Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Side 24
24
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
Goðið af
stallinum
David Berman heitir maður
sem er söngvari með lítt þekktri
hljómsveit í Lndúnum sem heit-
ir Silver Jews. Hann heldur mik-
ið uppá Frank Black og fór að
berja goðið augum á dögunum á
tónleikum. Hann tók með sér
plötu með Silver Jews og hugðist
afhenda Black hana eftir tónleik-
ana með bón um að hann tæki að
sér upptökustjóm á næstu plötu
sveitarinnar. Eitthvað stóð illa í
bólið hjá Black þvi hann sigaði
górillum sínum á Berman og bað
þær fleygja honum á dyr. Ber-
mann brást ókvæða við og náði
að fleygja plötunni framhjá ber-
serkjunum með orðunum:
„Hafðu hana samt“, en ekki tókst
betur til en svo að platan lenti í
hausnum á Black, sem trompað-
ist gjörsamlega. Lauk þar með
samskiptum Bermans við goðið
en ekki er búist við að Black
stjómi upptökum á næstu plötu
Silver Jews.
Courtney fær
hlutverk
Hin alræmda söngkona Court-
ney Love hefur verið fengin til að
sjá um tónlist við kvikmyndina
Tank Girl sem verið er að vinna
að þessa dagana vestur í Banda-
ríkjunum. Myndin er unnin upp-
úr teiknimyndasögu og sem
kunnugt er stóð til á tímabili að
Björk Guðmundsdóttir tæki að
sér hlutverk í myndinni.
Píanistinn
gafst upp
Líf popparans er enginn dans
á rósum, heldur vinna og aftur
vinna. Álagið er mikið, stundum
of mikið og þá verður eitthvað að
undan láta. Síðustu vikur hafa
hljómsveitimar Nine Inch Nails
og Pop Will Eat Itself verið á tón-
leikaferð um Bandaríkin en á
dögunum varð sú síðamefnda að
draga sig í hlé þar sem hljóm-
borðsleikarinn Graham Crabb
var orðinn ein taughrúga og ekk-
ert annað við hann að gera en að
leggja hann inn á næsta spítala.
Plötufréttir
Sensless Things senda frá sér
nýja plötu alveg á næstunni og að
sögn söngvarans Marks Keds
verður það síðasta plata sveitar-
innar í núverandi mynd að
minnsta kostL.Bomb The Bass
era að vinna að langþráðri plötu
og hafa fengið ýmsa góðkunna
poppara til liðs við sig meðal ann-
ars, Sinead O’Connor og Jah
Wobble...Annie Lennox er að
leggja síðustu hönd á nýja sóló-
plötu, sem hlotið hefur nafnið
Medusa...írsku þjóðlagarokkar-
amir í The Pogues em byrjaðir
að undirbúa næstu plötu...Og
gamla brýnið Rod Stewart er
byrjaður að leggja grunn að enn
einni sólóplötunni...
WI v; £ KUM ■[■ O ‘í * Í1 JS. Cl o ,aS d fcv Öfc ** (iV tl qI
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM 40
1 ’Of ni
L
••• NÝTTÁ TOPPNUM-
CD 3 8 3 DANCING BAREFOOT U2
2 1 1 5 SON OF A PREACHER MAN DUSTY SPRINGFIELD
3 2 6 5 THE MAN WHO SOLD THE WORLD NIRVANA
4 4 3 7 WHATEVER OASIS
G) 10 24 3 1 LOVE THE NIGHT LIFE ALICIA BRIDGES
6 5 4 5 CRUSH WITH EYELINER R.E.M.
CD 9 15 5 GLORY BOX PORTISHEAD
Cj> 13 22 3 THE BALLAD OF PETER PUMKINHEAD CRASH TEST DUMMIES
9 8 11 7 HIBERNACULUM MIKE OLDFIELD
(5) 21 - 2 THESE BOOTS ARE MADE FOR WALKING SAM PHILLIPS
12 23 3 BASKET CASE GREEN DAY
15 - 2 AÐEINS STEINAR f VEGG NEMENDUR V.f.
13 6 2 10 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES
14 7 5 4 THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O'CONNOR
15 11 19 4 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN
(Í6) 22 - 2 THIS COWBOY SONG STING & PATO BANTON
23 28 3 EVERLASTING LOVE GLORIA ESTEFAN
18 14 7 5 FREAK OUT JET BLACK JOE
19 19 16 5 THE REASON IS YOU NINA
••• HÁSTÖKK VIKUNNAR •••
I de) 32 AF 3 SHE'S A RIVER SIMPLE MINDS
21 20 20 4 SCATMAN SCATMAN JOHN
22 17 14 9 WE HAVE ALL THE TIME IN THE WORLD LOUIS ARMSTRONG
GD 25 30 4 STRONGENOUGH SHERYL CROW
dD 31 32 3 BETTER DAYS AHEAD TYRELL CORPORATIO.N
25 18 10 7 SYMPATHY FOR THE DEVIL GUNS N'ROSES
... NÝTTÁUSTA-
GD - - 1 OLD POP IN AN OAK REDNEX
(27) 28 29 4 TELL ME WHEN HUMAN LEAGUE
GD - - 1 HOLD ON JAMIE WALTERS
29 16 12 7 ÁST f VIÐLÖGUM UNUN
30 30 27 3 THAT'S JUST WHAT YOU ARE AMIEE MANN
(31) 34 36 3 IN THE HOUSE OF STONE AND LIGHT MARTIN PAGE
32 29 18 9 TAKE A BOW MADONNA
33 24 9 12 ABOUT A GIRL NIRVANA
GD 39 - 2 NO MORE 1 LOVE YOUS ANNIE LENNOX
GD 37 - 2 CHANGE LIGHTNING SEEDS
36 36 - 2 IF 1 WANTED TO MELISSA ETHERIDGE
37 26 17 4 ÞANNIG ER NÚ ÁSTIN BUBBI
GD - - 1 AS 1 LAY DOWN SOPHIE B. HAWKINS
(39) - - 1 THEM GIRLS. THEM GIRLS ZIG & ZAG
© ^ - 1 SOMEDAY l'LL BE SATURDAY NIGHT BON JOVI
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 18 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af gengi laga á erlendum vinsældalistum og spilun
þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur. að hluta, i
textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt I vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á
Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
DV
©Si21
Ný Nirvana-
plata vænt-
anleg
Miklar líkur era til þess að raf-
möguð tónleikaplata með Nir-
vana sálugu líti dagsins ljós fyr-
ir lok ársins. Dave Grohl og Kris
Novoselic vom byrjaðir að vinna
við efni sem til er á böndum en
fannst það erfitt tilflnngalega og
ákváðu að fresta frekari vinnslu
þar til síðar á árinu.
Glerhús
söngvarans
írska söngkonan Sinead
O’Connor hefur eins og kunnugt
er átt í margvíslegum persónu-
legum erflðleikum, sem hún rek-
ur til óbærilegra aðstæðna í upp-
vextinum. Hún var á tímabili í
mikilli uppreisn gegn kirkjunni
og móðgaði kaþólikka og páfann
eftirminnilega um árið. Nú hefur
hún enn á ný skotið fostum skot-
um á kirkunnar menn og ásakar
presta fyrir að misnota böm og
nefnir bræður sína sem dæmi um
böm sem lent hafi í klóm kyn-
ferðislega brenglaðra presta.
Skelfing
söngvarans
Kirk Pengilly liðsmaður INXS
lenti í pínlegu slysi á dögunum,
sem hann vill fyrir aila muni að
fari ekki hátt. Honum hefúr þó
ekki orðið að óskum sínum í því
efhi. Pengilly var við veiðar og
þurfti að nota beittan hníf við ein-
hver handtök. Ekki tókst þó bet-
ur til en svo að honum fotuðust
handtökin og hnífurinn særði
hann á ónefndum afar viðkvæm-
um stað. Meiöslin kváðu ekki
vera alvarleg og er Pengilly á góð-
um batavegi. -SþS-
Á toppnum
Topplag íslenska listans á
hljómsveitin U2, lagið Dancing
Barefoot úr kvikmyndinni
Threesome. Söngkonan Patti
Smith samdi lagið og gaf það út
árið 1979. Lagið hefur ekki áðm-
komið út á smáskífu með U2.
Nýtt
Hæsta nýja lagið á Rednex sem
er vinsælasta danshljómsveitin
um þessar mundir. Lagið kallar
hún Old Pop in an Oak. Hún fylg-
ir eftir laginu Cotton Eye Joe sem
er vinsælasta lagið í Evrópu um
þessar mundir.
Hástökkið
Hástökk vikunnar á hljóm-
sveitin Simple Minds, lagið She’s
a River. Simple Minds hefur ekki
gefið út plötu með fmmsömdu
efni í þrjú ár. Lagið er af nýrri
plötu hennar sem nefnist Good
News from the next World. Lag-
ið fór inn neðarlega á listann, datt
síðan út strax og kom svo nýtt inn
í síöustu viku og er nú hástökk-
ið.