Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 Dagur í lífi Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu: -í fy r • fi r I frn fra sóngnurn Ég vaknaöi frekar seint Þegar við komum heim aftur auk þess sem maöur lærii heil- þennan morgun, um tíuleytiö, þar sem ég var aö glápa á mynd- band kvöldinu áöur meö Harri- son Ford. Ég er mikil vídeókona auk þess sem ég er í fríi þessa viku pg því upplagt aö njóta þess. Ég fékk mér abt-mjólk og brauð með grænmeti í morgun- verö. Ég hafði rétt lokiö viö að borða þegar vinkona mín hringdi í mig og bað mig að sækja sig út í Hafnaríjörð, þar sem hún var aö fara með bílinn sinn í viðgerð, sem ég gerði. Um hádegi hafði ég ákveðið að hitta tvær vinkonur mínar á Sólon íslandus. Við fengunj okkur súpu og salat sem var mjög gott. Ætli við höfum ekki setiö þar í rúman klukkutíma og blaðrað um daginn og veg- inn. Handboltinn var nokkuö í umræðunni hjá okkur. Með hundinum í Heiómörk Það var ekki ýkja margt sem gerðist hjá mér þennan dag. Ég fór út með hundinn minn, Tínu Maríu. Ég reyni að fara með hana daglega í göngutúr og í þetta skiptið löbbuöum við drjúga stund í Heiðmörk. Tína María er mjög ljúf og skemmti- leg en ég er búin að eiga hana í flmm ár. Hún er blanda af golden retriever og irish shett- er. reyndi ég að taka aðeins til en hafði svo sem ekki mikið að gera nema dunda við heimilis- störfm. Þess vegna tók ég fram útigrillið, sem hafði staðið úti í allan vetur, var rykugt og takk- arnir orðnir fastir. Það veitti því ekki af að taka það í gegn og gera takkana hðuga aftur. Ég grillaði síðan kótelettur og það heppnaðist vel. Það var mjög gaman enda veðrið óvenj- ugott. Horft á handbolta Eftir vel heppnaða máltíð horfði ég á leikinn ísland- Túnis og hafði gaman af. Ég er ekki mikil handboltakona eða íþróttafrík en er alltaf mjög spennt þegar landsliðið okkar er að keppa. Ég var ánægð með okkar menn - þeir stóðu fyrir sínu. Annars horfi ég alltaf talsvert á sjónvarp og hlakka til að fylgj- ast með Eurovison keppninni á laugardag. Ég hef einmitt verið að hugsa til þeirra úti og velta fyrir mér hvað þau séu að gera. Ekki get ég sagt að ég öfundi Björgvin Halldórsson því ég er búin að fá minn skammt af þessari keppni en það er engu að síður mjög gaman hjá þátt- takendum þessa daga fyrir keppnina, margt að sjá og skoöa mikið. Sami útsetjari Ég er viss um að Björgvin á eftir að gera sitt besta og það verður gaman að sjá hann. Það er sami útsetjari á laginu Núna sem Björgvin flytur og laginu Nætur sem ég flutti í fyrra. Mér finnst hægt að heyra það á upp- byggingu lagsins. Annars höf- um við rætt það, hiuti hópsins sem var úti í fyrra, að hittast á laugardaginn og horfa saman á keppnina. Aö vísu eru þrír í Dublin núna sem voru líka í fyrra. Eftir að handboltinn var bú- inn í sjónvarpinu horfði ég á bíómyndina The Client á vídeói en hún er mjög góö. Ég poppaði og lét mér líða vel fyrir framan sjónvarpið. Undanfarið hef ég sungið með Björgvin Halldórs- syni á Hótel Islandi um helgar en um næstu helgi verður frí. Stjórnin er líka í fríi en við er- um að undirbúa safnplötu sem kemur út núna í vor og ferðalag um landið. Þetta var því óvenjulega ró- legur dagur hjá mér en jafn- framt kærkomið frí sem verður fram yfir helgina. Maður notar því tímann og slappar af. Ég fór síðan að söfa um miðnættið og þar með lauk þessum degi. Sigriður Beinteinsdóttir söngkona. DV-mynd Finnur þú fimm breytingar? 309 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael að verð- Eigum við að semja, frú Ólafía, þér ákveðið hvað er að og ég ákveð meðferðina? Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu 0g sjöundu getraun reyndust vera: 1. Þorbjörg Friðriksdóttir 2. Þorfinnur Finnsson Hólagötu 4 Hvassaleiti 16 245 Sandgerði 103 Reykjavík mæti kr. 1.790. Bækurnar em gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim, Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú firam breytiugar? 309 C./o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.