Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Page 56
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV,
4 greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRIFT ER 0PIN;
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL 6 8 LAUGAfiDAGS- OG MANUDAGSMORGNA
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995.
HM1 handbolta:
~ Alazmi Saad
féllá
lyfjaprofinu
Fyrsti leikmaðurinn á HM í hand-
knattleik er fallinn á lyíjaprófi eins
og DV greindi frá í gær. Alazmi Saad,
leikmaður Kúveit, féll á lyfiaprófi
sem tekið var eftir leik Kúveit og
Egyptalands í D-riðli á Akureyri sl.
þriðjudag. Þetta var staðfest af IHF
í gær.
í þvagsýni Saads fannst lyfið
Pseudoephedrine sem er á bannlista.
Mikið magn fannst af lyfinu og langt
jdir þeim mörkum sem IOC setur.
Saad var í gær dæmdur í leikbann
út heimsmeistaramótið og má að
auki ekki leika með liði innan Kú-
veits eða utan næstu þrjá mánuðina.
Kúveit tapaði umræddum leik gegn
~Egyptalandi, 21-28, en í dómi aga-
nefndar IHF í gær var leikurinn
dæmdur tapaöur Kúveit, 0-10.
- sjá um HM á bls. 38 og 39
Álviðræður í Reykjavik:
Bjartsýni
Viðræður Landsvirkjunar og
stjórnvalda annars vegar og fulltrúa
Alusuisse-Lonza hins vegar um fyr-
irhugaða stækkun álversins í
Straumsvík hófust í Reykjavík í gær-
morgun, Meginefni viðræðnanna var
að komast að samkomulagi um orku-
verð og skattamál vegna álversins
en hér er á ferðinni fjárfesting upp á
15 milljarða króna með því að bæta
við einum kerskála.
Ef samningar takast og aðaleigandi
álversins í Straumsvík, Alusuisse-
Lonza, ákveður á stjórnarfundi í
næsta mánuði að ráðast í stækkun-
ina má reikna með að framkvæmdir
geti haflst í ágúst eða september.
Hægt yrði að taka nýjan kerskála í
notkun siðari hluta ársins 1997.
Þegar DV fór í prentun í gærkvöld
stóðu viðræðurnar enn yfir og óvíst
hvort þeim lyki þá eða hvort þær
héldu áfram í dag. Síðdegis í gær var
bjartsýni ríkjandi um jákvæða nið-
urstöðu, samkvæmt heimildum DV.
Sj ómannasamningar:
Nýrsáttafundur
Nýr sáttafundur hefur veriö boöað-
ur í deilu sjómanna og útvegsmanna
eftir helgina hjá ríkissáttasemjara.
Sjómenn hafa boðað verkfall frá og
meö 25. maí og hefur aðeins einn
sáttafundur verið haldinn með út-
gerðarmönnum. Upp úr slitnaöi
vegna kröfu sjómanna um verðlagn-
ingu á sjávarfangi sem þeir vilja aö
fari um fiskmarkað eða á markaös-
’tengduverði. -rt
LOKI
Köld eru kvennaráð!
Illkvittm kona hringir 1 nafni kynsystur sinnar í símastefnnmótiö Einn plús einn:
Hún segir mig í lett
að villtu kynlifi
um 30 karlmenn hafa ónáðað konuna sem þorir ekki að skilja börn sin eftir ein heima
„Það hafa um 30 menn hringt í
mig í leit að villtu kynlífi. Einn
morguninn kom hingað maður
með viðurnefnið „beikon“ og ætl-
aði ekki að skilja að einhver væri
að gera mér grikk. Ég þori ekki
lengur að skiija börnin mín tvö eft-
ir ein heima og fyrstu \dkuna eftir
að þetta gerðist þoröi ég ekki i vinn-
una því mér fannst allir karlmenn
sem komu í búðina mina gera það
í einurn tilgangi - að horfa á mig,“
segir Sigríður Eiríksdóttir, tveggja
barna móðir í Hafharfírði.
Einhver óþekkt kona hefur gert
Sigriði þann ljóta grikk frá síðustu
mánaðamótum að hringja ítrekað
í símalínuna Einn plús einn og þóst
vera hún. Þátttaka í símalínunni
gengur þannig fyrir sig að kona
„Þetta er ekkert annað en mann-
orðsmissir fyrir mig,“ segir Sigrið-
ur Eiríksdóttir. DV-mynd GVA
sem hringir inn fær samband við
karlmann, sem hringir iim á sama
tíma. í þessu tilviki hefur konan,
sem segist vera Sigríður, haft nokk-
uð ítarlegar upplýsingar um henn-
ar hagi - hvar hún vinnur, börnin
hennar, símanúmer, heimihsfang
og fleira - og notað þessar upplýs-
ingar í samtölum við karlmenn og
villt þannig á sér heimildir.
. „Þetta er þriðja málið af þessum
toga sem kemur upp. Það er hægt
að taka grini en þetta hefur.gengið
of langt. Þessi kona hefur boðið upp
á villt ástarlíf með mér og heima
hjá mér. Einn morguninn hringdu
ijórir karlmenn inn á símsvarann
minn út af þessu símastefnumóti.
Það hafa hringt i mig kvæntir sem
ókvæntir karlmenn og leitaö eftir
kjmlífi með mér. Þetta er ekkert
annað en mannorðsmissir fyrir
mig á meðan ekki kemur fram að
það er einhver annar en ég sem
hringi þarna inn.“
Sigríður hefur kært málið til
rannsóknarlögreglunnar í Hafnar-
firbi og er það nú til rannsóknar.
„Ég skil ekki að það sé hægt að
hringja svona inn og leika sér með
mannorð annarra. Það virðist ekk-
ert vera gert til að koma i veg fyrir
svona lagað. Ég hringdi i forsvars-
menn fyrirtækisins sem reka síma-
stefnumótið og þeir báðu um tillög-
ur frá mér. Ég læt ekki bjóða mér
þetta og ætia að koma í veg fyrir
að þetta komi fyrir aðra,“ segir Sig-
ríður. -pp
Allir krakkar spila körfubolta og fótbolta og handboltinn er i sérstöku uppáhaldi þessa dagana hjá ungum jafnt
sem öidnum og það ekki af litlu tilefni. En þótt heimsmeistarakeppnin í handbolta veki mikla athygli eru gömlu
leikirnir enn í fullu gildi meðal ungviðisins. í gær var von á leikmönnum Marokkó í heimsókn í Setbergsskóla í
Hafnarfirði í þakklætisskyni tyrir stuðning þriggja tólf ára bekkja sem hafa sótt leiki liðsins og stutt það af fullum
krafti en þrátt fyrir yfirvofandi heimsókn mátti sjá nokkrar skólastelpur sýna leikni sina í snu-snú. DV-mynd GVA
Símaþjónustan
likafórnarlamb
- segir Páll Þorsteinsson
„Við verðum fyrir því að einhver
segir þarna ósatt til nafns og misnot-
ar þjónustu okkar. Við erum varnar-
lausir gagnvart þeim sem vilja
klekkja á öðrum og nota þjónustu
okkar sem verkfæri," segir Páll Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Miðl-
unar, símaþjónustu sem rekur síma-
línuna Einn plús einn.
Hann segir erfitt að koma i veg fyr-
ir að símakerfið sé misnotað. „Þetta
er eins og með símakerfið almennt.
Þetta er bara ný tegund af síma-
ónæði sem hefur tíðkast i gegnum
árin.“ -pp
Léstaf brunasárum
Slökkviliðið var kallað að húsi í
Grafarvogi í fyrradag eftir að eldur
kom upp í húsgögnum í íbúð þar.
Karlmaður á sjötugsaldri, sem sat í
stól í íbúðinni, brenndist illa og var
fluttur á Landspítalann. Maöurinn,
sem reyndist vera með þriðju gráðu
brunasár á 90 prósentum líkamans,
lést um kvöldiö.
Ekki er ljóst hvernig eldurinn kom
uppogermáliðírannsókn. -pp
Veðrið á sunnudag
ogmánudag:
Gola
eða
kaldi
Á sunnudag og mánudag verð-
ur norðaustangola eða kaldi,
skýjað um norðanvert landið en
skýjað með köflum syðra og á
stöku stað smáskúrir.
Hiti 1-10 stig.
Veðrið í dag er á bls. 61