Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973 Ð V F N T A Þorsíeinn frá Humri tólt saman. Tfíikningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir /' o .N %/L , •: ■'/V//4S ,Bcnedikt tók orðið sór i munn með var- i færni, þetta stóra, hljóðláta orð, svo furðu- \ lega annarlegt og inngróið i senn, ef tii vill inngrónast allra orða. Að visu var honum i ekki fyllilega ljóst, hvað það þýddi, en þó ‘ , var fólgið i þvi að vænta einhvers, eftir vænting, undirbúningur — svo langt náðij skilningur hans. Með árunum var svo kom ið, að þetta eina orð fól i sér næstum aiit hans lif. Þvi að hvað var iif hans, hvað var I lif mannsins á jörðinni, annað en ófullnægj andi þjónusta, sem þó varð manni kær með^ þvi að vænta einhvers, með eftirvæntingu. undirhúningi?” Þannig lýsir Gunnar Gunn* arsson i Aðventu , skilningi fjárleitar-í mannsins Benedikts á orðinu aðventa.þar c sem hann leggur á heiðina i eina af sinum ’ I aðventugöngum. 1 Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir um' jólaföstuinngánginn i tslenzkum þjóðhátt- um: ,,Það var almenn tizka viða hér um^ land, að halda eitthvað upp á jólaföstuinn- gánginn, en ekki mun það hafa verið annaðj en það, að það hefur verið eitthvað út afc brugðið með mat þann daginn”. Ólafurj Daviðsson getur þess i Huld aö i Þingeyjar- sýslu hafi verið haldið uppá fyrsta sunnu-i dag i jólaföstu á svipaðan hátt og spreingi- kvöld og étnir magálar, bringukollar ogl annað sælgæti einsog hver þoldi. Margir( drepa einnig á sið af sama toga, kvöldskatt- inn, sem ekki þurfti þó að bera uppá þennan' ákveðna dag. Jón Arnason segir svo frá. ,,Það er enn siður sums staðar fyrir norð-j an (i Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum aðý minnsta kosti) að húsbændur veita hjúum i sinum eitt kvöld ótiltekið öndverðlega á jólaföstunni svo mikið sælgæti i mat semí þeir eiga f jölbreyttast og bezt til á< heimilinu, og ber öllum saman sem það« þekkja að það sé mesta kethátið á árinu, ogJ keppast jafnvel öreigar við að veita hjúum< sinum þennan kvöldskatt og kljúfa til þess þritugan hamarinn hvað litla björg sem þeir eiga i húsum sinum. Fyrr meir var það < og sums staðar siður að hver heimamaður veitti kvöldskatt öllum á heimilinu og kepptist hver við annan að verða ekki minni en hinir svo að það urðu eins margir kvöld- skattar á jólaföstunni og margir voru menn á heimílinu. Þessi venja, að hver heimilis- maður veiti kvöldskatt, er nú aflögð, en þó ber það við enn að nokkrir heimamenn, þrir eða fjórir, taka sig saman um að standa öll- ( um hinum fyrir beina eitt kvöld, og hinir taka sig þá saman aftur að endurgjalda^ þegnar velgjörðir annað kvöld, en bóndinn og húsfreyjan gera það ávallt i fyrrnefnd- ,um sýslum”. Greinargerð Jóns Arnasonar fylgir brag-, 1 ur um kvöldskattinn, sem Jón eignar Árna | Jónssyni á Stóra-Hamri i Eyjafirði, en samkvæmt athugasemd Jóns Borgfirðings eru visurnar eftir Sigfús Jónsson á Lauga- landi. Bragurinn fer hér á eftir, og er heldur en ekki matarlegur; það kemur i hugann að svona kvæði yrki einúngis mað- ur sem sjaldan er saddur. Kvöldskatt fékk ég, kær og þekk konan gekk um beina; magáls þekkja mundi ég smekk;; má þvi ekki leyna. ^Langur þar hjá leggur var, 'laukinn bar hann gæða; ibónda skar ég bitann snar, íbrátt þvi fara að snæða. jStykki hér með hryggjar ér,-1 )huppsneið skerast mundi; Iflot og smérið baugsól ber [blossa hvera þundi. fRifið breitt mér var og veitt, jvarla sneitt af skorti; ^það var feitt og fleira en eitt,, ’frá er neitt ég gorti. (Af barni rollu bringukoll ;baugs lét tolla lina ,á minum bolla, mæt og holl,^ mátti ég hrolli týna. | Hákarls sniðið hafði kvið*? ^hrundin iðuglansa ’íog lagði niður á leirfatið; [lá mér við að stanza. Efst lá kaka eins og þak sem eldsins bakan herti; ' barðið spráka meður mak^ i munninn rak og skerti. Þakkir fáðu, þakin dáð (£. þorna láðin kæra, 'fyrir þáða þessa bráð l ^og þægð sem náðir færa., “H % En ekki var jólafastan öll einn glaðning- ur. Undirbúningur jólanna fól i sér annriki, I vökur og oft ódæma vinnuhörku. Jón Arna- son segir frá vökustaurunum á þessa leið: „Næstu vikuna fyrir jólin eru vökur hafð- ar lengstar á tslandi og vakan miðuð við' sjöstjörnuna til sveita þar sem ekki eru stundaklukkur; er svo vakað þangað til stjarnan er komin i nónstað eða miðaftan. Þessi vika er bæði kölluð „augnavika” og „staurvika”. Augnavika heitir hún af þvi að þá ,,vaka menn öll augu úr höfði sér”, þreytast við ljósbirtuna og verða dapur- eygðir, en staurvika af þvi að til þess að halda vöku fyrir fólkinu létu húsbændur „vökustaura” á augu þess þegar það fór að dotta á kvöldin; það kalla aðrir „augna-‘ teprur”. 1 vökustaura eða augnateprur voru hafðar smáspýtur, litið gildari en brennispýtur og ámóta langar, baulubein eða gelgjubein úr þorskhöfði; var spýtan brotin eða baulubeinið til hálfs svo það gapti sundur öðrumegin, en var heilt hinu- megin með litilli brotalöm á. Upp i brestinn sem varð á spýtunni var látið augnalokið, og hélt spýtan (eða beinið) sér svo fastri á augnalokinu með þvi angarnir á henni gengu á vixl inn i lokið svo það gat ekki dregizt niður fyrir augað, og urðu þeir svo að sitja bisperrtir með vökustaurana sem ekki vakað öðruvisi. En af þvi húsbændur á fslandi vita að allir vilja hafa nokkuð fyrir snúð sinn var það venja að hver húsmóðir gæfi hjúum sinum i vökulokin meðan staur- vikan stóð yfir góðan bita af einhverju sjaldfengnu bæði i sárabætur og fyrir það að þau legðu svo hart að sér með vökur og vinnu. Sá glaðningur sem gefinn var i þvi skyni var kallaður „staurbiti”. Magnús Einarsson, er varð nafnkenndur prestur og laungum kenndur við Tjörn í Svarfaðardal, dvaldistá únglingsárum sin- um á Grund hjá Þórarni Jónssyni sýslu- manni og var skrifari hans. Sögur fara af þvi að Magnúsi þætti vistin ill á sýslu- mannssetrinu og kenndi það einkum konu sýslumanns, er þótti útlátanaum. Um það »kvað Magnús margar stökur, er kallaðar voru Grundarvisur, og tvær þeirra hefur hann trúlega ort i staurviku: Grundarvakan grunar mig gera mun einhvern svangan, sjöstjörnurnar sýna sig suður á móts við tangann. Grundarvakan grunar mig gera mun sult i minum búk, *>, sjöstjörnurnar sýna sig suður á móts við Digrahnjúk/ // V/ v Íí/ ; * ' // / /</' ‘j ! I ! ( 1 \ ! 'f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.