Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 29
Jólin 1947
27
.Þ J ÖÐ VILJINN
þeir vilji láta eitthvað í ljós. Þeir eru mjög kumpán-
legir. Eg kann vel við þá.
— Gott eiga þeir, sem eiga peningana, segir einn.
— Ég myndi ferðast, ef ég ætti peninga, segir ann-
ar. ...
— Eg á nú sosum ekki neina peninga, segi ég. Mig
langar bara svo mikið heim. Eg er að fara. núna
klukkan f jögur. Eg á eftir að ná í tösku heima áður
en ég fer á stöðina. Eg tek lestina fimm mínútur yfir
fjögur.
Þögn litla stund.
— En ekki ferðu með lest alla leið til Islands?
spyr sá fertugi. *
— Oneinei, svara ég.
—* Nei. Mig minnir, að Islandið liggi það langt frá.
Það er víst engin brú þar á milli, segir hann.
Hann er furðu alvarlegur, horfir í gaupnir sér, tal-
ar þannig við sjálfan sig.
— Lófóten! Lófóten var það víst þessi síldarstöð
þama norður frá, segir hann svo.
Hinir glotta. Einn klappar á öxl honujn.
— Farðu heim og lestu landafræði, góði, segir
hann. Þú hefur aldrei séð landakort á ævi þinni. Það
er auðheyrt!
Þeir hlæja allir.
Ég brosi.
— Svo þú ert þaðan, karlinn. Það er þó verulega
gaman að sjá Islending.
Ég svara því enganveginn. Ég brosi.
— Sígarettu ?
Nú er það ég sem býð að fyrrabragði.
— Ef þú átt eld.
Ég á eld.
Nú erum við allir reykjandi. Tómt veskið rennur
niður í buxnavasann.
— Þakka.
Unglingarnir tveir segja eitt'hvað, sem ég ekki skil.
Það er ekki sagt við mig. Ég skipti mér ekkert af því,
sem þeir segja. Ég heyri það ekki. Ég stari píreygur
á torgið, það er verið að selja blóm. Ég sé rauðar rós-
irnar í stórum breiðum á malbikinu, nýslitnar upp
úr jarðveginum; þær eru hafðar í kössum, sumar í
leirbrúsum; (Ég veit, að þær standa ekki í vatni, því
það er vatnsskortur 1 borginni; sölukerlingarnar fá
ekki leyfi til að láta rósir standa í vatni), bráðum
verða allar þessar rósir dauðar úr þurrki; þær
skrælna óðum í hitanum, vatnslausar, rótlausár á
sjóðandi torginu.
Ég held áfram að stara fram fyrir mig, það er ekki
nema einstöku sinnum að ég skotra augunum til hlið-
©<><>e<><><><<><><>e<><><><>e<><><<><><><><><<^^
CAKL SANDBUKG:
Manndráparar
Nú ætla ég að kveða við Jiig,
þýtt cins og sungið sé yfir önduðu barni
hrjúft eins og harðf jötraður bandingi
kveði sér til fróunar.
Undir sól vorri
gaiiga fram sextán milljónir manna
valdir úr végna sinna heilbrigðu tanna,
skörpu sjónar, sterku vöðva,
vegiia hins bjarta rauða blóðs, sem rennur Jieim
í æðum
Og rauður vökvi litar hið græna gras,
og rauður vökvi rennur í svarta mold,
og sextán milljónir eru látnar drepa —
og drepa og drepa.
Ég minnist Jieirra jafnt á degi og nóttu.
Endurminningin um Jiá ásækir mig.
Þeir berja mér á br jóst svo ég geti ekki
gleymt Jicini,
og ég græt og lirópa yfir um til Jieirra,
til heimkynna Jieirra, kvenna þeirra. draums
Jæirra og ieikja.
FBtöA EINAKS þýddi
ar á sessunauta mína. Þeir tala saman, ekki hátt,
heldur mjög lágt, eins og þeir vilji ekki trufla mig,
eða eins og þeir ræði' leyndarmál; kannske þeir ræði
leyndarmál; ég veit það ekki.
Þeir láta mig afskiptalausan og biðja mig ekki um
sígarettu, sáu áreiðanlega, að ég tæmdi veskið.
★
Ef ég skotra augunum til hliðar, kemst ég ekki hjá
því að sjá kinnfiskasogin andlit mannanna, tálgaðar
hendur, rifniurnar utan á skrokkunum svo gersam-
lega sneyddar öllum lit, að mér finnst ég hafa móðu
i