Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Qupperneq 10
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Lærði þýsku fyrir hlutverkið:
Leist bölvanlega á þetta
- segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari sem fer með hlutverk Jóns Leifs í kvikmyndinni Tár úr steini
„Það er auðvitað mikil pressa á
mér sem aðalleikara í svona viða-
mikilli mynd og þess vegna kvíði ég
svolítið frumsýningunni. Ég hef
reyndar ekki séð myndina fullunna
en manni finnst hálfskrýtið að sjá
sjálfan sig á tjaldinu. Að mörgu leyti
er ég þó ánægður með það sem ég
sá. Þetta er stórmynd og margt mjög
flott í henni,“ segir Þröstur Leó
Gunnarsson leikari en hann leikur
aðalhlutverk í nýrri íslenskri híó-
mynd, Tár úr steini. Myndin fjallar
um átakasögu tónskáldsins Jóns
Leifs og verður hún frumsýnd á
fóstudag.
„Þegar ég kom inn í þetta dæmi
voru Hilmar Oddsson og félagar
búnir að vinna við undirbúning í
tvö ár. í upphafi átti þetta að vera
heimildarmynd. Þá var ég ekki inni
sem ieikari. Þegar ákveðið var að
breyta handritinu í stórmynd var
haft samband við mig. Ég þurfti
engu að síður að biða í heilt ár eftir
að tökur hæfust. Satt að segja hélt
ég að ekkert yrði úr þessu," segir
Þröstur Leó.
Eins og páfagaukur
- Hvernig kom það til að þú
fékkst hlutverkið?
„Það var búið að fá Sigurð Sigur-
jónsson til að leika Jón Leifs í heim-
ildarmyndinni. Þegar ákveðið var
að gera bíómynd voru nokkrir tekn-
ir í prufu, þar á meðal ég, sem síðan
fékk hlutverkið. Þetta var í febrúar
1993. Þá hófst biðin eftir styrkjum
og einnig voru leikarcir bundnir í
sínum störfum í leikhúsunum
þannig að upptökur töfðust. Þar sem
myndin er mestöll á þýsku, og ég
kunni ekki orð í því tungumáli,
þurfti ég að læra málið. Ég var í
Þýskalandi í mánuð, í Goethe
Institut, en fannst ég ekkert læra
neitt sérstaklega mikið á svo stutt-
um tíma. Ég þurfti því að læra
handritið eins og páfagaukur. Stúlk-
an sem lék á móti mér, Ruth Ólafs-
dóttir, talar hins vegar þýsku. Hún
tók mig í gegn og hjálpaði mér. Ég
fékk reyndar kvikmyndahandritið
fyrst á ensku en síðan á þýsku.“
Erfitt hlutverk
- Hvernig leist þér á að tala þýsku
í heilli bíómynd?
„Mér leist alveg bölvanlega á það
í fyrstu. Ég var alveg að gefast upp,
þetta var svo erfitt. Það er ekki auð-
velt að einbeita sér að leiknum og
vera jafnframt meö hugann við nýtt
tungumál. Ég varð að passa réttar
áherslur og þetta var mikil þjálfun."
- Gætir þú talað þýsku núna?
„Nei, það gæti ég ekki. Reyndar
lenti ég í því í Þýskalandi að Þjóð-
verjar, sem voru aö vinna við upp-
tökurnar, gengu til mín og ræddu
við mig á þýsku. Ég vissi ekki hvað-
an á mig stóð veðrið, skildi ekki
neitt af því sem þeir sögðu, en þeir
héldu að ég væri þýskumælandi. í
rauninni var það óvenjulega mikið
sem þurfti að læra í kringum þessa
mynd. Ég þurfti að læra að stjórna
hljómsveit og spila á píanó en það
hafði ég aldrei gert áður. Þetta var
engu að síður mjög skemmtilegt."
- Hvað vissir þú um Jón Leifs
áður en þú fórst að vinna við þessa
mynd?
„Ég vissi ósköp lítið. Allir vita
auðvitað að hann var þekkt tón-
skáld en sögu hans þekkti ég ekki.
Þegar ég fékk hlutverkið kíkti ég á
bréf og spurði fólk sem hafði þekkt
hann. Hins vegar fannst mér ekki
rétt að búa til alveg eins persónu
þar sem Hilmar Oddsson hefur tek-
ið sér skáldaleyfi á stöku stað.“
Stórhuga maður
- Um hvað fjallar myndin?
Hún er byggð á kafla úr ævi Jóns.
Hann fór sautján ára gamall til
Þýskalands að læra á píanó en
seinna fór hann að semja og stjórna.
Það er merkilegt hversu mikill
kraftur var í þessum manni.
Hann kom til íslands 24ra
ára gamall og hélt sinfóníu-
tónleika. Þá var eiginkona
hans, Annie Riethof, með
honum. Hún var líka pí-
anóleikari. Þau kynntust í
náminu. Jón Leifs var
mjög stórhuga og fór ekki
troðnar slóðir. Hann og
Páll ísólfsson voru sam-
an í Leipzig og voru
nánir vinir en Jón var
þó ekki alltaf sáttur við
stefnu Páls í tónlist-
inni.
Á þessum tíma var
Jón Leifs orðinn tals-
vert virtur í Þýska-
landi og töluvert spilað
eftir hann. íslendingar
kunnu þó ekki eins að
meta hann og höfðu ekki
mikinn skilning á tónlist
hans enda var hann tals-
vert á undan sinni sam-
tið.“
- Kom þessi persóna þér á
óvart?
„Já, það gerði hún, sérstak
lega vegna þess að maður hafði
heyrt að Jón Leifs hefði ver-
ið nasisti. En það er alls
ekki rétt. Sennilega
hafa störf hans fyrir
nasista verið mis-
skilin á ís-
landi.
þar sem öllum helstu listamönnum
var boðið að undirrita samn-
ing og með því ættu
þeir kost á að halda
áfram á frama-
brautinni. Það var
tekin ljósmynd af
■ þessum lista-
mönnum og
þar var Jón
L e i f s .
H a n n
skrif-
a ð i
h i n s
m.a. í húsi hans, á Jón Leifs Platz
og víðar. Það var mjög sérkennilegt
að vera búinn að leika hér á svið-
inu og koma svo í hið raunveru-
lega hús.“
- Nú leikur þú ræningja í Línu
langsokk sem frumsýnd verður á
morgun - eru það ekki nokkur við-
brigði frá Jóni Leifs á þýsku?
„Sannarlega er það öðruvísi hlut-
verk. Það er mikill munur á þessu
tvennu og kannski það ánægjulega
við starf leikara. En ræningjahlut-
verkið í Línu er bæði þægilegt og
skemmtilegt."
- Kom ekki eitthvað óvænt upp í
tökunum á Jóni Leifs?
„Jú, reyndar. í eitt
skiptið sem
við vor-
u m
vegar
aldrei
undir
Þröstur Leó Gunnarsson leikari segir að hlutverk Jóns Leifs í bíómyndinni Tár úr steini hafi verið erfitt og krefjandi.
' Eiginkona Jóns var gyðingur og þau
áttu tvær dætur saman. Þau bjuggu
rétt utan við Berlín í stríðinu og
flýðu síðan til Svíþjóðar. Þau skildu
svo en ástæða þess mun bæði hafa
verið stríðið og störf Jóns. 1 raun-
in í friði en það var oftast svikið. Á
meðan Jón bjó með konu sinni var
flutningur á öllum hans verkum op-
inberlega stöðvaður og hann var í
banni. Sjálfsagt hefur verið mjög
erfitt að vera virtur tónlistarmaður
_ og allt í einu
bannaður. Annie,
kona hans, var
einnig virtur pí-
anóleikari, hélt
vel sótta tónleika,
en allt í einu fékk
hún ekkert að
gera. Þetta hefur
án efa verið mjög
erfið barátta fyrir
hjónin sem bæði
voru stórhuga
listamenn.
Þegar þau skUdu
kom Jón til ís-
lands og var þar
stuttan tíma en
hún varð eftir í
Svíþjóð með dæt-
ur sínar. Önnur
Þröstur Leó sem Jón Leifs. Ljósm. Inga Lísa Middleton þeirra drukknaði
þar, hin er á lífi og
neinn samning við nasista."
- Skila þessi átök sér í myndinni?
„Já, þau gera það. Myndin sýnir
vel baráttu hans, hvernig hann
berst fyrir lífi sínu sem listamaður.
Saga Jóns Leifs er ekki rakin frá
upphafi til enda
heldur lögð
áhersla á þennan
kafla í lífi hans.“
- Var ekki erfitt
að endurgera
stríðstímann?
„Það er stór-
kostleg leikmynd í
þessari bíómynd
og makalaust
hversu mikið
hægt er að gera
fyrir lítinn pen-
ing. Búningar
voru leigðir í
Þýskalandi og þó
að ekki séu neinar
þúsund manna
senur í henni þá
kemur þetta vel
út.“
við tökur hér í Borgarleikhúsinu sat
ég og var að semja þegar undarlegur
skuggi færðist á andlit mitt þannig
að ég leit út eins og Hitler. Einhver
í salnum hafði orð á þessu og sagði:
„Sjáið þetta, hann hlýtur að hafa
inni var það þannig að honum voru
allir vegir færir ef hann losaði sig
við fjölskylduna. Á þessum tíma var
það nær ómögulegt fyrir listamenn,
sem vildu koma sér á framfæri, að
eiga gyðing fyrir maka. Nasistar
buðu listamönnum að fara frá fjöl-
skyldu sinni og með því yrðu þeim
allir vegir færir. Það fylgdi sögunni
að þeir myndu láta makann og börn-
býr á íslandi. Jón kvæntist seinna
íslenskri konu og átti með henni
son sem einnig býr hér á landi.“
Ekki nasisti
- Var það vegna skilnaðarins sem
Jón var talinn nasisti hér á landi?
„Nei, það held ég ekki. Það var
stofnað sérstakt músíkráð nasista
- Var myndin að
mestu tekin í Þýskalandi?
„Hluti myndarinnar var tekinn upp
í Borgarleikhúsinu. Menn fóru
utan og mældu upp hús Jóns í
Þýskalandi og síðan var það endur-
gert á sviðinu í leikhúsinu. Við
vorum svo einn mánuð í Þýska-
landi þar sem upptökur fóru fram,
Ur b.'ómyndinni Tár úr steini: Jón Leifs (Þröstur Leó) og
dóttir hans, Líf (Bergþóra Aradóttir, 8 ára).
verið nasisti." í sömu andrá sprakk
þúsund vatta ljóskastari, sem var
lengst uppi í rjáfri, og glerbrotunum
rigndi yfir okkur. Starfsfólkið fékk
satt að segja gæsahúð og það var
dauðaþögn í salnum. Við vorum
viss um að Jón Leifs væri með okk-
ur og væri að láta vita af sér.“