Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Vísnaþáttur______ Ó, þíð kvöld á ungu vori Nú er vor í lofti þó ekki sé hita- stigiö alltaf í samræmi við árstíð- ina. Þó er ekki svo að farfuglarnir syngi ekki vorinu óð sinn. í þessum þætti ætla ég að einhverju leyti að feta í fótspor fuglanna og syngja vorinu lof með því að taka til nokkrar vísur vori tengdar. Við hefjum ferðina hjá hinum gjörfa sónar hlyni Þorsteini Erl- ingssyni og tiltek ég hér eina al- kunna vísu. úr kvæðaflokknum Lágnætti: Ekki er margt, sem foldar frið fegur skarta lætur, eða hjartað unir við eins og bjartar nætur. Bragi Björnsson á Surtsstööum í Jökulsárhlíð kveður svo um vor- hug sinn: Skuggar styttast, skýrist ljós, skapið þróttlaust mýkir, vinir hittast, vaknar rós, vorið nóttlaust ríkir. í ljóðabók Guðmundar Böðvars- sonar, Kristallinn í hylnum, eru vísnaflokkar tveir sem bera yfir- skriftina Tveir mansöngvar og er þar þessi vísa: Lambafjöldi léttu spori leikur um hlíðarbrjóstin væn. Ó, þíð kvöld á ungu vori, ó, þú víðibrekkan græn. Júlíus Jónsson á Mosfelli í Svínadal kvað á sumardaginn fyrsta eftir harðan vetur vísu þessa: Suðrið vígir sumartak, sólblik skýin vefur, vorsins hlýja vængjatak vonir nýjar gefur. Það var um vorið 1944 að þeir skáldin Kristján frá Djúpalæk og Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga í Skagafirði hjálpuðu Konráði Vil- hjálmssyni rithöfundi að stinga upp kartöflugarð sinn. Þorsteinn kvað þá þessa vísu: Eftir linu afköstin óska ég Konráð góður vel að blessist þessi þinn þriggja skálda gróður. Þá kvaö Konráð vísu þessa: Þótt á vori viðri kalt og visni gróður hinna. Þá mun blessast þúsundfalt þriggja skálda vinna. Þannig hljóðaði vísa Kristjáns: Skrafdrjúgt verður enn um óð öldnum ljóða svani þá er erjuð þessi lóð þriggja skálda bani. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Skáldkonan Ólína Andrésdóttir kveöur svo í Kópavogi árið 1927: Úti í móum á ég svið; unaðs bjó mér fóngin, þarí ró að þreyja við þrasta og lóu sönginn. í mansöng einum kvað Svein- björn Beinteinsson svo: Á mig skorar háland hreint: hefjist þor og kraftur. Því skai sporum þangað beint þegar vorar aftur. Sigurjón Friðjónsson, skáldbóndi á Litlu-Laugum, kvað svo: Ómar skor við elfar spil, egnir þor í draumsins hyl. Hjá þér vor við hljóm og yl hinstu spor ég ganga vil. VÉLSKÓLI fSLANDS Innritun á haustönn 1995 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 9. júní. Nemendur sem eru að Ijúka grunnskóla í vor hafa þó frest til að skila niðurstöðum prófa til 30. júní. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla islands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskóla- prófi eða sé orðinn 18 ára. Námið er byggt upp sem þrepanám með stighækk- andi réttindum. 1. stig vélavörður - tekur 1 námsönn. 2. stig vélstjóri - tekur 4 námsannir. 3. stig vélstjóri - tekur 7 námsannir. 4. stig vélfræðingur - tekur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Sími 5519755. Fax 5523760. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskól- anum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari Matgæðingnr vikimnar dv Grillveisla Vigfúsi Aðalsteinssyni viöskipta- fræðingi, sem er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni, þykir gaman að grilla. „í okkar fjölskyldu og kunningjahópi er mjög vinsælt að grilla á því sem ég kalla borðgrill en heitir á ensku grill raclette. Um er að ræða rafmagnsborðgrill með 6 til 8 skálum fyrir ostasósu." Vigfús grillar auðvitað einnig á útigrilli sem hann notar ekki bara á sumrin heldur líka á veturna. „Þá hef ég það í bílskúrnum og opna dyrnar þegar ég grilla.“ Svínarifm, sem Vigfús gefur upp- skrift að, grillar hann á útigrilli. Grilluð svínarif Kjötmikil svínarif (2 til 3 á mann) Spare rib sauce Barbecue sauce Pepper mix tómatar kartöflur Svínarifm eru fituhreinsuð og sett í skál. Spare rib sósunni, Vig- fús kaupir gjaman merkið Blue Dragon, er hellt yfir og rifjunum velt upp úr sósunni þannig að þau verði öll þakin. Rifin eru mariner- uð í um 2 klst. áður en þau eru grilluð. Grillgrindin er hreinsuö og olíuborin. Rifm tekin beint úr skál- inni og sett á vel heitt grillið en því sem afgangs er af spare rib sósunni er fleygt. Rifm krydduð á grillinu meö pepper mix og engu öðru. Þegar rifin eru orðin fallega brún eru þau tekin af grillinu og sett í álbakka eða eitthvað annað þunnt form og barbecue sósunni hellt yfir og nf- unum velt vel upp úr henni. Ál- bakkanum er síðan pakkað vel inn í álpappír og hann látinn vera á grilhnu við lágan hita í 30 mínútur. Á meðan beðið er eftir að rifln veröi tilbúin eru tómatarnir grillaðir og Vigfús Aðalsteinsson. rauðvínsflaskan opnuð. Þegar rifin eru tilbúin eru þau borin fram með soðnum kartöflum, rauðkáli og grilluðum tómötum. Ef nýir tómatar eru ekki til eru niðursoðnir tómatar, sem hitaðir hafa verið upp, mjög góðir með þessum rétti. Borðgrillmatur Lundir af nauti, svíni eða lambi, 100 til 150 g á mann nýir sveppir kokkteiltómatar paprika Kjötið er skorið í litla teninga og sett í skál. Sveppirnir, tómatarnir og paprikan skorin í bita og sett í skálar. Ostasósa 500 g fondueostur 2 msk. smjör 11/2 peli rjómi 1 til 11/2 msk. pepper mix 1 tsk. hvítlaukssalt 1 tsk. season all Smjörið sett í pott og brætt. Ost- urinn skorinn niður í bita og settur í pottinn ásamt rjómanum og kryddinu og osturinn látinn bráðna við ekki of mikinn hita. Ath. að hræra í öðru hverju svo osturinn brenni ekki við. Rauðrófusalat 400 g niðursoðnar rauðrófur 5 harðsoðin egg 4 til 5 msk. majónes Rauðrófumar og eggin skorin niður í litla bita, majónesið Sett út í og allt hrært saman. Salatið er búið til að minnsta kosti 3 klukku- stundum áður en á að neyta þess og það látið bíða í ísskáp. Þetta er allt hægt að útbúa tíman- lega áður en gestirnir koma. Rétt áður en byrjað er á máltíðinni er grilliö sett í samband, platan á grill- inu smurð með olíu, ostasósan sett í pönnurnar og þær settar undir grillið. Kiötið og grænmetið sett á pönn- una ásamt snittubrauðinu og síðan steikir hver fyrir sig. Ágætt er að nota fondue gaffla. Pönnurnar eru teknar undan grillinu og settar á matardiskana. Þegar kjötið og grænmetið er orðið steikt er það tekið af pönnunni og bitunum dýft í ostasósuna. Ef óskað er eftir meira kryddi er sett smávegis af því á diskinn og kjötinu dýft í kryddið en annars er ostasósan það mikið krydduð að ekki ætti að vera þörf á meira kryddi. Eitt borðgrill dugar fyrir allt að 6 manns og ef fleiri eru eru fengin að láni auka- grill. Auk rauðrófusalatsins er gott að bera fram snittubrauð og perlu- lauk með. Vigfús skorar á Kristínu Ander- sen, sem rekur gistiheimilið Ár- velli á Kjalarnesi, að vera næsti matgæðingur. „Hún býr til mjög góðan mat.“ Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 99 17 00. Hinhliðin_______________________________________________________________________ Langar að hitta markaðs- stjóra NBA-deildarinnar - segir Sigurjón Friöjónsson, markaðsstjóri HM '95 Sigurjón Friðjónsson, markaös- stjóri HM, hefur veriö önnum kaf- inn síðastliðið ár. „Þetta hefur ver- iö vinna og aftur vinna. Hún hefur meðal annars verið fólgin í samn- ingagerð við styrktarfyrirtæki hér heima, miðasölu og samskiptum við erlenda auglýsendur." Áður en Siguijón gerðist mark- aðsstjóri HM var hann markaðs- fulltrúi hjá Vífilfelli. Fullt nafn: Siguijón Arthur Frið- jónsson. Fæðingardagur og ár: 11. febrúar 1961 Maki: Björg Ingadóttir. Börn: Margrét Rós, 10 ára, Friðjón Ingi, 3 ára, Dagur, 2 ára, og Sigur- jón Kári, 1 árs. Bifreið: Nissan Terrano ’94. Starf: Markaðsstjóri HM ’95. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Handbolti. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottó? Eg vann einu sinni 5 þúsund krónur í lottó. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að eiga góðar stundir með fjölskylduntii og að horfa á góöan handbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hafa of lítið að gera. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Diet-Coke. Hvaða íþróttamaður stendur Sigurjón Friðjónsson. fremstur í dag? Á eftir Geir Sveins- syni er það Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Ég hef ekki haft tíma til að lesa tímarit í heilt ár. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Dóttirin. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Það er engin reynsla komin á hana enn þá. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Markaðsstjóra NBA- deildarinnar í Bandaríkjunum. Uppáhaldsleikari: Jón Bjarni Guð- mundsson. Uppáhaldsleikkona: Holly Hunter. Uppáhaldssöngvari: Freddie Merc- ury. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Geir H. Haarde. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: í þau fáu skipti sem ég hef tíma til að horfa á sjónvarp fylgist ég helst með fréttum. Uppáhaldsveitingahús: Café Ópera. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bók sem Eðvarð T. Jónsson skrif- aöi um Færeyjar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þær hafa allar sína sérstöðu. Uppáhaldsútvarpsmaður: Guðjón Guðmundsson (Gaupi). Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2: Ég horfi jafnlítið á báö- ar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Her- mann Gunnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Mér finnst gaman að kíkja inn á nokkra staði en ég geri ekki upp á milli þeirra. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víking- ur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég ætla að dvelja á Hótel Búðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.