Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Side 6
6
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
Stuttar fréttir
Útlönd
Færeyska Lögþingið fjallaði um sambúðarvandann við Dani:
Sambandsslitin
ekki til umræðu
Blaðamaðurmyrtur
Alsírskur blaöamaður var
myrtur við gröf móður sinnar í
gær og liggja bókstafstrúarmenn
undir grun.
Walesa ieitar markaða
Lech Walesa
Póllandsforseti
heldur í sex
daga sögulega
ferð til Suður-
Ameríku á
morgun til að
efla viöskipta-
tengsl Póllands
viö Chile og Brasilíu.
Úrganguráferð
Grænfriðungar segja að Frakk-
ar ætli aö senda kjamorkuúr-
gang til Japans á þriðjudag.
Nauðgun refsiverð
Þýska þingiö hóf í gær umræö-
ur um frumvarp sem gerir
nauðgun innan hjónabandsins að
refsiveröu athæfi.
Veiðileyf i á
Samtök í Texas veita 5000 doli-
ara verðlaun hveijum þeim sem
skýtur innbrotsþjóf til bana.
VHIfákosnlngar
Belgíski forsætisráöherrann
sagði í gær að hann vildi fá kosn-
ingar á þesu ári til að endurnýja
umboð stjómarinnar.
Höfnuðutilboðinu
Þýskir málmiðnaöarmenn
höfnuöu siðasta tilboði atvinnu-
rekenda um launahækkun og
sögöu verkfall óumflýjanlegt.
Vopnahléframlengt
Rússar og Tsjetsjenar ákváöu í
gær að framlengja vopnahléið til
sunnudags en mistókst að semja
um skipti á látnum og fóngum.
Svartsýni SP
Fulltrúar SÞ em svartsýnir
vegna bardaganna í Bihac-héraði
í Bosníu og telja þá geta breiðst
út.
Major í meiri vanda
John Major,
forsætisráð-
herra Bret-
lands, á ekki sjö
dagana sæla
um þessar
mundir þar
sem frambjóð-
andi íhalds-
flokksins tapaöi illilega í auka-
kosningum í Wales og flokkurinn
kemur illa út í skoðanakönnun
Guardian.
NATOíviðræðum
Willy Claes NATO-stjóri ætlar
að ræða við ríki Norður-Afriku
um ógn við stöðugleika i löndun-
um við Miðjaröarhaf.
Reuter, Ritzau
KauphaHir erlendis:
Sögulegt met
íWallStreet
Undir lok vikunnar tóku hluta-
bréfaviðskipti í Wall Street í New
York mikinn kipp. Dow Jones vísital-
an náði sögulegu hámarki sinu á
miðvikudag og fór enn hærra á
fimmtudag, eða í 3987 stig. Markaðs-
sérfræðingar áttu von á að Dow Jo-
nes myndi rjúfa 4000 stiga múrinn
en veikur dollar og efnahagsástandið
í Mexíkó komu í veg fyrir það.
í kauphöUum, eins og í London og
Tokyo, hefur hlutabréfaverð hins
vegar lækkaö.
Litlar breytingar hafa verið á olíu-
markaðnum. Ástæðan er einkum tal-
in árleg samkoma helstu olíuspek-
inga heims sem fram fór í London í
vikunni. Þar var glaumur og gleði
og ýmislegt fleira en oUuviðskipti
sem höfðu forgang!
Færeyska Lögþingið frestaði í gær
umfiöllun um tillögu Verkamanna-
fylkingarinnar um að Færeyjar segi
sig úr ríkjasambandinu við Dan-
mörku vegna bankamálsins svokall-
aða.
Ekki var ljóst undir kvöld í gær
hvort Lögþingið mundi ræða bréf
Pouls Nyrups Rasmussens, forsætis-
ráðherra Danmerkur, þar sem hann
býður Færeyingum að nefnd óvil-
hallra sérfræðinga rannsaki banka-
málið. Lögþingið hefur hins vegar til
þessa krafist dómsrannsóknar þar
sem málsaðUar verði skyldaðir til að
bera vitni. Færeyingar saka stærsta
banka Danmerkur, Den Danske
Bank, um aö hafa með blekkingum
losað sig við meirihlutaeign sína í
dótturfyrirtækinu Færeyjabanka,
sem var sameinaður Sjóvinnubank-
anum, og þar með komist hjá að
greiða tíu milljarða íslenskra króna
tap á rekstri hans. Færeyskir skatt-
greiðendur sitja hins vegar uppi með
skuldina.
Færeyingar halda því fram að Poul
Schluter, fyrrverandi forsætisráð-
herra Danmerkur, og Poul Nyrup
hafi lofað að Den Danske Bank
mundi leggja fram fiármagn til þess
að bankasamruninn mundi ekki
kosta Færeyinga neitt.
Bæði forráðamenn Den Danske
Bank og danskir stjómmálamenn
hafa vísað því á bug að viUt hafi ver-
ið um fyrir Færeyingum við banka-
samrunann.
Ritzau
Fabióla Belgíudrottning tekur viö blómum þegar hún yfirgefur Laeken-kirkjuna i Brussel þar sem látinna meölima
belgísku konungsfjölskyldunnar var minnst í gær. Simamynd Reuter
Réttarhöld í New York vekja mikla athygli:
Eins og í leikhúsi geðveikinnar
ar hafi verið að því þegar Ferguson
gekk um lestarvagninn og skaut á
farþegana, neitar hann allri aðild að
máUnu. Hann sagði í fyrstu að hvítur
maður hefði stoUð byssunni sinni og
skotiö farþegana. SíðastUðinn þriðju-
dag skipti hann hins vegar um skoð-
un og sagði að morðinginn hefði ver-
ið blökkumaður, eins og hann, sem
væri eins í úthti og héti sama nafni.
Geölæknar hafa úrskurðað Cohn
Ferguson sakhæfan.
„Hér höfum við dæmi um hvað
gerist þegar geðsjúklingarnir taka
við stjóminni á geðveikrahælinu.
Þetta kemur til meö að verða sex
mánaða löng sýning í leikhúsi geð-
veikinnar," segir bandaríski lög-
fræðingurinn Ronald Kuby um rétt-
arhöld yfir Colin nokkrum Ferguson
sem ákærður er fyrir að hafa myrt
sex manns og sært nítján í troðfullri
farþegalest á Long Island í New York
í desember 1993.
Réttarhöldin yfir Ferguson hafa
vakið mikla athygli vestanhafs, m.a.
fyrir þær sakir að hann rak lögfræð-
inga sína, þar á meðal Kuby, og ann-
ast eigin málsvöm nú.
Ferguson sagði fyrir rétti fyrr í vik-
unni að hann væri fórnarlamb sam-
særis sem tengdist dauða fiölda-
morðingjans og mannætunnar Jef-
freys Dahmers en Dahmer var myrt-
ur í fangelsi í nóvember.
Þótt að minnsta kosti 40 sjónarvott-
Kauphallir og vöruverð erlendis |
■. æ
,
17,53
D J F
DV
Vegiðaðnei-
drottningunni úr
öllumáttum
Anne Enger
Lahnstein, leið-
togi norska
Miðflokksins
og drottning
nei-manna í
slagnum um
ESB-aðildina,
er nú í vondum
málum og beinast spjót kvenna
úr öllum flokkum aö henni.
Ástæðan er tíllaga sem hún
stendur fyrir og miðar að þvi að
lögfesta „réttinn tíl lífs frá getn-
aði tíl dauða“. Konur lita á tiUögu
þessa sem tilraun til aö þrengja
réttínn til írjálsra fóstureyöinga.
Leitaðaðóeirða-
seggjunumum
alltEngland
Mikil leit stendur nú yfir að
óeiröaseggjunum sem eyðilögöu
knattspyrnulandsleik íriands og
Englands í Dublin á miðviku-
dagskvöldið. Enska knattspyrnu-
sambandið auglýsti sérstakt
símanúmer þar sem fólk gætí
hringt inn ábendingar og við lá
að símakerfið brynni yfir, svo
sterk hafa viðbrögöin verið.
Þegar hefur tekist aö bera
kennsl á allmarga úr hópnum en
ljóst er aö þar voru ekki knatt-
spyrnuáhugamenn á ferö heldur
öfgamenn úr röðum nýnasista
sem fóru tU ÐubUh með það aö
markmiði að valda sem mestu
fióni, og þeitn tókst þaö.
Tveir sem handteknir voru á
staönum, rúmlega tvítugir piltar,
voru dæmdir tíl tveggja ára fang-
elsisvistar á írlandi í gær og síðan
sleppt gegn tryggingu.
Jack Charlton, hinn enski þjálf-
ari írska landsliðsins, sendi í gær
ákall tU landa sinna um að setja
leikinn á aö nýju, helst í vor. Við-
brögð Englendinga viö beiöni
Charltons voru hins vegar dræm.
Franskirhægri-
menn erukomn-
iríhársaman
Keppinautar meðal franskra
íhaldsmanna um forsetaembætt-
iö eru komnir í hár saman og í
gær sökuðu þeir hver annan um
skemmdarstarfsemi og vanhæír.
Á sama tíma sýndu skoöana-
kannanir minnkandi stuöning
við framboð Edouards Balladurs
forsætisráðherra.
Giscard d’Estaing, fyrrum for-
setí, veittíst að Balladur og stuðn-
ingsmenn þess síðamefnda sök-
uöu keppinautana um aö kljúfa
raðir hægrikjósenda meö fram-
boðum sínum.
Vinnyharðhaus
bíturínefsvo
Mæðirundan
Knattspyrnu-
maðurinn
Vinny Jones
baðst i gær af-
sökunar á því
að hafa bitið
blaðamanninn
Ted Oliver frá
Daily Mirror í I
nefið á hóteli i Dublin á miðviku-
dagskvöldið.
Vinny segist ekki hafa meint
neitt illt, þetta hafi veriö fárán-
legur hrekkur sem gekk of iangt
og sér líði afar illa út af þvi.
Oliver kærði Vínny tíl lögregl-
unnar og enska knattspymusam-
bandíð er meö málið í athugun.
Þar er Vinny á þriggja ára skil-
orði eftir að hafa gefið út mynd-
band þar sem hann lýstí ýmsum
fantabrögðum sem beitt væri í
knattspyrnunni. ntb, Rcuter