Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Lærði þýsku fyrir hlutverkið: Leist bölvanlega á þetta - segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari sem fer með hlutverk Jóns Leifs í kvikmyndinni Tár úr steini „Það er auðvitað mikil pressa á mér sem aðalleikara í svona viða- mikilli mynd og þess vegna kvíði ég svolítið frumsýningunni. Ég hef reyndar ekki séð myndina fullunna en manni finnst hálfskrýtið að sjá sjálfan sig á tjaldinu. Að mörgu leyti er ég þó ánægður með það sem ég sá. Þetta er stórmynd og margt mjög flott í henni,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari en hann leikur aðalhlutverk í nýrri íslenskri híó- mynd, Tár úr steini. Myndin fjallar um átakasögu tónskáldsins Jóns Leifs og verður hún frumsýnd á fóstudag. „Þegar ég kom inn í þetta dæmi voru Hilmar Oddsson og félagar búnir að vinna við undirbúning í tvö ár. í upphafi átti þetta að vera heimildarmynd. Þá var ég ekki inni sem ieikari. Þegar ákveðið var að breyta handritinu í stórmynd var haft samband við mig. Ég þurfti engu að síður að biða í heilt ár eftir að tökur hæfust. Satt að segja hélt ég að ekkert yrði úr þessu," segir Þröstur Leó. Eins og páfagaukur - Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið? „Það var búið að fá Sigurð Sigur- jónsson til að leika Jón Leifs í heim- ildarmyndinni. Þegar ákveðið var að gera bíómynd voru nokkrir tekn- ir í prufu, þar á meðal ég, sem síðan fékk hlutverkið. Þetta var í febrúar 1993. Þá hófst biðin eftir styrkjum og einnig voru leikarcir bundnir í sínum störfum í leikhúsunum þannig að upptökur töfðust. Þar sem myndin er mestöll á þýsku, og ég kunni ekki orð í því tungumáli, þurfti ég að læra málið. Ég var í Þýskalandi í mánuð, í Goethe Institut, en fannst ég ekkert læra neitt sérstaklega mikið á svo stutt- um tíma. Ég þurfti því að læra handritið eins og páfagaukur. Stúlk- an sem lék á móti mér, Ruth Ólafs- dóttir, talar hins vegar þýsku. Hún tók mig í gegn og hjálpaði mér. Ég fékk reyndar kvikmyndahandritið fyrst á ensku en síðan á þýsku.“ Erfitt hlutverk - Hvernig leist þér á að tala þýsku í heilli bíómynd? „Mér leist alveg bölvanlega á það í fyrstu. Ég var alveg að gefast upp, þetta var svo erfitt. Það er ekki auð- velt að einbeita sér að leiknum og vera jafnframt meö hugann við nýtt tungumál. Ég varð að passa réttar áherslur og þetta var mikil þjálfun." - Gætir þú talað þýsku núna? „Nei, það gæti ég ekki. Reyndar lenti ég í því í Þýskalandi að Þjóð- verjar, sem voru aö vinna við upp- tökurnar, gengu til mín og ræddu við mig á þýsku. Ég vissi ekki hvað- an á mig stóð veðrið, skildi ekki neitt af því sem þeir sögðu, en þeir héldu að ég væri þýskumælandi. í rauninni var það óvenjulega mikið sem þurfti að læra í kringum þessa mynd. Ég þurfti að læra að stjórna hljómsveit og spila á píanó en það hafði ég aldrei gert áður. Þetta var engu að síður mjög skemmtilegt." - Hvað vissir þú um Jón Leifs áður en þú fórst að vinna við þessa mynd? „Ég vissi ósköp lítið. Allir vita auðvitað að hann var þekkt tón- skáld en sögu hans þekkti ég ekki. Þegar ég fékk hlutverkið kíkti ég á bréf og spurði fólk sem hafði þekkt hann. Hins vegar fannst mér ekki rétt að búa til alveg eins persónu þar sem Hilmar Oddsson hefur tek- ið sér skáldaleyfi á stöku stað.“ Stórhuga maður - Um hvað fjallar myndin? Hún er byggð á kafla úr ævi Jóns. Hann fór sautján ára gamall til Þýskalands að læra á píanó en seinna fór hann að semja og stjórna. Það er merkilegt hversu mikill kraftur var í þessum manni. Hann kom til íslands 24ra ára gamall og hélt sinfóníu- tónleika. Þá var eiginkona hans, Annie Riethof, með honum. Hún var líka pí- anóleikari. Þau kynntust í náminu. Jón Leifs var mjög stórhuga og fór ekki troðnar slóðir. Hann og Páll ísólfsson voru sam- an í Leipzig og voru nánir vinir en Jón var þó ekki alltaf sáttur við stefnu Páls í tónlist- inni. Á þessum tíma var Jón Leifs orðinn tals- vert virtur í Þýska- landi og töluvert spilað eftir hann. íslendingar kunnu þó ekki eins að meta hann og höfðu ekki mikinn skilning á tónlist hans enda var hann tals- vert á undan sinni sam- tið.“ - Kom þessi persóna þér á óvart? „Já, það gerði hún, sérstak lega vegna þess að maður hafði heyrt að Jón Leifs hefði ver- ið nasisti. En það er alls ekki rétt. Sennilega hafa störf hans fyrir nasista verið mis- skilin á ís- landi. þar sem öllum helstu listamönnum var boðið að undirrita samn- ing og með því ættu þeir kost á að halda áfram á frama- brautinni. Það var tekin ljósmynd af ■ þessum lista- mönnum og þar var Jón L e i f s . H a n n skrif- a ð i h i n s m.a. í húsi hans, á Jón Leifs Platz og víðar. Það var mjög sérkennilegt að vera búinn að leika hér á svið- inu og koma svo í hið raunveru- lega hús.“ - Nú leikur þú ræningja í Línu langsokk sem frumsýnd verður á morgun - eru það ekki nokkur við- brigði frá Jóni Leifs á þýsku? „Sannarlega er það öðruvísi hlut- verk. Það er mikill munur á þessu tvennu og kannski það ánægjulega við starf leikara. En ræningjahlut- verkið í Línu er bæði þægilegt og skemmtilegt." - Kom ekki eitthvað óvænt upp í tökunum á Jóni Leifs? „Jú, reyndar. í eitt skiptið sem við vor- u m vegar aldrei undir Þröstur Leó Gunnarsson leikari segir að hlutverk Jóns Leifs í bíómyndinni Tár úr steini hafi verið erfitt og krefjandi. ' Eiginkona Jóns var gyðingur og þau áttu tvær dætur saman. Þau bjuggu rétt utan við Berlín í stríðinu og flýðu síðan til Svíþjóðar. Þau skildu svo en ástæða þess mun bæði hafa verið stríðið og störf Jóns. 1 raun- in í friði en það var oftast svikið. Á meðan Jón bjó með konu sinni var flutningur á öllum hans verkum op- inberlega stöðvaður og hann var í banni. Sjálfsagt hefur verið mjög erfitt að vera virtur tónlistarmaður _ og allt í einu bannaður. Annie, kona hans, var einnig virtur pí- anóleikari, hélt vel sótta tónleika, en allt í einu fékk hún ekkert að gera. Þetta hefur án efa verið mjög erfið barátta fyrir hjónin sem bæði voru stórhuga listamenn. Þegar þau skUdu kom Jón til ís- lands og var þar stuttan tíma en hún varð eftir í Svíþjóð með dæt- ur sínar. Önnur Þröstur Leó sem Jón Leifs. Ljósm. Inga Lísa Middleton þeirra drukknaði þar, hin er á lífi og neinn samning við nasista." - Skila þessi átök sér í myndinni? „Já, þau gera það. Myndin sýnir vel baráttu hans, hvernig hann berst fyrir lífi sínu sem listamaður. Saga Jóns Leifs er ekki rakin frá upphafi til enda heldur lögð áhersla á þennan kafla í lífi hans.“ - Var ekki erfitt að endurgera stríðstímann? „Það er stór- kostleg leikmynd í þessari bíómynd og makalaust hversu mikið hægt er að gera fyrir lítinn pen- ing. Búningar voru leigðir í Þýskalandi og þó að ekki séu neinar þúsund manna senur í henni þá kemur þetta vel út.“ við tökur hér í Borgarleikhúsinu sat ég og var að semja þegar undarlegur skuggi færðist á andlit mitt þannig að ég leit út eins og Hitler. Einhver í salnum hafði orð á þessu og sagði: „Sjáið þetta, hann hlýtur að hafa inni var það þannig að honum voru allir vegir færir ef hann losaði sig við fjölskylduna. Á þessum tíma var það nær ómögulegt fyrir listamenn, sem vildu koma sér á framfæri, að eiga gyðing fyrir maka. Nasistar buðu listamönnum að fara frá fjöl- skyldu sinni og með því yrðu þeim allir vegir færir. Það fylgdi sögunni að þeir myndu láta makann og börn- býr á íslandi. Jón kvæntist seinna íslenskri konu og átti með henni son sem einnig býr hér á landi.“ Ekki nasisti - Var það vegna skilnaðarins sem Jón var talinn nasisti hér á landi? „Nei, það held ég ekki. Það var stofnað sérstakt músíkráð nasista - Var myndin að mestu tekin í Þýskalandi? „Hluti myndarinnar var tekinn upp í Borgarleikhúsinu. Menn fóru utan og mældu upp hús Jóns í Þýskalandi og síðan var það endur- gert á sviðinu í leikhúsinu. Við vorum svo einn mánuð í Þýska- landi þar sem upptökur fóru fram, Ur b.'ómyndinni Tár úr steini: Jón Leifs (Þröstur Leó) og dóttir hans, Líf (Bergþóra Aradóttir, 8 ára). verið nasisti." í sömu andrá sprakk þúsund vatta ljóskastari, sem var lengst uppi í rjáfri, og glerbrotunum rigndi yfir okkur. Starfsfólkið fékk satt að segja gæsahúð og það var dauðaþögn í salnum. Við vorum viss um að Jón Leifs væri með okk- ur og væri að láta vita af sér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.