Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Mín stofnun
„Þú stjómar Arnóri. Ég stjóma þér. Þessi ráðherra
er ekki hræddur við að berjast. Ég minni þig á fram-
kvæmdastjóra Náttúruverndarráðs, sem nú er fyrrver-
andi framkvæmdastjóri. Gleðileg jól.“ Þetta hefur fyrr-
verandi veiðistjóri eftir núverandi umhverfisráðherra.
Hinn skapstyggi umhverfisráðherra hefur nýlega ver-
ið í fjölmiðlum og látið orð falla á þann veg, að hann
virðist sem fyrr halda, að hann eigi ráðuneyti sitt og stofn-
anir þær, sem undir það falla. Þetta er „mín stofnun“,
sagði hann við það tækifæri um embætti veiðistjóra.
Tilefni málsins er, að umhverfisráðherra hefur látið
eftir sér að hringja í embættismenn og opinbera starfs-
menn með vafasömu orðavali, jafnvel út af málum, sem
varða ekki verksvið viðkomandi stofnunar. Virðist ráð-
herrann ekki kunna sér neitt hóf á þessu sviði.
Starfsmaður embættis veiðistjóra hafði tjáð sig opin-
berlega um rjúpnaveiði sem félagi 1 Skotveiðifélagi ís-
lands, en ekki sem ríkisstarfsmaður, enda heyrir rjúpna-
veiði ekki undir embætti veiðistjóra. Þessi tjáning hans
var aðeins hluti af borgaralegum réttindum hans.
Samt hringir umhverfisráðherra í hann og síðan í yfir-
mann hans, þáverandi veiðistjóra, sem reyndi að útskýra
fyrir ráðherranum, að mál þetta varðaði ekki embætti
veiðistjóra, heldur væri einkamál starfsmannsins. Við-
brögð ráðherrans voru síður en svo vinsamleg.
Umhverfisráðherra „á“ ekki embætti veiðistjóra, þótt
það heyri undir ráðuneytið. Hann stjómar því ekki, að
veiðistjóri ráði persónulegum skoðunum starfsmanna
embættisins á málum, sem ekki em á verksviði embættis-
ins. Ráðherrann hefur ofmetnazt af upphefð sinni.
Tilvísun ráðherrans um, að annar embættismaður sé
orðinn fyrrverandi embættismaður, er ekki annað en
bein hótun um, að ráðherrann muni reyna að gera veiði-
stjóra að fyrrverandi veiðistjóra. Það hefur svo komið á
daginn, að hann er orðinn fyrrverandi veiðisfjóri.
Ekki getur það verið umhverfisráðherra til afsökunar,
að það sé svo mikið álag á hann að leika trúð á kjöt-
kveðjuhátíðum karlaklúbba, að hann verði að fá útrás í
vanstilltum símtölum við opinbera starfsmenn. Ráðherra
á fremur að biðja viðkomandi starfsmenn afsökunar.
Það er hins vegar vandamál Alþýðuflokksins að þurfa
að bjóða kjósendum að velja umhverfisráðherrann í ann-
að sinn á þing, alveg eins og það er vandamál flokksins
að þurfa að bjóða kjósendum að velja fyrrverandi bæjar-
stjóra og félagsráðherra í annað sinn á þing.
Síðan er vandamál kjósenda að hyggjast samkvæmt
skoðanakönnunum hleypa sex mönnum Alþýðuflokksins
á þing, þar á meðal þessum tveimur sérfræðingum í
misnotkun ráðherravalds, að ógleymdum utanríkisráð-
herra, sem stundar einkennilegar mannaráðningar.
Það er jafnvel ástæða til að hafa samúð með fyrrver-
andi bæjarstjóra og félagsráðherra, því að hans glöp fól-
ust einkum í að beina velvild og greiðasemi að einstakl-
ingum, sem fengu á þann hátt fyrirgreiðslu, er aðrir fengu
ekki. Hann er of stórtækur fyrirgreiðslumaður.
Valdshyggjumennimir eru verri. Kjósendur og stjóm-
málaflokkar ættu að forðast stjómmálamenn, sem nota
valdastöður til að sparka í fólk, sem þeir telja standa sér
skör lægra, og reyna að kúga það með yfirgangi, orð-
bragði og dulbúnum hótunum, þótt marklausar séu.
Dla tamin valdshyggja er eiginleiki, sem allra eigin-
leika sízt á erindi í stjómmál í lýðræðisríki. Valdshyggj-
an er afturhvarf til lénsveldis hinna myrku miðalda.
Jónas Kristjánsson
Valdabarátta
Walesa og
stjómarflokka
Enn veldur Lech Walesa upp-
námi í pólskum stjórnmálum, nú
sem forseti landsins en ekki leið-
togi andspyrnuhreyfmgar eins og á
baráttudögum Samstöðu á síðasta
áratug. Hann hefur hrakið forsæt-
isráðherra af stóli og tekst nú á við
eftirmann hans um val manna í
ráðherraembætti.
Skömmu eftir að barátta Sam-
stöðu knúði kommúnista til að láta
af völdum skiptist hreyfingin í mis-
munandi stjórnmálaflokka en Wa-
lesa náði forsetakjöri. Þá þegar
reyndist hann fyrri félögum óþæg-
ur ljár í þúfu þegar þeir í ráðherra-
embættum töldu sig bera meiri
ábyrgð gagnvart þingi en vilja for-
setans.
Um þverbak keyrði þó í sambúð
forsetans og ríkisstjómar eftir
þingkosningamar 1993. Þá kom í
ljós afturkippur hjá kjósendum eft-
ir þrengingatíma umskiptanna frá
miðstýringu til markaðsbúskapar.
Þau umskipti þykja reyndar hafa
tekist með betra móti í Póllandi en
ööram löndum í svipuðum sporum.
Hagvöxtur var fjórir af hundraði á
síðasta ári.
Batinn kemur nú til góða ríkis-
stjórn Lýðræðisbandalags vinstri
manna sem myndað var upp úr
kommúnistaflokknum gamla og
Bændaflokknum sem náðu meiri-
'hluta á þingi 1993. Kveður svo
rammt að, samkvæmt skoðana-
könnunum, að Alexander Kwasni-
ewski, foringi Lýðræðisbandalags
vinstri manna, er vís til að bera
sigurorð af Walesa í forsetakosn-
ingum í nóvember.
Þessi er aö flestra dómi meginá-
stæðan til aö Walesa leggur nú allt
kapp á að hrella stjórnarflokkana
og beitir til þess langsóttum fram-
lengingum á forsetavaldi. Hafði
hann þó áður gengið æði langt, svo
sem þegar hann lagðist á sveif með
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
hershöfðingjanum gegn land-
varnaráðherra.
Fyrsta atlaga Walesa gegn ríkis-
stjórninni var að neita að staðfesta
fjárlög og hóta síðan að rjúfa þing
með tilvísun til þess að ný fjárlög
tækju ekki gildi á tilsettum tíma.
Frá þessu hvarf þó forsetinn þegar
stjórnarflokkarnir hótuðu á móti
að draga hann fyrir landsdóm og
stjórnarandstæðingar og fyrrver-
andi samherjar Walesa báðu hann
fyrir hvern mun að fremja ekki
augljóst stjórnlagarof.
Þá sneri Walesa við blaðinu, lýsti
vantrausti á Waldemar Pawlak,
forsaetisráðherra úr Bændaflokkn-
um, og krafðist að við tæki af hon-
um áðurnefndur Kwasniewski. Var
þetta talin augljós tilraun til að
koma tilvonandi höfuðkeppinauti í
forsetakosningunum í stöðu sem
líkleg væri til að rýra vinsældir
hans.
Hins vegar var fyrir í stjórnar-
flokkunum óánægja með störf
Pawlaks svo þeir komu sér saman
um að við skyldi taka Jozef Oleksy
úr Lýðræðisbandalaginu. Hefur
hann undanfarna viku setið fundi
með stjómarflokkunum og forset-
anum á víxl og nú er komið á dag-
inn að enn hyggst Walesa grípa
fram fyrir hendur forsætisráð-
herra.
í þetta skipti krefst hann þess að
fá að tilnefna þrjá ráðherra í ríkis-
stjómina, þá sem fara skuli með
utanríkismál, landvarnir og innan-
ríkismál. Kveðst Walesa gera þetta
í krafti þess að forsetinn beri úr-
slitaábyrgð á öryggi ríkisins.
Oleksy forsætisráðherraefni
svarar á þann veg að hann taki
ekki við neinum tilnefningum í
ráðherrastóla í stjórn sinni hjá for-
setanum en muni tilnefna í þessi
embætti menn sem hann voni að
forseti geti sætt sig við að skipa.
Verði svo ekki fái þingið að segja
af eða á um traust á ráðherralistan-
um og hljóti hann samþykki þess
sé forsetinn skyldugur að skipa rík-
isstjórn samkvæmt því.
Svona stóðu málin þegar síðast
fréttist og fylgir sögunni að Oleksy
gefi sér allt að hálfan mánuð til að
ráða deilunni við Waiesa til lykta.
Eins og fyrr sagði hrýs ýmsum
fyrri félögum Walesa úr Samstöðu
hugur við vinnubrögðum foringj-
ans síns gamla í þessu efni. Segjast
þeir að vísu þekkja ráðríki hans
og einþykkni frá fyrri baráttudög-
um en alvarlegra mál sé þegar for-
setaembætti landsins sé beitt með
þessum hætti.
Verður mönnum hugsað til lýð-
veldis millistríðsáranna í Póllandi.
Þá tók forsetinn og þjóöhetja,
Pilsudski marskálkur, sér einræð-
isvald sem leiddi til stjórnarhátta
sem áttu sinn þátt í hve Pólland
fékk litla rönd við reist við ásælni
gírugra nágranna í austri og vestri.
Lech Walesa og Danuta kona hans skála fyrir sigri í forsetakosningunum 1990.
Skodanir annarra
Kjarnorkuóttinn
„Það þarf að minnsta kosti tvo til þegar kemur að
útbreiðslu kjarnorkuvopna þessa dagana. í því
kjamorkumáh sem mestan ótta vekur núna er því
einmitt svo farið. Hiö verðandi kjamorkuveldi er
íran og enginn veit almennilega hversu langt á veg
þeir eru komnir með smiði kjarnorkuvopna. Þeir
sem hjálpa þeim, þrátt fyrir að vilja ekki viðurkenna
það,eruRússar.“
Úr fyrirsögn Washington Post 16. febr.
Þjóðarmorð í Omarska
„Omarska-fangabúðirnar í Bosníu, sem eru á veg-
um Serba, vöktu heimsathygh árið 1992 þegar í ljós
kom að þar voru framin íjöldamorö, pyntingar og
kynferðislegt ofbeldi á múslímum með það að
markmiði að hrekja þá burtu frá norðvestur Bosníu.
Bæði SÞ og Bandaríkjastjórn voru sein til að trúa
því sem þeirra eigin embættismenn lýstu og vildu
ekki kaha atburðina sínu rétta nafni: þjóðarmorð.
Nú loksins er stjórnandi búðanna, Zeljko Meakic,
ásakaöur fyrir þjóðarmorö.
Úr forystugrein The New York Times 16 febr.
Ríkiseinokun aflétt
„Ríkisstjórnin taldi sig á sínum tíma örugga með
að áfengiseinokunin gæti haldið innan EES án breyt-
inga. Síðan hafa nágrannalönd okkar lagt niöur ein-
okun á innflutningi áfengis og Eftirhtsstofnun EFTA
hefur skorið úr um að ríkiseinokun á víninnflutn-
ingi stríði gegn EES-samningnum. Ríkisstjórnin hef-
ur nú ákveðið að fara að vilja EFTA og komast hjá
málaferlum. Það er skynsamlegt. Mikilvægara er að
standa vörð um smásölueinokun ríkisins."
Úr forystugrein Arbeiderbladet 14. febr.