Þjóðviljinn - 24.12.1973, Side 17

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Side 17
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 17 ' 1 i I 1. Týndar sögur Það verður ekki hjá þvi komist að fara nokkuð aftur fyrir efni þessarar frásögu. Sögur týnast margvislega. Þegar á striðið leið var ég búinn að láta snúa flestum minum smásögum á þýska tungu. Þýðandi minn var ungfrú Dzúlkó. Vinur minn einn, sem stóð fyrir forlagi, ætlaði að gefa þýðingarn- ar út. Maður þarf vist alltaf að eiga vini til að koma fyrstu bók sinni út. Þvi miður á ég þá ekki marga á Islandi. Þá skeður það, að i einni lotu brennur upp forlag- ið og ibúð Dzúlkó. Þar með öll, handrit min, sem þar lágu, orðin logunum að bráð. Þýsku handrit- in öll. En það þarf ekki heila heims- styrjöld til að sögur týnist. Á siðustu jólum ætlaði ég að skemmta þjóð minni með frásögu úr sama umhverfi og frá svipuð- um tima og sagan Greifi i Berlin (sbr. Jólablað Þjóðviljans 1971). Sú saga endaði að visu heima á tslandi sumarið 1972. Hún var send ritstjórninni á réttum tima, en af henni hefur ekkert frést sið- an. Hét Siðasti foringinn. Snjöll saga. Og merkilegt af slikri sögu að skilja þannig þegjandi og hljóðalaust við höfund sinn. Ég haföi þó látið henni eftir allt það efni, sem hún krafðist. „Foring- inn” var að sönnu allnokkuð ólik- ur „Greifanum”, en eigi að siður hnýsileg persóna. Þessi, sem nú birtist, eða — til að fara varlega — sem nú er færð i letur, hefur sama sjónarsvið og hinar fyrri, en þó verða höfuð- kempur hinna fyrri þátta ekki meö i leiknum. (I svigum vil ég geta þess, að ekki er þess að vænta að ég skrifi „Foringjann” aftur. Týnt er týnt, og upprifjun frásagna, eða skáldskapargildi, svo og hver skáldskapur getur ekki endurfæðst. Til þess vantar upprifjunina hið skapandi afl, eins og þegar Skrattinn fór að skapa mannJ. Götuinynd frá Berlln striðsáranna 1 ' I i i « i i i ( 2. Forsagan. Röddin frá Hamborg Ég sat i nokkur ár i Brúnsvik og mældi hljóð úr mannlegum barka. Þetta gæti þótt allmikil nýlunda, en er það nú ekki. Þvi allar tungumálarannsóknir byggjast á þessu öðrum þræði. Við sátum i þvi æruverða húsi sem Björn Th. Björnsson kallar Listasafnið i Brúnsvik i Islenskri myndlist, en hét i daglegu tali Salve Hospes. Myndirnar, sem Björn birtir eftir Þorstein Illuga Hjaltalin höfðum við daglega fyr- ir augum þegar við gengum upp á efri hæðina. En tóbaksdósirnar var búið að senda burt. Röddin frá Hamborg var reyndar Björn,Kristjánssonur, og stundaði stórkaupmennsku á staðnum. Hann sendi frá sér nokkur bréf sem forseti Félags tslendinga i Þýskalandi, ef ég man rétt, um islenska menn og málefni, einkum á meginlandinu. Og voru þessi bréf hans móttekin með þakklæti og látin berast áfram ef með þurfti. Ef mig Próf. Sveinn Bergsveinsson segir frá því er Goebbels ætlaöi aö hreinsa til í Klúbbi íslendinga í Berlín á stríðsárunum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.