Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 37 Jan Johansen keppir fyrir Sviþjóð í Hljómsveitin Love City Groove flytur lagiö Love City Groove fyrir Bretland kvöld og er spáð góðu gengi. Lagið og í breskum veðbönkum er því spáð þriðja sætinu. hans, Horfðu á mig, er komið á vin- sældalista í Svíþjóð. Norsku flytjendurnir i Eurovision. Slóvení u og Svi - þjóö spáð sigri - íslenska lagið kemst ekki á blað Slóvenia og Svíþjóö þykja sigur- stranglegustu löndin í Eurovision- keppninni þetta árið. Meira að segja nöfn laganna þykja sláandi lík. Sló- venía syngur lagið Hlustaðu á mig en Svíþjóð syngur Horfðu á mig. Sá norski Jan Johanson syngur fyrir Svíþjóð og hefur lagið hans náð mikl- um vinsældum þar og er nú komið hátt á vinsældalistana. Jan Johanson var óþekktur í Svíþjóð fyrir undan- keppni Eurovision-keppninnar en er nú á allra vörum. Um svipað leyti og hann söng í keppninni gaf hann út sína fyrstu sólóplötu. í veðbönkum í vikunni var Slóven- íu spáð fyrsta sæti, Svíþjóð öðru, Bretlandi þriðja og Danmörku þvi ijórða. Bo Halldórsson var hvergi nefndur á nafn. Þess má geta að Sló- venía er í fyrrum Júgóslavíu. Þetta er í fertugasta skipti sem Eurovision-söngvakeppnin er hald- in. Hún fór fyrst fram í Sviss árið 1956. Sjö lönd tóku þátt í þeirri keppni og hafði hvert land með sér tvö lög. ísland tók fyrst þátt í keppn- inni árið 1986 og er þetta því í tíunda skiptið sem við erum með. Fyrsta lagið sem við sendum var Gleðibank- inn eftir Magnús Eiríksson sem Icy- tríóið flutti. Besti árangur íslendinga í keppn- inni var fjórða sætið sem þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson hlutu árið 1990. Fyrstu þrjú árin sem ís- lendingar tóku þátt í Eurovision lentu þeir í sextánda sætinu. Það þótti slakur árangur og því var áfall- ið öllu verra þegar lagið Það sem enginn sér fór utan og fékk ekkert stig frá öðrum þjóðum og lenti því á botninum. Árið 1991 fóru Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson með Nínu til Rómar og höfnuðu í fimmtánda sæti. Sigga Beinteins og Sigrún Eva sungu Nei eða já í Sví- þjóð 1992 og náðu sjöunda sætinu sem er næstbesti árangur Islendinga í keppninni. Ingibjörg Stefánsdóttir söng Þá veistu svarið á írlandi 1993 og lenti það lag í þrettánda sæti. Sigga Beinteins keppti síðan fyrir íslands hönd í fyrra með lagið Nætur sem hafnaði í tólfta sæti þegar stigin höfðu verið talin. Síðan er bara að bíða og sjá hvar Björgvin hafnar í kvöld. Þetta er þriðja árið í röð sem írar halda Eurovision-keppnina en slíkt hefur ekki áður gerst í sögu keppn- innar. írar héldu einnig keppnina árið 1988 en þeir hafa unnið keppnina alls sex sinnum. Frægasta sigurlag þeirra er AU Kinds of Everything sem Dana söng árið 1970. Sigurinn gerði Dönu að heimsfrægri söng- konu. Abba-flokkurinn sænski er án efa sá sigurvegari sem mesta frægð hef- ur hlotið eftir þátttöku í Eurovision en hann söng lagið Waterloo árið 1974. Þar sem þetta er fertugasta Euro- vision-keppnin er ekkert til sparað að gera hana sem glæsilegasta og írar ættu að hafa reynsluna til þess. Euravisian-keppnin 13. maí 1995 í Dublin, írlandi LAND LAG FLYTJANDI 1. Pólland ■o c (B X ÍN 1 n <Q '1- ró 4. Bosnía/Herseg. 5. Noregur 6. Rússland 7. ísland 8. Austurríki 9. Spánn 10. Tyrkland 11. Króatía 12. Frakkland 13. Ungverjaland 14. Belgía 15. Bretland 16. Portúgal k. 1 !§ t CO ■e ■O E c «J o o\ 20. Slóvenía 21. ísrael 22. Malta 23. Crikkland Samtals 1. Pólland Sama Justyna Steakowska 2. írland Dreamin' Eddie Friel 3. Þýskaland Verliebt in Dich Stone & Stone 4. Bosnía/Hersegóvína 21stCentury Davorin Popovic 5. Noregur Nocturne Secret Carden 6. Rússland Lullaby for Volcano Philjppe Kirkorow 7. ísland Núna Bo Halldórsson 8. Austurríki Die Welt dreht sich verkehrt Stella Jones 9. Spánn Vuelve conmigo Anabel Conde 10. Tyrkland Sev Fiisun Coskun, Sertan Belciler, Ece Sandalli, Arzu Bce 11. Króatía Nostalgija Magazin St Lidija 12. Frakkland II me donne rendez-vous Nathalie Santamari 13. Ungverjaland Új név egy régi ház falán Csaba Szigetj 14. Belgía La voix est libre Frederic Etherlinc 15. Bretland Love City Groove Love City Croove 16. Portúgal Baunilha e chocolate Tó Cruz 17. Kýpur Sti Fotia ■ Alex Panayi 18. Svíþjóö Se pii mej |an johansen 19. Danmörk Fra Mols til Skagen Aud Wilken 20. Slóvenía Prisluhni mi Darja Svajger 21. ísrael Amen Liora 22. Malta Keep Me in Mind Mike Spiteri 23. Crikkland What Prayer Elina Konstantopou

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.