Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 18
16
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1947
Jafnvel hús er stóðu ein sér uralukt görðmn og ökr-
um höfðu verið skotin sundur eða brennd. Kann-
ske stóð ekkert uppi nema einmana
veggbrot, sem benti til himins eins
og ákærandi fingur til að vekja eftir-
tekt á heimsku marmanna og grimmd
þeirra sem vilja gera þann máttarminni að þræli sín-
um.
HINN G6»I
SAGNABANDI
KMILS
• Nú fannst okkur Emil raunverulega allt leika í
lyndi, og með velgengninni vaknaði matarlystin. Svo
andstyggiiega fúil sem berserkurinn hafði verið væri
synd að segja að belgisku þjónarnir hefðu ekki verið
stimamjúkir. Nú skyldum við sannarlega fá okkur
hressingu. í öllu umstanginu daginn áður en við fór-
um frá Praha hafði hinn góði sagnarandi Emils
hvíslað því að honum að gott myndi að skipta ein-
hverju í belgiska peninga. Nú kom á daginn að þetta
hafði verið heillaráð, því Belgarnir gerðust dreissug-
ir og neituðu kalt og ákveðið að taka við greiðslu í
sterlingspundum. Bretarnir sem veifuðu pundunum
sínum stóðu orðlausir af undrun, þeir gátu ekkert
fengið fyrir þau! Slíku mundi enginn eftir fyrr í
allri sögu Bretaveldis. — Alveg ný skipun frá yfir-
völdunum, sögðu Belgarnir, og skýrðu það ekki frek-
ar. Við Emil vorum nú allt i einu orðnir þeir hlut-
gengu menn. (Um leið og við borguðum farseðilinn
sagði lestarþjónninn: — Þið farið beint um borð í
Ostende, er það ekki? Jú við fullvissuðum hann um
að sem stæði ættum við enga ósk heitari en að kom-
ast sem fyrst út úr hinu ágæta föðurlandi hans! Það
var sannarlega ekki ásetningssynd, heldur breyzk-
leika, að við höfðum farið yfir tvö lönd í trássi við
Ævintýrið hafði gerzt. Við liöfðum sloppið í gegn, þrátt fyrir
áritunarlausa passa. Maríanna Sjarlotta á lcið út 4 Ermarsund.
Höfnin í Ostende í baksýn.
lög og rétt. Hinsvegar eru breyzkleikasyndir ekki
ætíð þeim mun óskaðvænni sem þær eru venjulega
heimskulegri en aðrar syndir).
Þegar til Ostende kom fengum við skýringuna. Þar
úði allt og grúði af strönduðum Bretum. Þúsundum
saman höfðu þeir að venju flykkzt til Frakklands í
sumarfríum sínum. Þegar verkfallið skall á voru
þeir víðsvegar um landið — strandaðir. Sumir lögðu
af stað fótgangandi til strandar! Aðrir keyptu með
sig bíla á svartamarkaðsverði og komust heim með
örfáa aura í vasanum. Þeir, sem voru nálægt landa-
mærum Belgíu eða í Sviss, fóru til Belgíu og þaðan
heim. Á þrem dögum var þar allt orðið fullt af strönd-
uðum Bretum á leið heim. Og þá var allt-í einu gefin
út tilkynning um að ekkert mætti láta af höndum
fyrir ensk pund. Einn þeirra sagði okkur þá ótrúlegu
sögu að þetta væri annar dagurinn, sem hann hefði
ekkert getað fengið að eta. Þótt hann hefði gengið
milli manna veifandi aleigunni af lausafé, sem hann
kvað vera milli 10 og 20 pund, hefði enginn mátt
selja sér svo mikið sem bolla af vatni að drekka.
Hins vegar hélt hann því ekki fram að Belgar hefðu
ekki gefið sér að drekka. Svo voru aðrir, sem gáfu
ótvírætt í skyn að þetta valdboð rlkisstjórnarínnar
hefði ekki alstaðar verið tekið of hátíðlega.
Það hafði tekizt þetta ferðalag, er sótt hafði verið
af meira kappi en fyrirhyggju. Maríanna Sjarlotta
iivab voru stefndi á fuliri ferð út á sundið.
kvinnurnar9 Þetta var annars viðkunnanlegasta
fleyta, þótt hún héti þessu nafni, og
svo full af fólki, að helzt minnti á sumar ferðir Lax-
Piccadilly í London.