Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
27
Frábærir HANKOOK vefrarhjólbarðar á einstöku verði!
STOR- yf SALA
Gylfi Kristjánison, DV, Akureyri:
„Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, sagði á dögunum í „alvar-
legu viðtali“ um ákveðið mál að
ákvörðun í því máli hefði ekki verið
tekin, hann ætti eftir að ráðfæra sig
við Bjössa bólstrara áður en það yrði
gert. Viömælandinn mun hafa orðið
kyndugur á svipinn sem von var því
umræddur Bjössi hefur til þessa
a.m.k. ekki verið orðaður við bæjar-
pólitíkina á Akureyri eða yfirstjóm
bæjarins, hvað sem síðar verður.
„Bjössi bólstrari" á Akureyri, eða
Björn Sveinsson eins og bólstrarinn
heitir fuUu nafni, er með vinnustofu
sína við Geislagötu, gegnt ráðhúsi
bæjarins, og eru aðeins örfáir metrar
á milli vinnustofu hans og inngangs-
ins í bæjarskrifstofurnar. Að undan-
förnu hefur oft sést til þeirra Jakobs
Björnssonar bæjarstjóra og Gísla
Braga Hjartarsonar, bæjarfulltrúa
krata í meirihluta bæjarstjórnarinn-
ar, hverfa inn um dyrnar hjá Bjössa
bólstrara og Akureyringar munu
hafa verið farnir að velta því fyrir
sér hvort bæjarstjórinn og kratinn
væru komnir í nám í bólstrun.
Reykt í ró og næði
Það er hægt að upplýsa það hér að
svo er ekki. Það sem hins vegar veld-
ur tíðum ferðum þeirra Jakobs og
Gísla Braga til bólstrarans er að þar
hafa þeir fundið sér stað þar sem
hægt er að svala nikótínþörfmm í ró
og næði, á þessum síðustu og verstu
tímum þegar reykingamenn eru nán-
ast ofsóttir og á hröðu undanhaldi
með fiknina sína.
Þeir Jakob og Gísli Bragi eru báðir
miklir reykingamenn og hafa heldur
betur orðið fyrir barðinu á þeim
hertu reglum um reykingar í opin-
berum byggingum sem nú eru í gildi.
Þegar Jakob tók við bæjarstjóra-
starfinu mun honum að vísu hafa
verið heimilt að reykja inni á skrif-
stofu sinni í ráðhúsinu og þar gátu
þeir félagar því setið og notið lífsins.
Þekkir gatnakerfió
En sú sæla stóð ekki lengi. Að því
Þremenningarnir i vinnustofu Björns. Björn, sem er í miðið, er að glugga i eitthvert merkilegt plagg og bæjarstjór-
inn og kratinn bíða spenntir eftir ráðleggingum hans. DV-mynd gk
kom að þeir þurftu að færa sig fram
á gang með reykingarnar. Þar sem
vinnustaður Jakobs er alfarið í ráð-
húsinu bitnaði þetta verr á honum
en Gísla Braga, en þó harkalega á
þeim báöum þegar þeir þurfa að
halda fundi. Um tíma stóðu þeir því
frammi á gangi og reyktu, Jakob þó
oftar. Er haft á orði aö hann kunni
orðið utan aö gatnakerfið í Gimli í
Kanada sem er vinabær Akureyrar.
Á ganginum í ráðhúsinu hangir
nefnilega uppi loftmynd af Gimli og
Jakob neitar því ekki að hann sé
orðin nokkuð kunnugur gatnakerf-
inu þar.
En svo féll þaö vígi, reykingar voru
bannaðar á ganginum og þá fundu
þeir Jakob og Gísli Bragi athvarf fyr-
ir reykingarnar út á svölum. Það
gekk um tíma, eða þar til frost herti.
Og þá var það að þeim datt í hug að
heimsækja Bjössa bólstrara í vinnu-
stofu hans handan götunnar. Þangaö
skjótast þeir svo oft á tíðum og að
sjálfsögðu spjalla þeir við bólstrar-
ann um heima og geima.
Ráðgjafi númer eitt
„Já, það er haft á orði að ég sé ráð-
gjafi bæjarstjórnar númer eitt og
auðvitað reyni ég að ráðleggja þeim
félögum. Annars er þetta alít í lagi
og menn hafa gaman af þessu," segir
Björn. En reykir hann sjálfur?
„Nei, ég hef ekki reykt árum sam-
an, ekki nema óbeint. Það er reykt
heima hjá mér svo ég er vanur tób-
aksreyknum og lyktinni sem honum
fylgir."
Og það er væntanlega ekkert til í
því sem hvíslað hefur verið, að þú
hafir í hyggju að taka þá Jakob og
Gísla Braga í nám í bólstruninni?
„Nei, það hefur ekki komið til al-
varlegrar umræðu enn sem komið
er, en það gæti alveg komið til greina
ef það batnar eitthvað ástandið í
þessari iðngrein sem innflutningur-
inn er að drepa.“
KIRBmN HF
SKÚTUVOGI2
■, SÍMI 68 30 80
145R12 4^90 2.990 stgr 185/60R14 •Triteo- 4.490 stgr
155R12 ~5^3Q- 3.130 stgr 195/60R14 -6t20Q' 4.880 stgr
135R13 -4rfS0" 2.860 stgr 175/70R14 3.990 stgr
145R13 2.980 stgr 185/70R14 -&Æ4Q- 4.160 stgr
155R13 -erseo- 3.215 stgr 195/70R14 -7r83Q 4.690 stgr
165R13 3.340 stgr 205/75R14 5.460 stgr
175/70R13 Sr850 3.480 stgr 165R15 -Q^OÖ' 3.780 stgr
185/70R13 '6r4ðö- 3.850 stgr 185/65R15 4.470 stgr
175R14 3.850 stgr 195/65R15 •&r84Q 5.300 stgr
185R14 -7ráOQ 4.280 stgr 205/60R15 ðr82Q 5.770 stgr
Jeppadekk 25% afsl.
235 / 75 R 15 kr.40á65 kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.HL550 kr.7.912 stgr
31-10,50 R 15 kr.Vh950 kr.8.960stgr 33-12.50 R 15 krDM40- kr.10.830 stgr
Vörubíladekk 25% afsl.
12 R 22,5 /16PR kr.33r70O kr.25.275 stgr 315/80 R22,5 kr3R.980 kr.29.235 stgr
Bndge
kvenna
Mánudaginn 13. febrúar stóð til
að hefja parakeppni félagsins en
henni var frestað vegna dræmrar
þátttöku. Þess 1 stað var spilaður
eins kvölds tvímenningur og
uröu úrslit hans þannig:
1. Sigi'ún Pétursdóttir-Sveinn Sigur-
geirsson 219
2. Gunnþórunn Erlingsdóttír-Jón
Stefánsson 189
3. BjÖrg Pétursdóttir-Esther Valdi-
raarsdóttir 171
i. Guörún Jörgensen-Þorsteínn
Kristjánsson 169
Mánudaginn 20. febrúar er para-
keppnin á dagskrá og verður hún
með barómetersniði ef næg þátt-
taka fæst. Pörgeta skráð sig í
símum 32968 (Ólína), 10730 (Sig-
rún) og 879360 (BSÍ).
Bridgedeild
Sjálfsbjargar
Bridgedeild Sjálfsbjargar í
Reykjavík og nágrenni heldur
minningarmót um Þorbjörn
Magnússon frá Másseli í Jökuls-
árhlíö í N-Múiasýslu. Hann bjó í
Hátúni 12 (Sjálfsbjargarliúsinu)
síðustu æviár sín og andaðist 12.
desember 1992. Þorbjöm spilaði
með Bridgedeild Sjálfsbjargar frá
upphati hennar, eða 15 ár. Mótið
verður haldið í sal Sjálfsbjargar
Rvk og nágrenni, Hátúni 12,
mánudaginn 20. febrúar klukkan
19.00. Upplýsingar um mótið eru
veittar í sima 13599, Páll Sigur-
jónsson, eða á skrifstofu félagsins
í síma 17868.
Laugardaginn 4. mars verður
opinn tvímenningur í húsnæði
BSÍ í Þönglabakka. Spilaður er
Mitcheli, tvær 28 spila lotur, en
byrjað verður klukkan 11.00.
Spilað verður um silfurstig. Frítt
kaffi og meðlæti á meðan á mót-
inu stendur. Vegleg eignarverð-
laun og farandgripir auk óvæntra
verðlauna, Þátttökugjald er 1.500
krónur á mann. Skráning er haf-
in hjá BSÍ og hjá Ólafi Lárussyni
í s. 16538.
Þriðjudaginn 14. febrúar var
spilaður eins kvölds fránenning-
ur hjá féiaginu og eftirtalin pör
náöu hæsta skorinu:
1. Óskar Kristinsson-Krístinn Ósk-
arsson 130
2. Nicolai Þorsteínsson-Gestur Páls-
son 129
3. Jón Egilsson-Halldór Þorvaldsson
120
Laugardaginn 25. febrúar verður
haldinn silfurstigabarómeter hjá
félaginu. Spilamennska hefst ki.
10.00 stundvíslega í féiagsheimili
SÁÁ. Lokað veröur á 32 pör svo
nú er um að gera að skrá sig sem
allra fyrst. Skráning er hafin hjá
Sveini Eiríkssyni í vs. 14785 og
hs. 14487 Og hjá BSÍ í 879360.
Staða efstu para er þannig eftir
tvö kvöld af þremur í barómeter-
keppni félagsins:
1. Margrét Margeirsdóttir Dóra Frift-
leifsdóttir 75
2. Rato Kristjánsson-Þorsteinn
Kristjánsson 56
3. Loftur Pétursson Indriöi Guð-
mundsson 41
Hæsta skori á síðasta spilakvöldi
náðu eftirtalin pör:
1. Margrét Margeirsd.-Dóra: Frið-
leifsd. 44
2. : Rafn Kristjánsson t>ox-sfeinn
Kristiánsson 37
3. Jón Andrésson-Sæmundur
Björnsson 26 .
3. Heimir Tryggvason-Árni M.
Bjömsson 26
Reykingamenn á hröðu undanhaldi á Akureyri:
Bæjarstjórinn og kratinn
flúðu til „Bjössa bólstrara"