Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 41 Að velj a sér laekni „Best er þvi að (ara til læknis strax eftir mat alla daga nema mánudaga og eiga pantaðan tíma.“ Nökkvi læknir hitti Sveinbjörn Kjagan frænda sinn á fornum vegi um daginn. Fyrir nokkrum árum varð Sveinbjörn fyrir því ólánsláni að fá á sig óljósan áverka í fjölbílaá- rekstri á Miklubraut. Einhveijir vöðvar teygðust í eina átt, hryggj- arliðir í hina, höfuð reigðist til hlið- ar og eftir sat Sveinbjöm njörvaður niður í bílbelti með torkennilegar, íjölbreytilegar kvartanir sem engir skildu til fulls nema nokkrir lymskulegir lögmenn. Þeir deildu hart innbyrðis um umfang og verð- mæti áverkans fyrir þjóðfélag, tryggingafélag og Sveinbjörn sjáíf- an. Eftir slysið var hann óvinnufær en drap tímann á hægan, ljúfsáran hátt með því að sitja á læknabið- stofum og ræða um verki, örorku, lyf, sjúkraþjálfun, sviða og eymsl við samsetufólk á biðstofum, lækna og símastúlkur. Læknar botnuðu ekkert í kvörtunum Sveinbjörns enda var hann alverkja og kvalirn- ar leiddi á dularfullan hátt út um allan líkamann. Þegar ýtt var á stórutá vinstri fótar kenndi hann til í hársverðinum; verkur í tungu geislaði niður í nára við hósta og hnerra. „ Já, vegir sársaukans eru órannsakanlegir," sagði Svein- björn stundum spekingslega við skilningsvana lækna sína. Þetta er kúnst „Það er kúnst aö velja góðan lækni," sagði Sveinbjörn yfirlætis- lega. „Égerfeginnaðtilvísanamál- ið fór í ævarandi bið í skjalaskáp- uni heilbrigðisráðuneytis vegna þess að ég er á móti höftum á val- frelsi sjúkhnga. Ég hef á liðnum ámm getað farið til allra lækna á gulu síðunum í Símaskránni á kostnað Tryggingastofnunar Ríkis- ins í leit að kraftaverkamanni. Þannig hef ég farið til þ vagfæra- lækna, beinalækna, heilaskurð- lækna, endurhæfingarlækna, geð- lækna, hjartaskurðlækna, lungna- lækna og eins kvensjúkdómalækn- is (maður veit jú aldrei) auk ein- hverra fleiri. Þeir eru búnir að rannsaka mig svo vel frá toppi til táar að einn sagði um daginn að þeir ættu bara eftir að kryfja mig; annað væru þeir búnir að gera. Eg er fyrir löngu kominn með afslátt- arkort ofan á tímabundna örorku svo að þetta kostar eiginlega ekki neitt. Heimilislæknirinn minn er íhaldssamur gaur sem segir að þetta sé allt geðrænt í hausnum á mér. Hann skilur ekki hversu flók- inn sjúkhngur ég er. Á hinn bóginn hef ég farið til fj ölda sérfræðinga sem segjast skilja mig ágætlega. Þeir vísa mér oftast til einhvers annars sérfræðings og fæstir vilja hitta mig oftar en einu sinni. En það gerir ekkert th. Ég hef nógan tíma og ágæta heilsu til að standa í þessu. Útlitið segir ekki allt. Ann- ars er erfitt að meta lækni á útlit- inu einu saman,“ hélt hann áfram. „Örlagahálfvitar verða bæði virðu- legir og spekingslegir í hvítum slopp með hlustunarpípu um háls- inn. Ég vil hafa lækni alvarlegan og traustvekjandi í hreinni skyrtu með blettalaust slifsi um hálsinn. Mér leiðast yfirgengilega hressir ungæðislegir læknar í hvítum sjúkrahúsfötum sem klappa manni á axlirnar og segja „Sveinbjörn minn“ í annarri hverri setningu. Það er eins og þeir hafi lært læknis- fræði á Dale Carnegie námskeiði. Auk þess treysti ég iha læknum sem sífellt fletta í bókum eða ganga A læknavaktmiú með doðranta í sloppvasanum. Ég met bókmenntasmekk læknis út frá lesningu á biðstofu. Af einhverj- um dularfullum ástæðum van- treysti ég læknum sem hafa mörg eintök af tímaritinu Veru á borðum eða rit um golf. Yfirleitt er þó bóka- kostur biðstofa næsta fátæklegur og her bágum efnahag sérfræðinga órækt vitni. Persónuleika læknis dæmi ég eftir bílaeign. Mér líkar best við jeppalæknana. Þeir eru eins og skriðdrekaforingjar heim- styrjaldarinnar; engin borg er þeim óvinnandi, ekkert fjall of hátt, eng- inn veggur of rammgerður, enginn sjúkdómur óskhjanlegur eða ólæknandi. Lækna á hjóli eða litl- um japönskum bílum gef ég lítið fyrir. Þeir dæma sig sjálfir úr leik. Lækningastofan sjálf verður að vera hlýleg með sem fæstum aug- lýsingum frá lyfjaframleiðendum á veggjum. Einstaka læknir er ennþá með hauskúpu á skrifborðinu fyrir framan sig. Það fyhir mig óhug vegna þess að mig grunar að slíkan lækni dreymi um hlutverk í Ham- let í næstu uppfærslu Þjóðleikhúss- ins og æfi fræga mónológa milli sjúklinga. Flókin tölvukerfi fylla mig lotningu. Venjulega bíð ég þó um stund th að sjá hvort læknirinn kann á kerfið sem hann venjuiega gerir ekki. Þá hverfur auðmýktin fyrir tækninni. Betri er fljótur hug- ur en flókin tölva, sagði sjálfur Hippókrates forðum, löngu fyrir Krists burð.“ Vanda þarf dag og stund Hann hélt áfram; „Auk þess þarf maður að velja stund og dag vel fyrir heimsókn til læknis. Mánu- dagar eru yfirleitt vonlausir. Læknirinn er oft úrillur, timbrað- ur, tímalaus og yfirhlaðinn störf- um. Aðrir dagar eru eiginlega allir jafngóðir. Þó skiptir mestu að vera aldrei síðasti sjúklingur fyrir mat eða síðasti sjúkhngur dagsins. Svangur læknir eða læknir á hrað- ferð heim til eiginkonu eöa hjá- konu er ákaflega leiðinlegur. Hann lítur sífeht á klukkuna og kemur til með að ýta manni út kurteislega en þó ákveðið áður en flókin sjúkrasagan er hálfsögð. Best er því að fara th læknis strax eftir mat aha daga nema mánudaga og eiga pantaðantíma." Sveinbjöm tók sér stutta málhvhd en hélt svo áfram. „Já, þetta eru mik- h vísindi að velja sér lækni og margs að gæta. Þegar aht kemur th ahs er kannski best að fara eftir hinu fom- kveðna sem líka er haft eftir Hip- pókratesi: Farðu aldrei th læknis sem getur ekki haidið hfi í pottaplöntun- um sínum.“ Sveinbjöm þagnaði og frændumir stóðu þegjandi um stund. Hann rankaði við sér skyndhega og sagðist þurfa að þjóta. „Ég á tíma uppi í Læknahöh hjá nýkomnum sér- fræðingi í sjaldgæfum sjúkdómum. Hann er sagður mjög góður, nýkom- inn frá Ameríku, talar með örhfium hreim, allir veggir fullir af prófskír- teinum og viðurkenningum. Ég þarf að tékka á honum þó að hann sé ennþá á japönskum bh. Sveinbjöm stökk upp í bílinn sinn th að halda áfram endalausri siglingu sinni um úfna sjói nútíma læknisþjónustu. Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis og deilda félagsins verður haldinn I nýja iþróttahúsinu að Fyikisvegi 6 laugardaginn 20. maí 1995 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Kópavogsbær Húsnæðisnefnd Umsóknir um almennar kaupieiguíbúðir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um almennar kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar sumarið 1996. Ekki eru sett skilyrði um tekjumörk en sýna þarf fram á greiðslugetu. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsók’narfrestur er til 5. júní 1995. Allarfrekari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-12 í síma 5545700. Húsnæðisnefnd Kópavogs Kópavogsbær Húsnæðisnefnd Umsóknir um félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í fjölbýlis- húsum. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði; 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. ■ 2. Eru innan tekju- og eignamarka Húsnæðisstofn- unar ríkisins. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir viðmiðunarmörk samkvæmt ákvæðum laga nr. 58 1995 og reglu- gerðar sem í gildi verður þegar úthlutun fer fram. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Hús- næðisnefndar Kópavogs að Fannborg 4 sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1995. Athygli er vakin á því að eldri umsóknir falla út gildi. Allar frekari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10-12 í síma 5545700. Húsnæðisnefnd Kópavogs VIÐ ERUM FLUTTIR AÐ FOSSHALS113-15 EFTIR 14ÁRÍ DUGGUVOGI Þú kemur meö bílinn,og viö ökum þér heim. Bíllinn verður tilbúinn eftir 4 tíma BÍLRÚÐUR*ÍSETNINGAR ÆIframruðan FOSSHÁLSI 13-15 SÍMI 587 0022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.