Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 13
*fím B&ptniissmt: BREYZKLEIKASYND • Kaflar íir feréarissbék í hlýtt, rakt morgunloftið vantaði nesjabúann frá Faxaflóa vekjandi sterkju hafseltunnar, en í þess stað var það kryddað ilmi laufsins. Tveir svefnvana förumenn axla hafurtask sitt ,,á hlaðinu“ framan við Hótel Ambassador og þramma af stað eftir Venislavstorginu. Á þessum tíma sólar- hringsins er hljótt og autt þar sem þúsundimar streymdu fram og aftur í gærkvöld. í grennd við Wilsonstöðinni ( hún er heitin eftir forseta Banda- rikjanna), sést fyrst til ferða annarra syfjaðra manna, en enn er nóg um auða vagna í lestinni. Það er meira en svefnleysið sem gerir fyrmefnda fönimenn: Emil Bjömsson, fréttamann ríkisútvarps- ins og undirritaðan, úrilla og afundna. Eftir hádegið í gær breyttist ferðaáætlun lestarinnar þannig að við stóðum uppi eins og glópar. Leiðin um Frakkland hafði verið lokuð síðustu dagana vegna jámbrautar- verkfalls, en samt var ætlunin að fara hana — í bíl- um frá austurlandamæmnum til Dover. Svo að segja á síðustu stundu var okkur sagt að við ættum að fara um Belgíu. Já, en herra trúr! Við höfðum enga belgiska áritun, og ferðaleyfi um brezka hernáms- svæðið í Þýzkalandi hafði verið strikað út úr pöss- unum okkar, því samkvæmt upphaflegu áætluninni þurftum við ekki á því að halda! Nú urðum við að bregða skjótt við! Það var ekki um annað að gera en fóma bamaheimilunum, sem ég ætlaði að fara að skoða. Þessi síðasti dagur okkar í Praha var eyði- lagður. En bíðum við! Við eigum sendiherra í Tékkó- slóvakíu, m. a. til að greiða fyrir strönduðum íslenzk- um förumönnum. Eg dróg „Handbók utanríkisráðu- neytisins" upp úr töskunni og sjá: „Tókkóslóvakía. Praha. Sendiherra: Pctur Benediktsson. Sendiráðið i París annast sendiráðsstörfin“!.' Takk. Austan „jámtjaldsins" yrðum við auðsjáanlega að treysta á eigin spýtur'. Hjá ZEDOK, tékknesku ferðaskrifstofunni, gáfu þeir okkur góðar vonir að við myndum sleppa í gegn árítunarlausir, „en reynið ef þið getið að fá belgiska. áritun“. Við þeyttumst í bíl til belgiska ræðismanns- ins. Lokað. f forhertri þrjózku knúðum við dyra. Eft- ir langa- stund kom einhver starfsmaður til að kíkja á þessa ósvífnu þrjóta, sem ekki virtu lokaðar dyr. — Ræðismaðurinn er aldrei við eftir 'hádegi. — En heima hjá sér? — Sennilegast að hann sé ekki heima. Komið kl. 11 f. h. á morgun. — Já, en þá eigum við að vera í Belgíu! Hami klóraði sér fyrir aftan eyrað — brosti. Við útskýrðum og þráttuðum. Eg uppgötv- aði að Emil er prýðilegasti ræðumaður. — En ég get ekkert gert fyrir ykkur fyrr en á morgun, sagði maðurinn, ræðismaðurinn talar ekki við ykkur heima hjá sér, hann myndi fleygja ykkur á dyr. Þetta var þýðingarlaust. — Fjandinn hafi þessa Belgi, hvæstum við í sólskininu á gangstéttinni fyrir utan. Og nú var auðvitað búið að loka hjá hemum! Þjóðininjasafnið við endann á Venislavstorgrinu í Praha

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.