. Ég bjó í Kaliforníu um tíma og þar var grænmetið mjög ódýrt.“ Steingrímur segir að það sé einfalt að matbúa tofu. Hann lætur það marinerast í átta tíma. „Ég sker það í sneiðar og legg það síðan í mariner- inguna. Það er ágætt að gera það á morgnana áður en maður fer í vinn- una - þá er það thbúið í kvöldmat- inn. Þessi réttur er mjög ljúffengur en hann er miðaður við fjóra." Og hér kemur uppskriftin: Það sem þarf: 1 pakki tofu Steingrímur Guðmundsson, trommuleikari Milljónamæring- anna og matgæöingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti 1 stór sæt kartafla (Sweet Potatos) 1 búnt spergilkál Soðin Basmati hrísgijón Marinering Sojasósa 1 msk. oregano cayennepipar (lítið) Góður biti af engiferrót Hvítlaukur eftir smekk, t.d. 3--4 rif Góður slatti af sesamfræjum Marineringin er sett í skál en gott er að þynna sojasósuna með vatni th að drýgja hana, sérstak- lega þegar eldaö er fyrir marga. Engiferrótin er röspuð niður og hvítlauksrifin pressuð. Tofubitinn er skolaður og síðan er hann sneiddur fyrst eftir endilöngu en síðan þversum þannig að úr verði góðar sneiðar. Marineringin þarf að hjóta vel yfir tofusneiðarnar þannig að þær drekki hana í sig. Þegar tofuið hefur legið í mariner- ingunni í átta tíma er það tekið upp - sesamfræin mega gjaman fylgja með - og steikt upp úr ólífuolíunni þar th það verður ljósbrúnt. Tofuiö er borið fram með lítið soðnu sperghkáli, hrísgtjónum, salati og soðinni kartöflunni sem sneidd hefur verið í fjóra bita en sósan er sett á hana. Einnig er gott að setja sojasósu á hrísgrjónin. Salat ísberg Rauðlaukur Tómatar Ólífuolía pipar Grænmetið er skorið gróft niður og ólífuolía, sem blönduð hefur verið pipar, sett yfir en þó ekki of mikið. Sósa Sýröur rjómi hvítlaukur chihpipar mynta (ef vill) Sýrði rjóminn er hrærður með pressuðum hvítlauk (ekki of mik- ið), smávegis chilipipar og myntu. Sósan er síðan sett ofan á kartöh- una. „Þetta er mjög vítamínrík máltíö sem fer vel í maga. Kínverjar borða t.d. mjög mikið tofu og Ameríkanar hafa tekið það upp í stórum stíl. Þeir borða tofu ofan á brauð, í súp- ur og gera alls kyns rétti úr því,“ segir Steingrímur. Hann ætlar að skora á danska vinkonu sína, Sus- an Christiansen, að verða næsti matgæðingur. „Hún er klárasti grænmetiskokkur sem ég þekki,“ segir hann. Hinhliðin________________________ Stefni í atvinnumennsku - segir Patrekur Jóhannesson, handboltastjama í KA Patrekur Jóhannesson, hand- boltakappi úr Stjörnunni í Garðabæ, leikur nú með KA á Ak- ureyri en liðið varð bikarmeistari fyrir stuttu. Patrekur hefur búið á Akureyri frá þvi í júlí sl. og segist kunna vel við sig þar. „Ég hef að vísu aldrei séð jafn mikinn snjó á ævi minni en þetta er fint,“ segir hann. Patrekur var þó ekki sáttur við að hann var dæmdur í leikbann og fær því ekki að vera með í leik KA og Aftureldingar í dag. „Þetta er mjög óréttmætur dómur. Eins og sést á upptökum af leiknum er hann ekki á rökum reistur. Ég er því mjög ósáttur við hann.“ Það er Patrekur sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Patrekur Jóhannesson. Fæðingardagur og ár: 7.7. 72. Maki: Rósahnd Guðmundsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Renault Twingo. Starf: Vinn í íþróttaverslun á Ak- ureyri. Laun: Þau eru alveg í lagi. Áhugamál: Hestamennska, hand- bolti og skíðaíþróttin. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef ekki unnið í neinu slíku. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér fannst rosalega skemmtilegt að verða bikarmeist- ari. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Patrekur Jóhannesson. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldsdrykkur: Frissi fríski. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving og Valdimar Grímsson. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Úff, æth það sé ekki hún amma mín. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Sylvester Stahone. Uppáhaldsleikari: Egill Ólafsson. Uppáhaldsleikkona: Kathleen Turner. Uppáhaldssöngvari: Eros Rama- sotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Einar Guðfmnsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Nítján Nítján. Uppábaldsveitingahús: Á Akureyri er það kínverski staðurinn Bing Dao en í Reykjavík er það Café Ópera. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Nýjustu bókina eftir Stephan King en bróðir minn þýddi hana. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bróðir minn, Guðni Jóhannesson. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Við Polhnn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA (Stjarnan). Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Engu sérstöku öðru en því að verða betri í handbolta og jafnvel að komast í atvinnu- mennsku. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Við ætlum eitthvað í sól þegar heimsmeistarakeppninni lýkur en einnig ætlum við í hestaferð með Einari Bollasyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.