Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 47
Jólin 1947
ÞJÓÐVlL J I N N
45
reikningnum, vegna þess að aðeins örlítill hluti þeirra
skeyta, sem hin margbrotnu tæki sendu frá sér, rák-
ust á nokkurn kjarna, áður en þau stöðvuðust. Lang-
flest þeirra stöðvuðust án þess að framkalla neina
kjamabreytingu.
Allar þessar kjarnabreytingar voru þess eðlis, að
skeytið fleygar smásneið út úr kjarnanum, sem það
rekst á, en árið 1938 fundu tveir þýzkir eðlisfræðing-
ar, Hahn og Strassmann, að ef úraníum er bombard-
erað með nevtrónum þá klofnar kjarni þess í tvo hér-
umbil jafna. hluta. Þetta var nokkuð alveg nýtt og
vakti strax mikla eftirtekt. Samfara þessari klofn-
ingu kom einnig fram meiri orka en við nokkrar aðr-
ar kjárnabreytingar. Áhuginn vaknáði þó fyrst fyrir
alvöru, þegar það kom í ljós, að samfara kjarna-
klofningunni var einnig myndun nýrra nevtróna. Nev-
trónurnar eru hleðslulausar og stöðvast ekki fyrr en
þær rekast á einhvern atómkjarna. Sú hugsun lá því
beint við, tað ef nevtrónur þær, sem fram korna við
klofningu úraníumkjarnans, væru látnar rekast á
aðra úraniumkjama, þá myndu þessir kjarnar einn-
ig klofna og mynda enn þá fleiri nevtrónur og svo
koll af kolli. Þetta var í fyrsta skipti, sem menn eygðu
möguleika á því að vinna kjarnorkuna í stórurn stíl.
Framleiðsla kjarnorkuspreugua
Þannig stóðu sakir, þegar stríðið skall á. Hingað
til höfðu allar rannsóknir verið birtar, en nú færðist
þögn yfir þetta allt saman. Þögn þessi var ekki rofin
þangað til kjarnorkusprengjunni hafði verið varpað á
Hiroshima, en þá var saga málsins sögð í bók, sem
skrifuð var af prófessor Smyth og sem heitir Atomic
Energy for Military Purposes. Amerískir eðlisfræð-
ingar höfðu strax vakið athygli stjórnarvaldanna á
því, hverjir möguleikar byggju í beizlun kjarnork-
unnar, og fengu þau til að samþykkja, að allt væri
gert til að flýta fyrir rannsókn málsins.
Það kom í ljós, að það var ofur einfalt að byggja
orkuver, sem framleiðir kjarnorku í stómm stil. Hér
þarf ekki að nota neitt hinna flóknu tækja, sem voru
svo ómissandi til að afla okkur þekkingar á eðli
atómkjamanna. Allt sem til þarf eru nokkur tonn af
úraníum og nokkur tonn af kolum. Ef hvoiltveggja
er hreinsað vandlega og síðan 'hlaðið saman í einn
haug, þá hefst keðjubreyting sú, sem ég minntist á
áðan, þar sem kjarnaklofning og nevtrónumyndun
skiptist á, en orkan, sem við það myndast, kemur
fram sem hiti og geislun. Slík oi'kuver eru mjög auð-
veld í rekstri og má breyta orkumagni þeirra eftir
vild. Fyrsta kjarnorkustöð af þessari gerð var byggð
í Chicago 1942 af Enrico Fermi, sem er ítalskur áð
uppruna.
Þegar hér var komið, og séð var, að spádómur eðl-
isfræðinganna reyndist réttur, þá var stefnt beint að
því að notfæra sér þá miklu orku, sem fáanleg er
með þessu móti, til hernaðarlegra þarfa. Það sem
beinast lá við var að reyna að framleiða sprengju,
þar sem öll þessi gífurlega orka kæmi fram á einu
Á efri myndinni eru sýnd áhrif kjarnorkusprengju,
sem springur ofanjarðar, á þeirri neðri áhrif sprengju,
sem springu.r neðansjávar
augnabliki, og sem myndi taka langt fram öllum
þekktum sprengjum að styrkleika.
Þetta var engan veginn auðleyst verkefni, því að
úraníum það sem finnst í náttúrunni er ekk.i hægt að
nota- í sprengjur. Það verður annað hvort að skilja
sundur hina tvo ,,isotopa“ úraníumsins og nota þann
sjaldgæfari, úraníum 235, ellegar að nota það úraní-
um, sem fyrir kemur í náttúvunni, til að framleiða
nýtt fiumefni, Plútoníum, sem einnig er hægt að
nota í sprengjur. Báðar leiðir voru farnar og báðar
tókust vel, en sú síðari mun þó auðveldari. Plútonium
myndast í kjarnorkustöð af þeirri gerð, sem áður var
lýst. Til þess að framleiða þetta nýja frumefni, sem
hefur atómnúmerið 94, þarf því ekki annað en hlaða