Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 Fréttir Skoðanakönnun DV á vinsælduni stjómmálamanna: Stjórnarherrarnir á toppi vinsældalistans - tiltrú kjósenda á Jóhönnu Sigurðardóttur á hraðri niðurleið Stjórnarhei rarnir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, eru vinsæl- ustu stjórnmálamenn landsins þessa dagana. Tiltrú kjósenda á Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hins vegar minnkað verulega á undanfórnum vikum. Þetta er niðurstaöa skoðana- könnunar sem DV gerði í vikunni á vinsældum og óvinsældum stjóm- málamanna. Úrtakið í skoöanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit um þessar mundir?" og „Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir?" í könnuninni tóku 71,2 prósent að- spurðra afstöðu til spurningarinnar um vinsælasta stjórnmálamanninn. Tilnefndir voru 27 stjórnmálamenn, þar af 19 með 4 tilnefningar eða færri. í hópi vinsælustu stjórnmála- mannanna eru 3 kratar, 4 framsókn- armenn, 7 sjálfstæðismenn, 8 alþýðu- bandalagsmenn, 2 þjóðvakar og 3 kvennalistakonur. Afstöðu til spurningarinnar' um óvinsælasta stjórnmálamanninn tóku 60,7 prósent aðspurðra. Til- nefndir voru 25 stjórnmálamenn, þar af fengu 15 minna en 4 tilnefningar. í hópi óvinsælustu stjórnmála- mannanna eru 4 kratar, 6 framsókn- armenn, 7 sjálfstæðismenn, 4 alþýðu- bandalagsmenn, 2 þjóðvakar og 2 kvennalistakonur. -kaa Skipulagsnefnd og bæjarstjóri Hafn- arfjarðar hafa mótmælt harðlega malarnámi Borgarverks i Kapellu- hrauni. Hér má sjá malarnámið i fullum gangi en viðræður hafa nú hafist um lausn málsins. DV-mynd Sveinn Náttúruvemdarráð: Hættviðað kæra malarnám í Kapelluhrauni „Þaö er unnið að lausn málsins því að það er vilji Náttúruverndarráðs og þeirra sem keyptu efnistökurétt- inn að þetta mál leysist sem fyrst. Ég get ekki tjáð mig um það hvernig þetta verður leyst í smáatriðum en ég vona að þetta leysist fljótlega," segir Aðalheiður Jóhannsdóttir. framkvæmdastjóri Náttúruvemdar- ráös. Náttúruverndarráð hefur dregið til baka kæm sína til sýslumannsins i Hafnarfirði vegna efnistöku Borgar- verks .í Kapelluhrauni og hafa við- ræður átt sér stað milli fulltrúa Borg- arverks, Skógræktar ríkisins, Nátt- úruverndarráðs og umhverfisráðu- neytisins, samkvæmt heimildum DV. Skipulagsnefnd og bæjarstjóri Hafnaríjarðar hafa mótmælt harð- lega malarnáminu í Kapelluhrauni. -GHS Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir 40% 30 25 20 15 10 5 0 -5’ -10 -15 -20 -25 -30 -40 Halldór Ásgrímsson Jón Baldvin Hannibalsson Ingibjörg Pálmadóttir Olafur Ragnar Grímsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Davíð Oddsson Jóhanna Siguröardóttir Finnur Ingólfsson 1,2 Margrét Frímannsdóttir Bornar eru saman vinsældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjórnmálamannanna samkv. skoðanak. DV. Grænu súlurnar sýna niðurstöður síðustu skoðanak. DV sem var framkvæmd í janúar síðastliðnum. Óvinsælustu stjórnmálamennirnir Innan sviga eru niðurstöðurskoðanakönnunar DV í jan. 1995 Atkvæði Af úrtakinu Af þeimsem af- stöðu tóku 1.(1.) Jón Baldvin Hannibalsson 130 (233) 21,7% (38,8%) 35,7% (55,1%) 2. (3.) Ólafur Ragnar Grímsson 48 (32) 8,0% (5,3%) 13,2% (7,6%) 3. (5.) Jóhanna Sigurðardónir 45(24) 7,5% (4,0%) 12,4% (5,7%) 4. (-) Finnur Ingólfsson 27 (-) 4,5% (-) 7,4% (-) 5.-6 (4.) Davíð Oddsson 25(31) 4,2% (5,2%) 6,9% (7,3%) 5.-6. (6.) Ólafur G. Einarsson 25 (23) 4,2% (3,8%) 6,9% (5,4%) 7. (10.) Sighvatur Björgvinsson 9(2) 1,5% (0,3%) 2,5% (0,5%) 8.-9. (-) Ingibjörg Pálmadóttir 8 (-) 1,3% (-) 2,2% (-) 8.-9. (11.) Páll Pétursson 8(2) 1,3% (0,3%) 2,2% (0,5%) 10. (20.)Árni Johnsen 7(-) 1,2% (0,2%) 1,9% (0,2%) Vinsælustu stjórnmálamennirnir Innan sviga eru niðurstöðurskoðanakönnunar DVí jan. 1 995 Atkvæði Af úrtakinu Af þeimsem af- stöðu tóku 1.(1.) Davíð Oddsson 165(124) 27,5% (20,7%) 38,5% (28,6%) 2. (3.) HalldórÁsgrímsson 138(74) 23,0% (12,3%) 32,2% (17,1%) 3. (5.) Jón Baldvin Hannibalsson 33 (20) 5,5% (3,3%) 7,7% (4,6%) 4. (2.) Jóhanna Siguröardóttir 14(97) 2,3% (16,2%) 3,3% (22,4%) 5. (6.-7.) Ólafur Ragnar Grímsson 11 (12) 1,8% (2,0%) 2,6% (2,8%) 6. (4.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 10(28) 1,6% (4,7%) 2,3% (6,5%) 7.-8. (-) Ingibjörg Pálmadóttir 7 (-) 1,2% (-) 1,6% (-) 7.-8. (-) Margrét Frímannsdóttir 7 (-) 1,2% (-) 1,6% (-) Suzuki Baleno, fjölskyIdubíll í fullri stærð, fæst sem tveggja hurða hlað- bakur og sem fjögurra hurða stall- bakur. Fyrsti milli- stærðarbíllinn frá Suzuki Suzuki bílar hf. frumsýna nú um helgina nýjan Suzuki fólksbíl, Suzuki Baleno. Þetta er fyrsti fólk.sbíllinn frá Suzuki í svokölluðum millistærðar- flokki, íjölskyldubíll í fullri stærð. Suzuki Baleno er til sem tveggja hurða hlaðbakur og fjögurra hurða stallbakur. Bíllinn er fáanlegur með 85 ha. 1300 cc vél eða 99 ha. 1600 vél, handskiptingu eða sjálfskiptingu. Miðað við helstu keppinauta er verð- ið ágætlega hagstætt, frá 1.088 fyrir tveggja hurða bílinn en 1.229.000 fyr- ir fjögurra hurða bílinn. Sýningin er opin í dag, laugardag, milli kl. 10 og 17 en á morgun, sunnu- dag, milli 12 og 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.