Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 41 - O. J. Simpson sér sjónvarpsáhorfendum fyrir margra mánaða sápuóperu Réttarhöldin yfir O.J. Simpson hafa riðið yfir Bandaríkin eins og jarðskjálfti, að því er heimamenn sjálíir greina frá. Dag eftir dag hafa milljónir sjónvarpsáhorfenda horft á stríðið milli verjenda og sækjenda í réttarsal 9-307 í Los Angeles. Dag eftir dag hefur dramatíkin verið svo mikil aö nú eru Bandaríkja- menn farnir að tala um að ofbeldi lögreglunnar gegn Rodney King, árásin á Nancy Kerrigan, afskor- inn limur Johns Bobbits og hneigð Michaels Jacksons til barna hafi í raun bara verið upphitun fyrir réttarhöldin sem nú standa yfir. í vikunni lýsti rannsóknarlög- reglumaðurinn Ron Phillips fyrstu viðbrögðum Simpsons við andláts- fregn fyrrverandi konu sinnar. „Guð minn góður, Nicole er dáin.“ Hann spurði ekki hvernig eða hve- nær Nicole hefði látist og þykir það styðja kenningar um sekt hans. Afstaða þorra Bandaríkjamanna er sögð sú að máhð snúist ekki um sekt eða sakleysi Simpsons. Þetta sé í raun spuming um hvort hann komi til með að ganga frjáls ferða sinna að loknum réttarhöldunum sem hafa verið þrungin spennu. Baráttan milh veijenda og sækj- enda hefur verið hatrömm og stundum hafa þeir misst stjórn á sér. Komið hefur fyrir að dómar- inn, Lance Ito, hafi þurft að biðja þá um að slaka á í réttarsalnum sem er einn sá fullkomnasti í Bandaríkjunum. Allir málsaðilar hafa tölvuskjá fyrir framan sig. Myndum er varpað á stóran skjá bak viö dómarann. Með rafrænum penna geta verjendur og sækjendur kallað fram sönnunargögn úr gagnabönkum. Hóf ferilinn sem þjófur Sönnunargögnin hafa verið af ýms- um toga, þar á meðal dagbókarbrot Nicole þar sem hún lýsir barsmið- um O.J. á meðan þau voru gift og hótunum hans eftir að hún hafði yfirgefið hann. Þar th 12. júní síð- astliðinn var O.J. Simpson í hugum aimennings dáð íþróttahetja og maður sem tekist hafði að láta ameríska drauminn rætast. Hann er sonur einstæðrar móður sem bjó í fátækrahverfi blökkumanna í San Francisco. Hann hóf feril sinn sem þjófur. En hann var góður í amer- ískum fótbolta og fékk boð frá há- skólum um styrk. Simpson var á toppnum í fótboltanum í mörg ár. Þegar kominn var tími til að snúa sér að öðru var hann ekki í vand- ræöum með að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hafði sjarma og var málfimur og varð brátt sjónvarpsstjama. Simpson gat notiö lífsins í heimi hvítra. Hann eignaðist lúxusíbúð á Rockingham Avenue þar sem hús- in eru með sérstakri álmu fyrir þjóna og þar sem Rolls Royce og Jagúar eru algeng sjón á götunum. Hann kvæntist en hjónabandið varaði í stuttan tíma. Við tók langt samband við Nicole Brown. Þau voru gift í næstum tíu ár. Blóðugu hanskarnir Þaö var svo eftir aðfaranótt 13. júní síðastliðins sem almenningur fékk fregnir af því að allt hefði ekki verið sem sýndist í hjónabandi Nic- ole og Simpsons. Þessa nótt fundust Nicole og vinur hennar Ronald Goldman myrt við hús hennar í auömannahverfmu Brentwood í Los Angeles. Þau höfðu veriö stungin til bana. Þegar lögreglan ætlaði að tilkynna fyrrum eigin- manni Nicole, það er O.J. Simpson, um morðið var hann ekki heima. Hann hafði farið til Chicago kvöld- Réttarhöldin yfir O.J. Simpson standa yfir frá klukkan níu á morgnana til fimm síðdegis. Áður en hann geng ur inn i réttarsalinn á morgnana afklæðist hann fangabúningnum sem hann kemur i og fer í jakkaföt. O.J. Simpson i búningi Buffalo Bills. I veislu með eiginkonunni Nicole. I myndaalbúmi lögreglunnar. ið áöur. Ford Bronco virtist hafa verið lagt í skyndi fyrir utan hús hans og lögreglan fann blóðbletti í bílnum. Þegar O.J. Simpson kom heim nokkrum klukkustundum seinna var hann með sár á annarri hendi. Blóðblettir fundust í garði Nicole og nú í vikunni tilkynntu sækjend- ur að bráðabirgðaniðurstöður DNA-rannsóknar sýndu að blóðið væri úr O.J. Blóðugur hanski hafði fundist á morðstaðnum. Rann- sóknarlögreglumaðurinn Phillips sagði í vitnastúku í fyrradag að samstarfsmaöur hans, Mark Fuhr- man, hefði bent sér á blóðugan hanska bak við eitt af gestahúsum Simpsons. Verjendur gefa í skyn aö Fuhrman kunni að hafa komið hanskanum þarna fyrir en hann er þekktur kynþáttahatari. Margra mánaða sápuópera Sumir líkja réttarhöldunum, sem standa frá klukkan níu á morgnana til klukkan fimm síödegis, við sápuóperu sem í raun hafi byrjað með eltingaleiknum fræga 17. júní sem sjónvarpaö var um öll Banda- ríkin og endaði með handtöku Simpsons. Engin bandarísk sjónvarpsstöð telur sig geta komist hjá því að vera með menn þar sem réttarhöld- in fara fram. Komið hefur verið upp nokkurs konar O.J. Simpson- búöum á móti dómhúsinu. Um fimmtíu gámar og vöruflutninga- bílar standa hlið við hlið með risa- stóra gervihnattadiska. ABC-sjón- varpsstöðin er sögð hafa veriö fyrst á staöinn og tryggði sér því besta útsýnið. Þar sem rýmið er ekki mikið sáu keppinautarnir sig til- neydda til að reisa turna. CBS- stöðin þarf að athafna sig í sex metra hæð til að keppinautarnir sjáist ekki á mynd. Starfsmenn NBC-stöövarinnar þurfa að klifra upp í tólf metra hæð. Sjónvarps- fólkið þarf auðvitaö að nærast. Til- búinn matur er keyrður á staðinn í stórum og vel út búnum bílum. Götusalar ætla sér að græða á öllu saman og reyna að pranga inn á fólk stutterma bolum, barm- merkjum og myndum af bæði verj- endum og sækjendum. Bandarískur sálfræðingur er nú að gera könnun á því hvort landar hans hafi fengið of stóran skammt af O.J. og hefur í því skyni lagt tíu spurningar fyrir þátttakendur: 1. Horfir þú á réttarhöldin í meira en 1 klukkustund á dag? 2. Hefur þú slegiö slöku viö heima eða í vinnunni vegna sjónvarps- glápsins? 3. Deilirðu um sekt eða sakleysi Simpsons? 4. Reiðistu ef truflanir verða á út- sendingum á réttarhöldunum? 5. Veistu nöfn allra lögmannanna í málinu? 6. Eru fréttir af réttarhöldunum það fyrsta sem þú lest í blöðunum? 7. Hafa vinir og fiölskylda sagt að þú hafir sökkt þér of mikið í málið? 8. Stendur þú þig að því að hugsa um málið? 9. Hefur þú sleppt félagsstarfi, máltíðum eða svefni vegna máls- ins? 10. Hefur þú lesið einhverjarbækur um málið? Ef menn svara ekki fleiri spurn- ingum en þremur játandi mega þeir teljast hólpnir. Reyndar hafa starfsmenn á sum- um vinnustöðum í Bandaríkjunum gert með sér samkomulag um aö Simpson-málið verði ekki á dag- skrá í matar- og kaffihléum. Þaö eru þeir sem ekki ætla að láta rétt- arhöld aldarinnar sfiórna lífi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.