Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Page 2
Fréttir LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 Niðurstöður úr togararalli Hafrannsóknastofnunar: Bati þorskstof nsins virð- ist meiri en áður var talið - vitum enn ekki ástand stofnsins, segir tölfræðingur Hafró „Endanlegar niðurstöður úr tog- araralli sýna sambærilega vísitölu frá því 1994. Þetta segir þó ekkert til um endanlegt ástand á stofninunfþví það er eftir að taka inn í myndina afla og aflasamsetningu,“ segir Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, vegna ástands þorskstofnsins. Gunnar vill ekki fallast á þá full- yrðingu Össurar Skarphéðinssonar að þetta þýði 30 prósenta bata á þorskstofninum miðað við spár fiski- fræðinga. Hann viðurkennir þó að þær vísbendingar sem togararallið gefur bendi til þess að stofninn standi nú í stað en fari ekki niður eins og Hafrannsóknastofnun spáði fyrir um að hann myndi gera. Þegar Hafrannsóknastofnun metur stærð þorskstofnsins eru togararall- ið og veiöar fiskiskipaflotans lagðar til grundvallar. Gunnar segir aö enn eigi eftir aö vinna úr aflaskýrslum til að hægt sé að meta stofninn. Hann segir að endanleg niðurstaöa geti allt eins orðið sú að bati sé þegar orðinn í stofninum eins og að honum hafi hnignað. „Við skoðum afla netabáta, hand- færabáta, línubáta og togbáta og tengjum þetta allt sem eina heild inn í stofnmatið þannig að það gefi heild- stæöa mynd. Þessari vinnu lýkur í lok mánaðarins. Það sem er langmik- iivægasta vísbendingin er aflasam- setningin fyrir flotann í heild sinni. Ef við sjáum þar að fiskurinn er far- inn að lifa lengur þá er það grund- vallarvísbending um að sóknin sé að minnka," segir Gunnar. -rt „Fiskifræðingarnir segja að þetta sé góður matfiskur. Ég segi að hann sé ekta túristi þvi að hann er veiddur djúpt suðaustur af íslandi þó að uppeldisstöðvar hans séu í írlandshafi. Mér er sagt að hann sé góður djúpsteiktur og í pottrétti," segir Guðmundur Karlsson fiskkaupmaður. Guðmundur hefur broddbak á boðstóium í fiskbúð sinni í Hafnarfirði og má hér sjá Hilmar Sigurðsson viðskiptavin hans virða fyrir sér þennan sjaldgæfa fisk. OV-mynd GVA Þorskstofninn: Hef ur stækkað um30prósent - segir Össur Skarphéöinsson „Togararallið, sem þeir sjálfir hafa lagt mikið upp úr, sýnir að veiði- stofninn hefur stækkað um 30 pró- sent. Ef við bætum 30 prósentum við 590 þúsund þá er útkoman 770 þús- und tonn. Stofninn átti ekki aö verða svona stór samkvæmt áætlun Hafró fyrr en um aldamót," segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og líffræðingur, um ástand þorskstofns- ins sem hann segir betra en Hafrann- sóknastofnun hafði áætlað að hann yrði. Össur segir að niðurstöður úr leið- angri Hafrannsóknastofnunar sýni aö batinn sé mikill og fyrr á ferð en ætlað var. Fiskifræðingar hafi áætl- að að veiðistofn þorsks færi niður í 510 þúsund tonn í ár í stað þess aö vera 590 þúsund tonn eins og mæl- ingar sýna nú. Hann segir að fleira styðji þessa kenningu sína. „Krókabátar, sem er eini hluti flot- ans sem býr við mest frelsi í sókn, hafa aukið sinn um afla. Það er und- arlegt ef um tilviljun er að ræða þeg- ar litið er til þess að þeir bátar hafa aukið þorskafla sinn um 30 prósent á þessu fiskveiðiári,“ segir Össur. Hann segist ekki vera að mæla með stóraukinni þorskveiöi en menn verði að gera það upp við sig hvernig þorskstofninn raunverulega standi. „Annaðhvort verður sjávarútvegs- ráðherra að sýna fram á að niður- stöður leiðangurs Hafrannsókna- stofnunar síðan í mars séu rangar, eða hann verður að fallast á að það er meira svigrúm til veiða en áður og hvers vegna þá ekki að nýta það til þeirra sem harðast uröu úti í þorskniðurskurðinum," segir Össur. -rt Eggjatakan í Þormóðsskeri: Engar merkingar voru í eynni - segir Jón Leifsson, lögreglumaður á Akranesi „Það voru engar merkingar í þess- ari eyju um að hún væri í einkaeigu, að auki hef ég ekki séð neinar opin- berar auglýsingar þess efnis. Ég hef heyrt síðan þetta gerðist að eyjan væri í eigu Álftaneskirkju og ég spyr hvort þeir sem telja sig eiga rétt til nytja úr henni hafi biskupsbréf í höndunum sem sanna það,“ segir Jón Leifsson, lögreglumaöur á Akra- nesi, sem sakaður hefur verið um, eins og fram kom í samtali í gær við Svan Steinarsson, son hlunninda- bónda í Þormóðsskeri, að taka í óleyfi tvö svartbaksegg úr Þormóðsskeri síðastliðinn þriðjudag. Jón segir að aukinheldur hafi það tíðkast í áraraöir aö steypa undan veiðibjöllu því hún sé talin spilla æðarvarpi en talsvert æðarvarp er í eyjum úti af Mýrum. Svanur sagði í samtali við DV í gær að hann hefði reynt að sigla Jón uppi þegar hann kom að honum í eyjunni en það hefði ekki tekist þar sem Jón, sem var á slöngubáti Rauða kross deildar á Akranesi en hann er ætlaður til nota í neyðartilfellum, hefði siglt í burtu. Jón segist hins vegar hafa séð bát í nánd við sig en ekki séð hann gefa sér nein merki um aö stöðva. Hann hefði verið þarna til æfinga á slöngu- bátnum. Yfirlögregluþjónn á Akranesi sagð- ist ekki eiga von á því að eftirmál yrðu vegna atviksins. Formleg kæra „Þetta eru kannski tuttugu manns sem áður höföu keypt miða og því miður var þarna gert tilboð sem ekki er hægt er að gera afturvirkt," segir Atli Hilmarsson hjá Handknattleiks- sambandi íslands. HSÍ ákvað í fyrradag að stórlækka miðaverð í stæöum merktum L í Laugardalshöllinni. Miðaverö sem áður var 1900 krónur er eftir þessa ákvörðun 1000 krónur. Þetta gildir hefði ekki verið lögð fram á hendur Jóni og málið yrði því aö öllum lík- indum ekki sent sýslumanni til með- ferðar. Jón sagði að ef í ljós kæmi að hann hefði gerst brotlegur við eggjatökuna myndi hann svara fyrir það ef kæra yrði lögð fram á hendur honum. „Það gilda sömu reglur um mig og aðra í þessu þjóðfélagi þótt ég starfi sem lögreglumaður,“ sagöi Jón. m.a. um leik islands og Sviss sem er í dag. Það sem vekur athygli er þó það að þeir sem keyptu miða á þenn- an leik á stæði L fyrr í vikunni verða að bíta í það súra epli að hafa greitt tæpar tvö þúsund krónur fyrir mið- ann. Þeir munu væntanlega standa við hlið þeirra sem fengu miðann á hálfvirði í dag. -rt Stuttar fréttir Fuilar sildarþrær Löng löndunarbið fer fljótlega að há síldveiðum. Biðin um þess- ar mundir orðin það löng að hver veiðitúr tekur allt aö eina viku, RÚV greindi frá þessu. Aukinveita Veltan í þjóðfélagínu fyrstu tvo mánuði ársins jókst um 11,5 pró- sent miðað við sama tíma í fyrra. Vísbending greindi frá þessu. Sáttafundur boðaður Ríkissáttasemjari hefur boðað sáttafund í deilu sjómanna og útgerðarmanna á mánudaginn kemur. Náist ekki samningar mun hluti flotans lamast 25. maí. RÚV greindi frá. ísbrúnin 45 milurúti Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug sl. þriðjudag og reyndist þá ísbrúnin vera 45 sjómflur norðvestur af Barða þar sem hún var næst íslandi. Þéttleiki hafísjaðarins var víðast 7 til 9/10. Bónusvilllögbann Bónus hefur óskað eftir þvi við sýslumanninn í Reykjavík að lög- bann verði sett á notkun Tækni- -pp HSÍ stórlækkar miöaverð: Engar endurgreiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.