Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 15
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 15 Átök i Alþýðubandalaginu: Svanfriður Jónasdóttir tekur hér gögn sin af háborðinu eftir að hafa fallið fyrir Steingrími J. Sigfússyni i varaformannskjöri. Nú, þegar Steingrímur stefnir á stól sessunautar síns við borðið, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur Margrét Frimannsdóttir alþingismaður boðið honum birginn. Tekst henni betur upp en Svanfríði sem fór úr flokknum og er nú varaformaður Þjóðvaka? DV-mynd GVA Vængbrotnir ílokkar Rúmur mánuður er liðinn síðan landsmenn gengu að kjörborðinu og völdu sér alþingismenn til næstu fjögurra ára. Úrslitin undir- strikuðu þá staðreynd, sem blasti við í sjálfri kosningabaráttunni, að stjórnmál samtímans snúast meira um menn en málefni - um traust á einstökum forystumönnum frekar en stefnuyfirlýsingar stjómmála- flokka. Fyrir kosningar kom í ljós aö sterku sfjórnmálaleiðtogarnir voru fyrst og fremst á oddinum í Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki sem nú hafa tekið höndum saman um stjórn landsins næstu fjögur árin. Rikisstjórnin getur ekki kvartað undan viðbrögðum almennings þessar fyrstu vikur. Skoðanakönn- un DV sýnir mikinn stuðning við stjómina á hveitibrauðsdögunum. Það fer svo eftir verkum hennar hvemig til tekst að halda vinsæld- um meöal þjóðarinnar. Með þessu samstarfi er komið póhtískt mynstur sem á sér langa hefð í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn fer með for- ystuhlutverkið og velur sér í reynd samstarfsaðila en Framsóknar- flokkurinn, sem skilgreinir sig þessa stundina eindregið á miðj- unni, hallar sér til hægri og hreiðr- ar um sig í valdastólunum. Eftir sitja í stjórnarandstöðunni meira og minna vængbrotnir flokk- ar sem skilgreina sig gjarnan til vinstri. Átök og uppgjör Margt bendir til þess að næstu misseri verði tími átaka og upp- gjörs í stjórnarandstöðuflokkunum og reyndar óvíst um langlífi sumra þeirra. Alþýðubandalagið stefnir í lang- dreginn og hatramman slag um formennskuna í flokknum. Olafur Ragnar Grímsson lætur af því emb- ætti í haust og átökin um stólinn eru þegar hafin opinberlega. Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins, gaf fyrir löngu til kynna að hann sækt- ist eftir formennskunni í flokkn- um. Nú hefur Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður tilkynnt framboð af sinni hálfu. Það stefnir því í mikil átök innan flokksins í allt sumar og haust en úrsht hggja fyrst fyrir á landsfundi Alþýðu- bandalagsins í byrjun vetrar. Steingrímur og Margrét eru aug- ljóslega fuhtrúar þeirra arma sem tekist hafa á um völdin í Alþýðu- bandalaginu árum saman með mis- jöfnum árangri. Átökin nú minna reyndar um margt á þann hat- ramma slag sem varð fyrir nokkr- um árum um varaformennskuna i Alþýðubandalaginu. Þá hafði Steingrímur J. Sigfússon betur í kapphlaupinu við Svanfríði Jónas- dóttur sem þá var einn nánasti samverkamaður flokksformanns- ins en er nú varaformaður og þing- maöur annars stjórnarandstöðu- flokks - Þjóðvaka. Því má segja að Margrét hafi tek- ið við hlutverki Svanfríðar. Óger- legt er að spá því á þessari stundi hvort hún muni reynast sigursæl- ari, enda margra mánaða kosn- ingabarátta fram undan. Þessi átök róta vafalaust mjög upp í gömlum glæðum innan Al- þýðubandalagsins, ekki síst vegna þess að allir flokksmenn hafa at- kvæðisrétt í formannskjörinu. Það er auðvitaö mjög lýðræðisleg aðferð en býður jafnframt upp á mikla smölum um aht land líkt og í prófkjöri. Hætt er við að slík almenn kosn- ing um formann leiði til þess að sárin verði dýpri en ella hjá þeim sem tapa slagnum. Og hefur þó reynslan sýnt að það tekur flokks- menn oft langan tíma að jafna sig eftir hefðbundinn formannsslag á landsfundi. Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Óánægja í öðrum flokkum í hinum stjórnarandstöðuflokk- unum kraumar einnig óánægja eft- ir kosningaúrslitin. Hins vegar er óljósara hvaöa stefnu uppgjör inn- an þeirra kann að taka. Alþýðuflokkurinn er í sárum eft- ir margvísleg áfóll síðustu mánaða og missera; átökin sem leiddu til klofnings í fyrra, spilhngarfárið, mikið fylgistap í kosningunum og svo hryggbrot Sjálfstæðisflokksins við stjórnarmyndunina. Það hálfa væri nóg fyrir hvaða flokk sem er. Þrátt fyrir allt þetta er óvíst að karlinn hverfi úr kratabrúnni al- veg á næstunni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er enginn aug- ljós arftaki í sjónmáli - þ.e.a.s. for- ingi sem flokksmenn hafa ástæðu til að ætla að standi sig betur en Jón Baldvin Hannibalsson. Óánægjan innan Kvennalistans með slakt gengi í kosningunum er smám saman að komast upp á yflr- borðið. Augljósasta dæmið um þetta er gagnrýni Kristínar Ást- geirsdóttur, sem leiddi lista sam- takanna í Reykjavík, á framgöngu borgarstjórans í kosningabarátt- unni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttur hef- ur svarað fuhum hálsi og ljóst að þessi umræða innan Kvennalistans er rétt að byrja. Niðurstaða hennar hlýtur að ráða miklu um hvort samtökin eiga sér framtíð í íslensk- um stjórnmálum. Óvissa um örlög Þjóðvaka Það átti fyrir Þjóðvaka að liggja, eins og Bandalagi jafnaðarmanna á sínum tíma, að fá umtalvert fylgi en tapa samt. í báðum þessum tilvikum voru væntingamar fyrir kosningar svo miklar að fjögurra manna þing- flokkur þykir ósigur. Vegna úrslita kosninganna fengu Þjóðvakamenn heldur ekki þá póh- tísku stööu sem til að mynda Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna náðu árið 1971 - en þá réði fimm manna þingflokkur þeirra úrslit- um um stjórnarmyndun. Af þessu leiðir að mikil óvissa ríkir um framtíð þessara nýju stjórnmálasamtaka. Sú óþægilega staða mun vafahtið setja svip á starfsemi Þjóðvaka á næstunni. Að öhu samanlögðu má flestum vera ljóst að stjómarandstaöan verður harla upptekin af eigin málum á næstu mánuðum og mun því hafa takmarkaða orku til aö atast í ríkisstjóminni og stjómar- flokkunum. Sameining enn til umræöu Það kemur ekki á óvart við þess- ar aðstæður aö ýmsir áhrifamenn í sumum stjórnarandstöðuflokk- unum hafi dregið á loft merki sam- einingar vinstri manna - eina ferð- ina enn. Það hefur gjaman gerst í kjölfar klofnings og sundurlyndis. Klofningur hefur nefnilega ein- kennt hreyfmgu vinstrimanna allt frá því kommúnistar klufu sig frá Alþýðuflokknum fyrir um 65 áram og stofnuðu sinn eigin flokk. Síðan hafa margir gert tilraun til að fylkja vinstriöflunum saman. Ber þar fyrst og fremst að nefna tvo af forystumönnum Alþýðuflokks- ins sem klufu til að sameina: Héð- inn Valdimarsson skömmu fyrir stríð og Hannibal Valdimarsson á fyrri hluta sjötta áratugarins og svo aftur á mótum þess sjöunda og áttunda. Árangurinn varð hins vegar aldr- ei sá stóri jafnaðarmannaflokkur sem að var stefnt. Að þessu sinni er það Þjóðvaki sem vakið hefur máls á sameining- armáhnu. Nokkrir stjórnmála- menn í öðrum flokkum hafa tekið líklega í hugmyndina. Þrátt fyrir slíkt tal er engin ástæða til að ætla að veruleg breyt- ing verði á íslensku flokkakerfi á næstu áram. Fjórflokkurinn er ótrúlega fastur í sessi og engar lík- ur á að það breytist í bráð. Þvert á móti eru nýju samtökin - Þjóðvaki og Kvennalistinn - í mestum vanda nú um stundir og óvíst hvernig þeim reiðir af næstu árin. Þó er ljóst að gömlu flokkarnir í stjórnarandstöðunni, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn, munu leggja áherslu á að ná Þjóð- vaka til sín á kjörtímabilinu - í einu lagi eða í brotum. Fyrir slíkri þró- un er löng sögulegt hefð. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.