Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 29
28
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
I
Tomasz og Wieslawa, mæðginin sem björguðust úr snjóflóðinu:
Aldrei aftur
„Ég sef ekki án þess að taka inn
svefnlyf og mér verður aftur og aftur
hugsað til þeirra ógnaratburöa sem
rústuðu tilveru mína í einni andrá.
Ég sé aö Tomasz verður stundum
fjarrænn og þungt hugsi, hann situr
og er að velta fyrir sér atburðunum.
Hann grét mikið fyrst eftir slysið.
Þegar ég sagði honum á sjúkrahús-
inu hvað gerst hafði vildi hann að-
eins eitt; hann vildi fara aftur til
Póllands og sagði við mig að við ætt-
um ekkert hér lengur, allt væri horf-
ið. Ég mun aldrei gleyma þessum
atburðum en vona að ég komist yfir
mesta áfallið," segir Wieslawa Lup-
inska sem bjargaðist naumlega,
ásamt tíu ára syni sínum, Tomaszi
Lupinski, úr snjóflóðinu sem lagði
kjarna Súðavíkur í rúst og kostaði
14 manns lífið mánudaginn 16. jan-
úar sl.
Snjóflóð og neyðaróp
„Ég veit ekki hvort það var ímynd-
un eða raunveruleiki en það fyrsta
sem ég man, eftir að snjóflóðiö skall
á húsinu, er að mér fannst ég heyra
neyðaróp. Þegar ég man fyrst eftir
mér eftir hamfarirnar fann ég að eitt-
hvað þungt var ofan á mér en ég
náði að skreiðast undan því. Ég sá
ekkert og veðurofsinn var svo mikill
að það var tilgangslaust að hrópa á
hjálp. Það eina sem ég heyrði voru
óp frá fólki sem virtist vera í sömu
neyð og ég. Ég náði með herkjum að
brjótast áfram, gegnum brak úr hús-
um og snjó, að húsi sem stendur
skammt frá frystihúsinu. Mér var
orðið helkalt og þarna tók á móti
mér fólk sem hlýjaði mér,“ segir
Wieslawa.
Þau mæöginin bjuggu á Túngötu 7
ásamt Bellu Vestfjörð og dóttur
hennar, Petreu Vestfjörö, sem báðar
fórust í þessu hörmulega slysi. Wie-
slawa, sem er pólsk, flutti til íslands
fyrir fjórum árum, frá borginni
Bialystok í austurhluta Póllands.
Fátæktin handan
við hornió
„Vinkona mín sagöi mér aö það
væri hægt aö fá vinnu á íslandi.
Kunningi hennar vann þar og hún
hafði samband við hann. Þegar það
lá fyrir að ég gæti fengið vinnu í
Súðavík ákvað ég að slá til og fara.
Það var mjög erfitt að komast af í
Póllandi og mikil fátækt. Það má
segja að hungurvofan hafi beðið
handan við homið. Ég er matvæla-
fræðingur og fljótlega eftir að ég byrj-
aði aö vinna í frystihúsinu í Súðavík
fékk ég starf þar viö gæðaeftirlit. Ég
var í ágætu starfi í Póllandi, vann á
skrifstofu, en ég held að ég geti sagt
aö ég hafi tífaldað launin mín þegar
ég fór að vinna hjá Frosta. Ég get
nefnt sem dæmi aö bróðir minn, sem
er fjölskyldumaður og tveggja bama
faðir, hefur sem nemur sjö þúsund-
um íslenskra króna í mánaðarlaun.
Tveimur ámm síðar sótti Wieslawa
son sinn, Tomasz, til Póllands og
- segir Wieslawa Lupinska sem ætlar ekki til baka
Wieslawa asamt Petreu Vestfjorð. Myndin var tekin i fyrravetur.
ákveðið var að þau settust að hér-
lendis.
Taugaáfall
Hún segir minningarnar frá at-
burðinum Sjálfum óljósar og að hún
hafi misst allt tímaskyn. Atburðirnir
renni saman í eina martröð.
„Þegar hlúð var að mér eftir að ég
komst í húsaskjól vissi ég ekkert um
afdrif annarra á heimilinu. Ég fékk
taugaáfall og skalf og nötraði og gerði
mér enga grein fyrir því hvaö hafði
gerst. Þegar mér var sagt að snjóflóð
hefði fallið á byggðina og fólk væri
að safnast saman í frystihúsinu, bað
ég um að hringt yrði þangað og ég
sótt. Það komu fijótlega tveir menn
og sóttu mig. Ég spurðist fyrir um
Bellu, Pettý og Tomasz en þaö kom
í ljós að ekkert þeirra var fundið. Ég
var við það að örvilnast á þeirri
stundu. Læknir, sem var staddur
þarna, sagði að ég yrði að fara með
Fagranesinu til ísafjarðar á sjúkra-
hús. Ég vildi bíða eftir að hin fynd-
ust en það var ekki hægt svo ég fór
með skipinu," segir hún.
Tomasz segist ekkert muna frá
slysinu sjálfu og ekkert frá dvölinni
undir snjófarginu. Hann segist síðast
muna það frá kvöldinu áður að hann
var að undrast að bíllinn þeirra var
kominn á kaf í snjó og það var vit-
laust veður. Það vakti aödáun björg-
unarsveitarmanna að hann var alveg
rólegur og grét ekki þegar honum
var bjargað eftir sólarhring á nokk-
urra metra dýpi undir snjófarginu.
„Ég vissi ekkert af mér fyrr en ég
fann að það rakst eitthvað í mig og
ég heyrði í mönnum. Ég var dauð-
hræddur og öskraði því ég var
hræddur um að meiða mig meira.
Þegar ég var kominn inn í Frosta var
mér sagt að ég hefði lent í vatnsrúmi
nágrannans og það bjargað mér,“
segir Tomasz.
Wieslawa fór þegar á sjúkrahúsið
Hélt að Tomasz
væri dáinn
í sólarhring
undir snjófargi
Við komuna til ísafjaröar var hún
þegar flutt á sjúkrahúsið til rann-
sóknar. Þegar það lá fyrir að hún
þyrfti ekki að leggjast inn hafði hún
samband við vinkonu sína sem bauð
henni að gista á heimili sínu.
„Kristín, vinkona mín, kom og sótti
mig. Ég var gjörsamlega dofin og
man lítið frá þessum degi. Þarna var
Meö Reykjavík i baksýn. Þau ætla að setjast að i Kópavogi i þeirri von að
komast yfir áfallið.
mér sagt að Bella og Petrea hefðu
fundist látnar en Tomaszar væri enn
saknað. Ég man að ég sagðist vera
viss um að Tomasz væri líka dáinn.
Eg held aö ég hafi sofnað stutta stund
einhvem tíma um nóttina en klukk-
an sex um morguninn heyrði ég í
útvarpsfréttunum að maður hefði
Bella Vestfjörð ásamt Tomaszi.
Myndin var tekin skömmu eftir að
Tomasz kom til íslands. Bella
kenndi honum íslensku daglega og
nú talar hann málið lýtalaust.
fundist á lífi. Ég sagði þá við Kristínu
að það væri kannski smávon. Það var
svo tveimur tímum síðar að vinkona
mín í Reykjavík, sem var í sambandi
við Rauða krossinn, hringdi og sagði
mér að það hefði verið Tomasz, sonur
minn, sem fundist hefði. Það var
ólýsanleg tilfmning að heyra þetta
og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Vin-
kona mín sagði mér jafnframt að
hann væri mjög illa slasaður," segir
Wiesláwa.
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
37
Mæðginin Tomasz Lupinski og Wieslawa Lupinska fyrir utan heimili sitt í Kópavogi. Þau segja fólk hafa sýnt þeim
á Súðavík.
þegar henni bárust tíðindin af syni
sínum. Hún segist hafa verið milli
vonar og ótta þar sem henni hafði
verið sagt að hann væri mikið slasað-
ur.
„Þegar ég kom á spítalann spurði
ég lækninn hvort ég gæti talað við
Tomasz. Læknirinn sagði það vera í
lagi og að hann væri ekki eins mikið
slasaður og talið var í fyrstu. Þegar
ég kom inn á stofuna til drengsins
tók ég eftir því að höfuð hans var
bólgið og þrútið og augun sokkin.
Læknirinn sagði að þetta væri vegna
kuldans og frostsins en myndi lag-
ast. Mér létti ósegjanlega þegar hann
var hólpinn, í mínum huga er það
ekkert annað en kraftaverk að hann
skyldi hafa þetta af,“ segir hún.
Ágengar minningar
Wieslawa og Tomasz eru sammála
um að fara ekki aftur til Súðavíkur.
Til þess séu minningarnar um þenn-
an hræðilega atburð of ágengar.
„Ég get ekki hugsaö mér aö snúa
aftur. Minningarnar um þennan at-
burð standa mér enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Ég held að ég
mundi ekki þola að koma aftur í þetta
umhverfi og atburðirnir mundu
stanslaust leita á hugann. Ég hafði
reyndar hugsað mér að flytjast á
brott og þá á svæði þar sem vetrar-
hörkur eru minni. Ég er mjög veður-
hrædd og oft þegar slæm veður geis-
uðu leið mér afar illa. Kvöldiö áður
en snjóflóðið féll var ég mjög hrædd;
ekki við að það félh snjóflóð heldur
að veðurhamurinn myndi verða til
þess að rúður brotnuðu. Óttinn var
mikill og ég spurði Bellu hvort það
gæti ekki eitthvað gerst í svona veðri.
Hún sagði mér að vera róleg og hugsa
þetta frekar á þann veg að fæstir
útlendingar fengju tækifæri til að
upplifa svona veður. Ég sofnaði um
ellefuleytið þetta kvöld og svaf frekar
illa. Ég vaknaði um fimmleytið um
morguninn og spurði þá Bellu hvern-
ig veðrið væri. Hún sagðist halda að
það væri að ganga niður. Þetta var í
síðasta sinn sem við töluðum sam-
an,“ segir hún.
Fyrirboði
Það er mikið talað um fyrirboða
áður en slys verða. í kringum Súða-
víkurslysið er sagt af fólki í fjarlægð
sem hafði áhyggjur af ættingjum sín-
um vestra í veðrahamnum. Sumir
segjast hafa verið slegnir óhug þenn-
an morgun áður en slysið varð. Wie-
slawa segist vera viss um að slíkir
fyrirboðar séu staðreynd.
„Laugardagskvöldið áður en snjó-
flóðið féll fórum við Bella í heimsókn
til Kristínar, vinkonu okkar á
ísafirði, og áttum með henni
skemmtilega kvöldstund. Viö spjöll-
uðum um alla heima og geima og
vorum hjá henni lengi kvölds. Þegar
við vorum að fara kvaddi Bella hana
á þann hátt að eftir á að hyggja var
þetta eins og hinsta kveðja. Hún
sagði við Kristínu að henni þætti
óendanlega vænt um hana og þakk-
aði henni fyrir trausta vináttu í gegn-
um þykkt og þunnt. Okkur Kristínu
kom saman um aö þetta hefði verið
mjög sérstök kveðja og hún sagði
Bellu aldrei fyrr hafa kvatt sig á
þennan hátt. Það var eins og hún
vissi að hún væri á fórum,“ segir
Wieslawa.
Misstu allt
í snjóflóöinu
Þrátt fyrir sorgina sem fylgir því
að sjá á eftir nákomnum vinum í
heljargreipar snjóflóðsins og missa
allt segist Wieslawa bjartsýn á að þau
Tomasz komist yfir áfallið. Hún segir
að hlýhugur allrar þjóðarinnar
vegna atburðanna snerti sig djúpt og
hafi orðið til þess að hjálpa sér yflr
erfiðasta hjallann. Viðbrögö íslend-
inga séu engu lík og hún hefði ekki
trúað því að óreyndu að hún ætti
eftir að upplifa slíkt.
„Við Tomasz misstum allt í snjó-
flóðinu og stóðum uppi tvö ein. Ég á
ekkert frá því fyrir flóðið nema
nokkrar myndir og örfáa persónu-
lega muni sem þó gefa mér mikið.
Við fráfall Bellu missti ég besta vin
sem ég hef átt eða mun nokkum tim-
ann eignast. Mér fannst um tíma lífið
tilgangslítið. Þegar Tomasz vildi að
við færum aftur til Póllands fannst
mér það alls ekki fráleit hugmynd.
Eftir að hafa síðan upplifað þann
samhug sem fólk sýnir okkur í þess-
um nauðum lít ég þetta öðrum aug-
um,“ segir hún.
Talar lýtalausa
íslensku
Það vekur athygli að Tomasz talar
lýtalausa íslensku eftir aöeins
tveggja ára dvöl hér. Það er engin
leið að þekkja hann úr hópi íslenskra
drengja. Áhugamálin em þau sömu
og annarra barna á svipuðum aldri.
Það eina sem skilur hann frá öðrum
börnum er sú ótrúlega lífsreynsla
sem hann á að baki.
„Mér finnst gaman í skólanum hér.
Kennararnir em ekki eins strangir
og í Póllandi. Þar voru krakkar rekn-
ir heim úr skólanum ef þeir gerðu
eitthvað af sér. Þetta er allt öðruvísi
hérna," segir Tomasz og móðir hans
bætir því við að hann hafi náð mál-
inu á undraskömmum tíma: „Hann
var mjög heppinn með kennara þeg-
ar hann kom til Súðavíkur í janúar
1993. Kennarinn lagði mikla áherslu
á að kenna honum málið. Bella tók
hann líka í kennslu daglega og hann
á þennan árangur þeim að þakka.
Honum gengur vel að læra og ég er
þakklát fyrir það. Hann er byrjaður
í Hjallaskóla í Kópavogi og eftir að-
eins nokkra daga er hann þegar bú-
inn að eignast vini í skólanum," seg-
ir Wieslawa.
í frí til Póllands
Tomasz og Wieslawa ætla að fara
í frí til Póllands í sumar. Hún segir
það hafa veriö ákveðið fyrir löngu
og hún vilji ekki sleppa þeirri ferð.
„Við Bella vorum fyrir löngu búnar
að ráðgera þessa ferð. Mig langar til
Póllands en ekki til að vera. Fólk þar
er miklu hörkulegra en hérlendis,
það stafar ef til yill af fátæktinni. Við
eigum heima á íslandi og hér viljum
við vera. Við munum aðeins koma
til Póllands sem gestir," segir hún.
Mæðginin búa nú í Kópavogi í ný-
legri íbúö sem Kópavogsbær lét þeim
í té endurgjaldslaust í eitt ár. Móðir
hennar, sem kom til íslands í boði
Rauða krossins, dvelur hjá þeim og
verður fram á sumar. Tomasz stund-
ar skólann og sjálf er hún búin að fá
vinnu í prentsmiðjunni Odda hf.
Búin aðfávinnu
„Ég byrja í nýju vinnunni í mars
og móðir mín, sem ætlar að vera þjá
okkur fram í júní, gætir Tomaszar.
Það er mjög mikilvægt fyrir mig að
hafa nóg að gera því ef það myndast
tóm þrúga minningamar mig. Það
eru allir boðnir og búnir að rétta
okkur hjálparhönd. Mér er efst í
mikinn hlýhug eftir að snjóflóðið féll
DV-myndir Brynjar Gauti og fleiri
huga óendanlegt þakklæti til alls
þessa fólks sem hefur aðstoðað okk-
ur,“ segir hún.
Það liggur enn ekki fyrir með
hvaða hætti þau fá bætur vegna
eignatjónsins. Hún og Bella ráku
heimilið sameiginlega en það var allt
á Bellu nafni nema bíllinn. Wieslawa
segist ekkert velta því fyrir sér, aðal-
atriðið sé nú að heíja nýtt líf á nýjum
stað.
„Ég veit ekki að hvaöa marki trygg-
ingamar koma til meö að bæta mitt
tjón. Bæði hús og innbú var skráö á
Bellu en bíllinn var skráður á okkur
sameiginlega. Ég hef ekki áhyggjur
af því hvar ég stend eftir þetta í
eignalegum skilningi. Aðalatriðið nú
er Tomasz, framtíðin er hans og ég
vil aö hann verði hamingjusamur.
Ég mun ekki snúa til baka, það verð-
ur aldrei aftur Súðavík. Ef ég kem
þangað aftur þá veröur það að sum-
arlagi," segir Wieslawa Lupinska.
-rt