Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 19

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 19
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 DROTTINN TÓK í TAUMANA ef ekki ógermönskum anda. Ég skrifaði á móti, að fyrirskipanir hans væru litt framkvæmanlegar I Berlin og tslendingar þar væru vanari demókratiskari aðferðum. Aö öðru leyti með þjóðlegri kveðju osfrv. minnir rétt, kom ég ekki til Berlinar til dvalar fyrr en i april 1943. Við urðum að loka i Brúns- vik vegna þess, að ég var orðinn þar einn eftir með skrifstofu- stúlkunni, fröken Zettmann, og það þótti ekki sæma, enda þótt hún væri komin nokkuð yfir fimmtugt. 3. Forsagan - Röddum fjölgar - Snjóboltinn leggur af stað Ég frétti fyrst af myndun snjó- boltans i Leipzig hjá vini minum Magnúsi Z (hvernig á hann nú aö skrifa nafnið sitt núna i setulausu landi?! I þeim stað var annar málsmetandi tslendingur, dr. Matthias Jónasson. t Berlin sátu m.a. þeir höfðingjarnir Jón Leifs tónskáld og Kristján Albertsson, þá lektor. Röddin frá Hamborg sendi ekki aðeins frá sér fréttabréf, heldur boðaði til tslendingafunda um allt Þýskaland, þangað sem frétta- bréfin náðu — þó ekki þannig að hann kæmi i visitasiu til að upp- lýsa lýðinn, heldur sendi hann boð um það, hvar og hvenær ts- lendingarnir ættu að koma saman og ræða um áhugamál sin. Þetta var oftast á veitingastöðum, sem Björn hafði heyrt getið um. Þó valdi hann ekki réttina á mat- seðlinum, sem var tæknilega séö illmögulegt, þvi að okkur lá við svelti. Að sjálfsögðu gat „For- setinn” (en það tignarheiti tók hann sér i FIÞ) ekki vitað, hvort veitingastaðurinn væri opinn á fyrirskipuðum fundartima. En á öllu var að merkja, að hann tók það óstinnt upp, ef fyrirmælum hans var ekki fylgt. Mig minnir að tveir áðurnefndir Leipzigbúar tilheyrðu „Gau Berlin” og ættu að sitja fundi tslendinga á þvi um- ráöasvæði. Hinir stórlátu Berlin- ar-tslendingar undu þvi jafnvel verr að vera fjarstýrðir frá Ham- borg en Leipzigbúar og fannst enda ekki farið eftir islenskum lögum og gott ef ekki fariö út fyrir stjórnarskrána. Sem sagt, óánægjuröddum fjölgaði og bylting var i uppsigl- ingu þegar ég kem frá hljóð- mælingum minum til aðseturs i Berlin. En vinur minn Magnús Z var búinn aö setja mig inn i ástandiö og svo það, að málið strandaöi á þvi, að enginn vildi taka aö sér forystu uppreisnar- innar og steypa „Forseta” af stóli i sjálfri höfuðborginni. Lagði hann jafnvel að mér að takast á hendur herstjórnina. 4. Snjóboltinn veltur Það þurfti ekki marga fundi til að stofnaður var „Islendinga- klúbburinn i Berlin” og ég gerður aö formanni hans og gjaldkera i einni persónu. Aösetur formanns- ins var hljóðfræðistofnunin við Háskólann i Berlin og þvi létt um vik að láta fjölrita boðskort. Vin- ur minn og forleggjari, Karl Ohm, sem siðar fluttist með fjöl- skyldu sinni til Kanada, bauöst til að útbúa bréfsefnin með nafni klúbbsins og tveim íslenskum fánum þar sem stengurnar mynduöu X. Litprentað. Með slik- um útbúnaöi skrifaði ég „For- setanum” og tilkynnti stofnun klúbbsins, en við mundum áfram þiggja fréttabréf hans og óskaði eftir góöri samvinnu. Eins og nærri má geta brást Björn hiö versta við. Atti ekki von á árás úr þessari átt, frá litt þekktum fræðimanni úr Brúnsvik. Þetta væri að sundra tslendingum og niðurrifsstarfsemi i óþjóðlegum, Þessa höll ætlaði Hitler að reisa yfir nasismann aðsigri unnum. Hitler i húsaleik með Speer Það er ægifögur sjón aö sjá borgir brenna... 5. Máliö John Sigurd gegn Forseta - Innskot A embættisferli minum i Berlin sneri sér landi minn, Sigurður Skagfield i Régensburg sem gekk þar undir nafninu John Sigurd, til min vegna meiðyrðamáls gegn Birni Kristjánssyni i Hamborg. Tilefni deilu þeirra man ég ekki lengur. Hann hafði tekið sér þýsk- an lögfræðing til að sækja Björn tilsaka. En þá strandaði á þvi, að meðal annarra ágætra skammar- yrðatungunnar haföi Björn skrif- að, að John Sigurd væri „fifl”. Þetta orð gat JS ekki þýtt nægi- Iega vel á þýsku fyrir lögfræöing sinn og leitaöiþvitilmin. Eg fletti orðabókum minum og fann ýmis orð, sem til greina gátu komið, og sparaði ekki að lýsa þvi á ýmsa vegu, hvað Skagfield gæti verið i augum Bjarnar. Þetta var skemmtilegur lestur. Niðurstað- an var þó, að hann væri „Trottel” á þýsku, sem þýðir meðal annars andlegur aumingi, fáviti, eðjót. Sigurður þakkaði mér kærlega fyrir hjálpina og við urðum góðir vinir þegar við hittumst siöar i Reykjavik. Eftir þvi sem ég veit best sjatnaði málið, engin viður- lög. 6. Snjóboltinn nemur staöar - íslendingaklúbbur inn í Berlín Nú þótti mönnum I Berlin sem þeir væru frjálsir ferða sinna, óháðir Forsetafyrirmælum. Ég pantaði pláss i tæka tið og við sát- um jafnvel á svo viðfrægum stað eins og á „Luther og Wegener”- kjallaranum i Charlottengötu, þar sem vin var hægt að fá með úngverskri músik. Þá héldum viö meiriháttar hóf fyrsta desember á Savigny-hóteli, þar sem Kristján Albertsson hélt ræðu og ég las upp týnda sögu. Jón Leifs sagði að hún minnti á Gerhard Hauptmann. Það var rétt, ég varð fyrir einkennilegum áhrifum þeg- ar ég sá „Pippa dansar” á sviði. Þá skoðaði ég það sem emb- ættisskyldu að komast i samband við sem flesta landa i Berlin er lltiö eða ekkert var vitað um, og fá þá á fundi. Ég fann tvær is- lenskar konur, giftar þýskum mönnum og tvær ungar stúlkur i verksmiðju, nýkomnar frá Dan- mörku. Þær komu svolitið viö sögu Greifans. öllum þótti gaman að geta hitt landa sina. Um sumarið stigum viö jafnvelá land á Páfuglaeyjunni i Potsdam. Ekki var samkomulagið alltal' jafngott meðal hinna heldri manna. Þannig var um Jón Leifs, sem ég hafði heimsótt á Rádýrs- brú (Rehbruck) i Potsdam, að honum fannst ég gæti kallaö fólk saman á öðrum stað (eyjan er þó hin fegursta) og yfirleitt veldi ég ekki þá réttu staöi. Ég bauð hon- um að taka við formennskunni, sem Jón afþakkaöi hofmannlega. Annars deildum viö mest um framburö isiensks máls. Siöast hittumst viö Jón Leifs á flugvelli á leið til útlanda löngu eftir strið. Alltaf sama leyndarráðsbrosiö og menningaráhuginn. Skildumst vinir eins og jafnan áður. Ég var sjálfur allvel settur I miðri höfuðborginni, hafði sam- band við Humboldtfélagsskapinn frá þvi ég var skiptistúdent 1936 og var oft boðinn á samkomur fyrir útlendinga sem og i ferða- lög. Fyrir atbeina þessara gest- gjafa minna stóð mér til boða hinn finasti klúbbur fyrir sam- komur okkar landa. Hægindastól- ar, allt i rauðu plussi og bardisk- ur. Vantaði bara barþjóninn með flöskur sinar. Þar héldum við landar okkar siðasta fund. En ég tilkynnti að þetta þægilega klúbb- herbergi stæði okkur til boöa i framtiðinni án greiðslu. Þetta fór á annan veg þvi að: Framhald ál60. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.